Þjóðviljinn - 30.04.1947, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 30.04.1947, Qupperneq 6
'*'■ 'MJ Ijii.ai 4*« i ,'p '' ii|hí4<MWi*i»>í»i mi'f nmrn' iiimim itiidiMá,,: 11 t■'Thj'í V if>|-. i»»i Elliotf Hoosevelt: 4. Sjónarmið iíooseveíts forseta Fyrsls hafli. FRÁ TEXAS TIL ARGENTIU. Mansjúríu og Tékkóslóvakíu, myndi það hafa borgað sig ■ og sþarað okkur mikið af blóði. Til þess að ganga úr skugga. . um hye almenn þessi skoðun hefur verið blaðaði ég í opinberum heimildum frá þessum tíma og eldri. Her erul t. d. minnisgreinar frá blaðamannafundi sem fáðir minn hélt 20. apríl 1938. Vantrúáður fréttamaður spyr hann um nauðsyn her- stöðva í Kyrrahafinu. Fréttamaðurinn telur að við mun- um aldrei geta varið Filipseyjar og aðrar eyjar okkar í Kyrrahafinu, ef við eigum samtímis að.verjast árásum á vesturhelming jarðar. Og faðir minn svarar: „Ja, sé gert ráð fyrir aðeins einu óvinaríki er það hægt. En segjum að óvinaríkin séu tvö og tveir fjarlægir stað- ir. Þá verðum við víst að vera fráir á fæti, sigra fyrst annan andstæðinginn, flytja síðan herinn og sigrg liinn. Það virðist vera eina leiðin“. Og þegar hin mikla deila hófst, sem háð var um öll Bandaríkin mánuðina áður en árásin var gerð á Pearl Harbour, gerði faðir minn allt sem unnt var til þess að engin slík árás hitti oss óviðbúna. Forustumennirnir fyrir andstöðunni í þinginu gegn því að nægilegt fé væri veitt til hers og flota voru þeir Brewster frá Main, Ham Fish frá New York, Vandenberg frá Michigan, Capper frá Karizas og Borah frá Idaho. Hearst-blöðin og Mac- Cormick-Patterson möndullinn börðust gegn stefnu sam- eiginlegs öryggis, en-fyrir einangrunarstefnu. I júní 1940 kom ég til New York í viðskiptaerindum. Á heimleiðinni kom ég við í Washington, og það sem olli mér áhyggjum var hið sama og hjá öllum öðrum við- skiptamönnum: skattarnir. Einkum tekjuaukaskatturinn, er myndi ekki saka stóru fyrirtækin, en smærri fyrir- tækin sem áttu minni höfuðstól og mikið útistandandi gátu orðið hættulega stödd. Eg talaði um þetta við föður minn. Hann var einmitt að enda við morgunverðinn áður en hann hæfi störf dagsins. „Hvað finnst þér, pabbi? Vill ríkisstjórnin þá ekki að við hinir smærri getum staðið við skuldbindingar okk- ar ?“ Hann brosti og ýtti stórum lilaða of Chicago- New York- Washington-blöðum niður á gólfið. „Ertu búinn að drekka kaffi?“ ,,Eg er ekki að hugsa um kaffi núna. Eg vildi gjarna fá að vita eitthvað um tekjuaukaskattinn“. „Þér finnst þó ekki að fyrirtækið þitt sé allt ?“ „Nei, en....“ Þú viðurkennir þó líklega að peningana verðum við að fá ? Og finnst þér ekki -réttmætt nú, þegar stóru auð- félögin eru byrjuð á vígbúnaðarframleiðslu fyrir ríkið, að taka eitthvað af ofsagróða þeirra ? Þú ert sammála því að peningana verðum við að útvéga, ef við eigum að eignast nægilega sterkan her, flota og flugher?“ „Jú, auðvitað, en hvað með mitt litla —“ Hann greip fram í fyrir mér;. „Skattalög koma ætíð hart niður á einhverjum. Það gera öll skattalög. Eg vildi öllum öðrum fremur bæta aðstöðu smáframleiðendanna í samkeppni við stóru fyrirtækin, en viðskipti og skatta- mál eru ekki aðaláhugaefni okkar nú. Vandamálin eru miklu stærri en svo. Mér þykir leitt að skattarnir skuli valda þér höfuðverk. Hérna, fáðu þér höfuðskammt!“ Eg hló. Jæja, það var líka annað mál sem einnig lá mér á hjarta. „Hvernig verður með lögin um. ...“ Eg skipti svo fljótt um umræðuefni að pabbi hélt fyrst að ég ætti enn við skattalögin. „Nú, þú átt við herkvaðninguna, hvers vegna?“ „Eg vildi aðeins vita, hvað þér finnst að John Frank- Jin og ég eigum að gera ef lögin verða samþykkt. Jimmy er heidur gamall til.....“ „Jimmy er í flotanum" minnti hann mig á. „Getur þú nokkuð sagt mér hvemig lögin muni verða, ég á við varðandi aldurstakmörk og þess háttar?“ „Eg vil gera þér eitt fyllilega ljóst. Verði lögin um skráningu til herþjónustu samþykkt verður sárhver ykkar að gera það sem samvizkan býður honum. Ef þið viljið bíða þángað til lögin hafa verið staðfest — ef þau verða þá nokkurn tíma samþykkt þá verðið þið að ákveða það Þ J Ó-tÐ V .1 L J I N N .........-Miðyikudagur 30: apríl 1947 pniiiiipiunil.. ,' .á.',....--.. •' ‘-'iíl. ,i v-;-t,'. J DULHEIMAR 50. dagur EMr Phyllis Boííome sama, Hann þekkti strax marga af karlmönnunum, með hann hingað, en hann gat ekki starfað að neinu, og áhugi hans hafði alltaf verið meiri fyrir þeim, þar til einn dag að hún sá hann vera að horfa á sem óðir voru, eri öðfúm á sjúk-rahúsinu. Nú Jangaði Jackáöá, létn Var að reyna,að teikna^gamla spángka hann tÚ að vita hvort hann gæti ekki vakið tiLgalleiðu, seniuhomipa. tól^t ekki sérlega vel. ,Hún lífsins hinn unga Endicot, sem sViþtur kafðí órðið ‘ sagðf þá við Travérs: „Af. hverju reynir þú ekki að vitinu átjániára í stríðinu, óg. élski ffengið . þáð- búþ iil svonáí- skip,; hr. Travers?'1 og áður en við aftur síéan. vissum af, hafði hánn tekið hlutinn í sínar hendur Alec gekk um hinar nýju sjúkrastofur sínar með djörfum ákvörðunum og því næst út í garðinn til að líta eftir sjúklingunum, sem voru að vinna. Allt sem hann gerði jók áhuga hans, en hann lét bíða þar til síðast að heimsækja vinnustofu Arnolds, þar sem var bezta verksvið á öllum spítalanum. Arnold hafði verið sjúklingur áður. Hann hafði ekki aðeins verið læknaður, hann hafði komið aftur fimm árum seinna, algerlega lærður og hæfur geð- veikra kennari, sá bezti, sem sjúkrahúsið hafði haft. Jane hélt að enginn þyrfti að hafa afskipti af Arn- lod, og Alec bar sama traustið til hans. Charles hafði auðvitað ekki skilning til að sjá það, en Charles gat til allrar hamingju engu um það ráðið. Hlutir, sem gengu vel, gátu haldið áfram að ganga vel. Hann hafði aðeins vald til að breyta hlutum, sem gengu úr lagi. Mennirnir litu upp, eins og eftirtekt þeirra væri vakin, þegar Alec kom inn í stofuna og grúfðu sig strax aftur yfir vinnu sína. En gamli Robson, sem ekki hafði talað í þrjátíu ár, þekkti Alec og lét þann fögnuð í ljós, að allur hinn samanskroppni persónuleiki hans hjarnaði aftur við. Augu hans skinu af góðvild og hann lyfti upp hendinni í kveðju- skyni að gamalli venju. Hann lilustaði með djúpri eftirtekt, meðan Alec sagði honum frá ferðalagi sínu með Sally. Ef til vill hafði Robson ferðazt mikið í æsku, og nöfn á stöðum, þar sem Alec hafði komið, rifjað upp myndir fyrir honum, sem dregið hafði verið tjald fyrir, milli hans og lífsins. En eftir nokkra stund urðu augu hans móðu hulin. Robson gamli hafði átt sterka lífsþrá, og hún vildi lengi ekki til fulls yfirgefa hann. Hann brosti dauf- lega, og gekk síðan burtu frá Alec, eins og hann hefði aldrei þekkt hann. „Hann vissi að þú mundir koma heim aftur í dag“, útskýrði Arnold með lágri röddu. „Hann hefur verið að gá að þér í allan morgun. Og nú er hann, þó að þú gætir ekki haldið það, barnslega glaður. Hann hætti að eta nokkra daga, þegar dr. Everest tók við hinni deildinni, og í rauninni hefði ég ekkert orðið undrandi, þó hann hefði svelt sig í hel. En hún leit stundum til hans og hressti hann UPP> °S þegar hún sagði honum, að þú ættir að koma og taka við deildinni, hresstist hann við og fór aftur að borða. Það er gaman að því, hvað þeir, sem eru utan við mannfélagið, taka miklu ástfóstri við eina eða tvær manneskjur, sem þeir bera traust til. Það er eins og að því minna sem þær umgangast mannlegar verur, því meira þarfnist þeir þeirra. Allir þessir sjúklingar vinna betur í félagi. Þeir losna undan birði sjálfra sín nokkra stund á dag, einhvern veginn. Stundum fá þeir meira að segja áhuga á hver annars starfi. Tökum t. d. Green litla, sem er út við gluggann. Þegar hann kom hingað fyrst, sat hann klukkutímum saman grát- andi, eða reyndi að eyðileggja hluti fyrir öðrum. Nú leitar hann fyrir sér að ýju, ef honum bregzt sú aðferð, sem hann fyrst reynir. Og það má trúa honum fyrir hverju verkfæri. Hann hefur gert nokk- ur ný sýnishorn sjálfur, og kennt öðrum sjúklingum, hvernig eigi að búa þau til. Eg gæti vel trúað því, að hann yrði bráðum heilbrigður. Þú þekkir Travers, er það ekki? Háa manninn þarna yfir hjá litla borðinu. Hann er erfiðasti sjúklingurinn okkar, hættulegur náungi, fyrirhafnarmeiri en allir hinir til samans. Hann er mjög skynugur, menntaður piltur, en hann getur aldrei látið neinn í friði. Alltaf að reyna að gera einhverja óknytti. Dr. Everest kom ög var faririn að búa til þrílyfta galleiðu af eins mikilli leikni og hann hefði verið uppalinn á spánska flotanum. Nú vinnpr hann hér alla daga, og hvað sem hann gerir af sér annars staðar, er hann alltaf stilltur hér inni“. • Alece varð litið í fjandsamlega ósvífin augu þessa sjúklings yfir borðið. Furða að Jane skyldi nokkuð geta tjónkað wið þennan náunga.. „Þú heldur virkilega, að honum hafi batnað hjá dr. Everest?" spurði Alec. Svipurinn á andliti Arnolds vakti undrun hans. „Dr. Everest", sagði hann alvarlega, „er að mínu áliti bezti sálfræðingur, sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Það er enginn þeirra manna, sem ég hef haft hér á stofunni, sem ekki hefur tekið einum eða öðrum bata. Það er ekki unnt að lækna þá alla, en þeim líður öllum betur eftir það, sem hún hefur gert fyrir þá“. BARNASAGA W irnÉr Péturs litla segja sögur Pofitucinn líða. Því að á morgun átti hann að fá að fara á fætur! Vetrarliljan stóð á borðinu við rúmið og leit vingjarnlega til hans. Pétúr hugsaði með sér, að hún gæti áreið- anlega sagt frá einhverju skemmtilegu. En hann vissi, að hlutirnir tala ekki nema í myrkri og spurði blómið því ekki að neinu. En það var aðeins byrjað að rökkva, þegar eldspýtnastokkurinn stökk upp á barminn á jurtapottinum, hneigði sig og sagði glaðlega: „Velkomin, kæra vetrar- lilja! Þú færir okkur þann fagnaðarboð- skap, að senn er veturinn á enda, og þú getur sagt okkur eitthvað úr ríki náttúr- unnar og frá trjánum, mínum ástkæru bræðrum". Blómið hneigði hvítu krónuna og svar- aði með hljómfagurri röddu: „Já, vorið er í nánd, trén bræður þínir, fara að vakna af dvala. Nýtt líf er að vakna í skauti jarðarinnar. Hinn gamli, vondi vetur trú- ir því, að hann sé voldugur herra, en við vetrarliljurnar höfum þegar haldið eríis- drykkju hans. Hann tekur ekki eftir því, heimskinginn sá arna, að í leyndum vinna á móti honum þúsundir góðra afla, og hann heldur að hann muni alltaf geta kúgað allt sem lifir með þjónum sínum: frostinu, storminum og snjónum. Ef hann sér einhverstaðar blóm eða grænt blað, þá ræðst hann á það og drepur það, en í stað- inn fyrir eitt blóm- sem drepið er, spretta tíu ný. Og á hverju kvöldi sendir vorið til vor sendiboða sína, sem segja við oss:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.