Þjóðviljinn - 15.07.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJÖÐVIUINN Þriðjudagur 15. júlí 1947. þlÓÐVILJINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ___________________________________________________________J Yfirlýsing ulanríkisráðherra Ráðstefnan í París er nú hafin. Tilgangur hennar er í orði kveðnu sá að gera Bandaríkjunum kleift að veita bágstcddum Evrópuþjóðum viðreisnarlán, en í rauninni eru það fyrst og fremst Bandaríkin sjálf sem eru hjálparþurfi, áður en kreppan ber að dyrum. Bandaríkin þurfa að losna við framleislu sína, hið kapítalistíska hagkerfi starfar á svo vísdómsfullan hátt að tortíming matvæla og hungur eru þar hliðstæð fyrirbrigði, sívaxandi útþensla er skilyrði þess að framleiðslukerfið stöðvist ekki. Og nú eiga þjóðir Evrópu að gera Bandaríkjunum sama gagn og nýiendur, taka við framleiðslu þeirra og veita þeim ítök í staðinn. Þjóðir Evrópu hafa tekið þessari „viðreisnarráðstöf- un“ á mismunandi hátt, og hún hefur óvíða vakið mikinn fögnuð. Smáþjóðir þær, sem senda þangað fulltrúa svo sem skandinavísku þjóðirnar, gera það flestar með hangandi hendi og fullri gát. En ein ei' sú ríkisstjórn sem greip tæki- færið með mikilli gleði og dillaði rófunni þegar skipunin kom, en það var íslenzka ríkisstjórnin, stjórn hinna þrjátíu- og tveggja. íslenzkum almenningi hefur wrið spurn undanfarna daga, hvað stjórnin ætli sér með því að senda fulltrúa á „viðreisnarráðstefnu." Ætlar hún að sækja um viðreisnar- lán, eða ætlar hún að hjálpa hinum bágstöddu þjóðum Ev- rópu af mildi sinni, hlaupa- undir bagga, ef framleiðsla Bandarikjamia verður ekki nægileg? Þannig hefur verið spurt, og stjórninni hefur orðið svarafátt, þar til Bjarni Benediktsson hefur upp raust sina í leiðara Morgunblaðs- ins á laugardaginn var: „Erindi Islands á ráðstefnu þessa er m. a. það, að upp- lýsa fyrir þjóðum heims, að enda þótt Iiér á íslandi sé flokk- ur manna, sem á sér enga ósk lieitari, en að Island lyti for- ráðum afturhaldsklíkunnar í Moskva, þá er íslenzka þjóðin fráhverf allri kúgun.“ Þarna er greinilega að orði kveði, utanríkisráðherra íslands segir skýrt og skorinort, að stjórnin sendi mann á „viðreisnarráðstefnuna" í því skyni einu, að „upplýsa fyr- ir þjóðum heims“ að íslendingar skipi sér í flokk með Bandaríkjunum, vilji umfram allt taka. þátt í að kljúfa Evrópuþjóðirnar í tvent og lýsa yfir fullum fjandskap við Ráðstjórnarríkin, sem utanríkisráðherra kallar „hina aust- / rænu arftaka nazismans.” Sjaldan mun utánríkisráðherra nokkurrar þjóðar hafa gefið flónslegri og glæfralegri yfirlýsingar. Jafnvel ofbeld- isstjórnir Grikklands og Tyrklands láta sér ekki detta í hug að lýsa yfir því að þau taki þátt í Parísarráðstefnunni af fjandskap við Ráðstjórnarríkin. Einu hliðstæðurnar við þessa orðsendingu Bjarna Benediktssonar munu vera yfir- lýsingar ýmissa þeirra leppstjórna sem nazistar komu upp í Evrópu á stórveldistímum sínum. Það gildir einu frá hvaða sjónarmiði yfirlýsing utan- ríkisráðherrans er íhuguð, einu skýringar hennar eru flónska og liclnuka og stjórnlaust hatur. Stjórn minnstu þjóðar heims lýsir yfir þvi að hún hafi gert sérstakar ráð- stafanir til að fjandskapast við helztu viðskiptaþjóð okkar eitt mesta stórveldi hcirns, að hún liafi hengt sig aftan í pilsfald Bandaríkjanna og vilji gera sitt til að efla úlfúð í heiminum, enda þótt það cé ínlenzku þjóðinni lífsskilyrði að friður haldist! Manni verður crð<? \v.nt, þegar slík undur ger UM LANDKYNNINGU I tímaritinu Bretland og Is- land, sem enskur kaupsýslu- maður gefur út til að éfla kynn inga og viðskipta milli þessara landa og annara, er eftirfar- andi grein (maíhefti 1947): „Árangurslausar tilraunir blaðafulitrúa frá heimsblöðun- um eins og t. d. „The Times“ (einnig frá þessu tímariti), að komast í samband við samninga nefnd íslenzku ríkisstjórnarinn- ar, sem er í London um þessar mundir, vekur athygli í Fleet Street. Hingaðtil hafa meðlimir slíkra erlendra sendinefnda sótzt eftir að fá tækifæri til að útskýra erindi sín með blaða- viðtölum í hinni víðlesnu ,,pressu“ Lundúnaborgar. Um leið flétta þeir inn í viðræðurn- ar margskonar upplýsingum um land sitt og þjóð. I flestum tilfellum geta þeir _ einnig um framlag ættjarðar sinnar á stríðsárunum, beint eða óbeint. Á þennan liátt skapast almenn- ar umræður um þjóð þá er nefndarmenn koma frá og jafn- framt um erindi þeirra og við- horf gagnvart brezkum yfir- völdum og þjóðinni, í heild sinni. ★ „EKKEKT AÐ FBÉTTA“ ,,í einkaviðskipfum og verzl- unarmálum er vanalega krafist upplýsinga um hinn aðiljann. Það er álitið nauðsynlegt að vita nokkur Ndeili á væntanleg- um viðskiþtavini. Þannig er og viðhorfið, er um gagnkvæm við- skipti milli þjóða er að ræða. En svar íslenzku sendinefnd- arinnar var stutt og laggott. ... „Ekkert að frétta“. En kvöld- blöðin birtu greinar um ís- lenzka sendinefnd, sem væri komin hingað „til að kaupa kol“. Nefndin var eins og kunnugt er send til að gera alls herjar samninga við Breta, og því Tyrst og fremst um sölu ísl. sjávarafurða. Álmenningur las fregnina við kertaljós og skjálfandi af kulda fyrir frarnan kulnaðan arin. •ir EKKEKT TÆKIFÆRI ÖNOTAÐ „Kennslubækur í skólum minnast á ísland sem nýlendu Danmerkur, ísbirnir sjást þar á götum úti, íbúarnir búi í snjó- húsum og nærist mestmegnis á því, sem húsbændur veiða í soð- ið. Margir hafa þær hugmyndir að þjóðinni sé skipt í tvo flokka þ. e. a. s. „innfædda" (eskimóa) og „hvíta.“ Er ekki tími til kominn að hið unga lýðveldi ísland hefji þeg ar í stað Landkynning bæði í þessu landi og erlendis. Ekkert tækifæri má vera ónotað til að gefa út réttar upplýsingar —Síldarfréttir Gylfí, Rauðuvík Hafbjörg, Hafnarfirði 420 720 Frammhald af. 8. síðu Hafdís, ísafirði 1327 Fagriklettur, Hafnarf. 971 Hannes Hafstein, Dalvík 782 Farsæll, Akranesi 830 Hilmir, Keflavík 210 Finnbjörn, ísafirði 600 Hólmaborg* Eskifirði 354 Fiskaklettur, Hafnarfirði 536 Hrönn, Siglufirði 32 Flosi, Bolungarvík 90 Huginn I., ísafirði 385 Fram, Hafnarfirði 253 Huginn II., Isafirði 1129 Fram, Akranesi 636 Hugrún, Bolungavík 799 Freydís, ísafirði 280 Ingó'lfur (L.L.), Keflav. 188 Freyfaxi, Neskaupstað 1062 Ingólfur Arnars., Rvík 464 Freyja, Reykjavdk 1599 Jökull, Vestmannaeyjum 360 Fróði, Njarðvík 600 Kári, Vestmeyjum 642 Garðar, Rauðuvík 695 Kári Sölmundars., Rvík 104 Grótta, ísafirði 958' Keflvíkingur. Keflavík 1255 Grótta, Siglufirði 148 Keilir, Akranesi 1144 Græðir, Ólafsfirði 378 Kristján, Afcureyri 328 Guðbjörg, Hafnarfirði 432 Liv, Akureyri 1036 Guðm. Þórðars., Gerðum 637 Milily, Sigluf. 244 Gullfaxi, Neskaupstað 188 Muggur, Vestmeyjum 130 Gunnvör, Siglufirði 2167 Njáll, Ólafsf. 537 Annars er auðsætt, hvernig á þessari yfirlýsingu stendur. Sú stjórn sem nú situr að völdum á íslandi er til komin fyrir áhrif Bandaríkjanna, forsenda hennar er her- stöðvasamningurinn. Á hinum stutta valdaferli sínum hef- ur hún lagt sig fram um algera þjónkun við Bandaríkin, lætur viðgangast dagleg lögbrot á Keflavíkurflugvellinum, ráðstafaði Hvalfirði samkvæmt skipun Bandaríkjastjórn- ar og lætur einskis ófreistað til að tjá hollustu sína. Nú virðist ríkisstjórnin eftir hrakfarir sínar innanlands telja það helztu lífsvon sína að nugga sér af ákafa utan í hið vestræna auðvald. En það er hægt að ganga of langt í smeðjuskapnum, og það má teljast mikið vafamál hvort bandarísku stjórninni er nokkur akkur í jafn hundslegu flaðri og opinskáum yfirlýsingum um hlutverk Parísar- fundarins og fram kemur í orðum utanríkisráðherrans ,ast. íslenzka. um Island og Islendinga, fram- lag þjóðarinnar á stríðsárunum, bæði í mannslífum og skipa- kosti (sem einnig komst langt upp í töp einstakra hernaðar- þjóða), verklegar framkvæmd- ir til lands og sjávar, almenna menntun, tryggingar, berklaeft irlit, íþróttalíf og margt annað, sem Island stendur ekki að baki öðrum þjóðum í. * BORGAB SIG FLJÓT- LEGA „Við flestar erlendar sendi- sveitir hér, starfa auk blaða- fulltrúa, sérfræðingar í land- búnaðar- og fiskimálum o. s. frv. er stöðugt hafa- gætur á markaðshorfum afurða þjóðar sinnar og fylgjast jafnframt með því hvað keppinautarnir aðhafast. Auglýsingum, bækl- ingum og blaðagreinum um af- urðirnar, meðferð þeirra og neyzlu, er dreift út á öllum að- altungumálum. Slík upplýsinga starfsemi kostar off jár í svipinn en borgar sig fljólega með auk- inni sölu framleiðsluvaranna. Þýðingu auglýsinganna og út- breiðslustarfseminnar ásamt upplýsingaleitun um keppinaut- ana, skilur jafnvel smákaup- maðurinn í hliðargötunni, því hann þarf að hugsa um það allt til að halda lífinu í sér og sín- um. Er íslenzkum framleiðend- um fyllilega ljóst livernig mark aðshorfur á afurðum þeirra eru erlendis, og hvað keppinautar þeirra aðhafast? Hafa upplýs- ingar verið prentaðar' á erlend- um tungumálum er skýra Framhald á 7. síðu. Narfi, Hrísey 313 Njörður, Akureyri 304 Ól. Magn., Keflav. (120) 580 Ragnar, Siglufirði 216 Reykjaröst, Keflavík 1088 Richard, ísafirði 198 Rifsnes, Reykjavík 428 Siglunes, Siglufirði 1341 Sigurður, Siglufirði 1057 Síldin, Hafnarfirði 1147 Skíðblaðnir, Þingeyri, 500 I Skjöldur, Siglufirði 180 Skógafoss, Vestm.eyjum 536 Skrúður, Fáskrúðsfirði 158. Snæfell, Akureyri 352 Súlan, Akureyri 697 Svanur, Akranesi 221 Sædís, Akureyri 570 Sæfaxú, Súðavík 276 Sæfinnur, Akureyri 146 Sæhrímnir, Þingeyri 1636 Særún, Siglufirði 490 Valbjöm, ísafirði 434 Valur, Akranesi 130 Valþór, Seyðisfirði 972 Víðir, Eskifirði 1124 Viktoría, Reykjavík 909 Vilborg, sama stað 1013 Vísir, Keflavík 1568 Þorsteinn, Reykjavík 624 Þorsteinn, Dalvík 264 MÓTORBÁTAR (2 um nót) Arngrímur Jónsson og Baldvin Þorsteinsson 106 Ásdís og Hafdís 268 Barði og Pétur Jónsson 205 Frigg og Guðmundur 134 Freyja og Hilmir 124 Gunnar Pálsson Vestri 586

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.