Þjóðviljinn - 30.04.1947, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 30.04.1947, Qupperneq 3
ÞJÓÐVI.LJJNN Miðvikudagar 30. apríl 1947 Hfö vlnnandi fólk verður að mynda með sér samtök, er t þ¥Í meirihSufa á Álþingi Ræða Brynjélfs Bjarnasonar við eSdhúsdagsuniræÁurnar i fyrra kvhðd Þessi fjárlög bera þess merki, að þau eru undir- búin af fráfarandi ríkisstjórn, stjóm nýsköpunar- ihnar. Þau eru vottur þess, að ekki hefur enn tekizt að stpðva hjól þróuþarinnar. lainap st.órstigu fram- farir í atvinnumálum, menningarmálum og félags- málum, sem fráfarandi stjórn hleýpti af stokkun- úm. Þau sýna það og sanna, að erfitþ mun re.vnast að afmá hin djúpu spor sem stefna nýsköpunarinn- ar hefur markað. Fjárlögin Við 3. umræðu hefur stjórnin látið lækka allar greiðslur, sem ekki eru bundnar með lögum um 15%, þ. e. skera niður um 15% framlög til næstum allra verklegra framkvæmda, til hafnargerða, vega, skólabygginga, sjúkrahúsa o. s. frv. Þetta hefur hún kúgað stuðningsmenn sína til að samþykkja. En ríkisstjórnin hefur boðað meiri niðurskurð. Til viðbótar við þetta hefur hún látið stuðningsmenn sína samþykkja heimild, sér til handa, til þess að láta niður falla á þessu ári, allar framkvæmdir, sem ekki eru bundnar í öðrum lögum en fjárlögum, ef lienni býður svo við að horfa, „vegna atvinnu- ástandsins í landinu, eða fjárhags ríkisins“ - eins og það er orðað. Á fjárlagafrumvarpinu er ekki séð fyrir fé til að framkvæma svo að gagni megi komá, lögin um að- stoð við byggingu íbúðarhúsa og er því sýnilegt, að þeim er fyrst og fremst ætlað að vera pappírsgagn, og er það í samræmi við þá stöðvun á byggingum, sem stjórnin hefur þegar framkvæmt. En stimpil sinn og afturhaldsstefnu sinnar hefur ríkisstjórnin sett á fjárlögin með því að áætla 35 millj. kr. (sem raunar mun revnast alltof lág upp- hæð) til að greiða niður vísitöluna og afla þess fjár með gífurlegum tollahækkunum á nauðsynjavörum almennings. I þessu felst heil stefnuskrá, sem gefur miklu meiri upplýsingar um hina raunverulegu stefnu ríkisstjórnarinnar en hinn svo kallaði mál- efnasamningur hennar. Mun ég víkja nánar að því síðar. Tímabil aíturhaldsins Árið 1944, þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við varð hin mesta stefnubreyting í íslenzkum stjórn- málum, sem orðið hefur um áratugi. Stefna undan- farandi áratuga einkenndist í stórum dráttum af eftirfarandi: Gjaldeyririnn hafði verið tekinn af útgerðinni og „þjóðnýttur" til ágóða fyrir heildsalana. Þjóðnýttur er raunar fullkomið öfugmæli, heildsalanýttur er rétta orðið. Sjávarútvegurinn dróst saman, fjár- magnið streymdi úr útgerðinni í verzlunina. Það var kyrrstaða í tækniþróuninni. Atvinnuleysi í stórum stíl var orðið króniskur sjúkdómur í þjóðlífinu. Ráð- ið gegn atvinnuleysi og erfiðleikum þeirra atvinnu- greina,, er framleiddu þau verðmæti, sem líf þjóðar- innar byggist á, var aðeins eitt: að lækka kaup manna. Árin fyrir stríð var tekið að skerða mjög hina félagslegu löggjöf landsins í sparnaðarskyni. Næst.a sporið var svb þvingunarlög til þess að hefta frelsi verkalýðssamtakanna í þvi augnamiði a.ð lækka kaupið. Lögregla og óaldarflokkar voru efld- ir til höfuðs verkalýðssamtökunum. Steínuhvöríin 1944 1944 verða svo alger stefnuhvörf, þegar Sósial- istaflokkurinn tók í fyrsta skipti þátt í stjórn lands- ins. Ég get verið stuttorður um þann árangur, sem náðst hefur, 'á þeim tveim árum, sem sú stjórn fór með völd. Það er öllum landsmönnum í fersku minni. Fir.kiskiþafloti landsins var tvöfaldaður! Síldarverksmiðjur voru reistar, svo að afköst þeirra munu nú tvöfaldast, gerðar voru ráðstafanir til að Brynjólí'ur Bjarnason fjórfalda flutningaskipaflotann, hraðfrystihús hafa verið reist, þ. á m. nýtízku fiskiðjuver í Reykjavík. 1 undirbúningi var bygging síldarniðursuðuverk- smiðju, lýsisherzluverksmiðju og tunnuverksmiðja og fjöldi annarra fyrirtækja fyrir sjávarútveginn. Sementsverksmiðja og áburðarverksmiðja voru einnig í undirbúningi. Gerð hafði verið áætlun um kaup á 25 nýjum togurum í viðbót, um stórvirkar raforkuframkvæmdir, hafnarmannvirki og fram- kvæmdir í landbúnaði. Samþykkt voru lög um hag- kvæm lán fyrir sjávarútveginn. Slcólakerfi landsins var gerbreytt og komið í fullkomnara horf. Fjöldi skólahúsa var í smíðum eða í undirbúningi. Lög voru I samþykkt um víðtækar alþýðutryggingar. Fiskverðið var hækkað, svo að bæði árin 1945 og ’46 nam þessi hækkun 10 millj. í auknurn tekjum til fiskimanna, og enn var fiskverðið stórhækkað á þessu ári með lögum um ríkisábyrgð fyrir báta- útveginn, sem samþykkt voru fyrir atbeina fyrrver- andi atvinnumálaráðherra. Með þeim lögum var af- koma fiskimanna tryggð á þessari vertíð þrátt fyr- ir stjórnarskiptin. 1 tíð fráfarandi stjórnar var fiskverðið hækkað um 45%. Grunnkaup hækkaði mjög verulega í nær öllum atvinnugreinum víðsvegar um land. Kaup opinberra starfsmanna stórhækkaði með nýjum launalögum. Með þátttöku sinrn í ríkisstjórninni tókst Sósíal- istaflokknum að koma í veg fyrir, að Bandaríkin fengju herstöðvar hér á landi fyrir flota og flugher til 99 ára,„eins og farið var fram á. f öllum flokkum, nema Sósíalistaflokknum var almennur vilji, að verða við þessum kröfum. Sósíalistaflokkurinn gerði það að fráfararatriði að gengið yrði að þeim. Og það dugði. Hann hafði þjóðina nær óskipta að baki sér. Hinir flokkarnir hikúðu. Þessi árangur er svo mikilsverður, að ef að hamingjan fylgir okkur verð- ur hans minnzt í íslandssögunni sem hins mesta heillaatburðar þessarar aldar.. Nú hefur Bandaríkj- unum að vísu verið afhent flugstöð, en ef þjóðin sýnir nægilegan einhug og festu í næstu kosningum, eru þó möguleikar til að losna við hin ainerísku yf- irráð yfir íslenzku landi eftir 6 ár. En afturhaldinu blöskraði þessi þróun, allar mál- pípur þess æptu í kór, að nú væri nóg komið. Og í bili hefyr því tekizt að stöðva framvinduna. Það er ■ -naúðsj;,ni'é'gt''að ,géra sér grein fyrir, liVé'rs‘vegna svo er komið, hvaða 'öfl hafa verið að verki frá þyí að nýsköpunarstefnan var tekin upp og állf til þessk dágs að' te'kizt hefúr . að stöðv’a hana. Eí Sósíalistaílokkurinn heíði ekki unnið kosningasigur 1942. Upphaf hinnar miklu stefnubreytingar um stjórn landsins 1944 má rekja til ársins 1942, er Sósíalista- flokkurinn vann sinn glæsilega kosningasigur. Þá urðu straumhvörfin. Árangurinn af þeim kosningá- sigri var sá, að verkalýðssamtökin endurheimtu frelsi sitt. Grunnkaup var stórhækkað um land allt, 8 stunda vinnudegi komið á, sumarleyfi og margs- konar fríðindi tryggð með samningum. Og 1944 var hafizt handa um nýsköpun atvinnuveganna. Hvað mundi nú hafa skeð, ef Sósíalistaflokkurinn hefði ekki unnið hinn mikla kosningasigur 1942, ekki unnið sigra sína í verkalýðshreyfingunni og tekizt að sameina verkalýðinn i Alþýðusambandinu ? Gerðadómslögin myndu ekki hafa verið afnumin. Ennþá mundi grunnkaup almennra verkamanna í Reykjavík vera 1 kr. 45 um tímann og kaup annars verkafólks og starfsmanna um land allt í samræmi við það. 8 stunda vinnudagurinn mundi ekki hafa náð fram að. ganga, heldur mundi vinnudagurinn vera 9—10 stundir fyrir dagvinnukaup. Verkalýðs- samtökin mundu hvorki hafa samningsrétt né verk- fallsrétt og forustumenn þeirra dæmdir til fangels- isvistar fyrir að rísa gegn þrælalögunum. Það mundi engin nýsköpun hafa orðið og orðið smátt um út- vegun nýrra markaða, heldur hefðum við orðið að sæta því, sem Bretar hefðu skammtað okkur. Það mundi vera komið atvinnuleysi í stórum stíl, fislt- verðið mundi hafa stórlækkað. Það mundi hafa orð- ið þróun hrunstefnunnar frá heimspeki til raun- veruleika. Og víst er um það, að það mundi vera búið að afhenda Ameríku bæði flugstöð og flota- stöð hér á landi til langs tima eða fyrir alla fram- tíð hins kapítalíska heims. Haustið 1944 spáðu afturhaldsblöðin, málgögn þá- verandi ríkisstjórnar hruni á næstu grösum. 1945, þegar Bretar hættu að kaupa ísfisk á föstu verði og neituðu að framlengja freðfisksamninginn, spáðu þau að hrunið mundi koma á næstu vertíð. Og vissu- lega hefði hrunið komið, ef afturhaldið hefði mátt ráða og farið áfram með völd. Það, sem gerði gæfu- muninn, var, að stjórnarskipti urðu í landinu. Því var fiskverðið ekki lækkað, heldur stórhækkað. Það var hinn aukni styrkleiki Sósíalistaflokksins og verkalýðshreyfingarinnar, sem varð til þess að hrunstefnumönnum var þokað til hliðar um stund. Á kosningasigri Sósíalistaflokksins 1942 byggðist stjórnarsamstarfið 1944 til 1946. Það byggðist ein- göngu á breyttum styrkleikahlutföllum en ekki á endurfæðingu eins eða neins. Baráttan innan íráíarandi ríkisstjórnar En afturhaldið var enn ekki af baki dottið. Allan tímann meðan fráfarandi stjórn sat að völdum varð Sósíalistaflokkurinn að berjast látlausri baráttu gegn viðnámi þess. Þetta afturhald átti sér öflugan liðstyrk innan samstarfsflokka Sósíalistaflokksins. Á þrennum vígstöðvum var sótt fram. I fyrsta lagi skyldi hefta nýsköpunina með aðstoð embættis- manna bankanna., M,eð tilstyrk Sjálfstæðisflokksinr, og Alþýðuflokksins var Jón Ámason, hatrammasti fjandmaður nýsköpunarinnar, gerður að bankastjóra Landsbankans. Stjórn Landsbankans tókst ckki að koma í vég fyrir samþykkt laganna inn stofnlán til sjávarútvegsins, en með aðstoð Sjálfstæöisflokks- ms og Alþýðuflokksins tókst henni að spiila þei« Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.