Þjóðviljinn - 30.04.1947, Qupperneq 4
4
Útgefandi: Sameinm'garflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Préttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, BÍmi 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
„Að svo miklu leyti.. “
Hagstofustjóri hefur samið skýrslu um tollahækkan-
ir ríkisstjórnarinnar handa fjármálaráðherra til upplesturs
í útvarpi, og fór upplesturinn fram í fyrradag. Skýrsla
þessi er hið kynlegasta plagg, og gegnir furðu að opinber
starfsmaður sem talinn hefur verið vandur að virðingu
sinni skuli láta hafa sig til slíkra loddarabragða. Að sjálf-
sögðu hefur hagstofustjóri ekki talið sér fært að fara með
fullkomið fleipur vegna embættisheiðurs síns, en skýrsla
hans er byggð upp til að blekkja þá sem litla vitneskju
hafa um hinn flókna vísitöluútreikning. Skýrslan er full af
setningmn sem innihalda sjálfsagða hluti sem engin nýung
er að, svo sem setningin: „Tollahækkanir valda verðhækkun
á vörum, er þeir verða að greiða, sem vörurnar kaupa“.!
Mikill vísdómur a tarna! En þegar frá eru skildar slíkar
setningar verður ein eftir sem felur í sér hinn eiginlega
boðskap hagstofustjórans:“ Lauþegum er því tryggt, að
bæði sú verðhækkun, sem verður strax á neyzluvörum
þeirra vegna tollahækkananna, og sú, sem verða kann síðar
á þeim vegna tollahækkananna á framleiðsluvörum, lendir
ekki á þeim, að svo mikiu leyti sem neyzia þeirra er í sam-
rærni við útgjaidareikning þann, sem vísitaíasi byggisf á.“
(Leturbreyting Þjóðviljans).
Þessi síðasta setning, sem liagstofustjóri hnýtir aftan
í hina kotrosknu yfirlýsingu sína, felur einmitt í sér aðal-
atriði málsins. Ef launþegar vilja láta sér nægja að búa
við eymdarkjör ársins 1939 sem vísitalan er miðuð við og
neita sér um flest það sem gerir lífið mannsæmandi —
þá lenda tollahækkanirnar ekki á þeim. En ef almenningur
vill halda þeim lífskjörum sem unnizt hafa með harðri bar-
áttu á síðustu árum, þá lenda tollahækkanirnar á þeim með
öllum sínum þunga. Það sem hagstofustjórinn segir við ís-
Ienzka alþýðu í skýrslu sinni er það sama og Alþýðublaðið
hefur sagt undanfarna daga:
Hvað eruð þið að mögla, þið getið étið hafragraut.
Tollar og heimilisyélar
Neðri deild Alþingis hefur nú tvívegis fellt tiliögu Sig-
fúsar Sigurhjartarsonai' um að færa tolla af heimilisvélum
til samræmis við tolla af landbúnaðarvélum. Marga mun
furða á þessari afstöðu háttvirtra þingmanna, svo aug-
ljós sem rökin eru fyrir þessari tillögu.
1 umræðum um þetta mál á mánudaginn benti Sigfús á,
að þeir tímar væru liðnir og mundu sennilega og vonandi
ekki koma aftur að húsmæður gætu keypt vinnuafl til
heimilisverka, tímabil vinnukvennanna væri úr sögunni.
Fjölskyldan yrði því að annast heimilisstörfin, en þetta
væri henni um megn, og kæmi sérstaklega hart niður á
húsmóðurinni ef vinnutækni nútímans væri ekki notuð til
hlýtar. Þessa þróun kvað hann hliðstæða því sem gerzt
hefði á sviði landbúnaðarins, það hefði gerzt þrengra og
þrengra um að fá vinnuafl til landbúnaðarstarfa og við því
hefði ekki verið nema eitt svar, það að greiða eftir föngum
fyrir því að bændur fengju vélarnar í sína þjónustu. Þetta
hefði löggjafinn viðurkennt í verki meðal annars með því
að ákveða mjög lága tolla af landbúnaðarvélum.
Nú væri hliðstæð þróun að gerast á vettvangi heimil-
anna, og bæri löggjafanum að taka málið sömu tökum, hon-
nm bæri að stuðla að því að vinnutæknin yrði tekin í sem
Þ J ó Ð V I L J I N N
Miðvikudagur 30. april 1947
BÆJARP||T|l|p:i
ÍÞRÖTTAMAÐUR
UM STALÞRÁÐINN
íþr.óttamaður gerir stálþráð-
inn að umtalsefni í eftirfarandi
bréfi:
,,Kæri Bæjarpóstur,
Fyrir nokkru birtir þú bréf
frá Gallharði, þar sem hann fór
mjög háðulegum orðum um
notkun stálþráðarins til að út-
varpa lýsingum á ýmsum merk-
um viðburðum í íþróttalífinu.
Var svo að skilja sem honum
þætti sálarró, útvarpshlustenda
ofboðið með þessari starfsemi
og vildi því láta- hætta henni
algjörlega. Nú hefur víða á
prenti verið tekið í sama streng.
Það hefur verið gefið í skyn, að
umrædd notkun stálþráðarins
miml gera hann óvinsælan af
öllum almenningi.
-¥■
Á ANNARRI
SKOÖUN
,,Mín skoðun er samt sem áð-
ur sú, að áhugamenn um íþrótt-
ir úti um land hafi fagnað hin-
um umræddu dagskrárliðum.
Rétt er.það vissulega, að stál-
þráðslýsingar af íþróttaviðburð-
um hafa stundum illa tekizt. En
það er ekki því að kenna að
íþróttir og stálþráður eigi ekki
samleið, heldur hinu, að enn
hafa ekki fengizt þeir menn,
er búi yfir nauðsynlegum tal-
hæfileikum og þjálfun til að
lýsa iþróttaviðburðum svo vel
fari. Og þó hygg ég einum
manni hafi, tekizt prýðilega í
þessu efni. Glýmulýsingar
Helga Hjörvar hafa verið allt,
greinargóðar, liprar og spenn-
andi, enda á þar sá hlut að máli,
sem er gamalkunnur hljóðnem-
anum og auk þess einstakur
kunnáttu- og áhugamaður um
glímu. Frammistaða Helga Hjör
var sannar, að íþróttalýsingar á
stálþráð geta tekizt með afbrigð
um, þegar fyrir hendi er næg
þekking og þjálfun.
*
BETRI SKIPAN
NAUÐSYNLEG.
„Auðvitað er ég sammála
Gallharði um það, að stálþráð-
inn má nota til að „láta þjóðina
hafa viðtal við þjóðina“, eins
og hann orðar það, eða til að
„kynna þjóðina fyrir þjóðinni“,
en slíkt má jafnt gera, þó áhuga
menn um íþróttir séu látnir
njóta góðs af honum. Það þarf
bara að koma betri skipan á
þessi mál.
Gallharður reynir að vera
fyndinn og hæðist að okkur
íþróttamönnum í umræddu bréfi
eins og hans er venja. Verði
honum slíkt að góðu. Mönnum
er frjálst að segja hvað sem
þeim sýnist um hvað sem þeim
sýnist. Hitt er svo annað mál,
hve mikið mark er tekið á um-
mælum þeirra. .
NÁNARI SKÝRINGU
GALLHARÐUR!
,,Á einu langar mig þó til áð
biðja Gallharð um nánari skýr-
ingu. Hvað meinar hann með
,,íþróttamannadekrinu“, sem
hann segir að nú sé svo mjög
| í tízku ? Heldur hann virkilega
að íþróttamenn séu að sækjast
eftir kjassi af hálfu almennings.
Ekkert er fjær anda íþróttanna
| en tilgerð og pempíuskapur; það
j mundi Gallharður vita, ef hann
I reyndi eitthvað að kyimast þeini
í stað þess að viðhafa stöðugt
um þær sleggjudóma.
Máske eru íslenzkir íþrótta-
menn þjóðinni ti! meiri háðung-
ar en sóma, t. d. hinir glæsilegu
ungu menn, sem tóku þátt í
EM- mótinu sl. sumar? Það er
kannske betri landkynning að
þér en þeim, Gallliarður ?
íþróttamaður“
-¥■
ÁLFAFELL.
Það er þakkaverð ráðstöf-
un hjá Leikfélagi Reykjavíkur
að hafa sérstakar barnasýning-
: ar og vonandi verður framhald
j á slíku. Ævintýraleikurinn Álfa
' fell er góð og holl skemmtun
hverju barni; hinum yngstu
Reykvíkingum gefst alltof lítið
jaf skemmtiefni þeirrar tegund-
! ar. Og árangurinn af leikstjórn
Jóns Aðils sannar að hann ber
gott skyn á það, hvernig bezt
megi þóknast hinum ungu á-
horfendum. Næsta sýning á
,,Álfafelli“ verður á morgun
kl. 4.
Þetta vekur hjá manni spurn-
inguna um það, hvað bíóeigend-
ur hafi gert til að koma á sér-
stökum kvikmyndasýningum
við hæfi barnanna.
Söngdómur
Víkverja
„Flámælti söngurinn" heitir
eirt grein Víkverja í Morgun-
blaðinu 26. apríl sl. Þar fei
hann mjög niðrundi orðum um
söng Nemendakórs Laugar-
vatnsskólans, en söng hans var
útvarpað af plötum á Sumar-
daginn fyrsta. Eins og fyrir-
sögn greinarinnar bendir til,
álitur þessi „snjalli“ söngdóm-
ari, að söngur kórsins hafi verið
óvenjulega flámæltur. Fullyrð-
ing þessi er algerlega úr lausu
lofti gripin, enda sett fram án
nokkurra raka. Það er ástæða
til að ætla, að það, sem Vík-
verja virðist vera flámæli, sé
það, þegar söngfólkið beitir
röddinni þannig á sérhljóðin,_ að
tóninn verður hvelfdari og
hljómfegurri. Það heitir flámæli
á máli Vikverja.
Víkverji talar um það, að
eitthvað af þeim. tínjp, sem. eytt
sé í söngkennslu, verði tekinn
í framburðarkennslu í islenzku.
Þórður Kristeifsson söng-
kennari á Laugarvatni leggur 4
það liöfuðáherzlu í söngkennslu
sinni að kenna nemendum sín
um að bera skýrt og greinilega
fram. Hann eyöir' miklum tíma
einmitt í framburðarkennslu.
Með því vinnur hann tvennt.
Hann stuðlar að fegurri fram-
burði á móðurmálinu um leið
og hann vinnur drengilega að
auknum skilningi nemenda
sinna á sönglistinni, sem er
fegurst og æðst allra lista.
Það er mál dómbærustu mannc
á söng, að árangur sá, sem
Þórður Kristleifsson nær, þegar
miðað er við allar aðstæður, sé
j mikill. Meiri hluti kórsins eru
| byrjendur, sem yfirleitt enga I
I þekkingu hafa í söng, þegar;
1 þeir koma í skólann á haustin. j
Og til að ná góðum árangri við !
slikar aðstæður þarf án vafa
meira en meðalsöngkennarahæfi
leika. Það er ekki svo að skilja
að söngur kórsins hafi verið
óaðfinnanlegur, það má vafa-
laust gagnrýna sitthvað í sam-
bandi við hann, sem ekki er
nema ofur eðlilegt. En dómur
Víkverja um sönginn, að hann
hafi verið flámæltur hörmungar
söngur, er í alla staði hinn
Frarahald á 7. síðu
T jarnarbíó:
ríkustum mæli í þjónustu heimilanna meðal annars með
því að ákvéða mjög lága tolla á heimilisvéluni/
En sem sagt, þessa röksemdir fundu ekki náð fyrir aug-
um háttvirtra þingmanna, en þó sáu þeir sér ekki annað
fært en að lækka tolla að nokkrum mun, og hefur því vissu-
lega náðst nokkur árangur af þeirri baráttu, sem næst síð-
asti aðalfundur KRON hóf fyrir lækkun tolla á heimilisvél-
um.
(Kiss and Tell)
Þetta er óvenju fýndin og
skemmtileg mynd.
Hún er gerð af írjálslyndi
og dirfsku, svo, að það má gott
heita að hún skuli hafa sloppið
ósködduð gegn um hina tepru-
legu skoðun Haye’s Office. Af
fyrri reynslu mætti ætla, að hún
þyldi ekki þann dónalega mögu-
leika, að nokkur skyldi geta
átt krakka í lausaleik, en um.
þetta efni snýst hinn bráðfjör-
ugi gamanleikur.
Shirley Temple leikur hér í
einni af fyrstu myndum sínum
síðan hún komst á legg.
Tekst henni oft yel upp í hlut
verki telpu á gelgjuskeiði, sem
telur foreldrum sínum trú um,
að hún sé með barni. Ot af
þessu spinnst svo mögnuð
flækja sem, vekur mikinn hlátur.
Myndin byggist aðallega á
samtölum, svo að hætt er við,
að þeir sem ekki skilja ensku
muni hafa af henni lítil not.
________ D.G.
Gamia Bíó:
ICcma laist
(En kvinna om bord.)
Aðalhlutverkin leika Karin
Ekelund og Edvin Adolphson.
Myndin gerist á stríðsárumun
að mestu leyti um borð í sænsku
Framh. á 7. s>r,.