Þjóðviljinn - 23.05.1947, Side 4
4
Þ J ÓÐVILJINN
Föstudagur 23. maí 1947
þJÓÐVHJINN
l
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustig 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Aakriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
nJ
Braskaralýðurlnn hafði sitt fram
Við meðferð eignakönnunarfrumvarpsins á. þingi stóðu
sósíalistar fyrst einir með gagnrýni sína. Við síðari umr.
málsins hafa fleiri og fleiri þingmenn úr stjórnarflokkun-
um tekið undir þá gagnrýni. Hafa þeir undantekningar-
laust leitt rök að því sem verið hefur meginatriðið í gagn-
rýni sósíalista, að með eignakönnun þeirri sem ríkisstjórn-
in ætlar að framkvæma sé stórsvindlurunum gefið tækifæri
til að sleppa, en hins vegar þjarmað að alþýðu manna og
millistéttum, t. d. fólki sem láðst hefur að telja fram óveru-
legar sparif járinnstæður.
Andstaðan gegn frumvarpinu virðist svo mögnuð innan
þingsins, að aðeins lítill hluti stjórnarflokkanna ætli að
hamra málið í gegn. Við afgreiðslu málsins í neðfi deild
í fyrrinótt greiddu 16 þingmenn af 35, sem sæti eiga í deild-
inni, frumvarpinu atkvæði. Allur þorri þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins beitti fjarvistaraðferðinni, þar á meðal
formaður flokksins, Ólafur Thors. Annar áhrifamaður Sjálf-
stæðisflokksins, Jón Pálmason forseti sameinaðs þings, tal-
aði eindregið gegn frumvarpinu, taldi að það truflaði fjár-
hags- og atvinnuframkvæmdir í landinu til langs tíma, og
greiddi atkvæði gegn því ásamt sósíalistum.
Tveir aðalforingjar Framsóknarflokksins, Hei’mann Jón-
asson formaður flokksins og Skúli Guðmundsson, börðust
gegn frumvarpinu í orði að minnsta kosti. Skúli lagði til í
neðri deild að frumvarpinu yrði gerbreytt, felld niður á-
kvæðin um 17. skuldabréfin (,,aflátsbréfin“) og öllum yrði
gei-t að greiða skilyrðislaust vangoldinn skatt vegna fram-
talssvika. Gegn þessu leggst Framsóknarflokkurinn eða
meirihluti hans, og Eysteinn Jónsson er látinn deila harð-
lega á flokksbróður sinn Skúla, og berjast fyrir frumvarp-
inu óbreyttu! Hins vegar segist formaður flokksins, Her-
mann Jónasson, „harma afgreiðslu frumvarpsins", lögin
hljóti að „valda mikilli röskun og glundroða í fjámmlalífi
þjóðarinnar, árangurinn um könnun eigna verði lítill eða
enginn", hann léti „aðra um að afgreiða slíkt mál, og
mundu þeir hljóta litla ánægju af.“
Foringjar Alþýðuflokksins virðast þeir einu sem þora
að vera af alhug með þessu frumvarpi, er einn þingmanna
(Páll Zóph.) taldi að ætti að heita Frumvarp til laga um
löggildingu skattsvika og lögvernd skattsvikara, sbr. dýra-
verndunarlögin! Finnur Jónsson lýsti yfir því á nætui’fund-
inum í fyrrinótt að frumvarpið sé „í fullu samræmi við
stefnu og yfirlýsingar Alþýðuflokksins fyrr og síðar“, og
að með frumvarpinu „næðist meira réttlæti um skattgreiðsl-
ur en hægt hefði verið að ná á annan hátt.“ Fyrr í um-
ræðunni hafði annar Alþýðuflokksþingmaður bent á, að Al-
þýðuflokkurinn hefði einu sinni flutt tillögu um stóreigna-
skatt (það var rétt fyrir kosningar) og hefði eignaköimun
átt að vera undirstaða hans, en ekkert slíkt væri meint
með þessu frumvarpi!
Þessar deilur, innan allra stjórnarflokkanna, um eigna-
könnunarfrumvarpið, sýna að bak við tjöldin hefur þeim
ósvífna heildsala- og braskaralýð, sem stendur að núver-
andi ríkisstjórn, gegn allharðri mótspyrnu tekizt að koma
svo ár sinni fyrir borð, að úr hugmyndinni um eig'nakönn-
un yrði þessi óhugnanlega skrípamynd, og stjórnarflokk-
arnir bundnir við að bei’ja það í gegn. Því er yfirlýst að
svo mikil áherzla var lögð á að afgreiða þetta' ómyndar-
frumvarp nú, að hótað var stjórnarslitum, er Hermann
Jónasson reyndi að fá málinu frestað og fært í réttlátara
horf. Braskaralýðurinn veit að honum liggur á ef takast á
að koma gegn um Alþingi slíku frumvarpi. Þess vegna eru
stjórnarflokkarnir handjámaðir, eða nógu stór hluti þeirra
tii að merja málið í gegn.
Ilvað þá um andstöðuna í stjórnarflokkunum ? Að sjálf-
BÆJARPOSTIRINN
UM BÆKUR OG
BÓKAVERZLUN
Frá Vestmannaeyjum hefur mér
borizt eftirfarandi bréf:
„Einkennilegir eru verzlunar-
hættir nútímans á ýmsan hátt.
Fyrir alllöngu síðan hófu tvö út
gáfufyrirtæki bókaútsölu. Hér í
bænum eru tvær bókaverzlanir,
sem höfðu bækur þessara fyrir-
tækja áfboðstólum. Nú mætti
ætla, að ekki hefði þurft annað
en fara í þessar verzlanir og
kaupa þar bækur á hinu aug-
lýsta útsöluverði; en því er ekki
að heilsa.
Fyrst eru bækurnar sendar hing
að með æmum kostnaði, síðan
eru þær innkallaðar til Reykja-
víkur og loks eru þær sendar
hingað afti’i’ eða sá hluti þeirra
er viðskiptavinirnir kunna að
panta.
- ¥
VEGIR MERKÚRS Ó-
RANNSAKANLEGIR
„Ja, ég fer nú satt að segja
að halda að vegir Merkúrs séu
órannsakanlegir. Og svo hláleg
ir þóttu mér þessir verzlunar-
hættir, að ég nennti ekki að fara
að panta bækur frá Reykjavík,
sem beinast lá við að mér væru
seldar hér á staðnum. En það
er gamla sagan, Reykvikingar
skulu ganga fyrir um allu'
mögulega hluti; að þeir sem
úti á landi búa njóti sömu rétt-
inda, kemur ekki til mála. 1 því
sambandi má minna á, að komi
eftirsótt bók út í Reykjavík er
sala hennar mjög oft fyrst
reynd þar til þrautar, en seljist
hún ekki upp þar, þá er kannske
einhver slatti sendur allranáðar-
samlegast þeim sem úti á landi
(
búa, seint og síðarmeir. Eru
jafnvel dæmi þess, að félags-
bækur sjást ekki fyr en mörg-
um mánuðum eftir að þær koma
út, eða hvernig er þáð með síð-
ustu bók Menningar- og fræðslu
sambands alþýðu; mig minnir
að hún hafi verið auglýst i
Reykjavíkurblöðunum um jólin.
Eða er það rangminni ? — -—
*
HÆPINN VERZLUN-
ARMÁTI
„En það er eitt atrið enn í
sambandi við bókaútsölurnar.
i
i Er það ekki dalitið hæpmn og
jafnvel miður heilbrigður verzl
I unarmáti að seija svo til nýút-
komna bók fvrir minna en hálf-
virði?
Hafi ég kevpt bók á tæpar
300 kr. sem fæst einu til tveim
missirum seinna á rúmar 100 kr,
þá mun það ekki hvetja mig til
að kaupa nýjar bækur forlags-
ins; ég mundi að fenginni
reynslu -— óþarflega dýrri —-
biða átekta.
Eg geri ráð fyrir að bóka-
markaðurinn standi og falli með
þeim fjölmenna hópi manna,
sem lesa. bækur og kaupa —
oft af takmörkuðum efnum. Og
kannske er það þegar komið á
daginn, að útgáfa lúxusbóka
handa auðmönnum er ekki sér-
lega trygg atvinnugrein, enda
hafa bókmenntirnar íslenzku al-
drei verið bornar uppi af slík-
um mönnum og verða vafalaust
ekki eftirleiðis.
★
ÞAÐ SEM BÓKA-
MENN VILJA
„Bókamenn vilja ekki
1 kaupa bækur við okurverði, bæk
ur sem oft eru glæsilegar hið
ytra við fyrstu sýn en hroð-
virknislega unnar þegar betur
er að gætt. Þeim er ekki heldur
greiði gerður með því að fá
annað veifið bækur með svoköll
uðum ,,kostakjörum“, því sjálfir
munu þeir verða látnir jafna
metin fyrr eða síðar.
Bókamenn vilja vandaðar bæk
ur að efni og frágangi, ekki út-
þanda doðranta með sundur-
gerðina uppmálaða. Þeir vita vel
iað bókaútgáfa er dýr og fara
| ekki heldur fraxh á annað en
hóflegt verð.
Sem dæmi ^xess hvernig á að
gefa- út bækur mætti nefna hina
vönduðu en íburðarlausu útgáfu
, á ritsafni Jónasar Hall-
jgrímssonar, hina síðustu. Þar
jer hinn athafnasami útgefandi
'á réttri leið; skal þess getið
sem vel er gert, þótt að því sé
fundið sem ámælisvert er.
SAMVINNU KAUP-
ENDA OG SELJENDA
„Og þegar öll kurl koma til
grafar, mun vænlegast til góðs
árangurs að bókakaupendur-
og seljendur taki upp einhvers-
konar samstarf og vinsamlega
samvinnu, t. d. að Bóksalafélag
ið gæfi út lítið tímarit, er væri
einskonar tengiliður milli útgef
enda og kaupenda.
Það væri vel þess vert að
þessir aðilar ræddust við öðru
hvoru af fullum heilindum og
óskir bókamanna væru þar fram
bornar.
Hvernig væri að gera til-
raun? „Bisness“ — bragðið af
auglýsingunum um „beztu bók
ársins“ er stundum full áber-
andi og er sízt til þess fallið að
vekja gagnkvæmt traust og virð
ingu útgefenda og bókakaup-
enda. H.“
Öíslenzkur utanríkisráðherra
Þegar Bjarni Benediktsson
tók við utanríkisráðherrastörf-
um, voru þeir menn til sem
héldu, að hann myndi verða
samvizkusamur embættismaður
hvað sem öðni liði. Þessir menn
staðfestust í trú sinni, þegar
Bjarni brá fljótt við eftir til-
lögu Gerharts hins bandaríska
um innlimun Islands og mót-
mælti henni opinberlega. En síð
an hefur álitið dvínað dag frá
degi og hefur nú sriúizt í algert
vantraust. Á þeim stutta tíma
sem Bjarni Benediktsson hefur
verið ráðherra, hefur hann gert
sig sekan um bein afbrot við
íslenzku þjóðina og stórvægi-
lega vanrækslu á embættisstörf
um sínum. Hins vegar hefur
hann verið mjög ötull við nafn-
laus blaðaskrif í Morgunblaðið
og virðist líta á það sem aðal-
starf —- en ráðherradóminn sem
marklausan bitling.
í íslandssögunni mun Bjarna
Benediktssonar verða minnzt
sem ráðherrans sem seldi Hval-
fjörð. Eins og öllum er í fersku
minni lagði bandaríska her-
stjórnin mikla áherzlu á það að j
herstöðvarnar í Hvalfirði væru
látnar standa óhaggaðar og til-
tækar fyrst um sinn. Þegar
Bandaríkjamenn fengu ekki að
halda þeim sjálfir lögðu þeir á-1
herzlu á að eitthvert félag, sem ,
þeir hefðu umráð yfir gengi í
kaupin. Vikapiltur þeirra, Valdi
mar Björnsson, skýrði félögum
þeim, sem áhuga höfðu á stöðv
unum, frá því að það væri þýð-
sögðu verður hún dæmd eftir atkvæðuni sínum og aðgerð- J
um en ekki eftir fögrum orðum. Þeir menn, sem'lýstu sig
andvíga frumvarpinu, þeirra meðal mestu áhrifamenn
flokka sinna, gátu hindrað afgreiðslu þess ef þeir hefðu
þorað og viljað. Yfirlýsingar þeirra, sem sjálfsagt hafa
margar verið af sæmilegri einlægni gerðar, vega létt á móti
þeirri staðreynd. Það er ekki hægt að vei’a á móti slíku
máli án þess að reyna að hindra framgang þess. Allir þeir |
sem stuðluðu að samþykkt eignakönnunarlagaima, eða létu ;
ónotaða aðstöðu til að himlra framgang þeirra, eru samá- j
byrgir um þenna óburð heildsalastjórnarinnar.
mgarlaust að sækja um kaup á
þeim án þess að skuldbinda sig
til að halda þeim „óhögguðum
og til taks“. Mikið kapp var á
það lagt að umboðsfél. Standard
Oil klófesti stöðvarnar, hvað
sem það kostaði. Þessar tilraun
ir voru mjög opinskáar og auð-
skilið hvað undir bjó, enda neit
aði fyrrverandi stjórn algerlega
að taka þátt í slíkum skrípaleik,
heldur ákvað að kaupa stöðv-
arnar sjálf til niðurrifs. Var
þeiri’i ráðstöfun fagnað mjög,
m. a. í Morgunblaðinu.
En þegar Bjarni Benediktsson
tók við embætti, breyttust við-
horfin snögglega. Umboðsfélag
Stóndard Oil sendi umsókn í
annað sinn og þótti vænlega
Frqmhald á 7. síðu.
Eru þefta
glæpir?
28. apríl 1947 hækkaði
Verkamannaféiag Glæsibæj-
arhrepps taxta smn úr 2,50
kr. á klst. í 2,65, éða um 6%.
29. apríl 1947 gerði Félag
bifvélavirkja nýja samninga
og hækkaði vikulaunin úr
158 kr. í 170, eða um 7,6%.
1. maí 1947 kom verlta-
lýðsfélag Austurhúnvetninga
Blönduósi á kauphækkun úr
2,30 kr. á klst. í 2,60, eða
um 13,1%.