Þjóðviljinn - 29.04.1947, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 29. apríl 1947
ÞJÓÐVILJINN
■— —-- ~ -
I
þJÓÐVILJINN
Útgefandí: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Hagnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Préttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Augiýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviijans h.f.
BÆJARPOSTIRINN
.— —■mmjmmmsm
Vísitala eymdarimiar
Vísitala framfærslukostnaðar er rniðuð við búreikninga
nokkurra verkamanna- og sjómannafjölskyldna frá árinu
1939. Hún sýnir hverjar vörutegundir og hvert magn fjöl-
skyldur þessar höfðu efni á að kaupa sér þá, þegar öll al-
þýða hafði rétt fyrir mat sínum og varla það. Hún má því
með fullum rétti kallast vísitala eymdarinnar. Ef engar
breytingar hefðu orðið á •síðustu árum aðrar en þær að
launin hefðu hækkað í samræmi við vísitölu eymdarinnar,
byggi öll alþýða enn við sömu hörmungakjör og 1939. Hún
gæti oftast keypt sér fábreyttustu matvæli, en yrði að neita
sér um flest það sem skapar mannsæmandi lífskjör.
En alþýðusamtökin sættu sig ekki við þann grund-
völl sem markaður var með vísitölu eymdarinnar. Með
markvissri og skeleggri baráttu hefur þeim tek'izt að hækka
grunnkaup mjög verulega, svo að nú er neyzla almennings
önnur og meiri en reiknað er með í vísitölunni. Vísitalan
er því fullkomlega úrelt, gefur enga hugmynd um hina
raunverulegu neyzlu nú .og er auk þess stórlega fölsuð.
1 grein sem Jón Blöndal hagfræðingur skrifaði 26. okt.
1945 komst hann að þeirri niðurstöðu að vísitalan væri
a. m. k. 37 stigum of lág, og samsvaraði það 2220 kr. tekju-!
tapi á ári fyrir launþega meö 500 kr. grunniaun á. mánuði.
En vísitala eymdarinnar, úrelt og stórfölsuð, er engu
að síður helzta röksemd þess flokks sem kennir sig við
nafn íslenzkrar alþýðu. Dag eftir dag heldur Alþýðublaðið
því fram að vísitalan sé að öllu leyti réttmæt og heiðarleg.
Hún gefi launþegum „fulla uppbót á nauðsynlegum neyzlu-
vörum“, þ. e. a. s. þeim vörum sem fátækustu fjölskyldur
höfðu efni á að kaupa í eymd sinni 1939. Þessi röksemda-
færsla merkir það að Alþýðuflokkurinn er svo djúpt sokk-
inn að telja að kjör launastéttanna eigi að vera á sama
stigi og 1939, velmegun siðustu ár eigi að hverfa. Enda
eru aðgerðir „fyrstu stjórnarinnar sem Alþýðuflokkurinn
hefur myndað“ í fullu samræmi við þessar skoðanir. Stjórn-
in leggur háa toila á flestar aðfluttar nauðsynjavörur.
Þessar nauðsynjavörur hafa mjög óveruleg áhrif á vísi-
töluna, sökum þess að verkamenn og sjómenn höfðu ekki
efni á að kaupa þær 1939 og þær fyrirfundust varla á bú-
reikningum þeirra þá. Þannig er ráð fyrir því gert að hækk-
un vísitölunnar samsvari 6-—7 millj. króna á ári, enda þótt
álögumar á almenning nemi 45 milljónum. Afleiðingin af
þessu verður sú, ef engar gagnráðstafanir yrðu gerðar, að
alþýða landsins verður að spara stórlega við sig, neita
sér um fatnað, húsgögn, búsáhöld o. s. frv. Ef þetta heppn-
ast mun stjórn heildsalanna síðan ganga á lagið, þar til
vísitala eymdarinnar er aftur orðin rétt og gefur sanna
hugmynd um neyzlu islenzkrar alþýðu.
Árið 1941 lýsti Stefán Jóhann Stefánsson, sém þá var
forseti Alþýðusambands íslands, yfir því að „engin hætta
væri á því“ að alþýðusamtökin færu fram á grunnkaups-
hækkanir. Honum var þá mikið í mun að grundvöllur sá,
sem vísitala eymdarinnar er byggð á, raskaðist í engu.
Stefáni Jóhanni Stefánssyni tókst þó ekki að f jötra íslenzka
launþega í það sinn. Nú reynir hann að þoka þróiminni aft-
urábak og skapa enn á ný sömu lífskjör og 1939. Sú árás
jnun einnig mistakast, en það má mikið vera ef Stefáni
Jóhanni Stefánssyni hefur ekki loksins tekizt að sannfæra
jafnvel sauðþráustu Alþýðublaðsmenn um hið rétta inn-
jæti sitt.
MCSIK A
DANSSTÖÐUM.
Trúlegt þykir mér að margir
séu ósammála eftirfarnandi
bréfi. Þó þarf það ekki að vera.
Við sjáum til:
„Kæri Bæjarpóstur.
Viltu birta nokkur orð fyrir
mig um dansskemmtanir í
Reykjavík, eða réttara sagt um
músikina á þeim. Það mun ó-
víða erlendis tíðkast slík músik
á almennum dansskemmtunum
sem hér. Ekki að hljóðfæraleik-
ararnir okkar séu neitt lakari
en annarsstaðar, þvert á móti
við eigum fyrirtaks músikanta,
en jassinn sem þeir leika er
ekki allskostar heppilegur fyrir
fullþroska fólk, að dansa eftir
oft er leikið svo vilt og hratt að
það er ókurteisi að bjóða fólki
upp á slíkt í þröngum danssal.
Erlendis er slík músik eingöngu
skrínukost eða kaupa mat á
matskálum. Það sjá allir hvaða
hag fólkið hefði af þessu og
strætisvagnarnir eiga víst að
vera fyrir fólkið, sem ekkj hef-
ur efni á að eiga bíl. Um vagn-
stjórana á þessari leið (ég
þekki þá bezt) má segja að ekki
verður á betra kosið, hvað lið-
legheit, prúðmennsku og gætni
sn,ertir. Hvað um týndu aura
barnanna er að segja, ber það
við að á biðstöðunum eru dag-
lega börn sem hafa týnt aurun-
um, og oft eru hin sömu börn
með sælgæti í höndunum eða
munninum.
★
HVAR TÝNDUST
AURARNIR ?
„Það er ekki gott fyrir vagn-
stjórana að sjá, hvort aurarn-
ir hafa týnzt á götunni eða í
einhverri búðinni, og ef þeir
notuð til að hlusta á hana, eða gerðu mikið að því að lofa börn
handa skólakrökkum.
★
HVERNÍG I
' AMERÍKU ? .
„I Apieríku, sjálfu jasslandinu, ' • -
eru tangóar, valsar og rólegir
svigar aðal músikin á nætur-
klúbbum og almennum dans-
skemmtunum, hinsvegar er vilt-
ur jass oft leikinn á kaffihús- j • •
um þar sem fólk situr rólegt' • •
við borð sín, og horfir á svert-
ingja leika kúnstir sínar eftir j ?
músikinni. Það er líka a,lgengt
að krakkar á aldrinum 16-18
ára hafi sina sérstöku „jitter-
bug“ klúbba, og Negrar dansa
töluvert eftir jass, en jass til
að dansa eftir er undantekning
arlítið melódískur. Jassleikarar
okkar verða að athuga að
þótt þeir hej'ri góða jassplötu
og langi til að gera eins, þá er
ekki víst að sú músik eigi vel
við á almennum dansleik.
Jassvinur"
•k
ENN UM TÝNDA
SMAPENINGINN.
„Atliugandi“ skrifar eftirfar-
andi bréf, sem hefur að geyma
ýmsar athugasemdir, gerðar af j •
skarpskyggni.
„I sunnudagsblaðinu er smá
pistill, sem nefnist „Týndur
smápeningur", sem ,,Undrandi“
skrifar. Það er víst ekki nokkur
vafi á að frásögnin sé réft, en
hugleiðingarnar eiga ekki við
um marga af strætisvagnabíl-
stjórunum.
Við sem ferðumst mikið með
strætisvögnum verðum margs
varir um rekstur vagnanna, bíl-
stjórana og fólkið, sem ferðast
með þeim.
■¥■
UM SOGAMÝRAR-
VAGNA.
„Um rekstur vagnanna er bú- Ijl
ið að skrifa svo mikið að það
segir víst ekki mikið þó bent
sé á fleiri galla. En einu langar ' J
mig til að koma á framfæri, [ j
Hvort ekki væri lítill kostnaður
við, að láta vagnana sem ganga | j-
í Sogamýri fara af Lækjartorgi
kl. 12.30. Það yrði til þess að
allur sá fjöldi vinnandi fólks,
sem á heima fyrir sunnan
Tungu en vinnur niðri í bæ, gæti
borðað hádegismat á heimilum
sínum, í stað þess að hafa
um sem hafa týnt aurunum að
fljóta með, þá held ég freisting
! in yldst fyrir blessaða krafclc-
ana að týna þeim í búðum. Ef
vagnstjóramir ættu að borga
frá sér yrði það töluverð upp-
hæð eftir vikuna. En oft verð
ég þess var að fólk lánar börn-
um aura fyrir fari, ef það verð
ur þess vart að börn hafa týnt
aurunum á götuna og einnig í
mörgum tilfellum skilja vagn-
stjórarnir börnin ekki eftir ef
þeir þekkja þau.
Athugandi .
*
PÉTUR SIGURÐSSON f
ALÞÝÐUBLAÐINU.
Síðastliðinn sunnudag birtist
í Alþýöublaðinu alllöng grein
eftir Pétur Sigurðsson erind-
reka, skrifuð af slíkri rætni,
að maður á erfitt með að trúa
að höfundur hennar sé sá, sem
undir stendur. Þarna er gefið
í skyn, að bréf frá „Hæng“, sem
nýlega birtist hér í dálkunum
hafi verið löng grein-, þar sem
ritstjórn Þjóðviljans lýsti stríði
á hendur bindindisstarfseminni.
Síðan. er rætt um stjórn
málaafstöðu okkar Þjóðvilja-
manna allt í sama rætna tón.
Má teljast furðulegt, að maður,
er hefur þá stöðu í baráttu
Framh. á 7. sír .
Venjið æskuna
skáSciii skrifaði:
Ijóð, sögur, ritgerðir og bréf I
nmssonar.
Öll verk skáldsins, um 800 siður, í einu bindi
aðeins 60,00, í fallegu bandi.
Sent í póstkröfu um land allt.
HELGAFELL
Box, 263.
Aðalstræti 18.
Garðastræti 17,
Njálsgötu 64,
Laugavegi 100,
Laugavegi 38.