Þjóðviljinn - 15.07.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.07.1947, Blaðsíða 6
6 ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 15. júlí 1947. Ellioii Boosevelt: 62. Sjónarmið Hoosevelts forseta D U L H E I 109. dagur l!il!ll!!lll|lllll!llll!ll!lilllli!!lllll Frá því um tvö leytið til kl. fimm komu þessir gestir einii af öðrum: Sir. Akmed Mohammed Hassenein Paska, aðalfulltrúi brezka konungsins í Egyptalandi, Mustafa Nakas Pasha, forsætis- og utanríkisráðherra Egyptalands (sem harmaði mjög, að hans hátign Farouk konungur hinn fyrsti hefði nýlega orðið fyrir bílslysi, og hefði þess vegna ekki getað komið sjálfur), Hans hátign Georg konungur í Grikklandi, (Faðir minn sagði: geðugur ná- ungi, þegar þess er gætt að höfuðkúpan er tóm“), Emm- anuel Tsouderos, sem þá var forsætis- og utanríkisráð- herra grísku útlagastjórnarinnar, Killearn lávarður, sendiherra Breta í Egyptalandi, Hans hátign Pétur kon- ungur í Júgóslavíu, (ég spurði föður minn, livernig hon- um félli við Pétur, sem vildi.fá bandaríska hjálp til þess að styrkja hið reikandi hásæti sitt; faðir minn virtist undrast það, að nokkur hefði í alvöru áhuga á skoðunum Péturs: „Já, hvað skal segja? Hann er ekkert annað en barn. Þær hugsanir, sem hann lætur í ljós, eru raunar frá öðrum"). Pouritsj, þáverandi forsætis- og utanríkis- ráðherra Júgóslavíu, Páll Grikklandsprins, Sir Ilenry Maitland Wilson hershöfðingi, æðsti stjórnandi brezku herjanna í Mið-Austurlöndum, ásamt Royce hershöfð- ingja hinum bandaríska starfsbróður sínum, yfirflugmar- skálkur Sir Sholto Douglas, æðsti stjórnandi brezka flug- hersins í Mið-Austurlöndum, aðmíráll Sir Algernon Willis yfirmaður brezka flotans við botn Miðjarðarhafsins og R. G. W. Stone, sem stjórnaði herjum Breta í Egypta- landi. Eg notaði tækifærið þegar nokkurt hlé varð á ösinni til að ræða ofurlítið við Harry Hopkins. ,,Ég gæti trúað að faðir minn og forsætisráðherrann ættu í brösum rétt einu sinni enn“, sagði ég. Harry yppti öxlum. „Já, en viðhorfið er breytt nú,“ sagði hann. „Það hefur breytzt í tveim atriðum. í fyrsta lagi erum það við sem nú leggjum til na’uðsynjar, skrið- dreka, skip, fallbyssur. Það breytir miklu. Hér eftir verð- ur stríðið háð að mestu leyti með bandarískum vopnum, og af mönnum fæddum í Bandaríkjunum, breytir það ekki viðhorfinu ?“ „Jú, að sjálfsögðu." „Hver er yfirmaður og undirmaður í þessu fyrirtæki?" Hann horfði íhugandi á mig augnablik. „Winston veit hins ' vegar að þessi ráðstefna er haldin á yfirráðasvæði brezka heimsveldisins. Það breytir nokkru. Auk þess er fléira. Umræðuefni þessarar ráðstefnu er allt annað en á þeim fyrri. Á þessari ráðstefnu eigum við fyrst og fremst að fjalla um Mið-Áusturlönd og Austurlönd. Þjóðir og vandamál, sem eru ný fyrir Bandaríkjamenn og þá að sjálfsögðu einnig fyrir föður þinn. Churchill og Eden hafa verið stríðaldir á málefnum Mið-Austurlanda allt frá því þeir gengu í gagnfræðaskóla. Þetta er þeim gamalkunn- ugt — það er kjarni heimsveldisins." „Hver er þá yfirmaður og hver. .. .“ skaut ég inn. „Hafðu ekki áhyggjur af því,“ sagði Harry rólega, „faðir þinn er það vitanlega alltaf, en hann hefur augu og eyru opin og gefur sér góðan tíma. Hann athugar sitt mál. En það er alltaf hann sem ákveður." Eg smokraði mér burt um hálffimmleytið frá því starfi að sjá um mótttöku gestanna; nú átti ég að takast á hendur nýtt hlutverk: vera fulltrúi föður míns í drykkju- boði Sjang-hjónanna. Þegar ég kom til villunnar, er þau bjuggu í, sem var í nokkurri fjarlægð, komst ég að því að Sara, dóttir Churchills, gegndi samskonar hlutverki, að vera fulltrúi föður síns. En ég fékk ekki mikið ráð- ráðrúm til að ræða við hann; frú Sjang kom strax á móti mér og leiddi mig að tveini stólum. Mér fannst hún standa sig með prýði. Hún talaði af fjöri, áhuga og inni- leik í meir en hálfa klukkustund — og allan tímann gætti hún þess, að ég væri umræðuefnið. Enginn hafði svo ár- um skipti með jafnmikilli leikni auðsýnt mer slíka að- dáun og umhyggju. Hún talaði um land sitt, en einungis í því sambandi að húív hvatti mig til að setjast þár að í stríðslokin. Ég hafði víst áhuga á landbúnaði? Þá var Norðvestur-Kína einmitt staðurinn fyrir mig. Og hún brá upp fyrir mér hinni glæsilegustu mynd af þeim auð- æfum, sem duglegur, röggsamur maður gæti safnað með því að láta kínversku vinnumennina halda sig að verki. Hún beygði sig fram og leit mig opnum augum, var sam- lEfitii* Phyllis Bottome „Mér líður vel“ svaraði Mýra ánægjulega og svaraði hinu starandi augnaráði hans með rólegri alvöin, „því skyldi mér ekki líða vel?. Auðvitað man ég ekki allt sem gerðist í nótt. Eg skal játa að ég var drukkin. Eg hugsa að þú hafir orðið að hjálpa mér í rúmið?“ „Já“ sagði Charles „í þetta sinn mátti þjónustu- fólkið ekki fá neitt að vita. Eg kom inn í dögun og sá að einhver riddaralegur karlmaður hafði skilið við þig í hrúgu í anddyrinu“. „I dögun, gerðirðu það ?“ sagði Myra kæruleysis- lega, hvað varst þú að gera úti á þeim tíma, lík- lega betra að spyrja ekki. En þú hlýtur að hafa gert eitthvað síðan til að líta þó svona vel út! Þú lítur út, eins og þú hafir annaðlivart alls ekki sof- ið neitt eða sofið í fötunum. Eg skil ekki hvers- vegna þú vilt ganga í svona andstyggilega sóða- legum buxum“. Charles leit í kringum sig með ógeði. Hvar sem hann hvíldi augun sáust ekki annað en mjúkir lilut- ir: legubekkir, púðar, liggjandi brúður, silkiteppi og bækur með útsaumuðum kápum. Hann fann líka sér tl óþæginda einhverja óljósa upplausn, ilms og lita. Það var léttir að því að sjá harða mölina fyr- ir utan. „Eg hef ekki sofið mikið“, viðurkenndi Charles. „Eg fór í bað og rakaði mig áður en ég fór aftur í. sjúkrahúsið. Eg held að frú Macgregor sé að deyja“. Myra fleygði ofan af sér sænginni, með æstum tilburðum og settist upprétt í rúminu“. Ilvað segist þú halda?“ sagði hún og stóð á öndinni. Þessi unga kona að deyja. Þessi indæla litla stúlka. „Þú virðist láta þér verulega ant um hana“, sagði Charles með þreytulegu háði. „Já, ég er hræddur um að hún muni deyja. Hún missti allt í einu vald á sér í gærkveldi og kastaði sér niður brattan stiga. Hún var kominn fjóra mánuði á leið og skaddaðist svo alvarlega að ég varð að gera uppskurð á henni. Eg hélt að hún mundi sleppa, en blæðingarnar ætla ekki að hætta. Hún er tuttugu og tveggja ára. Það er sannarlega sárt“. „Missti stjórn á sér'— en hversvegna ?“ hrópaði Myra. Hún fleygði sigarettu, sem liún var nýbú- in að kveikja í yfir í næsta öskubikar, spennti greipar um mjúk hnén og starði með raunasvip á Charles. „Eg býst við að sumum konum falli illa, að láta taka mennina frá sér“, sagði Charles þurrlega. „Frú Macgregor er kannski ein af þeim“. „Ó, en hún getur ekki hafa verið svona mikill bannsettur kjáni, staðhæfði Myra. „Eg tók hann ekki frá henni — ekki í raunverulegri merkingu. Hvorugt okkar meinti neitt alvarlegt. Maður verð- ur að gera eitthvað í annari eins dauðáns leiðinda- holu, sem hér er. Hann sagði mér í gærkvöld að hann ætláði sér að hverfa aftur til eiginkonunnár, elsku góði, þú beinlínis verður að bjarga henni. Hversvegna í ósköpunum ertu ekki hjá henni núna ? Hví skyldirðu hana eftir í pappírs fingrunum á þessari dr. Everst. Eg er vissum að hún hefði ekk- ert á móti því, að hún færi. Hún er ein af þessum illgjömu kvenmönnum með eitraðar hugsanir. Vesalings litla Sally. Mér datt ekki í hug að hún ætlaði að fara að eiga barn — þvílík óttaleg flækja. Hversvegna sagði Alec mér ekki frá því, ég verð að segja að læknar eru hræðiíega tilfinningalaus- ir. Tókst þér ekki ógurlega illa með uppskurð- inn, Charles? Þú hefðir átt að fá verulega góðan skurðlæknir frá Gloucester. Þú er eklci álitinn vera annað en sálsýkislæknir, er það?“ Það kom grettið bros á andlitið á Charles. Hon- um hafði ekki dottið í hug að Myra gæti lengur sært hann, en hún hafði ekki misst hæfileika sinn til þess. Hann fann vakna aftur í brjósti sínu þá gömlu orðlausu reiði, sem oft hafði kohiið yfir hann í bernsltu, þegar Myra hafði rifið niður fyrir hon- um hina dýrmætu höll, sem hann liafði reist úr steinum og henni hafði á einn eða annan hátt tek- ist, að koma honum í skömm fyrir kæruleysi. Hann hafði hvorki verið fær um að réttlæta sjálfan sig fyrir foreldrunum eða reisa við aftur hinar hrundu draumaborgir. Jafnuel nú varð hann að minna sjálfan sig á að hann væri ekki lengur í barnaher- berginu og væri vaxinn upp úr þörf fyrir sjálfs- réttlætingu. „Maður hennar er lijá henni þessa stundina“ sagði Charles loks, og reyndi að sýnast rólegur". Það verður erfitt líf fyrir honum, ef henni batnar ekki“. „Já, ég býst við því“ samþykkti Mýra heimspeki- lega“. En þá auðvitað jafnar hann sig fyrr eða seinna og kvænist Jane. Eftir því sem ég hef heyrt hefur þau alltaf langað til þess“. „Ileyrt — og hjá liverjum ?“ spurði Charles með vaxandi reiði. „Ó, hjúkrunarkonan sem þú rakst burtu, sagði mér allt um þau, margir aðrir hafa ymprað á því við mig — það er á allra vitorði. En auðvitað mund- ir þú ekki heyra neitt um það. Hvernig ætti það að vera með þig, vinurinn ? Enginn mundi nokkru sinni þora að segja þér frá samdrætti karls og konu. Eg hugsa að það sé vegna þess að þér þykir svo vænt um skjaldbökuna þína — því að jafn- mmmmh Gleraugun *• En það var svo einkennilegt, að Frið- rik litli atti svo bágt með að þola gler- augun og var altaí-að leitast við að ná þeim aí sér, og foreldrar hans voru altaf á nálum um, að honum myndi einhvern- tíma takast og hann mundi hlaupa gler- augnalaus út á götuna og lögreglan myndi taka hann og lííláta samkvæmt landslögum. En bænir jafnt og hótanir voru árangurslausar. Þegar Friðrik var einn, þá reif hann og togaði í þessi and- styggilegu gleraugu, sem höfðu vandlega verið bundin aftur fyrir hnakka. Þegar hann var nærri fullvaxinn, þá hepnaðist honum það stundum að rífa af sér gleraugun, og þá sá hann hræðilega hluti. Eymd og neyð og vanmátt annars- vegar, en hinsvegar auðæíi, sællífi, skraut og óréttlæti. Þó gat hann aldrei séð þeíta nema rétt í svip, því altaf var móðir hans eða systir á hælunum á honum, skömmuðust og báðu, grétu og ógnuðu, þángað íil búið var að setja á hann gler- áugun að nýju. En þetta litla, sem hann sá, var nóg til þess að vekja djúpa sorg og sára reiði í brjósti hans. Hann braut sífellt heilann um það, hvernig hægt væri að útrýma úr heiminum óréttlæti því, sem hann sá, og komst að síðustu að þeirri niðurstöðu, að þetta væri fyrst og fremst gleraugunum að kenna. Ef vinir hans og félagar sæju heiminn gleraugnalaust, þá myndu þeir einnig koma auga á óréttlætið, sem þeir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.