Þjóðviljinn - 01.02.1947, Blaðsíða 7
V
Laugardagur, 1. febrúar 1947.
ÞJOÐVILJINN
7,
Framh. af 5. síðu.
ilmvötn; þeir hafa einnig
flutt reynsluna heim með sér.
Það má vel vera, að vegna
fávizku sinnar greiði þeir at-
kvæði sitt hræsnaranum, sem
hrópar hástöfum um nýja
styrjöid — en hver getur
fengið þessa ungu menn, með
alla stríðsreynsluna að baki,
til að deyja fyrir hræsnar-
ann?
,,En hún snýst nú samt!“
hrópaði Galileo, þegar hann
var neyddur til að afneita
sannleikanum. Og hún snýst
nú samt! Ef sú er raunin, að í
dag er minna skrifað um
þriðju heimsstyrjöldina utan
Sovétríkjanna, þá e.r það
ekki vegna þess að ritstjór-
arnir hafi vitkazt eða blaða-
mennirnir orðið þreyttir á
öllu saman. Við lesum oft
frásagnir af ræðum stjórn-
málamanna, diplómata og
stóriðjuhölda. En ekkert blað
f'lutti fregnina um það, sem
vínræktarmaðurinn Durand
sagði, eftir að hann hafði les
ið ræðu De Gaulle, eða það,
sem námumaðurinn sagði um
ræðu Churchills, eða hvort
Davies vélamaður var sam-
mála ræðu Bilibos öldunga-
deildarmanns.
Það eru til ræðumenn, en
það er lika til fólk. Við höf-
um ekki minnstu hugmynd
um, hve marga vini við eig-
um í Pittsiburg og Lyons og
Leeds og Salonika og Bom-
bay. En allir þessir vinir
okkar muna, hversvegna Stal
íngrad brann og þeir fagna
sérhverri frétt,- er segir þeim
frá endurbygginu húsanna
þar. Við kunnum að meta
vináttu fólksins-
,,En hún snýst nú samt!“
Rústir, grafir, fátækt og
þreyta voru ekki það eina,
sem styrjaldarárin skildu eft
ir sig. Þau kenndu fólkinu
mikið. Þjóðirnar hafa vaxið
að manndómi, og þótt ein-
hverjar þjóðir séu enn þög-
ular, þá hefur það þau áhrif
á hina ótrauðu ræðumenn að
þeir fara að stama. Fólkið er
orðið afl. sem getur tryggt
friðinn.
Nýr þróttur með
þjóðunum
Eg ætla ekki að staldra við
S.A.-Evrópu, þar sem þjóð-
ir, litlar að höfðatölu en mikl
ar í anda, hafa unnið sér rétt
inn til nýs og betra lífs með
blóði sínu. En einnig vestur
í álfunni hafa margir hlutir
breytzt. Það er annar svipur
á franska bóndanum, þegar
hann nú gengur til atkvæða,
og það er annar tónn í tali
hinna norsku fiskimanna.
Jafnvel í Ameríku er fólk-
ið byrjað að hugleiða reynslu
fortíðarinnar og hættur fram
tíðarinnar.
Á liðnum tímum hafði fólk
ið aðeins hendur, það voru
austur friður
aðrir er hugsuðu. Þegar pleb-
eiar hinnar fprnu Rómar
vildu mótmæla órétti hurfu
þeir til Aventín-hæðarinnar
og krosslögðu handleggina,
en byggingameistarar, heim-
spekingar og skáld voru eft-
ir sem áður á bandi partise-
anna- Nú hafa vísindarnenn.
rithöfundar og skáld gengið
í lið með fólkinu. Látum
hina háu partisea, að með-
töldum bílakóngum og tyggi-
gúmmíkeisurum, reyna að
krossleggja handleggina —
enginn mun einu sinni veita
því athygli. Stríðið stóð yfir i
árum saman, milljónir létu
lífið, og svo virtist sem ekk-
'ert pláss væri fyrir mennta-
gyðjurnar í hinum myrkv-
uðu borgum. En við sjáum
nú, að mannkynið tók fram-
förum á þessum árum. Tjón
ið var mikið, en fólkið á-
vann sér þekkingu.
En hún snýst nú samt!
Árangurslaust reyndu- hinir
áróðurssömu glæframenn að
halda Sovétríkjunum leynd-
um fyrir heiminum. Árang-
urslaust hófu þeir fjöldafram
leiðslu á „járntjöldum“.
Heimurinn sá hermenn okk-
ar berjast fyrir friðinum á
bökkum Volgu, Vistlu og
Oder. Og síðan hefur heim-
urinn séð, hvernig fulltrúar
okkar vörðu friðinn á ráð-
I stefnunum í París og New
York.
Hönd okkar er útrétt
Þegar við, fyrir tuttugu
árum, töluðum um frið, lögðu
hinir áróðurssömu glæfra-
menn það út sem veikleika-
merki- Nú hafa þeir gefizt
upp á öllu sínu tali um
„hinn meyrlynda Mökkur-
kálfa“. Allir vita um afrek
þau, sem hermenn Sovét-
ríkjanna hafa unnið. Glæfra-
mennirnir viðurkenna styrk
leika okkar, en þeir reyna að
halda leyndri fyrir fólkinu
þessari staðreynd: að við töl-
um enn um frið, verjum
málstað friðarins á sérhverj-
um fundi og ráðs'tefnu, í
öllum nefndum og undir-
nefndum.
Hönd okkar er útrétt öllum
öðrum þjóðum, ekki vegna
þess að við séum veikir, held
ur vegna þess að við kjósum
handaband frekar en brugðna
branda.
Eg hef oft furðað mig á
blindni þeirra, sem svívirða
okkur. Þeir eru jafnvel í
standi til að ásaka grasa-
fræðinga okkar og ballett-
dansara um hættulega á-
form. Þeir ásaka okkum um
afskipti af málum annarra.
En sannleikurinn er sá, að
hendur okkar hafa feikinóg
að gera við að ráða fram úr
okkar eigin vandamálum.
Auðvitað „skiptum við okk
ur af“ málefnum annarra
með því einfaldlega að vera
til. Nýtt hús, sem byggt er í
landi okkar, eða góð bók,
sem skrifuð er af einhverjum
rit'höfundi okkar, eða nýtt
afbrigði af eplum, sem fram
leitt er af einhverjum jurta-
fræðingi okkar, hefur þegar
í stað mikil áhrif á hugsana
gang fólks í öðrum löndum-
Þegar Svíi bræðir stál eða
Ameríkani sker upp hveiti,!
snertir það aðeins fólkið, sem
þá og þá stundina hefur á-
huga á stáli og hveiti. En
þegar ný borg rís upp ein-
hversstaðar í landi okkar, ber
j ast strax um það fréttir út
um allan heim og fólk talar
um þetta af áhuga, ýmist
fagnandi áhuga eða reiði-
blöndnum.
Við erum í vissum skiln-
ingi orðin mælikvarði fyrir
allan heiminn, dómurinn um
þá öld, sem við lifum, bygg-
ist fyrst og fremst á þessu
landi. Má vera, að okkur
skjátlist stundum. Hverjum
skjátlast aldrei? En við er-
um á framtíðarvegi. Þjóðirn-
ar eru á framtíðar vegi. Og
þeir, sem svívirða okkur eru
rígbundnir, 'hver á sínum
stað — það er þeirra ógæfa.
Sú var tíðin að franskur al-
múginn gerði árás á Bastill-
una, skrifaði bækur, byggði
verksmiðjur. Nú vekja auð-
jöfrar heimsins í hugum okk-
ar grísku goðsögnina af Þes-
eusi, sem lifði í miklu ann-
ríki á jörðinni, en var dæmd-
ur t.il hræðilegrar refsingar
eftir dauðann — hann varð
að sitja hlekkjaður á sama
stað til eilífðar.
Eru þetta ekki örlög þeirra,
sem vilja beita styrjöldum
til að hindra þróun sögunn-
ar? Margir þeirra hafa lifað
lífi annríkis — of mikils anri
ríkis, getum við sagt- En nú
eru þeir hlekkjaðir fastir,
hver á sínum stað. Þeir gera
sér ekki grein fyrir því, að
þróunin hefur haldið áfram.
sagan er komin á utjdan
þeim, árstíðaskipti hafa orð-
ið fyrir utan, þjóðirnar hafa
breytzt.
Engir slíkir draugar fortíð-
arinnar fyrirfinnast í landi
okkar. Við getum fagnað
nýju ári af heilum hug. Síð-
astliðið ár var vissulega ekk-
ert góðæri fyrir okkur. En
við vitum, að allir hlutir eru
í framför. Við skulum segja
við nýja árið, eins og við
mundum segja við gamlan,
en reyndan félaga: ,,Gerðu
það sem þú getur kæri vinur.
til að bæta alla hluti“.
Hermenn okkar björguðu
hinu fagra landi okkar, landi
hinna þéttu skóga og kyrr-
látu l’ækja, landi hinna bjart
hærðu og dökkhærðu stúlkna,
landi hinna glöðu barna.
Hermenn okkar vörðu ríki
okkar, sjálfstæði þess, rétt-
indi fólksins til að ráða landi
sínu í fullkomnu jafnrétti
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Laugavegs
Apóteki, sími 1618.
Næturakstur: B. S. R„ simi
1720.
Útvarpið í dag;
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Dönskukennsla, 1. fl.
19.00 Enskukennsla, 2. fl.
19.25 Tónleikar: Samsöngur —
(plötur).
20.20 Leikrit: „Eitt par fram“
eftir Croisset (Leikstjóri: Lár
us Sigur.björnsson).
21.00 Þorravaka: <a) Upplestur i
og tónleikar. b) Takið undir!
Þjóðkórinn (Páll ísólfsson
stjórnar).
22.05 Danslög.
Dagskrárlok kl. 2 eftir
miðn.
Skipafréttir.
Brúarfoss fer frá Patreks-
firði síðdegis í dag til Húsavík-
ur, lestar frosið kjöt til Gauta-
borgar. Lagarfoss kom til Rvik
ur. 30. 1. frá Gautaborg. Sel-
foss kom til Kaupmannahafnar
23, 1. frá Stokkhólmi Fjallfoss
er í Reykjavík. Reykjafoss vænt
anlegur til Reykjavíkur um mið
nætti í nótt frá Leith. Salmon
Knot kom til Reykjavíkur 30. 1.
frá New York. True Knot fór
frá Reykjavík 25. 1. til New
York. Becket Hitch fór frá Hali
fax 29. 1. til Reykjavíkur.
Cosstal Scout lestar í New York
í byrjun febrúar. Anne fer frá
Leith í kvöld til Gautaborgar
og Kaupmannahafnar. Guðrún
fór frá Kaupmannahöfn 29, 1.
til Gautaborgar. Lublin kom til
kynþátta og tungumála. Þeir
vörðu stöðu okkar til að við
mættum hafa forustuna á
ferð heimsins inn í frið og
hagsæld ókomna tlmans. Þeir
vörðu stjörnurnar okkar yfir
Kreml.
Reynsla og æska
Nú verðum við að bjarga
því, sem bjargað hefur verið;
reisa borgir og þorp að nýju,
ala upp börn, bæta öllum
mönnum lífið. Við göngum
að þessu verki með einbeitni,
glaðir í hjarta. Sú kynslóð
sem lifði októberbyltinguna
er um það bil miðja vegu
á æví'ferli sínum.
Kynslóð þessi hefur þegar
öðlazt verðmæti reynslunn-
ar og hún er ennþá- ung. Og
á eftir henni koma aðrar
kynslóðir, — æskulýður okk-
ar, von okkar og hamingja.
Fólk á mínu reki, sem byrj-
aði líf sitt allöngu fyrir bylt-
inguna, hefur þegar lifað
sína eigin æsku. En við gleðj
umst yfir því að eiga fram-
undan æsku lands okkar, æsku
heimsins. Við eigum eftir að
sjá þessa æsku fullgera hið
mikla mannvirki aldarinnar.
Andwerpen í gær 30. 1. frá.
Hull. Lech fór frá Reykjavík
28. 1. til Leith. Horsa kom 'til r
Leith 29. 1. frá Reykjavík.
Hvassafell kom til Hull 29. 1.
frá Rotterdam.
Farþegi með e.s. „Salmon
Knot“ frá New Ýork til Reykja
víkur, 30. 1. 1947:
Fr. Marta Guðmundsdóttir.
Farþegar með e.s. „Lagarf.“
frá Gautaborg til Reykjavíkur
30. 1. 1947:
Börge Andersen Bent Madsen
Fredrik Haraldsson Margret
Guðmundsdóttir Anna Helga-
dóttir Johanne Baadsgaard
Juliana Fr. Björnsson Kristján
Bender Jakob Sigurðsson Ágúst
Einarsson E. Holmberg Nils
Börjesson.
Leikfélag Hafnarfjarðar sýn
ir í dag gamanleikinn „Húrra
krakki“ kl. 5 og 8,30. Verður
þetta síðustu sýningarnar
vegna brottfarar eins leikand-
ans úr bænum.
Félagslíf |
Skíðafélag Reykjavíkur ráð-
gerir að fara skíðaför næstk.
Sunnudagsmorgun kl. 9 frá
Austurvelli. Snjór er lítill á
Hellisheiði. Farið varlega.
Fjallaloftið heilnæmt eins og
vant er. Farmiðar hjá Muller í
dag til kl. 3 fyrir félagsmenn
en 3—4 til utanfélagsmanna ef
afgangs er.
f. n.
Í.R. Skíðaferð að KolviðarhóU
í dag kl. 2 og 8. Og í fyrramálið
kl. 9. Farmiðar seldir í verz).
Pfaff frá kl. 12 til 4 í dag.
Farið frá Varðarhúsinu.
Fylkið ykkur um
Skógiækiarfélagið!
1 sambandi við frásögn frá
aukaaðalfundi Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur á öðrum stað
í blaðinu, óskar stjórn félagsins
að beina þeim tilmælum til bæj-
arbúa, að fylkja sér nú um sitt
eigið Skógræktarfélag, svo að
það verði fjölmennt og öflugt.
Stjórn félagsins skipa:
Guðmundur Marteinsson verk
fræðingur formaður,
Ingólfur Davíðsson magister
ritari,
Jón Loftsson stórkaupmaður,
gjaldkeri
Dr. Helgi Tómasson og Svein
björn Jónsson hæstaréttarlög-
maður meðstjórnendur. 1 vara-
stjórn eru frk. Ragna Sigurð-
ardóttir kaupkona, Árni B.
Björnsson gullsmiður og Guð-
mundur Ólafsson bakari.
Þeiir sem óska að gerast með-
limir í skógræktarfélaginu þurfa
aðeins að tilkynna það einhverj
um í stjórn eða varastjórn, og
gefa upp nafn og heimilisfang.
Auk þess verður lagður fram
listi í blómaverzluninni Flóru í
Austurstræti sem nýjir með-
limir geta skrifað sig á, og um
leið fengið félagsskýrteini með
því að greiða ársgjald.
Ennfremur geta menn skráð
sig sem meðlimi í skrifstofu
Skógræktar ríkisins, Klappar-
stíg 29.