Þjóðviljinn - 22.04.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.04.1947, Blaðsíða 6
6 . ..... ÞJÓÐVILJINN , Þriðjudagur 22. apríl 1947 ;;IIja Erenburg: 18. Ðandaríhjaförin 1940 Verkamenn reyna að fá laun sín hækkuð til að standast aukningu dýrtíðarinnar. Hermenn, er hafa verið afskráðir úr hernum, eru komnir heim. Landið minnir á upphitun eða byrjun skólaárs. Folk hugsar með ánægju til morgundagsins, sem verði áreiðanlega betri en dagurinn í gær. Það hefur fyrir löngu gleymt gærdeginum og brýtur ekki mikið heilann um daginn sem kemur eftir morgundaginn. Ef einhver lætur sér verða það einstöku sinnum á að hugsa um það að máske komi kreppa og atvinnuleysi vísar hann fljótt slíkum leiðindaþönkum á dyr. Þannig er fólk sem óskar ekki að horfast í augu við framtíðina. Margir þessara manna hafa oftar en einu sinni X lifað breytinguna frá auðlegð til fátæktar og X frá fátækt til auðlegðar. Þeir hafa tileinkað sér 4- sérkennilega örlagatrú og taka því sem verða vill. Þeir vilja ekki fá breytingu og þeir vilja ekki fá stríð. Blaðagreinar um „þriðju heims styrjöldina" gera þeim gramt í geði. En slíkar greinar og ræður sem eru endurteknar nógu oft eru til þess gerðar að koma þeirri hugsun inn hjá bandarískum almenningi að þriðja heims- styrjöldin sé óumflýjanleg. Það sem þeir óttast. •• Iðnrekandi nokkur sem er ósættanlegur and- ;; -stæðingur Sovétríkjanna sagði við mig: „Við ; förum ekki í stríð. Það er ekki utanríkismála- ; stefna Sovétríkjanna sem okkur stafar hætta af. heldur framtíð þeirra. Við viljum ekki að . þið hækkið lífskjör almennings alltof mikið.“ ■ Já, mennirnir sem stjórna áróðrmum gegn ; Sovétríkjunum eru áð berjast gegn rússneskum ; steikarapönnum, rússneskum garðávöxtum, rúss- \ neskri velmegun. Ástæðuna til hinna blekkjandi ’ og andstyggilegu greina um þriðju heimstyrjöld- ina er að finna í innanríkisstefnu Bandaríkjanna. - Horfið frá stefnu Roosevelts ; Innlendir fasistar hafa stungið upp kollinum. J Þeir berjast gegn framförum, gegn eftirstöðvum ’ ■ af stjórnarstefnu Roosevelts, gegn fjálslyndum •• menntamönnum, gegn verkamannastéttinni. Ku ;; Klux Klan hefur vaknað til lifsins. Demokratar ;; Suðurríkjanna, forsvarsmenn þrælahaldsins, hafa " gerzt baldnir og víkja opinskátt frá fyrri stefnu X flokksins. Þeir sem voru einangrunarsinnar í gær -r krefjast nú íhlutunnar um málefni Evrópu. Hægri -• mennimir undirbúa af fullu kappi komandi ;; kosningar, og það verður að viðurkennast að ;; • • fasisminn hér býst til að vinna á. •• Margir fasistanna setja traust á hina þýzku £ ;; skoðunarbræður sína, tvístraða en þó lifandi. .. ;; The German-American Republican League (þýzk- •• ameríska Republikana sambandið), en forseti ;; X þess er Kurt nokkur Mortig, krcfst þess að Tru- " • • man forseti „komi í veg fyrir eyðileggingu sex J ■ ■ milljóna félagsmanna Nazistaflokksins í Þýzka- ;; landi.“ Blaðið Broom í San Diego og Pioneer Nev/ •• ;; Service í Chicago eru alla daga önnum kafin við i; endurreisn Hitlerismans. Eftir lestur þessara ;; X blaða er erfitt að vita hverjir eru hinir ákærðu " • • í Númberg og hverjir eru ákærendurnir. I stríði gegn bandarísku þjóðir.ni. Hvað er svo meira að~segja? Kannski það ;; að hér hafi verið eytt óhemju fjárhæðum til þess ;; að bjarga svikaranum Mihailovits frá dauðadómi ? Eða það að Bor hershöfðingja, forustumanni pólskra hryðjuverkaflokka, hafi verið .tekið hér í sem miklum hershöfðingja? Hinir duglegu for- •• stjórar auðhringanna hafa ehgan áhuga, hvorki ;; fyrir Chetnikum né stórættuðum Pólverjum; þeir ” eru enn í stríði gegn bandarísku þjóðinni og vegna ri þess reyna þeir að hressa upp á afturgöngur hvar- ;; % vetna í heiminum. X 3-t 1 44. dagui DULHEIMAR Eftir Phyllis Boítome „Eg held ég geti komið henni í burtu,“ sagði hann hugsandi. „Eg hef ekki farið að neinu óðslega, sjáið þér til, það er heill mánuður liðinn frá atburð- inum, sem henti okkur í sjúkrastofunni. Eg lét und- ir eins fara fram opinbera rannsókn, en felldi engan úrskurð. Eg vildi láta hana hafa nægan tíma til að átta sig, og tileinka sér hinar nýju starfsaðferðir okkar, ef hún á annað borð gæti skilið þær. Eg vildi ekki heldur, að það væri persónuleg áhrif frá mér, að hún væri látin senda lausnarbeiðni, en eftir að ég talaði við hana, átti hún ekki um neitt að velja. Eg held að hún muni senda lausnarbeiðnina, en ef hún ekki gerir það og spítalastjórnin lætur hana ekki fara eftir skýrslu mína, sem ég sendi núna inn til þeirra, mun ég sjálfur biðja um lausn.“ „Hún fer,“ sagði Jane stillilega, en með sann- færingu í röddinni. „Hún mun sjá það, að hún getur ekki unnið með yður og hún mun ekki kæra sig um að verða- rekin. Gefið henhi sólarhrings- frest, áður en þér sendið kæru yðar, og hún mun senda inn lausnarbeiðnina.“ „Eg vona“ sagði Charles í spurnarróm, „að Mac- gregors hjónin séu því ekki mótfallin. Eg ætlaðist eiginlega til, að þetta yrði allt yfir staðið, þegar þau kæmu til baka, og ný yfirhjúkrunarkona tek- in við.“ Jane svaraði ekki. Charles tók eftir því, að hún sváraði aldrei fyrir Alecs hönd. En ef til vill sýndi það enn nánara samband þeirra að svara ekki, jafnvel miklu nánara en ef hún hefði svarað þans vegna. Vissi hún, ef hún reyndi aldrei að hafa á- hrif á skoðanir Alecs, þá mundi hann alltaf að síð- ustu vera samþykkur því, sem hún vildi. En hvað vildi hún? Hún hafði sagt við Charles: „Það er fjarstæða, að þér farið“. En vissulega hlaut hún, sem vinur Alecs, að óska að hann færi? Hvers vegna hafði hún beðið Charles að koma með sér að vatninu eftir að hún þekkti sögu Myru? Hún ætti ekki að breyta eins og vinur, ef hún væri ekki vinur hans. Og gat hún bæði verið vinur hans og Alecs? „Þér eruð orðnar seinar fyrir,“ sagði Charles og mundi allt í einu eftir hvað tímanum leið. „Sögðuð þér ekki, að þér ættuð aðeins frí í tvær stundir?" „Jú“, sagði Jane léttilega, eins og það skipti engu. „Eg er orðin nokkuð sein fyrir, en dr. Bar- nes verður bara að sjá um, að allt gangi sinn gang, þar til ég kem aftur.“ Hún bauð ekki Charles að aka heim, og Char- les tók eftir, og var ekki laust við að hann hefði ánægju af, að Jane átti talsvert eftir að læra til að geta keyrt Vel. XV. kafli Jafnvel þótt Alec hefði verið hamingjusamur, þá hefði hann ekið vel bíl. Litli bíllinn hans þaut á- fram með fimmtíu mílna hraða á klukkustund og þandi sig upp í sextíu á beinum vegi. Aðrir urðu fyrir árekstrum eða stöðugum skakkaföllum, af- króaðir klukkutímum saman bak við heyvagna eða kolavagna. En Alec sem treysti á lukkuna komst venjulega kringum hindranirnar áður en þær fengu tíma til að tefjg. fyrir honum. Beinn vegur, góður vagn, dálítil áreynsla, augnabliks kynni, allt þetta rann ofaní hann eins og volg nýmjólk. Menn með forsjálni taka með kvíða á móti hamingjunni. Alec tók hlutina eins og þeir komu fyrir, ef þeir ekki komu þá greip hann til einhvers annars í staðinn. Hann var svo hamingjusamur að hann hafði enga þörf fyrir að tala. Það var desember og farið að halla degi og vegurinn teygði sig sléttur og skuggalegur í áttina til blárra hæða. Hann var að hugsa hvort nokkrum manni áður hefði fundizt frost, skógarreykur, og hrakin lauf ilma svona yndis lega, eða sléttur venjulegur þjóðvegur gæti vakið aftur þessa dökku draumtöfra? Hann langaði ekki til að tala og Sally auðsjáanlega ekki heldur. Hún var orðin blóð af hans blóði og hann vissi um hverja hennar ósk. Síðasta mánuðinn hafði allt hans líf í svefni og vöku, snúist um Sally. Hún beygði sig fyrir áhrifum hans eins og litli bíllinn hans lét stjórnast af snörum viðbrögðum heila hans og ör- uggri <hendi. Ef eitthvað kom fyrir var hún reiðu- búin að stökkva út á blautan veginn og hjálpa hon- um við bílinn eins og væri hún karlmaður. Ef þau lenntu í myrkri í forarbleytu, tók hún það sem gaman. Alec hafði hlaupið til í mörg ár að giftast en honum hafði ekki dottið í hug að það gæti verið svona dásamlegt. Hann hafði gengið í hjónabandið með eftirvæntingu blandinni forvitni og kvíða. Önn- ur mannvera hafði haft það hugrekki að taka hann fram yfir alla aðra, en nú þegar hann var giftur fann hann áð hjónabandið var meira en að verða fyrir happi, það var í senn eitthvað laust og bundið. BARNASAGA \ inir Péturs litía segjja sögur Potturinn tíu dögum og þar var borðað í einni mál- tíð. En ekkert skil ég í því, hvernig ríka fólkið getur borðað svona mikið, því að það vinnur ekki. Og svo er það líka svo matvant, það verður að búa matinn svo vel til, og helst vill það éta eitthvað það, sem ekki er til”. „Hvað eigið þér við með þessu?” spurði flaskan. „Hyernig er hægt að borða það, sem ekki er til? Hvað eigið þér eiginlega við?" „Eg á til dæmis við ávexti, jarðarber og kirsuber, sem á einhvern hátí er látið þroskast óvenjulega snemma, og svo grænmeti. Þetta er ákaflega dýrt, eða fólkið er svona óþolinmótt, að það getur ekki beðið eítir því, að það þroskist af sjálfu sér. „Eins og ég hefi áður sagt, þá var ég í eldhúsinu. Þó komst ég að því, hvað fram fór annarsstaðar í húsinu. Eg átti nefnilega vinkonu, tekönnu úr silfri. Hún var grönn og hávaxin, reglulega falleg stúlka. Hún var ensk að uppruna og hafði verið þar hjá gömlum manni, sem las mik- ið af fræðibókum. Og hann var alltaf að drekka te og kanpan stóð við hliðina á honum og las líka. Og svo var hún orðin svo lærð og vitur, gat talað um alla hluti, og var ekki eins og aðrar ungar stúlkur, sem hugsa ekki um annað en skraut og skemmtanir. Oft sagði hún við mig: „Það er óþægilegt, þegar sjóðandi hitu vatni er helt ofan í mann, og þó var mér ljúft að þola það fyrir gamla manninn. Hann gat varla unnið, nema ég sæti við hliðina á honum. Hann skrifaði viturlegar bækur, til þess að gera heiminn betri og mennina vitrari. Og með því að bera með

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.