Þjóðviljinn - 22.06.1947, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 22. júní 1947.
I
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjar.ansson, Sigurður Guðniundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, aími 2184. /
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Askriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Staðreyndir
Það er staðreynd að á síðasta ári voru þjóðartekjur
íslendinga 40—50 þúsund krónur að meðaltali á ári á
hverja fimm manna fjölskyldu.
Það er staðreynd að á sama ári voru hámarkstekjur
Dagsbrúnarf jöiskyldu fyrir dagvinnu tæjiar 20 þúsund kr.
Þessi gífurlegi mismunur er fólginn í ofsagróða fámennrar
yfirstéttar.
Það er staðreynd að þjóðartekjumar í ár verða stórum
hærri en í fyrra, þar sem verðmæti útflutningsafurða hækk-
ar a. m. k. um 50%, úr tæpum 300 milljónum í 450 milljónir,
en hækkunin getur orðið miklu meiri.
Það er staðreynd, að á sama tíma og þessi mikla hækk-
un þjóðarteknanna er í vændum, hefur kaup Dagsbrúnar-
manna raunverulega lækkað að mikium mun fyrir aðgerð-
ii ríkisstjórnarinnar og á eftir að lækka meir. Lækkun
þessi er fólgin í fölsun vísitölunnar sem hefur raunveru-
lega lækkað launin um 20—30 aura á tímann síðan í febrú-
ar. Þó eiga tollahækkanirnar að mestu eftir að hafa sín
áhrif, en eins og kunnugt er nema þær 45 milljónum króna
á ári, eða 12% hækkun á verði innflutningsvara að meðal-
tali. Vegna þessarar geysilegu tollahækkunar, mun ríkis-
stjórnin greiða vísitöluna niður um ca. 6 milljónir króna,
eftir verða 39 milljónir sem í engu hafa áhrif á hina fölsuðu
vísitölu.
Það er staðreynd að undanfarin ár hafa flestir verka-
menn getað lifað sómasamlegu lífi yegna mikillar eftirvinnu
og næturvinnu, en nú eru allar framkvæmdir að dragast
saman fyrir átbeina ríkisstjórnarinnar, og það virðist ekki
éiga langt í land að verkamenn verði að lifa af dagvinnu
sinni einni saman, ef böl atvinnuleysisins á þá ekki einnig
eitir að koma í veg fyrir fulla dagvinnu.
Þetta eru þær obrotnu staðreyndir sem hinar hófsam-
legu kröfur Dagsbrúnar styðjast við. Enginn aðili hefur
borið brigður á að hækkanir þær sem Dagsbrún fer fram
á væru sanngjarnar og styddust við full rök. Enda fer Dags-
brún ekki fram á neitt annað en uppbót á þeirri launarýrn-
um sem orðið hefur fyrir atbeina ríkisstjórnarínnar. Hún
hexur ekki farið fram á 40—50 þús. króna verkamanna-
laun á ári í samræmi við þjóðartekjumar, enda þótt fram-
leiðslustéttunum beri sem fyllstur arður af striti sínu.
Einu varnir afturhaldsins í f jandskap sínum við verka-
menn hafa verið óöannindi og blekkingar. Fyrst var því
logið upp að „kommúnistar" einir vildu að verkamenn hefðu
mannsæmandi kjör, síðan er því haldið fram að mikil „mót-
mælaalda" sé risin um land allt gegn Dagsbrún og tala
þeirra félaga sem sek eru úm stéttarsvik saut jánfölduð (!) í
Alþýðublaðinu. Það er borið blákalt fram að stjórn Dags-
brúnar hafi aldrei talað við ríkisstjómina, enda þótt það sé
vottfest og skjalfest. Það er búin til óvenjuleg raunarolla.
ur hmn og sölutregðu, og verzlunarsamningum við Ráð-
stjórnarríkin jafnvel frestað dag frá degi (!), til þess að
dylja verkamenn þess að afurðasalan héfur aldrei verið
nándar nærri eins vænleg og í ár. Og þannig mætti lengi
telja.
En blekkingar og ósannindi afturhaldsins eru gagns-
laus vopn. Verkamenn þekkja sjálfir allar aðstæður og
vita manna bezt að kröfur þeirra era sanngimiskröfur. Á
sama hátt og þeir feldu smánarboðið um óbreytt kaup og
kjör, munu þeir standa samtaka gegn öllum nýjum tilraun-
uni tii að tvístra þeim með áróðri og blekkingum. Málstað-
ur þeirra er réttur, þess vegna munu þeir sigra.
mSEBBBBL....
HALLVIÍIGAR-
STAÐIR
Þið hafið nú fengið nokkra
hugmynd um það, af myjidum
og lýsingum í blöðum, hvernig
hinir glæsilegu Hallveigarstaðir
kvenfélagapna verða að út-
liti og innréttingu. Um þýðingu
þessa væntanl. kvennaheimilis
hafa allir löngu sannfærzt. Það
má því gera ráð fyrir, að bæjar-
búar bregðist vel við á þriðjud.
þegar konur leita til þeirra
um f járhagsaðstoð við að hr ;nda
þessu áhugamáli sínu í fram-
kvæmd. Þær eiga nú 800 þús,
kr. í sjóði sem ætlaður er til
byggingar Hallveigarstaða. en
heildarkostnaður ér áætlaður
3 milljónir. Dugnaður þeirra
kvenna, sem hér eiga hlut að
máli, er örugg trygging þess,
að markið næst áður langt um
líður. Sýnið, að þið kunnið vel
að meta starf þeirra með því
að leggja þeim lið. Kaupið merki
Hallveigarstaða á þriðjud.
jún-mótinu, eins og gert var
í öilum hinum íþróttagreinun-
um. Hver er ástæðan til þess?
Getur það hugsazt, að hér liafi
einhvérju um ráðið, að sigur-
vegarinn var utanbæjarmaður.
Er hægt að trúa svo miklum
smásmuguhætti um forráða-
menn mótsins, að þeir hafi ekki
viljað afhenda hinum ágæta
spjótkastara Hjálmari F. Torfa
syni verðl. vegna þess að hann
er ekki Reykvíkingur, heldur
Þingeyingur? Nei, ég get alls
ekki trúað því. Hér
hlýtur gleymskan ein að
liggja til grundvallar.
VANRÆKSLA Dn bvao sem öðru líður, þá
VEITINGAMANNA er þetta herfilega.sta móðgun
„Einnig verður víða á slíkumWið góðan gest, og verður ekki
salernum vart við vanrækslu j Þyi komizt að biðja hann af-
húsráðenda, þ. e. veitingarcann- sökunar.
sumra veitingastaða bæjaxins.
Mörg þessara salerna eru svo
daunill, að maður getur ekki
dvalizt þar nema haldandi vendi
lega í sér andanum. Ýmsan ann
an vott má þar einnig finna
þess, að umgengni gestanua er
allt önnur en sú, sem tíðkast
með siðuðu fólki.
anna , vantar t. d. handlaugar,
og jafnvel þótt þær séu til
vantar „allt sem við á að eta“,
sápa eða handklæði finnast
hvergi, Það má t. d. heita furðu
legt, að á einum fjölsóttasta
veitingastað bæjarins, Hressing-
arskálanum, er á salerninu
hvorki sápa né handklæði, eða
þannig var það að minnsta
kosti, fyrir fáum dögum síðan.
Þetta getur ekki gengið. Sá,
sem vill selja mönnum mat,
SALERNI Á VEíT- (verður um leið að sjá þeim
INGASTÖÐUM i fyrir fullnægjandi aðstæðum til
I dálkum þessum hefur nokkr | að þvo hendur sínar á úður- en
um sinnum verið rætt um þeir setjast að snæðingi.
L. ,T.“
VERÐLAUNIN
I SPJÓTKASTI
Á 17. júní-mótinu voru af-
hent verðlaun í öllum íþiótta-
greinum nema einni. 1 tilefni af
því hefur mér verið sent eftir-
farandi bréf:
„Mönnum kom það æði ein-
kennilega fyrir, að ekki skvldu
vera afhent verðlaun í spjót-
slæma umgengni á salernum hér
í bænum og víðar um land. Hef-
ur meðal annars verið á það
bent, að til skammar ihá telj-
ast, hversu fá almenningssal-
erni eru í höfuðstaðnum. En
ekkert bólar á því, að úr verði
bætt að sinni.
Nú hefi ég fengið bréf, þar
sem rætt er um salerni á
veitingastöðum. Höfundur bess,
„L. J.“, segir: „Oft hefu;’ mér
blöskrað ástandið á saievnum: kasti strax á Vellinum á 17. eru öll til sölu.
Reykvíkingur".
. I MIÐGARÐI
«
Eftirfarandi bréf er sérst.ak-
lega ætlað til athugunar fyrir
þá, sem stjórn hafa á veitinga-
staðnum Miðgarði:
„Kæri Bæjarpóstur.
Allir, sem komið hafa á hinn
nýja veitingastað Miðgarð,
Þórsgötu 1, eru sammála um,
að hann sé í flestu til fyrir-
myndar. En má ég koma með
uppástungu, sem að mínum
dómi gæti orðið til að gera
hann enn eftirsóknarverðari ?
Eg vil, að komið sé fyrir í
honum góðum útvarpsgrammó-
fón, þar sem leikin væru að
staðaldri létt klassísk lög.
Væri ekki hægt að fram-
kvæma þessa uppástungu mína ?
Og ennfremur: Er það satt, að
málverkin, sem á veggjunum
hanga, séu til sölu?
Tt.“
Seinni spumingunni get ég
sjálfur svarað. Já, málverkin
Síðari fundardagur presta-
stefnunnar 1947 var föstudag-
inn 20. júní, og hófst rneð niorg
unbæn kl. 9 f. h. K1 9.30 var
svo settur fundur. Bar biskup
fram þrjár tillögur utan dag-
' skrár og voru þær allar sam-
þykktar umræðulaust.
Tillögumar voru þessar:
„Með tilvísun til samþyhktar
á síðasta Alþingi í sambandi við
frumvarp um kirkjubyggingar,
skorar Prestastéfna íslands á
kirkjustjórnina að undirbúa og
leggja fyrir næsta Alþingi i'rum
varp til laga, er tryggi ríflegan
styrk af ríkisfé til kirkjubygg-
inga í landinu.
Lítur "Prestastefnan svo á að
það sé söfnuðum landsins ijár-
hagslega ofvaxið að endur-
byggja kirkjurnar sómasamlega
án stuðnings frá því opinbera,
enda eigi þjóðkirkjan réttmæta
sanngirniskröfu til ríkisins um
slíka aðstoð.
Telur Prestastefnan svo að-
kallandi nauðsyn að fá endan-
lega skipun á kirkjubyggingar-
málin í landinu, að það megi
með engu móti dragast ler.gur,
og væntir þéss fastlega, að
næsta Alþingi sjái sér fært að
afgreiða lög um þessi efný er
geri söfnuðunum mögulegl: að
hef jast handa um endurbygging
ar kirknanna, sem mjög víða
ekki þolir lengri bið“.
„Prestastefna Islands íelur
að hin lögákveðnu sóknargjöld
séu allsendis ófullnægjandi til
þess að greiða árleg útgjöld
kirknanna og skorar á næsta
Alþingi að samþykkja ný lög
úm sóknargjöld, er tryggðu
kirkjunum nauðsynlegar rekstr
artekjur.
Ennfremur lítur Prestastefn-
jan svo á, að ekki verði lergur
við það unað, að íslenzka þjóð-
kirkjan hafi ekki árlega eitt-
hvert fé til umráða til stýrktar |
kirkjulegum málefnum almennt.!
Mælist hún því til þess að Al-
þingi geri annað tveggja að
l veita árlega hæfilega upphæð
í til kirkjun’nar í þessu skyni eða
lögleiða lágan almennan kirkju-
skatt, er innheimtur verði með
sóknarg jöldunum“.
„Prestastefnan lýsir óánægju
sinni yfir því, að framkomið
frumvarp um söngskóla þjóð-
kirkjunnar skyldi eigi hijóta
fullnaðarafgreiðslu á síðasta A1
þingi, og skorar fastlega é rík-
isstjórnina að hlutast til um að
útvega nú í sumar húsnæði fyr
ir söngkennslu þjóðkirkjunnar,
svo að sú kennsla geti hafizt
þegar á komandi haust.i".
Þvínæst var gengið til dag-
skrár. Málið sem fvrir lá m fnd-
ist: „Eining íslenzku kirkjunn-
ar“ og var biskup málshefjundi.
Rakti hann þann háska sem
íslenzkri kirkju er búinn ef
skoðanamunur innan kirkjunn-
ar fær að valda þeirri sund-
rungu að ekki geti verið um
samstarf að ræða.
Um mál þetta urðu mjög mikl
ar umræður og kom fram 1 íæð-
um manna áberandi skoðuna-
munur urn veruleg atriði. Samt
sem áður fóru umræðurnar hóf-
samlega og bróðurlega fram og
sá vilji kom mjög skýrt í ljós
að prestar töldu sig auðveld-
lega geta starfað saman og
stutt hver annan þó um f.koð-
anarnun á ým.sum efnum væri
að ræða.
Að loknum nmræðum var bor
in fram mf biskupi eftirfarandi
alyktun og samþykkt að heita
mát.ti einrórna:
„Prestastefna íslands 1947,
brýnir alvarlega fyrir ölium
þeim, sem kirkju og kristindómi
unna, að láta ekki trúmálaá-
gréining eða trúmálasteí.nur
hindra friðsamlegt jákvætl sám
starf í 'kristindóms- og kirkju-
málum. Lítur Prestastefnan svo
á að fullkomið hugsana- og
skoðanafrelsi eigi að ríkje í
ikirkju Islands á grundvelli opin
berunar Jesu Krists, orða hans,
anda og fyrirmyndar og að eitt
hið mikilvægasta skilyrði fyrir
vexti, framför og blessunarrík-
um áhrifum kirkjunnar á líf
kynslóðanna sé það, að þiónar
hennar breyti og starfi í ram-
ræmi við einingarhugsjón
Krists, er felst í orðum hans:
„Allir eiga þeir að vera eitt“.
Þennan síðari fundardag var
fundarhlé frá kl. 1-4 e. h. og þá
setið boð bæjarstjórnar Reykja
víkur í 'Sjálfstæðishúsinu. Kl.
7 e. li. var fundi slitið og þá
Framh. á 5- sí&u,