Þjóðviljinn - 22.04.1947, Síða 8

Þjóðviljinn - 22.04.1947, Síða 8
 Barnaskrúðgöngur írá Ausíurbæjar- » Skemmftmir verSa að vanda fföikjreYtftar á sumardaginn fyrsta Á sumardaginn fyrsta, sem er næstkomaiuli fimmtudag,- mun bamavinafélagið Suniargjöf venju samkvæmt gangast fyrir ýmsum skemmtunum til styrkfcar starfsemi. sinni; einnig verða þá sekl merki félagsins, Bamadagsblaðið og ,Sólskin“. Skrúðgöngur barna eru áformaðar frá Austur- bæjarskóla og Melaskóia niður að Austurvelli. Skemmtamr verða 19 í 13 samkomuhúsum. Verður síðar sagt nánar frá tilhögun hátíðahaldanna og sömuleiðis skýrt frá því, eftir hvaða götum skrúðgöngurnar munu fara. Rétt er þó að geta þess strax, að börnin eiga að vera mætt við skólana kl. 12,40 á sumardaginn fyrsta. Mega þau taka með sér yngri syst- kini, ekki þó yngri en 5 úra. Börn úr Miðbæjarskóla geta að sjálfsögðu tekið þátt í hvorri skrúðgöngunni sem er. „Sólskin“ kemur nú út í át- jánda sinn. Vilberg Júlíusson kennari í Hafnarfirði, hefur séð um útgáfuna í þetta skipti fyrir Sumargjöf. ,,Sólskin“ ei' 80 bls., prýtt mörgum myndum, fjölbreytt að efni, kostar að- eins 5 kr. Mun það verða hverju barni kærkomin sumar- . gjöf. Barnablaöið flytur að vanda ýmsan fróðleik um uppeldismál. Meðal þeirra, sem í það rita eru: Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri, dr. Broddi Jóhannes- son, dr. Matthías Jónasson, Gretar Fells, Steingrímur Ara- son og Isak Jónsson, formaður Sumargjafar. Blaðið verður af- greitt til sölubarna í barnaskól unura á morgun. Það verður selt á 2,00 kr. Merki dagsins verða tvenns- konar, borðalaus á 3 krónur og með borða á 5 krónur. Þau -verða afhent í skólunum síð- asta vetrardag. Börn verða að muna, að ekki má selja merlcin fyrr en á sumardaginn fyrsta. Á sumardaginn fyrsta í fyrra nam sá ágóði, sem rann til Alþjóðleg vönisýning í Poznan, Póllandi, opnuð 26. þ. m. Fyrsta alþjóðlega vörusýning 1n í Poznan í Póllandi, eftir stríð -verður opnuð 26. {*. in. og nmn ■standa til 14. maí. Fyrsta alþjóðlega vörusýning ín í Poznan var haldin árið 1921. Síðan voru slíkar sýning- -^ir haldnar þar árlega til árið 1939, þegar stríðið brauzt út. Poznan-sýningarnar voru mjög vel þekktar, enda tóku þátt í þeim flestar þjóðir Evrópu og auk þeirra margar þjóðir ann- arra heimsálfa. Fjölbreytni var þar því mjög mikil í vörutegund um. Sýningarnar höfðu geysi- mikil áhrif til að greiða fyr- ír milliríkjaviðskiptum og vekja .athygli á framleiðslu Póllands. Allar byggingar á sýningar- svæðinu, sem nær yfir 50.000 fermetra, voru gereyðilagðar í stríðinu, en síðan því lauk hefur verið unnið skipulega að endur byggingu þeirra, og því starfi miðað svo vel áfram, að nú hef- ur verið ákveðið að opna al- þjóðlega vörusýningu í Poznan þann 26. þessa mánaðar, eins og ./yrr segir. styrktar bamavinafélagsinu Sumargjöf, alls um 90 þús. kr. brúttó. Er þess að vænta, að félaginu renni ekki minni stuðn ingur frá sumardeginum fyrsta 1947. Síðasta söngskemmiun ihmfems Hannessonai t Þorsteinn Hannesson, söngv- ari, heldur síðustu söngskemmt un sína í Tripolileikhúsinu í kvöld. Skenimtunin liefst kl. 9. Hann er húinn að syngja hér þrisvar að þesr.u sinni við mjög góðar viðtökur hjá áheyrendum. I kvöld • syngur hann lög eftir erlenda og innlenda höfunda. Dr. Urban'si hitch aðstoðar. félagina laaeaðsyn ICrelst enduigreiðslu iiá bænum á viðgeiðaikosfn- aði Suðurboigai 24. aðalíundur Barnavinafé- lagsins Sumargjafar var liald- inn í Kennaraskólanum 18. apríl 1947 ki. 21. ísak Jónsson, formaður félags ins, llutti skýrslu stjórnarinn- ar. Kvað hann allt hafa verið í svipuðu formi, hvað barna- heimiiin snerti, og árið áður, jafnmargar starfsdeildir og á sömu stöðum. Á .barnaheimili félagsins koinu alls 488 börn. Sú nýung varð á árinu, að félagið tók að sér að koma á laggirnar stofnun til að s$í- mennta forstöðukonur og starfs stúlkur við bamaheimili, dag- Framh. á bl. 7. íhaldið í Vestjmannaey$um fjandskapast gegn bœjar- FjáEhagsáætlun Vestmannaeyja um 3 millj. ki. — Útsvörin 2,7 millj. Fjárhagsáætlun Vestmaiínaeyjabæjar var samþykkt á bæjarstjórnarfundi hinn 11. þ. m. eftir miklar og sér- kennilegar umræður. Niðurstöðutölur áætlunariimar eru 2 millj. 991 þús. kr. Útsvör eru áætluð 2,7 millj. kr. Sjálfstæðismenn hófu þar * harðvítuga baráttu fyrir því, að I afgreiðslu áætlunarinnar yrði frestað og vísað á ný til nefnda. Greiddu fulltrúar þeirra að lykt um atkvæði gegn flestum lið- um hennar, enda þótt þeir hefðu áður samþykkt áætlunina á- greiningslaust bæði í nefndum og við fyrri umræðu í bæjar- stjórn. Andóf Sjálfstæðis- manna náði hámarki í barátt- unni gegn framlagi til bæjarút- gerðar, en svo sem kunnugt er áformar Vestmannaeyjabær að gera út 2 togara. Niðurstöðutölur áætlunarinn ar eru krk.: 2.991.300,00. Er hér um að ræða tæplega hálfrar milljón króna hækkun frá síðasta ári. Útsvör eru áætluð kr. 2.731, 300,00. Hæstu gjaldaliðirnir eru: Verklegar framkvæmdir kr. 560.000.00. Almanna trygging- ar og styrkir kr. 410.000.00. Menntamál kr. 386.400.00. Til togarakaupa kr. 250.000.00. Heilbrigðismála kr. 229.500.00. Fyrri hluti sundmeist- aramótsins: (Fréttaritari). Þannig gekk sælöðrið yfir Skúlagötn í gær. Blíðváðri iíiit á hrauaiinu þótt bylur sé fyrir utaaa það Þjóðviljinn hafði í gær tal ai Kjartani Ö. Bjaniasyni ljósmyndara, en hann fór anstur að Heklu s.l. föstudág. Telur hann gosið liafa verið mun meira s»L laugardag og sunnudág en það var fyrstn dagana. : i Kjartan Ö. Bjarnason og þeir sem með honum voru fóru upp að fjallinu á laugardaginn. Voru ' þeir með hesta og fóru með þá í ca. 6—8 metra fjarlægð frá i hraunröndinni og þegar þeir komu til baka á niðurleið hafði hraunið víða runnið yfir förin j þar sem þeir höfðu farið upp. ] Telur hann miklu meiri hraða á l hrauninu. nú. en fyrstu dagana, j er það orðið hærra fremst dg i mikil glóð í því þar. Hiti og blíða á hrauninu Eftir að þeir skildu við hest- ana blötnuðu þeir í óveðrinu, cn nokkru síðar fóru þeir út á nýja hraunið og stoppuðu þar í hálftima. Uppstreymi loftsins var þar svo mikið að þótt slyddu bylur væri fyrir utan liraunrönd ina var þar hiti og blíða og þornuðu á þeim fötin. Kjartan kvaðst ráðleggja mönnum að fara varlega út á nýja hraunið, þar sem það er á hreyfingu og rauðglóandi und ir þótt það sé storkið að ofan. Þeir fóru upp að hraunflóð- inu og þar sem það streymir fram eins og elfa og horfðu á það renna fram hjá í tveggja metra fjarlægð. Á laugardagsnóttina, en þá voru þeir á Galtalæk, hreinsaði Framhald á 7. siðu. Frelsishreyfinfin á Æ. F. R, Félagar! Kvöldvaka verður haldin að Þórsgötu 1, síðasta vetr- ardag, miðvikudaginn 23. þ. m. kl. 9 e. h. Dagskrá: 1. Myndasýning 2. Ferðasaga úr Hekluferð inni 3. Leikþáttur 4. Dans. 5. Kl. 12. Fagnað sumri. Aðgöngumiðar seldir í i skrifstofunni kl. 6—7 í dag og á morgun. Stjórnin. ! Henry Wallace, fyrrv. vara- forseti Bandaríkjanna kom til Kaupmannahafnar kl. 8,45 í fyrrakvöld. Móttökunefnd úr dönsku and stöðuhreyfingunni frá stríðsár- unum tók á móti honum á flug- vellinum. MacArthur leið- beinir japönsksm kjósendmt Kosningar til efri deildar jap anska þingsins fóru fram á sunnudaginn. Fyrstu fregnir af atkvæðatalningu herma, að í- haldsflokkarnir muni halda meirihluta sínum. Áður en kosningabaráttan hófst lýsti talsmaður MacArt- hurs því yfir, að bandaríska liernámsstjórnin myndi líta á það með vanþóknun, ef komm- únistum ykist fylgi í kosning- unum. í4x90m. boðsundi Engin met sett Fyrri hluti sundmeistara- móts íslands fór fram í gær- kvöld í Sundhöllinni. Úrslit urðu sem hér segir: 100 m. skriðsund karla: 1. Ari Guðmundsson Æ. 1:03,5 sek. 2. Sigurgeir Guðjónsson K. R. 1:09,2. 3. Rafn Sigurvinsson KR 1:09,4. sek. 200 m. bnagusund karia: 1. Sig. Jónsson KR 3:01,4 sek. 2. Ingvar Jónasson Æ. 3:07,0 sek. 3. Ragnar Steingrímsson Á. 3:16,5 sek. 100 m. baksund karla: 1. Ól- áfur Guðmundsson IR 1:21,4 sek. 2. Guðm. Ingólfsson ÍR 1:21,5 sek. 3. Leifur Eiríksson KR 1:25,7 sek. 4x50 m. boðsund karla: 1. A- sveit Ægis 1:57,8 sek. 2. A-sveit KR 2:01,0 sek. 3. Sveit Ár- manns 2:02,9 sek. 50 m. skriðsund telpur: 1. Anny Ástráðsdóttir Á. 2. Kol- brún Ólafsdóttir Á. 100 m. skriðsund drengja: 1. Helgi Jakobsson ÍR. 2. Theodór Diðriksson Á. 3. Rúnar Hjart- arson Á. 100 in. bringusund telpna: 1. Lilja Auðunsdóttir Æ. 2. Þór- dís Ámadóttir Á. 3. Kolbrún Ólafsdóttir Á. Sigurður Jónsson HSÞ, er var skráður keppandi í 200 m. bringúsundi, gat ekki keppt vegna lasleika. Norska samninga- nefndin farin heim Undanfarið hafa farið fram viðræður í Reykjavík milli ís- i lenzkrar og norskrar samninga nefndar um ýmisleg málefni, er snerta bæði löndin, svo sem sameiginleg áhugamál í sam- bandi við fiskveiðar, útflutning fiskafurða og vöruskipti milli '.Noregs og Islands. Viðræðurnar, sem nú er að sinni lokið, hafa farið fram með fullum skilningi beggja aðilja á stjórnarmiðum hins. Munu báðar samninganefndirnar ráð leggja ríkisstjórnum sínum að umræðum um ákveðin atriði, sem nánari íhugunar krefjast, verði haldið áfram síðar. (Fréttatilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.