Þjóðviljinn - 24.01.1947, Síða 6

Þjóðviljinn - 24.01.1947, Síða 6
6 Þ JOÐVILJINN Föstudagur, 24. jan. 1947 V opnaþ jóf naðnFÍnn Torolf ÆJster: Framhald af 8. síðu. við skammbyssu af banda- rískum gullsmíðanema hér í bæ, Frank Jasper Hender- son, Seljalandi, í því skyni að selja fyrir hann byssu þessa og fleiri sömu tegund ar. Henderson þessi var áður í bandaríska hernum, en var leystur úr herþjónustu árið! 1945 og hefur hann um skeið undanfarið stundað hér gull- smíðanám- Húsleit var gerð hjá hon- um að byssunum, en án á- rangurs. Við yfirheyrslu 2. þ. m. viðurkenndi hann að hafa nokkrar af byssum þess um undir höndum og vísaði á þær grafnar í holti nálægt Seljalandi og fundust þar 26 hinna stolnu skammbyssa. — Hann kvaðst hafa fengið byssurnar frá bandarískum hermanni á Keflavíkurflug- vellinum og fyrir herlögregl unni viðurkenndi sá það rétt vera. Síðan hefur rannsókn þessa máls farið fram bæði hér við embættið og hjá herlög- reglunni og nú upplýst að hermaður þessi brauzt inn í skotgagnabúrið á jólanóttina og stal þaðan hinum 48 skammbyssum. Hann var kunnugur Henderson og hafði átt við hann nokkur viðskipti áður. Eitt sinn nokkru áður þegar þeir voru að handleika skammbyssu hefði Henderson haft orð á því að unnt mundi verg að selja slíkar byssur hér og kveðst hann hafa kastað þessu fram án þess að hafa ■neitt sérstakt fyrir sér í því og eiginlega án þess að meina neitt með því. Þegar hermað urinn hafði stolið byssunum minntist hann þessara orða Hendersons og hinn 26. f m. fór hann með hinar 26 byss- ur heim til hans og tók Henderson við þeim vitandi að þær hlytu að vera stoln- ar. Kveðst hann hafa orðið mjög undrandi á þessu til- tæki hermannsins og í raun og veru tæpast vitað hvern- ig við þessu skyldi bregðast, en þó hafa tekið við byssun- um og samtímis hafa afhent hermanninum 10 úr, 130 doll ara og 300 krónur, en ekki ! var um það talað hvernig skiptum þessum væri nánar háttað né hvernig þau skyldu gerð upp. Henderson, sem þekkti Ingva, bað hann nú að reyna að selja skammbyss ] ur og fékk honum eina sem | sýnishom og gerði Ingvi til- raunir til þess en án árang- urs. Eigi skýrði Henderson honum frá hvernig byssur þessar væru fengnar og eigi kveður Ingyi sig hafa grun- að að þær væru stolnar fyrr en hann sá í blöðum fregn- ina um byssuþjófnaðinn á flugvellinum, en þá sama dag afhenti hann Henderson byssuna og hætti öllum sölu tilraunum. Henderson hætti nú einnig við að reyna að selja þær og krafðist þess af j hermanninum að hann tæki þær aftur og féllst hann á að gera það, en dráttur varð á að hann kæmi því í fram- kvæmd og gróf þá Hender- son þær í holtinu þar sem þær fundust. Hinar byssurn- ar, 22 að tölu, hafa komið fram á flugvellinum og eru því allar hinar stolnu byssur komnar í leitirnar og í vörsl ur herlögreglunnar. Úrslita máls þessa má vænta áður langt líður. (Frá sakadómara). JÚthreiðið I*§óövilijann 1 Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Sigurborg Sigrún Einarsáóttir andaðist 22. þ. m., að heimili sínu Bjarnabergi við Seljalandsveg. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Bjami D. Kristmundssbm UM GOTTLOB SAGAN ruddalega. 1 fyrsta lagi er Anna ekki viðstödd og í öðru lagi veit ég, að hún hefur ekki lagt hér hönd að verki. — Hvernig ættir þú að vita það, þú lætur þessa helvítis kerlingu þína ljúga þig fullan. Þú veizt ekkert meira en við hinir, nema þú hafir þá haft hugmynd um eitthvað allan tímann, og leynt okkur því. Vertu rólegur, segir Erlkönig Það gagnar ekkert að vera að öskra um þetta upp yfir alla á veitingahúsinu, þó að það sé ægilegt. Við upplýsum ekki neitt með því háttarlagi. En við verðum að komast til botns í þessu. Helzt í nótt. Á morg- un getur það verið of seint. En Sagha hrópar ennþá hærra. — Hvað varðar mig um það, þó að fólk heyri til mín. Þeir hafa drepið Elsu fyrir mér, og allur heimurinn skal fá að vita það, allir skulu.... Sterk hönd Erlkönigs dregur hann niður í stólinn og ógnar honum, svo að lítið ber á, en þó ákveðið. — Þú heldur kjafti. Ef þú þegir ekki, þá. .. . Sagha sezt niður rólegur og strýkur lófanum yfir augun. — Þú hefur á réttu að standa segir hann. — Við förum heim segir Páll. Um þetta mál fjöllum við sjálf ir. Við kærum okkur eklcert um, að aðrir séu að blanda sér í það. — En Erlkönig .... ? byrjar Brúnó. — Nei, enginn, svarar Páll. Við getum ekki blandað nein- um í það. Við förum heim, núna strax. Við getum áreiðan lega fengið að liggja hjá Jaró- slav, ef við komumst ekki að kofanum fyrir lögreglunni. — Eg fer með ykkur, segir Erlkönig. Þetta kemur ekki ykk ur einum við. Eg krefst þess að verða tekiml með. En Páll situr við sinn keip. Orðasennan verður hávaða- söm og þreytandi. Allt í einu stendur Anna við borðið hjá þeim. Andlit henn- ar er afmyndað af hræðslu, og heift eða sorg. — Nú, þið sitjið þá hér, segir hún móð. Eg hef leitað að ykk ur um alla borgina. Mér hefði átt að detta það fyrr í hug, að þið sætuð hérna og skemmtuð ykkur. — Uss, hvíslar Brúnó. Páll og Andrés hafa fundið lík Elsu. — Lík Elsu ? Hefur hún verið myrt? Ennþá einu sinni stendur Sagha upp í æsingi. — Og þú hefur vitað það. Þú hefur vitað það allan tím- ann. Það mátti greinilega heyra það á þér, var það ekki? Það mátti greinilega heyra það. Og þetta.... — Eg hef ekki haft hugmynd um það allan tímann. En nú veit ég ýmislegt. Nú hef ég komizt að hinu og þessu, því versta, sem ég gat hugsað mér. Stúlka við borð skammt frá segir hátt, svo allir megi heyra: — Því ætli þau hrópi svona hátt þarna? Ástarharmleikur, eða hvað? Brúnó leggur íbygginn hönd ina á munninn og hvíslar: — Hvað er það, sem þú ætlar að segja? Anna horfir á hann ráðvillt á svip. Svo gefst hún allt í einu upp, grúfir sig ofan í borðið og grætur hátt. Nokkur dans- pör nema staðar á leið sinni út á gólfið og horfa áhana; Þau fussa eða hrista gremjulega höf uðið. Svo lítur Anna upp og segir skjálfandi röddu: — Það er Páll. — Páll? Er það Páll. . . . — Það er Páll, sem hefur skotið Elsu. Það er Páll, sem hefur svikið okkur. Ó, Páll .... Páll fölnar, en er alveg ró- legur. — Anna, ég skal skýra þetta allt fyrir ykkur, en ekki hér. •— Þú meðgengur þá. Þetta er þá satt. Ó, þú veizt.... Hún fer aftur að gráta. Hinir eru þögulir og fölir. Anna styn- ur upp: ■—■ Ó, Páll, mér þýkir svo vænt um þig. Hvernig. . . . Loks beygir Erlkönig sig yf- ir borðið, leggur höndina á öxl- ina á Önnu og segir lágt: — Segðu frá þessu. Hertu þig upp, þessu verður að kippa í lag. Anna stynur upp úr grátn- um: —■ Þegar þeir voru farnir — að leita að Elsu, þá geldc ég upp að kofanum til þess að ná í hitt og þetta, ég þurfti að taka með mér föt og fleira — en þá fann ég jakka, sem Páll hafði skilið þar eftir — sem hann hafði verið í fyrr um dag- inn — og flóttamannsvegabréf Elsu — ég veit hún tók það með sér, þegar hún fór um morg uninn — og þrjá tékkneska 1000 krónu seðla — það sá ekki í þá fyrir blóði — og þá skildi ég — og svo þegar ég heyrði þetta núna .... Ó Páll.... Páll stendur upp. — Þetta er nóg, Anna. Erlkönig leggur aðra hönd- ina rólega ofan á handlegg hans. -— Er þetta satt? — Eg skal skýra .... — Það er bezt við förum héð an. Þetta er ekki staður til slíks uppgjörs. Andlit Páls tekur á sig óhugn anlegan litarhátt í bjarmanum 'frá grænum ljóskösturunum. i Hin þola ekki að horfa á hann. Fólk safnast kringum þau, ým- ist forviða eða skclkað. — Eru þau full, er hvíslað. Páll gengur rólegur á undan þeim að fatageymslunni og bið ur um yfirhafnirnar. Síðan fer hann inn á herrasalernið. Hin bíða. Stúlkurnar í fatageymsl- unni horfa forviða á þau. Grann ur, kvenlegur pikkaló með yfir skegg gengur fram hjá, en nem ur staðar og horfir á þau með dálítið athugandi brosi. Hann segir eitthvað við Erlkönig, en sá síðarnefndi ypptir öxlum og svarar nokkrum orðum. Brúnó sezt niður úttaugaður og þerrar svitann af enninu. Erlkönig fer inn á salernið á eftir Páli. — Páll, hvíslar Anna lágt, að varla heyrist. Hún styður sig við afgreiðsluborð fata- geymslunnar náföl í andliti og með samanklemmdar varir. Tár glitrar á annari kinninni. Brúnó stendur upp, gengur eirðarlaus fram og aftur og nuddar saman höndunum. Sagha og Andrés standa eins og myndastyttur og liorfa ofan á gólfið. Svo kveður við skot. Þau hrökkva við. Ein stúlk- an í fatageymslunni hljóðar upp yfir sig. Erlkönig kemur í ljós hvíslar rólega en ákveðið: — Förum héðan undir eins. Fatageymslan er allt í einu orðin full af æstu fólki. Tvær háværar kvenraddir hrópa upp einliverjar skýringar. En áður en nokkur fær áttað sig, eru þau komin út á götu. Hrein og svöl gola kemur á móti þeim. Ljósin slá glampa á blautt mal- bykið. Á ávaxtatorginu sést eng in lifandi sála. Erlkönig tekur í handlegginn á Önnu og dregur hana með sér inn í port. Hinir koma hugsunar laust á eftir. Þau koma inn í lítinn garð. Þar er koldimmt, aðeins einn eða tveir gluggar hátt uppi kasta ofurlitlum bjarma á girð inguna hinum megin. Erlkönig þreifar sig áfram meðfram riml unum. Flutningavagn verður á vegi hans. Hljómsveitin á Anna Ve þagn ar allt í einu í miðjum dansi. — Hér komumst við yfir, Brúnó fyrst, Andrés getur hjálp að þér. Andrés og Sagha svo. Eg skal sjá um Önnu. Þau koma inn í nýjan garð. Brúnó fellur og rekur upp ofur lítið hljóð, sem hann kæfir þó strax. Allt í kring heyra pau ör lítið tif. Rottur. — Erlkönig leiðir þau áfram inn í nýtt port; Þau anda djúpt vegna æsingsins og gleyma að hugsa. Portið er læst. Þau vefða að snúa við. — Páll? spyr Brúnó lágt. Erlkönig svarar ekki, þess gerist ekki þörf. Þau heyra ennþá hróp og köll frá Anna Ve. Ilið háværa, sker andi danslag hefst að nýju. Ann að lag frá annari hljómsveit blandast saman við það. — Frá Glöðu ekkjunni. ■— Femína, hvíslar Erlkönig. . Hún hlýtur að vera hér. Hann gengur að múrnum, kveikir varlega á eldspýtu og lýsir yfir hann. Mjóar dyr standa í hálfa gátt. Hann snýr sér við og veifar til hinna. Lag ið frá Glöðu ekkjunni fer að láta hærra í eyrum. Þarna er langur og mjór gang ur með dömu og herra salern- um á báðar hliðar. Þau finna mjóar dyr, gæjast inn í eldhús, þar sem allir eru önnum kafnir, standa allt í einu í stórum, björt um sal, sem fullur er af dans- andi folki. — Það er bezt við stöldrum hér eitthvað við. Þetta er veitinga og dansstað urinn Femína, einn stærsti skemmtistaður Pragborgar, þekktur fyrir það, hve seint

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.