Þjóðviljinn - 21.03.1947, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1947, Síða 4
ÞJÓÐVILJINN . Föstudgaur 21. marz 1947 Í»JÓÐV!LJ!NN Otgefandi: Sameiningarflottiii alþýðu — Sósíalistaflokrurlnn Ritstjórar: Kristinn E. Anirésson, Siguröur Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Sjaxnason Ritstjórnarskrifstofur; Skólav örðust. 19. Simar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 eínnig 2184). 'Afgreiðsla: Skólavörðustíf 18, sími 2184 Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 sfml 0399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurai emt. Prentsmiðja Þjóðviijans h. f. J Andvaraleysið í markaðsmálnm I gagnmerkri hugvekju sem ritstjóri Ægis birtir í síð- asta hefti tímarits síns, og nefnist „Sofa íslendingar á verðinum" bendir hann á það misræmi að jafnfrarnt því að fæst fjöidi nýrra fiskiskipa til landsins og framleiðslugeta fiskafurða er stóraukin, vanti mikið á að Islejidingar séu vak andi á verði þar seni barizt er um markaðina fyrir sjávar- afurðir. „Okkur ber að sjálfsögðu að reyna að halda þeim mörk- uðum, sem við höfum haft, teljist það hagkvæmt“, segir Lúðvík Kristjánsson í grein þessari, „en auk þess eigum við að reyna að koma inn á þá nýjum framleiðsluvörum, ef þess er nokkur kostur. Síðastliðið ár seldu Islendingar nokkrum þjóðum sjávarafurðir, er þeir hafa lítið eða ekk- ert verzlað við áður....Vitanlega ber að freista þess með ölíum ráðum, að halda þessum nýju mörkuðum, ef ekki er hagkvæmara að snúa sér annað. En þó tekizt hafi að afla nokkurra nýrra markaða, hefur þó ekki verið. nóg að gert. Alstaðar, þar sem nokkrar líkur eru til að hægt sé að fara því á flot að- selja sjávaráfurðir, eigum við að bera niður. Við megum ekki í byrjun einblína um of á það, hvort magnið er mikið eða hvort verðið samsvari nákvæmlega framleiðslukostnaði okkar, þegar um það er að ræða að nema nýja markaði. Fyrst er að koma vörunni inn í land- ið til kynningar, að undangenginni nákvæmri eftirgrenslan um það hvernig hún þarf að vera, til þess að líklegt megi telja að hún falli hlutaðeigandi þjóð í geð. En jafnframt þ»ví sem takast mætti að fá einhverja þjóð til þess að leyfa innflutning á sjávarafurðum til reynslu, verðum við að hafa þ>ar niann á staðnum, sem fylgist nákvæmlega með því hvernig með vöruna er farið og hvernig hún geðjast neyt- endum . ... Á það ber að leggja áherzlu að við slíkt land- nám verður að hafa Islendinga, færa menn og gegna.“ Síðar í greininni varpar höfundur fram þeirri spurningu hvort vakað hafi verið yfir því sem skyldi að vernda þá markaði, sem fengust fyrir hraðfrystan fisk á síðastl. ári í Frakklandi, Tékkóslóvakíu, HolL, Rússl. og Bandaríkjunum. Svo gæti virzt sem þessi atriði væru svo sjálfsagðir hlutir fyrir þjóð sem byggir afkomu sína á útflutningi sjávarafurða, að ekki þyrfti að hamra á þeim hvað eftir annað. En tómlætið um markaðsmál Islendinga síðan um stríðslok er stórhættulegþ. Keppinautar íslendinga með sjáv- arafurðir spara hvorki fé né fyrirhöfn til að koma útfhitn- ingsvörum sínum að sem víðast. En íslenzk stjórriarvöld láta séi fátt um finnast stórkostleg tækifæri til að vinna íslenzkum afurðum nýja og varanlega markaði. Pólitískt ofstæki hefur þar stundum ráðið meira en hagsmunir ís- lenzka sjávarútvegsins og þjóðarinnar allrar. Einmitt nú hafa íslendingar glæsilegri möguleika til markaðsöflunar fyrir sjávarafurðir sínar en nokkru sinni fyrr. Við eigum stórt háspil á hendi, síldarlýsið, sem er svo eftirsótt vara að með skynsamlegri ráðstöfun þess er hægt að afla ágætra markaða fyrir þær aðrar sjávarafurðir, sem við þurfum að selja. En það er ekki nóg að nota slík tæki- færi. Jafnframt þarf að verða gerbreyting á aðferðum ís- Jendinga til að vinna markaði og halda þeim, í þá átt sem bent á í Ægisgreininni. Til starfa á því sviði á að velja hæfustu menn, ekki einn eða tvo í heilum heimsálfum, heldur marga. Markaðs- öflun er mikilvægur þáttur nýsköpunarinnar, og hin stór- íellda aukning flotans kemur ekki þjóðinni að notum nema Jiann sé ræktur af alúð. wmMmmimmmMiMM BWVRPOSTIRINN FERÐASKRIF- STOFAN Eins og mörgum mun kunn- ugt, starfaði ferðaskrifstofa hér í bænum s. 1. sumar á veg- um samgöngumálaráðuneytis- ins. Starf hennar var að veita ferðamönnum margvíslegar upp lýsingar um ferðamannaleiðir og gististaði, og ennfremur að skipuleggja og framkvæma or- lofsferðir fyrir einstaklinga og hópa. Skrifstofan bætti vissu- lega úr brýnni þörf á þéssu sviði enda mun afráðið að framhald verði á starfi hennar, og þá væntanlega undir bættum starfs skilyrðum. Ferðaskrifstofa ríkisins var fyrst stofnuð árið 1936, og hafði starf hennar borið þó nokkurn árangur þegar stríðið brauzt út og starfræksla hennar var lögð niður aftur. ★ ÞÖRFIN FYRIR SLÍIIA STOFNUN ÖVÍÐA MEIRI Þörfin fyrir öfluga fei’ðask.rif stofu mun óvíða meiri en ein- mitt hér á landi. Ber þar eink- um þrennt til: Vegasamband er ekki svo gott sem skyldi og erf- itt mjög að komast ti! ýmsra þeirra. staða sem eftirsóknar- verðastir mega teljast fyrir ferðamenn, og landið auk þess strjálbýlt. Engin heildarlýsing er til af gisti- og greiðasölustöðum, en ^ vitáð er að þeir eru næsta ólík- I ir að gæðum og jafhvel misjafnt I verðiag þó um hliðstæður sé að ræða. : Öflun farartækja er ýmsum j erfiðleikum bundin og þá ekki síst þeim að farartækin eru í | eigu margra óskyldra aðilá. | Um allt þetta verður Ferða- skrifstofan að geta gefið full- nægjandi upplýsingar, þeim er til hennar leita. Hvað leiðarlýs- i ingar snertir verður skrifstofan ! að geta látið ferðafólki í té handhæga bæklinga um það efni á nokkrum tungumálum. Þá verður hún að geta útvegað fylgdarmenn og fararstjóra og gefið allnákvæmar upplýsingar um ferðakostnað. Ferðaskrifstofan á ekki að vera nein skrumauglýsingastofn un, heldur ábyrgur aðili, sem ferðafólk getur snúið sér til hvar og hvenær sem er, og fengið ábyggilegar upplýsingar um hvað sem er viðkomandi ferðalögum, hér innanlands að minnsta kosti. ■¥■ INNFLUTNINGUR EINKABÍLA EYKUR ÖNGÞVÉITIÐ I UM- FERÐARMÁLUNUM Mörgum ógnar allur sá bílá- fjöldi er safnazt hefur saman í þessum bæ og sífellt fer í vöxt, enda ekki að undra ef satt er að tveir bílar séu til jafnaðar á hvert hús í bænum. En þetta á sínar eðlilegu orsakir. Strætis vagnaferðirnar, sem vitanlega er ódýrasta og eðlilegasta lausn in á samgöngumálum Reykjavík urbæjar, liefur lengi verið í slík um ólestri, að hvergi myndi þol ast þar sem menn eru á annað borð komnir upp á lag með að ferðast öðruvísi en fótgangandi eða akandi hundasleða. Eina við unandi lausnin á þessu öng- þveiti er vitanlega örar og stund vísar strætisvagnaferðir, er koma mætti í framkvæmd með auknum fararkosti, fleiri stræt- isvagnaleiðum og tíðari ferðum. Að næstum hver einasta mann- eskja, sem vinnur utan heim- ilis síns, keppi að því að eign- ast eigin bifreið, er svo bandvit laust að engu tali tekur. Fyrst t og fremst er það öllum þorra j manna um megn f járhagslega, ! auk þess eykur það geysilega j slysahættuna, skapar glóru- laust öngþveiti í umfcrðarmál- unum, og síðast en ekki síst er það fjarstæðukennd sóun á gjaldeyri þjóðarinnar. Nei, með slíku háttalagi fæst í aldrei viðunandi lausn á sam- göngumáluin bæjarbúa. ¥ BURT MEÐ SNJÓINN AF TJÖRNINNI ! Einn af æskumönnum bæjar- ins var að kvarta undan því við mig nýlega, að snjófölið væri ekki hreinsað af Tjörninni. „Hef ur nú alveg gleymzt, að við sem iðkum skautaíþróttina, hve- nær sem færi gefst, viljum ao skautasvellinu sé haldið sóma- samlega við“, sagði hann. Þetta er hin þarfasta áminn- ing, en ekki var fyrr búið að j setja bæjarpóstinn en fór að | kafsnjóa svo óvíst er um fram- 1 kvæmdir. Morgunblaðið og Alþýðú- blaðið hafa upptendrazt af liejl- ögum fögnuði við síðasta her- óp Bandaríkjaauðvaldsins u Bandalag gegn kommúnisman- um! Þetta heróp er þó raunar engin nýlunda, það hefur kvcðið við allt frá því er alþýða Rúss- lands tók völdin í landi sínu. Það náði um hríð hámarki sínu með valdatöku nazismans í Þýzkalandi, þá varð „barátta gegn kommúnismanum“ yfir- skyn ótaldra glæpaverka og all- ir andstæðingar nazismans fengu heiðurstitilinn kommún- istar. Þótt framferði þýzku nazist- anna sé nú varið af fáum, vakti það fyrrum gleði afturhaldsins um allan heim, m. a. liér á- Is- landi. Morgunblaðið fagnaði valdatöku nazistanna og öllu at- hæfi þeirra, ýmsir helstu for- ustumenn SjálfBtæðisflokksins voru óvéfenganlegir nazistar og unglingarnir sem gengu um göturnar í einkennisbúningum hinnar erlendu ofbeldisstefnu voru kallaðir „ungu mennirnir með hreinu hugsanirnar“. Al- þýðublaðið og Mórgunblaðið fylltust bæði jafnt mikilli eftir- væntingu þegar hið nazistíska „bandalag gegn kommúnisman- um“ var fullkomnað með hern- aðarárásinni á Sovétríkin 1941. En það var ekki aðeins íhald- ið á Islandi sem fagnaði þeirri árás, heldur afturhaldið um all- an heim. Von þess var sú, að fasistaherjunum tækist að ráða kommánismanuHu niðurlögum Sovétríkjanna, en yrðu svo máttfarnir eftir þá raun að auðvaldsríkin ættu í fullu tré við þá á eftir. Þessi von brást með öllu. Sovétríkiri sönnuðu styrk sinn og björguðu með sigri sínum frelsi allra Evrópuþjóða. Og sigur Sovét- ríkjanna táknaði ekki aðeins þjóðfrelsi í Evrópu, heldur hef- ur einnig haft það í för með sér, að alþýða heimsins hefur aldrei fyrr búið við eins mikið frelsi og nú. En þótt bandalag fasistaríkj- anna „gegn kommúnismanum" mistækist svo gersamlega, er dottið. Merki það sem féll með ósigri nazismans, er nú hafið á loft að nýju vestur í Ame- ríku. Og þáð er ekki einu sinni fyrir því haft að breyta um kjörorð, það er enn hið sama. Og aðferðirnar eru þær sömu, hótanir um ofbeldi og íhlutun í innanlandsmál annarra ríkja. Þau lönd, sem enn búa við of- beldisstjórn fasista, Grikkland, Tyrkland og Spánn, eiga nú í vændum fjárhagslegan og hern- aðarlegan styrk frá Bandaríkj- unum; I Bandaríkjunum sjálfum hefur löngum ríkt hreint of- sóknarbrjálæði gegn vinstrisinn uðum mönnum. Það er sagt að kommúnistar búi þar við enn þrengri kost en svertingjar, svo eki^i sé á það minnzt ef menn eru hvort tveggja. Og hugtakið „kommúnisti" er ákaflega víð- tækt í Bandaríkjunum. Roose- velt forseti var löngum nefndur kommúnisti af andstæðingum sínum, og það eru þeir sem nú eru einráðir í Bandaríkjunum. Hinn nýi fasismi sem nú er að ryðja sér rúms í Bandaríkjun- um er í eðli sínu beint fram- hald af hinum evrópska fas- isma, hver sem þróun hans kann að verða. Og hann virðist sem sagt vekja mikla hrifningu hjá Morgunblaðinu og Alþýðu- blaðinu. Én aðstandendum þess- ara blaða væri eflaust holt að gera sér ljóst, að eftir skilgrein- ingu Bandaríkjanna eru allir þeir sem vilja að ríkisvaldið hafi einhver afskipti af atvinnu- málum nefndir kommúnistar, og ofsóttir sleitulaust. Sam- kvæmt því eru flestir Islending- ar kommúnistar, Ólafur Tliors og Stefán Jóhann Stefánsson engu síður en aðrir. Mmælbmét I B. Frh. at 3. siöu. ins og tapaði það þeirri keppni. .1 maí fer svo íram sundmót félagsins, og 1. sumardag, daginn sem Viíðavangshlaupið fer fram kemur út afmælisrit mikið og vandað. Frjálsiþróttamót verður svo í tilefni af þessu afmæli 29.—30. júrií. Fjöldi skeyta bárust, innlend og erlend, þ. á. má. frá Oslo Turn forening. Eins og sagt hefur ver ið frá-hér sér ÍR um'skíðamót íslands og má segja að það mun félagið leggja á sig í tilefni af þessum tímamótum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.