Þjóðviljinn - 14.03.1947, Page 6
6
ÞJ OÐVILJINN
Föstudagur 14. marz 1947,
•M-H-H-H-H-H-H-H-I-H-I-I ■I-I"l"t'I"I I M I 'I "I 1 iM-M-H-
Louis G. S. Mansfield:
§vin notað
soin sonn>
I
Þannig
var það
með
Hitler
XV.
Af eigin reynslu vissi ég, að ekkert af þessu ;;
gat hafa átt sér stað, þar eð þeir, sem brenndu
Hkin, höfðu aðeins 180 lítra af benzíni til að fram-
kvæma verkið.
Þetta benzinmagn hefði heldur ekki nægt til að
brenna holdið alveg burt, og því til sönnunar
mætti beiida á þá staðreynd, að þar sem stór-
brani hefur geysað og lík hafa legið í eldi tím- ;;
uaum saman, er hold þeirra venjulega aðeins í
brunnið að tiltölulega litlu leyti.
Eina ráðið til að færa sönnur á réttmæti skoð-
ana minna í eitt skipti fyrir öll, var að útvega 180
lítra af benzíni og tvö lík og útbúa síðan sérstaka
líkbrcnnslu.
Það var auðvelt að útvega benzínið en öðru
máli var að gegna um líkin.
Eg hóf nú víðtæka leit að einhverjum greftrana 4;
umsjónarmanni, sem ekki væri alltof fastheldinn ;;
við reglurnar, eða einhverjum öðrum manni, sem ;;
kynni að geta útvegað mér lík og hefði fullan "
i étt til að aflienda mér það.. Eg vissi, að gríðar- '.'.
margir hópar flóttafólks voru á ráfi um Þýska-
land, og ég taldi miklar líkur til að slíkt fólk ••
mundi vera reiðubúið til að „finna“ lík fyrir mig, +
ef fyrir það væri boðið nægilegt verð.
Eítir langa og árangurslausa leit ákvað ég samt £
að miðla málum við sjálfan mig og sætta mig við 11
að nota svín, sem hafði nokkurn veginn sömu ý
þyngd og Hitler — ca, 145 pund.
Eg varð að leita fyrir mér á um 30 bóndabæj- £
um áður en mér tókst að finna mann, sem var 1 *
fús til að selja mér slíkt svín. Þetta var gamall ••
bóndi. Hann sagði: „Eg skal gera það, ef verðið ;•
er nógu hátt“. Og hvílíkt verð! Um peninga var ;;
varla að ræða. Hér skyldi greitt með vörum. Eftir "
alllangt þjark milli seljenda og kaupanda, var +
verðið ákveðið: Fjórar flöskur af viskí, þrjár flösk-!I
ur af gin, 1000 sígarettur, átta súkkuiaðistykki, 4-
fjögur sápustykki, og 400 mörk í reiðu fé. Þetta
voru heil auðæfi í landi, þar sem hver viskíflaska ;;
er seld á 1000 mörk.
Eg bjó um svínið — vafði utan um það striga,
sem átti að koma í stað hermannateppisins, sem
Hitier kvað hafa verið vafinn í — og helti yfir
það benzíninu. Síðan gerði ég benzíni vætta rák
eftir jörðinni og kveikti í.
Það virtist líða óratími, þangað til eldurinn
liafói náð frá öðrum endanum til hins. En þegar
hann loks var kominn að svíninu, heyrðíst $
„hussjj“ og eldblossar og reykjamökkur þeyttust ••
J upp í loftið.
Þótt undarlegt megi virðast, varð þarna engin If
sprenging, eins og ég hafði þó búizt við. Bálið '■ •
var heldur ekki eins mikið og ég hafði búizt við.
Meðan ég stóð þarna og horfði í bálið, fékk ég
fulla vissu fyrir því, að tilgáta mín hafði frá upp- í
hafi verið rétt. Svínið eyddist ekki í eldinum, enda ; ]
þótt miklu meiri feiti væri í því en mannlegum I!
líkama og það hlyti því að brenna miklu fyrr en - •
mannlegur iíkami. Með þessari tilraun var fengin •*•
J sönnunin fyrir því, að frásögn sjónarvotta um að ;;
lík Hitlers og Evu Braun hefðu eyðzt með öllu í "
1 eldin-om, var helber uppspuni.
Það gat ekki hafa verið um að ræða meiri bruna
en þann, er nægt hefði til að skemma líkin svo S
mikið, að þau hefðu verið óþekkjanleg við fyrstu ••
sýn.
Eg var alveg viss um, að ef þarna Var yfirleitt £
um nokkur Hk að ræða, þá hlutu þau að hafa ver- 4-
ið að mestu leyti óskemmd eftir bálið.
rf-H-t-H-H-H-5-H-I-I-H-í-!-J-H-!-H-f”b-H-I~t-H-t-H-4-!.-i-H
- |llllll<!>l!l!!!l!!llllllllli!!IIIIIIIII!!!!!!ll!lllllll]lllllllllllllll!!l!!!llllllllll!lllllllllll!l!lllllll!lll!lllll!ll!lllll!ll||
1 15. dagur |
Slll!lllllllllll!llllil!!llllllllll)lll!!ll!!llllllllllllllll!lll!!lllllllll!llllllllll!!!llllllllll!llli!!lll!llll!í!!!l!l!IHIIIlÍS
DULHEIHAR
0 ,
Eltir Pliyllis Bottewtte
Jane sótti viskíið og hellti í glas hjá Alec, en hún
tók ekkert sjálf. Hún vildi ekki, að nýi yfirlæknirinn
dæi, og hún var einkennilega óánægð yfir að hafa
látið Sally taka ákvörðun fyrir þau bæði. Hún sá,
hvað mikið vit var í þessu hjá Sally. Hún fann að
það var stolt hennar sjálfrar, sem legið hafði á bak
við. Alec mundi sætta sig betur við að sitja kyrr
undir stjórn nýja yfirlæknisins, eftir að hann hafði
gert þennan beau geste — en hún sjálf — var hún
ánægð með að þiggja — í staðinn fyrir að gefa?
Var hún á hnotskóg eftir beau geste, eins og iífið
væri áhættuspil, þar sem hægt væri að vinna sið-
ferðilega fullnægingu eins og gróðavinning. Og hvað
mundi dr. Drummond halda um hana. Mundi hann
sjá, að hún hefði gert þetta til að aftra Alec frá
að segja upp, eða mundi hann halda, að hún hefði
fórnað rétti göfuglynös vinar til að láta sér sjálfri
farnast sem bezt.
VI. kafli
Jane slökkti ljósið og lagði höfuðið á koddann.
En hún bjóst ekki við, að þessi heilbrigðisráðstöfun
mundi verða sér til mikils gagns.
Hún var glaðvakandi. Fyrst kom sjúkrahúsið.og
skyldur þess upp í huga hennar. Hún gat tekið létt
áhyggjunum af því — þau vandamál, sem hún hafði
leyst í dag, gat hún einnig leyst á morgun; eða hægt
var að láta þau ráðast eins og andinn inngaf manni.
Hina sívaxandi hnýsni starfsliðsins var ekki eins
auðvelt að losna við. Hún sótti aftur og aftur á hinn
þreytta lieila hennar. Yfirlög'ð ókurteisi yfirhjúkr-
unarkonunnar; kjánaleg og óhlýðpisleg framkoma
tveggja .aðstoðarlækna, sem þóttust vera ánægðir
með yfirlæknisskiptin, en voru það ekki, allt þvaðrið
í þjónustustúlkunum um útlit nýja yfirlæknisins;
þær höfðu að vísu varazt að segjá nokkuð við Jane,
en hún hafði séð þao í hiiiu öra augnaráði þeirra.
Hjarta hennar barðist hart og þunglamalega. Hún
sá Alec og Sally fyrir sér, brá upp myndum af lífi
þeirra, og sínu eigin. Hún rif jaði upp atvikið, þegar
Sally kom með blómin — og var byrjuð á heilabrot-
um. Mikið varð Jane að vera varkár, ef Sally ætl-
aði að fara að verða tortryggin; og hve Alec mundi
alltaf hafa lokuð augun fyrir því, þó að Sally yrði
með einhver heilabrot. Fyrsta flokks sálsýkislæknir
í starfi sínu en glámskyggn á það, sem snerti hans
eigið hjarta. Svo rann allt saman í huga hennar,
án þess að Jane yrði hóti syf jaðri.
Áður en hún vissi af starði hún inn í myrkviði
lífsins.
Liðnu árin hurfu inn í myrkur gleymskunnar,
eins og snjóflygsur falla án stefnu eða tilgangs.
Bernskan ein hélt áfram að lifa í huganum ljós
eins og dagur, líkt og landshluti, sem stormurinn
hefur ekki herjað.
Hún minntist föður síns, sem hafði hæfileika og
venjur stéttar sinnar, og hið algerlega dulda, nærri
niðurbælda sálarlíf hennar. —
Líkamsþrek hans var óbugandi og erfðu öll
börn hans það í ríkum mæli Það liefði verið þeirn
óskiljanlegt að óttast einhvern hlut.
Hann hafði veriö snillingur í því að skjóta kan-
ínur og Jane mundi, að hann hafði kennt henni
þessa íþrótt. En það var samt sem áður ekki það,
sem hafði verið orsök þess, að hana langaði til að
verða læknir. Það var seinna sem hún fór að hugsa
alvarlega út í tilveruna. Það var móðir hennar sem
vildi að Jane gengi menntaveginn, eins og bræður
hennar. Enginn í fjöldskyldunni hafði verið á þess-
ari skoðun með henni, en af því að móðir hennar
hafði svolitlar aukatekjur gat hún látið þessa
jafnréttishugmynd sína rætast, og Jane hafði verið
sett til mennta og fengið að búa sig undir það lífs-
starf, sem hún hafði valið sér af brennandi áhuga.
Henni tókst næstum að standa bræðrum sínum á
sporði í hverju sem var. Hún lærði að fara með
hesta, fór á dýraveiðar, í fjallgöngur, skylmaði og
synti, en hún hafði ekki fengið að deyja með þeim.
Yngsti bróðir hennar var þremur árum eldri en
hún. Hann hafðf fallið fyrsta yeturinn í Festubert.
Annar fórst í -kafbátahernaði og Bertram, sem var
elztur og Janediafoi mesta ást á, hafði dauðinn einn-
ig hrifsað. Fo'reldrar hennar lifðu ekki lengi eftir
það. Sorgin lamáði þau, og eftir eitt eða tvö ár voru
þau horfin í burtu. Heimiiið komst í hendur á fjar-
lægum ættingja, sem þurrkaði upp tjörnina í garð-
inum, hjó niður hin tignarlegu beykitré og opnaði
grænmetissölu á hinum silfurmjúku grænu grasflöt-
um. Jane hafði ekki þurft að fara þangað aftur og
hún hugsaði mjög sjaldan um æskustöðvar sínar,
nema þegar hún sá limagarð með blómum.
En það var ekki ástæða til að láta þetta buga sig
Hún var ung-og hraust og betur stödd en flestir
aðrir, sem höfðu eins og hún sjálf séð örugga til-
veru hrynja í hraðri viðburðarásinni. Móðursystir
hennar hafði verið henni góð og fjögur hundruð
pund á ári hafði hún til að fifa af.
Hún hélt því óhindruð áfram námi sínu, og sagði
við sjálfa sig, að Bertram mundi því aðeins halda á-
fram að lifa, að hún gerði það, sem liann mundi
hafa ætiazt til af henni. Ást hennar á þessum bróð-
ur hafði aldrei verið alger undirgefni, en komizt
hættulega nálægt því. Ef honum hafði fundizt Jane
BARNASAGA
Vinir W*éturs iiíla seg§a
KolamolarrJr.
„Dimmra var það, þar sem ég var í
gamla daga”, sagði hinn.
„Hvaðan ert þú upprunnin?"
„Neðan úr jörðunni, bróðir sæll. Eg lá
grafinn hiðri í jörðunni og svaf. Það var
heitt og notalegt, og fast upp við mig
sváíu ótal bræður mínir. Þá bar það við
einn dag að rúmio okkar lék á reiðiskjálíi,
og ég vaknaði við voðalegan hávaða. Jörð
in rifnaði og ég valí eitthvað og eitthvað.
Eg nam. staoar í þröngum göngum. Þau
voru svo þrgng og lág að fullorðinn maður
gat ekki staðið þar uppréttur. Þar var mað
ur. Hann stóð þar hálfboginn og lamdi í
veggina. Hann stundi af. þreytu, og svit-
inn rann niður andlitið á honum. En hann
hvíldi sig ekki. Hann barði og barði langa
lengi. Ö, hann var svo þreyttur, aumingja
maðurinn. Hendur hans titruðu, og oft
stundi hann hátt og tok um hakið á sér,
eins og hann fyndi mikið til. En svo byrj-
aði hann undir eins aftur að berja í vegg-
inn. Það var mjög heitt inni í þessum
þrönga gangi. Og síðan ég hefi komist að
raun um, að mennirnir þurfa að hafa loft
til að lifa, þá get ég ekki skilið, hvernig
maðurinn gat lifað í þessu ólofti. Eg'hélt,
að þessi maður, sem þjáðist hér svo mikið
og var svo sorgmæddur og ófrýnilegur á
svip, væri vondur maður, sern í hegning-
arskyni væri lokaður inni í þessum
þrönga gangi. En ég hugsaði oít um aum-