Þjóðviljinn - 25.03.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.03.1947, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN 4. Þriðjuagur 25. marz 1947. Louis C. S. Mansfield: ILeitlit seil 1 HMeff* liafiifi c Myjit Þannig var það með Hitler XXIII. t- itivaða rannsókn þyrfti að gera eftir að líkin höfðu verið grafin upp og röntgenmynduð. Heimlich .var >nér fyllilega sammála og aðstoðaði mig við að ná tali af Smirnoff hershöfðingja, rússneska yf irmanninum í Berlín, svo ég gæti reynt að fá nauðsynleg leyfi hans á rússneska hernámssvæð- inu. Smirnoff er njjög skarpur náungi sem ekki er auðvelt að blekkja eða leiða inn á villigötur Hann sp.urði mig mjög ýtarlega og lét mig endur- taka næstum allt sem ég hafði sagt Heimlich. Þegar hann hafði lilustað á allt mál mitt og at- ’hugað náltvæmlega hvert atriði rannsókna minna samþykkti hann að veita mér nauðsynleg leyfi og þá hjálp sem ég þyrfti til að halda rannsókn- unum áfram á hans hernámssvæði. Heimlich ofursti var á förum í skyndiferð til Washington. I fjarveru hans gengdi Buechner her foringi starfi hans, og vöktu þau sönnunargögn sem ég hafði lagt fyrir G 2 (bandarísku upplýs- ingaþjónustuna) einnig áhuga hans. Þar sem einnig stóð til að Smirnoff færi frá Berlín, áleit + Buchner betra að ræða málið við Sidnef, ” yfirmann NKDV (rússnesku herlögreglunnar) £ en hann gat breytt ölium ákvörðunum Smirn- offs ef lionum sýndist svo. Nú er það oftast •• ýmsum erfiðleikum bundið að ná tali af hershöfð- •• ingja þeint og taldi Buechner þvi öruggara að ;; ég ræddi málið fyrst við Barker hershöfðingja, ” yfirmann bandaríska liðsins, til þess að reyna ” að fá liann til að taka málið upp við Sidneff per- ” sónulega á einhverri af þeim reglubundnu ráð- •• stefnum sem foringjar þernámsliðsins héldu þá • • í Berlín. Eftir tveggja stunda viðræður við Barker tókst £ mér að sannfæra hann um sannleiksgildi máls ” míns og samþykkti að verða við þeim tilmælum að !! ræða málið við Sidneff og tilnefndi jafnframt Buechner sem staðgengil sinn við umræður þær j- 'Sem fram þyrftu að fara. Þar sem ég varð þá að fara til Budapest gat t .ég. ekki verið á fyrstu fundunum þar sem þetta ” var rætt við Sidneff. En þegar ég kom aftur ♦fil Berlínar var Heimlieh einnig kominn aftur. Hann tók á móti mér með fréttinni um að Sidneff hershöfðingi hefði óskað að sjá þær skýrslur af rannsóknum mínum og fyrirætlunum sem ég hafði gefið Barker hershöfðingja og Heim- lich. Þegar hann hafði lokið lestri þeirra hafði X hann rætt málið við ýmsa menn í rússnesku upp- ! " lýsingaþjónustunni og þar næst samþykkt að taka máiið upp að nýju á grundvelli sameiginlegra + rannsókna fjórveldanna og að gerðar væru ráð stafanir til að grafa umrædd fimm lík upp. Að því er Buechner sagði lagði Sidneff áherzlu $ á að ég tæki persónulega þátt í rannsóknunum •• og bauðst tjl að skýra frá öllu sem rússneska •}• upplýsingaþjónustan hafði fengið upplýst um Hítler, gegn því að ég gerði það sama: Heimlich lagði aukna áherzlu á þetta í við- J tali sem hann átti við banöaríska blaðamenn (sem International News Sevice flutti víðsvegar) ? þar sem hann lýsti því persónulega yfir að hann teldi enga minnstu sönnun fyrir þeirri skoðun að Hitler og Martin Bormann væru dauðir. Leitúi að Hitier hafin að nýju Þetta var einmitt það sem ég óskaði. Yfirlýsing ” frá upplýsingaþjónustunni um að enginn sönnun ” væri fyrir dauða Hitlers hafði miklu meiri áhrif !! •heldur en slík yfirlýsing frá mér. Nú þurfti ég !! aðeins að fá líkin grafin upp og leitina að Hitler • ■ haína. D U L H E ■IIIIIII!I!!IIIII1IIIIIIIIII1I!!II!!!I!I!!IIÍIJI1IIIIII!I!I!III!!!III!!1!!I!!!IIIIIIIIIIII!I!II 24. daaur Elíia* Playllis Hfifiííöfitie kvöldið með systur Stanton, skaut upp í huga henn- ar: „Þegar ég kem liingað inn næst, verð ég sem hver annár í heimsókn“. „Eg held ég fari ekki alveg strax“, sagði hún allt í einu við systur Stanton. „Farið þér bara aftur inn til yðar, systir. Mig langar til að líta á Arabann minn í þetta síðasta skipti. Honum líður illa í kvöld“. „Það er þegar orðið mjög framorðið, læknir. Og þér eyðileggið með þvi alveg kvöidið fyrir yður“, sagði systir Stanton sannfærandi. Jane hristi höfuðið brosandi. Iiún þurfti ekkert kvöldfrí, hana langaði til að líta yfir starf sitt og festa í huga sér ákveðna mynd af því. Um það hafði allur hugur hennar snúizt. í átján mánuði hafði hún helgað alla krafta sína umsjá og um- önnun þessara þrjú hundruð sjúklinga. Hana lang- aði ekki til að kveðja þá hvern. fyrir sig, nema að því leyti sem hún gerði það ósjálfrátt í huganum. En það sem hún var að kveðja, var hún sjálf •—■ það af henni sjálfri sem hún hafði gefið þeim með starfi sínu, af því að þeir voru karlmenn, og hún þýrfti ekki á að halda, þegar hún færi að stunda kvensjúklinga. Jane hafði í allri framkomu við sjúklinga sína forðazt eins og konu er unnt að láta kveneðli sitt í ljós. En hún vissi að það var ekkert til sem hét algert kynleysi. Það sem hún í starfi sínu hafði gefið karlsjúklingunum, mundu þeir aldrei finna hjá Alec og þau áhrif sem hún hafði tekið á móti frá þeim, mundi hún aldrei verða fyrir frá kvensjúklingum. Hún hugsaði með sjálfri sér: „Hvað er það, sem ég flyt burt með rnér? Og hvers mun ég sakna?“ en hún fann ekkert svar. Á sjúkrahúsinu ríkti alger þögn. Á leiðinni renndi hún aðeins ‘augunum inn í langar dimmar sjúkra- stofurnar, brosti til hljóðlátra vökumannanna og tókst að komast út án þess að henni væri veitt eftirtekt. Að lokum kom hún inn í fjarlægustu sjúkrastof- una, þar sem hafðir voru óðustu og erfiðustu sjúkl- ingarnir. Hún opnaði dyrnar og hleypti í sig kjark til að vera viðbúin hinum venjulega spenningi hins óvænta. Nýi hjúkrunarmaðurinn Clarkson kom fram til að heilsa henni. „Hví eruð þér hér einn?“ spurði Jane. „Eg skipaði aukavörð til að vera á næturvakt með yður.“ „Já, ég veit það, læknir, en yfirhjúkrunarkonan sagði, að það væri ekki nauðsynlegt og að hún vildi ekki fylla sjúkrastofurnar með aukavakt. En ég held ekki, að einn maður geti sinnt þessu. Það eru að minnsta kosti sex sjúklingar hér -inni, sem er trúandi til alls.“ „Það er undir gæzlumanninum“, sagði Jane þurr- lega. „Því eru þessar grindur kringum rúmið hjá Arabanum?“ „Nýi yfirlæknii’inh skipaði það. Hann er hjá hon- um núna,“ útskýrði Clarkson. „Og ég heyri ekki betur en hann sé að tala við Arabann á hans eig- in tungu. En hvað snertir blökkumanninn í öðrum endanum, og flogaveika drenginn, þá hef ég ekki haft tíma til að hlusta.“ Yfirhjúkrunarkonan átti ekkert með að gefa Clarkson svona fyrirskipanir. Þetta var lýsandi dæmi um slettirekuskap hennar. Það var enginn vafi á að hún var að reyna að sjá hvað hún kæmist langt undir stjórn nýja yfirlæknisins, án þess að hann blandaði sér í það. Jane hafði sagt yfirlækninum frá Arabanum, en hann hafði ekki minnzt á, að hann kynni ara- bísku. „Þér verðið að halda það út í nótt,“ sagði hún stuttlega við Clarkson. Hún gekk hljóðlega áfram gegnum dauflýsta sjúkrastofuna, milli rúmraðanna, þar sem hinir eirðarlausu sjúklingar blunduðu, og ýtti grindinni á rúmi Arabans til hliðar. Hvorugur mannanna heyrði til hennar. Charles kraup fyrir framan rúm Arabans. Ljóst höfuð hans laut yfir föla dökka ásjónu hins deyjandi Araba. Jane sá. andlitið á Charles, eins og það væri í fyrsta sinn — án sjálfsþótta. Það er hægt væri í fyrsta sinn — án sjálfsþótta. Það er hægt að en þegar maður er ekki að hugsa urn sjálfan sig, getur hann ekki logið. Charles, laus úr sjálfsvarnargerfinu, var veröur eftirtektar. Sálin, sem skein úr augum hans inn í augu hins deyjandi manns, lýsti bæöi staðfestu. og góðvild. Hún lagði sprautuna, sem hún ætlaði að gefa Arabanum, á náttborðið. Það var of seint. að ónáða hann með slíku. Hún sá strax, að endalokin nálguð- ust. Andlit Arabans hafði yfir sér hið hvítleita myrkur, sem leggst yfir vatnsflöt, þegar fer að skyggja. Hann var orðinn kinnfiskasoginn, andar- drátturinn ör og slitróttur. Augu nans' brennandi eins og logandi holur í hinni steinrunnu alvöru and- litsins. Hann vissi að hann var að deyja’; en með- an Charles talaði, hafði kvöl hinnar löngu einveru hans loksins rofnað. Jane tók eftir, að undrun og fögnuður fór smám asman að skína út úr augum hans. Um stund töfðu }íau fyrir aðkomu dauðans. Charles þagnaði andartak. Síðan hafði hann yfir mjög hægt og skýrt hið venjulega kveðjuorð barna eyðimerkurinnar: „Far þú í fylgd Guðs.“ Með þungu andvarpi, _sem virtist eins og slíta BhmhSMh Vinir Péturs litla segfa sögur EMspýtnasííokkiinii?? inn til okkar, til að tína fallnar greinar. Þó voru þær alltaf hræddar um, að einr hver myndi sjá þær, því ao ríki nlaðurinn leyfði ekki fátæka fólkinu að tína sprek i skóginum. Ekki veit ég hvers vegna, því að sjálfur hirti hann ekki sprek, heldur lét hann þau fúna niður í jöroina. Einu sinni tók skógarvörðurinn bóndá nokkurn fastan fyrir það, að hann hafði stolið héra. Aumingja maðurinn sárbændi um miskunsemi; hann sagðist eiga veika konu, sem þyrfti kraftmikla fæðu, en hanii væri svo íátækur, að hann gæti ekki keypf hana. En það stoðaði ekkert; riki maður* inn lét varpa honum í fangelsi. Þett^ skildi ég heldur ekki, því að það var svo mikið af hérum í skóginum, að ríki maður- inn hefði ekki getað étið þá alla. Á haustin komu skógarhöggsmennirnir, En hvað þeir púiuðu, og svo áttu þeir ekki trén, sem þeir hjuggu, heldur ríki maður1 inn. Hann átti alla hluti, skóginn og trén, akrana og skepnurnar og íóikið, sem varð að vinna fyrir hann. En skógurinn finn- ur til með fátæklingunum, og hatar vondii mennina. Við hliðina á mér stóð ungt grenitré, æst o'g uppreisnargjarnt, og sór, að einhverntíma skyldi það sýna ríku mönnunum það, að þeir væru ekkert ann- að en auðvirðilegar mannkindur. Því að það hafði séð, þegar maðurinn, sem skotið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.