Þjóðviljinn - 24.03.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.03.1947, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. marz 1947 t Louis C. S. Mansfield: filægt að þekkja Iflftl- er Sivar §em fisaiin fisinsi Þannig var það með Hitler XXIII. lll!IIHI!tllllllllllllllllW!!ll!l)tllll!inilU!!!llllllllllll 23. dagux DULHEIMAR „Well, ég hygg að þér hafið á réttu að standa“, I! sagði hann við mig. ,,Við erum tilneyddir að taka ! - upp nýja rannsókn í Hitlersmálinu. Hvað segið •• þér um það?“ Eg sagði honum í eins fáum orðum og mér var unnt hvernig ég hefði hugsað mér að vekja alla ” af dvalanum sem þeir höfðu fallið í, gera þeim •■ ljóst að það var alls engin ástæða til þess að •; ætla að Hitler væri dauður. Eg lagði til að byrjað ;; væri á því að grafa upp þau fimm lík sem Rúss- " arnir höfðu fundið í garði Kanslarahallarinnar. '.'. Það voru þessi lík sem komu heiminum tii að leggja trúnað á að Hitler og Eva Braun værn ? dauð. Þegar eftir að þau fundust var því lýst •• yfir að tvö þeirra væru af Hitier og Evu Brauu. ;; Þessi yfirlýsing var með leifturhraða símuð út " um allan heim og mun hafa birzt í næsturn hverju ’! blaði í heiminum. Þetta var einmitt orsök þess •! að heimurinn hélt að Hitler væri dauður. Þegar Sukoff marskálkur,^ yfirmaður rauða ;; hersins, lýsti því yíir löngu seinna, að ekkert " þessara líka hefðu reynzfc að vera lík Hitlers, " þá var þeirri yfirlýsir.gu ekki haldið á lofti í !! neitt svipuðum mæli og liinni fyrri. Afleiðingin ” af því V'ar, að flestir stóðu áfram í þeirri trú — og • • standa enn í þeirri trú — að Rússar hafi fundið " Bæði iík Hitlers og Evu Braun. Það þarf að taka röntgenmyndir af þessum !! fimm hauskúnum Eg var fyrir mitt leyti þeirrar skoðunar hð ? besta leiðin til þess að fá menn til að rumska ? í þessu máli væri að grafa líkin upp, öll fimm, og taka röntgen- myndir af haus- kúpunum. Eg hafði náð í full- komið safn af röntgenmyndum þeim af höfði Hitlers, sem ýms- ir sérfræðingar er rannsökuðu Jhann höfðu tekið. " Það hafði verið !! gengið úr skugga !j. um að allár’ • • myndirnar voru ■ • af Hitler og hafði ;; það verið stað- ;! fest af þeim sem létu taka mynd- 4- irnar. • • Þegar líkin • ■ hefðu verið graf- in upp myndi t samanburður á ! hauskúpum þeirra ! !og myndunum af • • Hitler kollvarpa •• á stúttum tíma ;; þeirrí trú, sem " enn kunni að J vera til, á því að eitt hinna fimm !! Hka væri af Hitl- ■• er. ;; Eg lagði þessa t uppástungu mína !; fyrir Heimlich, •: sem þegar féllst ;; á hana. Eg skýrði ;; honum einnig ýt- " arlega frá því Þessa röntgenmynd telur Mans- •;• field „dýrmætustu mynd í • • heimi. Eftir henni verður hægt;; að þekkja Hitler hvar og hvenær;; sem hann finnst“. Því er þannig farið að gerð heilans og tann-í anna er sérkennilegri fyrir-- hvern einstakling en jafnvel;; fingraförin. Jafnvel þótt Hitler;; hefði í millitíðinni látið breyta" andlitsfalli sínu með uppskurði" væri hægt að þekkja hann eftir.! þcssari mynd, sem dr. Ervin-- Giesing próf. tók í okt. 1944, en-- dr. Giesing var sérfræðingur;; Hitlers í háls- nef- og eyrnasjúk-;; dómum, og sem m. a. skoðaði!: Hitler vegna jafn algengs kvilla!! og hálskirtla. Myndin er tekinf framan af andlitinu og sýnir" meðal annars hve tennurnar eru! gisnar. Ehir PliylMs Bottome hún að koma í lians stað, úti í ólgusjó, þar sem var miður hentugur staður til að kenna að synda. Hræðslan er eins og skorkvikindi, sem lifir í ó- hreinindum. Ef þú lu’einsar sálina, hefur hún þar ekki á neinu að nærast. Maðurinn fyrir framan hana hafði safnað í sál sína meira og meira af óhrein- indum fyrir óttann að nærast á. Nú, þegar hann var yíirbugaður af gremju og eymd, var hann að reyna að koma reiði sinni yfir á aðra. Jane hafði þá einkennilegu tilfinningu, að hún hefði einhvers staðar nýlega verið að athuga líka baráttu í heil- brigðari huga, sem stóð henni nærri. Hún var vön að koma kannski allt í einu auga á sámanburðar- einkenni og finna einn eða ánnan meðal sjúklinga sinna með stríðandi sálaröfl, sem minntu hana á sjálfa sig eða Alec. Það var Alec, sem fyrst hafði bent henni, á þessar hliðstæður. „Eg hef hneigð til sjúklegs ofstækis, sagði hann henni,“ og þú hefur dálítil hugklofa einkenni". Var maðurinn þarna fyrir framan hana stækkuð mynd af Alee ? Alec, sokkinn djúpt niður og sviptur sínum leiftrandi gáfum? Var þessi ótti líkur og hjá Alec og þessi löngun að vera einskonar uppbót fyrir hræðsluna? Hvernig átti hún að koma Alec í skiln- ing um, að hvarttveggja var rangt. Það var engin raunveruleg ástæða til samkeppni milli hans og Charles í sambandi við yfirlæknisskiptin. Sjúkra- húsið var alveg nógu stórt handa þeim öllum. Hver læknir gengdi sínum sérstöku skyldum og gat því notið ánægju sinnar við starfið. Jafnvel þó að Charles yrði illviljaður í þeirra garð og setti sig á móti óskum þeirra, þá hlutu þau að geta komizt hjá persónulegum árekstrum. Jane hafði sjálf erfiðleika að horfast í augu við í hinni nýju stöðu. Það var eitt, sem stríddi á húga hennar, og Alec mundi aldrei þurfa að stríða við, en það var, hve Charles og hinn dáni unnusti hennar voru hræðilega líkir og ólíkir hvor öðrum. En einnig þetta gat hún þjálfað sjálfa sig til að láta ekki hafa áhrif á sig. Það var ekki hægt að ætlast til að Char- les væri vingjarnlegri við hana, af því hann líktist Michael. Og meðan hún lét sér ekki gleymast að hann var ókunnugur maður, mundu svikin í hjarta hennar ekki ná að festa rætur, heldur verða laus og dægurflugukennd eins og draumur. „Maður getur stöðvað sjúklegar ímyndanir“, sagði Jane við sjálfa sig, „jafn auðveldlega sem önnur sjúkdómseinkenni, þegar orsökin er fundin“. „Þú skalt fá það borgað", hljóðaði sjúklingurinn illilega út í svarta nóttina. Enginn svaraði honum. Hinir sjúklir.garnir sváfu. Ef til vill ætti hún að gefa honum svefnskammt og lofa honum einnig að sofna svolítið. Hún hafði nú kynnzt eins vel ástandi hans og óráðstali og hún og Alec mundu þurfa að vita. Jane reis hægt á fætur, og horfði á hann með djúpri meðaumlcvun. Dawson kom eftir svölunum út frá sjúkrastofunum og nam staðar við hlið hennar. „Haldið þér, að hann sleppi sér, doktor?“ spurði hann með óróa í röddinnni. Jane hristi höfuðið. „Eg efast um það“, sagði hún kyrlátlega, „en ég er að hugsa um að gefa honum eitthvað svo liann geti sofnað. Honum finnst áreiðanlega ekkert að því að gleyma sjálfum sér þessa stundina. Farið þér óg sækið svefnlyfið meðan ég bíð hér“. „Eg þori varla að skilja yður eina eftir hjá hon- um, doktor“, andmælti Dawson. „Það er alveg óhætt“, sagði Jane stillilega, Hún gerði sér ekki almennilega grein fyrir, að hverju leyti öllu væri óhætt. Einkennilegur friður streymdi gegnum hana alla. Og það var svo dásamlegt, að hún fann þar sem hún stóð við rúmið hjá friðlaus- um sjúklingnum, að hann fann líka þessi áhrif. Dawson hlýddi henni óviljugur. Sjúklingurinn byltist til í rúminu og hélt hinu hálfógnandi tauti • sínu áfram. Jane stóð hreifingarlaus, og horfði í aðra átt út í kyrra nóttina. Tunglið var horfið bak við sjúkrahúsmúrana, aðeins stjörnurnar tindruðu í hljóðu næturmyrkrinu. Þegar Dawson kom aftur, beygði Jane sig yfir sjúklinginn og gaf lionum svefnlyfið. „Ert þú móðir mín?“ spurði hann allt í einu. Jane brosti og hristi höfuðið. En þegar hún yfrgaf sjúkra- stofuna, fannst henni á einhvern hátt sem liún gerði sér ekki grein fyrir, áð hún hefði verið látin sinna móðurhlutverki, og hún fann nú til einhvers*tóm- leika þegar þetta var afstaðið. Ef til vill var það ekki eins heppilegt og Charles ímyndaði sér, að hún yrði látin hætta að starfa á karladeildinni. Ef til vill hafði honum sézt yfir að geðbilaðir sjúklingar eru eins og börn, og að á bak við hina óðu geðsmuni liggur þörfin fyrir að vera fullvissaður um sakleysi sitt, af móðurkærleikanum, sem hefði átt að gefa barninu sinn eigin hjarta- hreinleika. „En mér mun aldrei gefast færi á að ræða við hann um þessa hluti", hugsaði Jane með sjálfri sér í sárri undrun, jafnvel þó þeir séu réttir. / X. KAFLI Jane hafði ekki munað fyrr en um kvöldið, að þetta var síðasti dagurinn, sem hún hafði umsjón með karladeildinni. Þegar hún för stofuganginn um BAENASAGA Vinir Péturs litlu sögur ' EldspýtnasSokkuxiim „Segðu mér eiíthvað úr skóginum''. „Hvað ætti ég svo sem að segja þér, garmurinn þinn, sem ekki heíur einu sinni séð reglulegan skóg? Eg var eitt aí hæstu trjánum í stórum, stórum skógi. Skóg þenna átti ríkur maður, og hann átti einn- ig ógrynnin öll aí.ökrum og kúm og hest- um og sauðum og svínum. Áður en ég sá hann, þá trúði ég því að hann væri guð, eins og guðir fortíðarinnar; því að fjöldi fólks stritaði fyrir hann daginn út og aag - inn inn, vann við akrana, annaðist skepn- urnar, vann látlaust, til þess að honum gæti gengið sem bezt. En svo kom hann einn daginn út í skóginn til okkar, og þá sá ég, að hann var eins og hver annar mað- ur. Ljótur maður, og feitur og rauður í and- liti. Stundum komu gamlar konur út í skóg- inn til okkar, til að tína fallnar greinar. Þó voru þær alltaf hræddar um, að ein- hver myndi sjá þær, því að ríki maðurinn leyfði ekki fátæka fólkinu að tína sprek í skóginum. Ekki veit ég hversvegna, því að sjálfur hirti ,hann ekki þessi sprek, heldur lét hann þau fúna niður í jörðina. Einu sinni tók skógarvörðurinn bónda nokkurn fastan fyrir það, að hann haíði stolið héra. Aumingjá maðurinn sárbændi um miskunsemi; hann sagðist eiga veika konu, sem þyrfti kraftamikla fæðu, en •hann væri svo fátækur, að hann gæti ekki keypt hana. En það stoðaði ekkert; ríki maðurinn lét varpa honum í íangelsi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.