Þjóðviljinn - 12.02.1947, Side 3

Þjóðviljinn - 12.02.1947, Side 3
Miðvikudagur 12. febr. 1947 ÞJÖÐVILJINN Aðalfundir smsræoa nu m Leifur Björnsson Árvakur, Eskifirði Verkamannafélagið Árvakur á j Eskifirði hélt nýlega aðaifund sinn. í stjórn voru kosnir: Formaður: Leifiur Björnsson. Ritari: Óskar Snædal. Gjaldkeri: Ölver Guðnason. — Meðstjórn- endur: Jóhann Clausen og AI- freð Guðnason. Iðja, Hafuarfirði Iðja, félag verksmiðjufólks í Hafnarfirði, hélt aðalfund sinn 31 jan. s.l. Þessir voru kosnir í stjórn: Formaður. Magnús Guðjóns- son. Ritari: Ellert Magnússon. Gjaldkeri: Þóroddur Gissurar- Sjómannasamningarnir í Vest- mannaeyjum eru nú umræðu- efni sjómanna um land allt. — Stærsta sjómannafélag landsins hafði nýlokið samningagerð um kjör sjómanna á sömu veiðum og deilt var um í Eeyjum. Venj- an er að smærri félögum eru talin fulisæmd af eins góðum eða jafnvel lakari samningum en þau fjölmennari og sterkaxi gera. En hér skeður það óvenju lega: Fjölmennasta sjómannafé- lag landsins telur sig fullsæmt af mun lægri kauptryggingu sjó- mönnum til handa en sjómenn í Eyjum ná með eintoeittu 8 daga verkfalli. Og þó er þess.að gæta, að sjómennirnir í Vestmannaeyj um verða að heyja sína kjara- baráttu eftir að Sjómannafélag Reykjavíkur samdi og taldi sig hafa tmarkað öðrum félögum ■stefnuna í kauptryggingarmálinu. Valur, Búðardal, segir upp samningum Verkamannafélagið Valur í Búðardal hélt aðalfund sinn 26. jan. s. 1. Þessir voru kosnir í stjórn: Formaður: Aðalsteinn Guð- mundsson. Riitari: Guðmundur Gíslasion. Gjaldkeri: Ásgeir Guð- mundsson. Félagið samþykkti að segja upp giidandi samningum og eru þeir útrunnir 1. maí n. k. Verkalýðsfélag’ Ölves- krepps Verkalýðsfélag Ölveshrepps hélt aðalfund sinn 19. jan. s. 1. í stjórn voru kosnir: iFormaður: Jóhannes Þorsteins- son. Varaform.: Sæmundur Guð- mundsson. Ritari: Þorlákur Guð- mundsson. Gjaldkeri: Eyþór Ingi- bergsson. Meðstjórnandi: Guðmundur Ingiibergsson. Samþykkt var að hækka ár- gjald félagsmanna úr kr. 40 í krónur 60. Víkingur í Vík gerir nýj- an sammng’ Verkaiýðsíéiagið Víkingur í Vík í Mýrdai liélt aðaifund sinn 2. þ. m. — Þessir voru kesnir í stjórn: Pormaður: Guðmundur Guð- mundsson. Ritari: Þórður Stef- ánsson. Gjaldkeri; Einar Bárð- arson. Þriðja þessa mánaðar gerði fé- lagið nýjan samning við atvinnu rekendur. Samkvæmt honum hækkar kaup í almennri dag- vinnu úr kr. 2.40 á klsit. í kr. 2.65 og kaup kvenna úr kr. 1.40 á klst. í kr. 1.80 á klst. Eftir- vinna greiðist með 50 prós. álagi og nætur- og helgidagavinna með 100 prós. álagi. Farsæíl, Hofsósi Verkamannafélagið Farsæll á Hofsósi hélt aðalfund sinn 18. jan. s. 1. Þessir vom kosnir í stjórn; Formaður: Jóhann Eiríksson. Ritari: Björn Jófisson. Gjaldkeri: Kristján Ágústsson. Varaform.: Anton Tómasson. — Meðstjórn- andi: Jón Stefánsson. Samþykkt var að hækka ár- gjald félagsmanna úr kr. 25 í krónur 35. Sveinafélag húsgagna- bólstrara Sveinafélag húsgagnahólstrara hélt fund sinn nýlega. — Þessir voru kosnir í stjórn: Formaður: Sigvaldi Jónsson. Ritari: Einar Stefánsson. Gjald- keri- Guðmundur Halldóreson. Verkalýðsfélag Grvíabakkahreþps Verkalýðsfélag Grýtubakka- hrepps hélt nýlega aðalfund sinn. Þessir voru kosnir í stjórn: Formaður: V.il'helm Vigfússon. Ritari: Þórður Jakobsson. Gjaldkeri: Arthur Vilihelmsson. Meðstjórnendur: Kristinn Jóns- son og Alfreð Pálsson. Til þess að það verði mörm- um fullljóst, hvers vegna ::jó- menn í Eyjum geta náð samn- ingum um 610 kr. grunnkaups- tryggingu á mánuði á sama tíma og S. R. lætur sér nægja 560— 580 kr. á mán. þurfa menn að skilja mismuninn í uppbyggingu og starfsiháttum Jötuns í Eyjum og S. R. í. S. R. er málið ekki rætt við sjómennina sjálfa. Eng- inn fundur er haldinn um máiið. Hin sjálfum glaða forusta fél. með Sigurjón Á. Ólafsson í far- arbroddi, kemst að þeirri vísinda legu“ niðurstöðu, að sjómenn séu „fullsæmdir“ af 500 kr. kaup tryggingu á mánuði og leggur þá kröfu í uppkasti sínu fyrir Landssamband ísl. útvegsmanna. Útgerðarmönnum leyzt ekki á blikuna Þeir vissu að sjómenn irnir á Akranesi höfðu 2. jan. samningsibundið 560—580 kr. grunnkaupstryggingu, . og áttu bágt með að skilja höfðingskap Sigurjóns og félaga hans. — í höndum Sigurjóns og Co. hækka útgerðai'menn kauptryggingar- kröfuna um 60—80 kr. Slík nið- urlæging forustu í stéttarfélagi er sem betur fer einsdæmi. — Enda varð einum reyndum og dugandi foruistumanni í verka- lýðssamtökunum að orði, er hann frétti um smán Sigurjón- anna: „Hefði það lient mig að ! atvinnurekndur hækkuðu kaup- : krþfuna í höndunum á mér | heiði ekki aðeins sagt af mér, ég hefði talið mér skylt að yf- : irgefa félagssvæðið.“ — Svona i hugsa þeir, sem kunna skil á ! skömm og heiðri. j Þeir sem eiga að búa við ' samning Sigurjóns Á. Ólafsson- ar, vita ekkert fyrr en allt er i klappað og klárt. Það er ekki I siður hjá þeim að hafa „hjúin“ | með í ráðum. Sigurjónarnir líta á sjálfa sig sem félagið, að með- ' limunum séu verk hinna alvísu með öllu óviðkomandi. j Það sem gerir gæfumuninn í Reykjavík og Eyjum, er að á síðartalda staðnum eru sjómenn irnir sjálfir á ferð. Þeir ræða samningsmöguleikana í félaginu, semja sjálfir sínar kröfur og halda sjálfir á samningum. Úr- slitin verða svo í samræmi við undii-búninginn. Eyja-sjómenn ná ,30—=50 kr. hærri grunnkaups- tryggingu en þeir þrautreyndu í S. R., sem þáðu þó 80 kr. hækk un úr hendi L. í. Ú. Aldrei hefur það verið eins augljóst og nú bvar meðlimir Sjómannafélags Reykjavíkur eru staddir um forustu. S. R. hefur möguleika til að vera forustu- sveit sjómanna í baráttunni fyr ir bættum kjörum á sama hátt og Dagstorún er forustufélag verkamanna í þeirra sókn til betri Mfskjara og öryggis. En raunin er hins vegar sú, að þetta fjölmenna félag er ekki einungis hemill á kjarabótabar- áttu íslenzku sjómannastéttar- innai'; heldur er það beinlinis notað til skemmdarverka þegar nauðsyn krefur að öll stéttin samræmi kröfur sínar og komi fram sem ein heild. Sjómenn! Er ekki tími til kom inn að stinga við? Svo mun nú mörgum sjómönnum finnast eft- ir þessi nýjustu frægðainvei'k Sigurjóns og félaga hans. — Og þótt landher Sigurjóns hafi búið svo í haginn fyrir völd sín í fé- laginu, að sjómönnum sé illfært að láta málefni félagsins til sín taka, mun óhæfa, eins og þessi síðasta ,,samningag'erð“ Sigur- jóns, flýta fyrir því að sjómenn irnir rísi upp og afþakki að fullu afskipti Siguriónanna af málum sjómanna. Þegar svo er komið getur S. R. loks unnið þann sess, sem það getur átt og því ber, að- stöðu sinnar vegna og fjölmenn is, í félagssamtökum íslenzku sjómannastéttarinnar. Verhakvennasamtökm á Siglufirði ára Verkaltvennasamtökin á Siglufirði isrðu 2G ára 35. jan. s.I. og birti Mjölnir á Siglufirði við það tækifæri eftirfarandi grein: Laugardagskvöldið 25. jan. hélt verkakvennafél. Brynja, 20 ára afmælisfagnað verkakvenna samtakanna á Siglufirði. Hófið sem var í alla staði hið vegleg- asta, var haldið í Alþýðuhúsinu. Eins og vænta mátti, við slíkt tækifæri, var troðfullt hús. Ræð ur voru fluttar og allskonar skemmtiatriði, veitingar voru í- burðamiklar og góðar, en félags konxir Brynju sáu um allan und irbúning og framreiðsiu sjálfar. Fyrir 20 árurn síðan var stofn að hér á Siglufirði verkakvenna félag og hlaut það nafnið: verkakvennafélagið Ósk. Fyrsti formaður þess félags var Sigríð ur Sigurðardóttir, en aðrar helztu forystukonurnar voru þær: Sigríður Indriðadóttir, Sig ríður Þorleifsdóttir, Soffía Gísla dóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Hólmfr. Sigurgeirsdóttir, Óiöf Kristinsdóttir og Þorfinna Dýr- fjörð. Félagið var stofnað upp úr kaupdeilu um síldarvinnu- kjör, sú kaupdeila enti með full um sigri verkakvenna. Næstu fjögur árin, eða til ársins 1930 starfaði félagið af miklum dugn aði og hélt uppi hæsta kaup- taxta á landinu. En árið 1830 kom upp ágreiningur innan fé- lagsins út af kauphækkun sem þá var gerð um sumarið. At- vinnurekendur undu illa þessari kauphækkun þó að þeir yrðu að samþykkja hana og tókst þeim að fá nokkrar konur í félaginu á sitt band. Þessar konur héldu svo uppi látlausum áróðri fyrir sjónarmiðum atvinnurekenda og spunnust út af málinu illvígar i deilur innan féiagsins. Um þetta | ieyíi voru hér í bænum harð- j vítugar deilur milli Alþýðufl. og ! Kommúnistaflokksins. Flestar konurnar í trúnaðarstörfum „Óskar“ voru fylgjandi komm- únistum.og höfðu þær svo mikið fylgi félagskvenna fyrir dugn- að sinn og farsæla stjórn.að A1 þýðuflokkurinn var vonlaus um að geta látið sparka þeim og koma að Alþýðuflokkskonum í staðinn. í félagi við atvinnurek endur tóku Alþýðuflokksmenn því það ráð að kljúfa félagið. Þær Alþýðuflokkskonur, sem í T)sk voru, söfnuðu um sig van- þroskuðustu konunum og íhalds sömustu og stofnuðu nýtt félag „Verkakvennafélag Siglufjarð- ar.“ Þetta nýja félag var síðan tekið inn í Alþýðusambandið, en Ösk, sem einnig hafði sótt um upp- töku var synjað. Alþýðuflokks menn höfðu þá meirihluta í Al- þýðusambandinu og forustu þess í sínum höndum og mis- notuðu sér pólitískt vald sitt á skammariegan hátt. Ári siðar settu þeir í lög Alþýðusamb mds ins, að enginn skyldi hafa i’étt til að sitja á Alþýðusambands- þingi, nema hann væri Alþýðu- flokksmaður. Þetta illræmda kúgunarákvæði hélzt í lögum sambandsins til ársins 1940 og ber ætíð órækan vott um lýð- ræðishyggju Alþýðuflokksins, en eins og kunnugt er tala Al- þýðuflokksmenn allra manna mest um lýði'æðisást sína. ,, Verkakvennaféla g Sigluf jarð ar“ eða klofningsfélagið, eins og það var kallað, sýndi fljótt inn- ræti forustu sinnar. Strax á næsta ári samdi það um lækkað kaup við atvinnurekendur og þrátt fyrir að „Ósk“ var fjöl- mennari og gerði það sem hægt var til að hindra þessi stéttasvik fékk hún þó ekki að gert, enda naut hitt félagið stiiðnings Al- þýðusambandsins og að sjálf- sögðu vináttu atvinnurekenda. Næstu átta árin, eða til 1939 liélzt svo það ófremdarástand að verkakvennafélögin voru tvö. „Ósk“ sem hélt uppi baráttu fyrir bættum kjörum verka kvenna, af dæmafárri þraut- seigju og ái'óðri fyrir samein- ingu félaganna, hinsvegar, — Framhald á 6. síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.