Þjóðviljinn - 03.08.1947, Síða 4
4
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 3. ágúst 1947
þJOÐVILJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, ób.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 16, simi 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: kr, 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Afturhaldið íslenzka dreymir um
bandarískt réttarfar
Það er raunaleg reynsla sem varadómsforseti Banda-
ríkjamanna við réttarhöldin í Niirnberg, A. L. Pomerantz,
skýrir frá í grein, sem birzt hefur í stórblaðinu New York
Times, og mjög lærdómsrík fyrir þá íslenzku ritstjóra sem
eru að reyna að berja það inn í þjóðina að Bandaríkin séu
forystuland frelsis og lýðræðis í heiminum.
★
Hinn bandaríski dómari skýrir frá því að í Nurnberg
hafi helztu félagssamtök nazista verið ákærð og sek fund-
in, en sá dómur hafi ekki nægt til sektar neinum einstakl-
ing innan þessara samtaka, heldur hefði orðið að kæra
hvern einstakan og rannsaka mál hans persónulega. „Þetta
var sú ameríska málshöfðun, sem skylt var að viðhafa í
Þýzkalandi. Þetta var það réttlæti, sem við létum horfa
að mönnum, til þess að þýzka þjóðin mætti sjá, að ekki
væri unnt að dæma neinn mann, ekki einu sinni Göring,
án málshöfðunar".
En dómarinn hafði skamma stund þá ánægju að hafa
sýnt Þjóðverjum yfirburði hins bandaríska réttarfars.
Hann heldur áfram:
„Þegar ég kom heim aftur til Bandaríkjanna varð ég
þess var, að þrátt fyri það sem við kunnum að hafa kennt
nazistum, höfum við sjálfir tekið þýzku harðstjórnina upp
í löggjöf okkar; þá harðstjórn, sem vlð börðumst gegn
og löstuðum svo mjög“.
Hann lýsir því yfir að með þessu sé átt við „valdboðið",
nýju bandarísku lögin, sem heimila að reka hvern mann
úr opinberu starfi fyrirvaralaust, ef hann hefur eða hefur
nokkurn tíma haft „samúðarsamband“ við nokkurn fé-
lagsskap eða hóp manna, sem dómsmálaráðherra Banda-
ríkjanna setur á „svartan lista“. Pomerantz dómari bendir
á, að sá félagsskapur sem aðallega er sakfelldur í þessu
sambahdi hafi ekki verið opinberlega kærður hvað þá
fundinn sekur, og sýnir fram á hvernig réttaröryggi banda-
rískra borgara er afnumið með þessari lagasetningu. „Hann
á ekki völ á neinni málshöfðun né tækifæri til að bera
ákærumar af sér“, segir hinn bandaríski dómari ennfrem-
ur. „Dómsmálaráðherrann segir blátt áfram: „Þú ert fund-
inn sekur“. Þar skilur á milli bandaríska borgarans og
hins þýzka, að bandaríski borgarinn fær ekkert tækifæri
til að koma sínu viðhorfi á framfæri gegn hinni einhliða
sakfellingu dómsmálaráðherrans í félagssamtökum hans.
Þess háttar málshöfðunarlausa dómsaðferð höfum við sótt
okkur aftur til dimmustu daga rannsóknarréttartímabils
nazista og slíkt er skelfileg nýsköpun í Bandaríkjunum“.
★
Þannig er réttaröryggi og skoðanafrelsi borgaranna kom-
ið í því ríki, sem öll fjögur afturhaldsblöðin, Morgunblaðið
og Alþýðublaðið, Tíminn og Vísir og dindlar þeirra úti á
landi, keppast um að lofsyngja sem forystuland lýðræðis og
persónufrelsis.
Þessu er ekki haldið fram af því að ritstjórar og blaða-
menn viti ekki sjálfir betur. Þeir flytja hinn óða banda-
ríska áróður gegn betri vitund, í vísvitandi blekkingar-
skyni. Heiðarlegum bandarískum borgurum, sem koma
heim frá raunverulegri baráttu við fasismann blöskrar að
sjá fasisma vaða uppi í opinberu lífi Bandaríkjanna. En
íslenzku Bandaríkjaagentamir, jafnt Valtýr Stefánsson og
HEIMSPEKIHU GLEIÐ-
INGAR UM
BIFREIÐAR.
„Est.“ ræðir um útlit bifreiða
í eftirfarandi bréfi og er heim-
spekilegur. Hann segir:
„Á það hefur verið bent, að
bifreiðar, sérstaklega fólksbif-
reiðar, bera vitni fegurðar-
smekk mannsins. 1 hinni öru
þróun þeirra hefur komið fram
hæfileiki mannsins til að sam-
ræma þægindi og fegurð, svo
að vel fari. Við höfum • til
skamms tíma getað fylgzt með
þessu hér á göttum Reykjavík-
ur. Samfara fullkomnari tækni-
legum frágangi bifreiða, hefur
fegurð þeirra og rennileiki auk-
izt.
*
HESTAR OG BÍLAR.
„Bæjarbúinn er nú farinn að
tala um bifreiðar eins og sveita-
maðurinn talar um hesta. Fal-
legur bíll vekur honum hrifn-
ingu, líkt og fallegur hestur
sveitamanninum. Borgarbúinn
fiktar við stýri og gírstöng
hins nýja straumlínubíls með
sömu ánægju og sveitamaður-
inn strýkur um háls og makka
hins reista gæðings á hesta-
sýningu. Það, sem áður var
góðhestakjass í sveitum, er
orðið góðbílakjass í borgum.
★
JEPPARNIR.
„En slík prýði sem falleg bif-
reið getur verið á götum borg-
arinnar, getur ljót bifreið orðið
þar óprýði. Samfara því sem
bifreiðum hefur á allra síðustu
árum fjölgað geysilega hér á
götum Reykjavíkur, hefur
þáttur þeirra í þá átt að fegra
svip borgarinnar, stöðugt orðið
slakari. Með þeirri bifreiðaaulin
ingu, sem orðið hefur síðustu
3—4 árin, hafa feyknin öll af
óprýði verið flutt inn á götur
höfuðborgarinnar. Jepparnir
hafa verið þar mestu fegurðar-
spillar“.
★
SAMRÆMIÐ
HORFIÐ
„Jeppar eru að mínum dómi
ljótir. Eg geri mér fulla grein
fyrir kostum þeirra fram yfir
venjulegar fólksbifreiðar. En
þeir eru ljótir. í framleiðslu
þeirra hefur ekki verið gætt
hins gullvæga samræmis milli
tæknilegs frágangs og fegurð-
ar. Jeppana skortir allt hið
snyrtilega yfirbragð, sem fólks-
bifreiðar verða að hafa. Og í
borg, þar sem fegrun umhverf-
isins er ofarlega á stefnuskrá
íbúanna, er tilvera jeppanna
sem falskur tónn. Auðvitað
dettur mér ekki í hug að heimta
jeppana brottræka úr bænum.
Þeir eru komnir og verða ekki
aftur reknir. En ég vil hreint
og beint að sett séu fyrirmæli
um það, hvað jeppar megi vera
ljótir".
★
SMEKKLEGRI
YFIRBYGGINGU.
„Mönnum finnst þetta kann-
ski fráleitt. En eins og mann-
eskjunni er bannað að ofbjóða
almennu velsæmi með framferði
sínu, þannig ætti að banna bíl-
um að ofbjóða almennum feg-
urðarsmekk með útliti sínu. Það
er áreiðanlega hægt að setja
einhverja smekklegri yfirbygg-
ingu k jeppana en þá sykur-
kassalegu óprýði, sem nú er
þeirra eina yfirbygging.
Est“.
Þannig er þetta fagurfræði-
lega bréf um bíla. Vafalaust
munu margir telja höfundinn
óeðlilega viókvæman fagur-
kera.
•9Óaiftftei*fskaf?íftefiidIii. ræílsl;
á þá9 sem berjast gegn
Franeo-fasismannm
Hefur látið handtaka
og dæma 16 meðlimi
andfasistisku flótta-
mannanefndarinnar
Þingnefnd sú, sem á að
rannsaka „óameríska“ starf-
semi i Bandaríkjunum náði ó-
venju miklum árangri í hinni
afturhaldssömu og fasistisku
starfsemi sinni nú fyrir
skemmstu þegar bandarískur
réttur dæmdi 16 meðlimi and-
fasistísku flóttamannanefndar-
innar (JAFRC) fyrir að hafa ó-
virt Bandaríkjaþing.
Fréttaritari ALN í New York
skrifar svo um þennan atburð:
JAFRC er stofnun, sem hefur
það markmið að aðstoða and-
fasistiska Spánverja. Formaður
hennar, Edward Barsky, var
dæmdur í sex mánaða fangelsi
og 500 dollara sekt. Tíu aðrir
nefndarmanna voru dæmdir í
þriggja mánaða fangelsi og 500
dollara sékt.
Ákæran var byggð á því, að
menn þessir höfðu neitað að af-
henda þingnefndinni, sem rann-
sakar „óameríska“ starfsemi
skjöl JAFRG. Meðan á málaferl
unum stóð var hinum aldrei
leyft að skýra frá því hver á-
stæðan var til neitunarinnar.
En verjendur þeirra í réttin-
um skýrðu frá því, að ástæðan
væri sú, að skjölin innihéldu
nöfn manna, sem lagt hafa
fram skerf, til stuðnings mál-
stað spænsku útlagastjórnarinn
sem notið hefðu þessara aðstpð-
ar og sömuleiðis nöfn þeirra
Nefndarmenn álitu, að ef
skjölin yrðu afhent, gæti það
orðið hinum fyrrnefndu til ó-
þæginda, en hinir síðarnefndu
mundu við það komast í aukna
hættu af hefndarráðstöfunum
Franco-fasismans.
Annað mikilvægt atriði í
þessu sambandi var, hvort þing-
nefndin hefði rétt til þess, sam
kvæmt stjórnarskrá Bandaríkj-
anna, að krefjast afhendingar á
skjölunum, en þýðing þessa at-
riðis nær langt út fyrir tak-
mörk þessa sérstaka máls.
Samkvæmt hinu lögfræðilega
íhaldsblaði, Columbia Low Rev*
iew, er óamerísk starfsemi eins
og hér segir:
„Andstaða við hagkerfi Banda
ríkjanna, andstaða við verndun
eignaréttarins, trú á einræði,
andstaða við Franco-stjórniiia á
Spáni, andstaða við MacArthur
hershöfðingja, fylgi við heims-
ríkishugsjónina, óskir um upp-
lausn brezka heimsveldisins,
gagnrýni á þingið og gagnrýni
á óamerísku nefndina".
Innfæddir Afríku-
höndlaðir sem þrælar
menn eru enn með-
Þrátt fyrir þaö að margir
mánuðir hafi nú liðið frá því
þing Sameinuðu þjóðanna
gerði þá kröfu til stjórnar
Afríku að hœtta að fara með
Indverja og innfædda Afríku-
menn eins og þrœla hefur
hún enn ekki sýnt minnstu
viðleitni í þá átt að veita
öðrum en hvítum mönnum
almenn mannréttindi % Af-
ríku.
Hundruð þúsunda verka-
manna eru enn í svokölluð-
um verkamannabústöðum.
Sumir þeirra eru þangað
komnir vegna uppskeru-
brests, aðrir vegna þess , að
þeir hafa ekki getað greitt
'þá skatta er á þá hafa verið
lagðir. Nokkur hluti þeirra
er þangað köminn vegna.
þess að þeir voru teknir fast-
ir fyrir brot á „átthaga“lög-
unum, sem banna innfædd-
um mönnum að fara út fyrir
viss svæði, án sérstakra vega-
bréfa, sem atvinnurekend-
urnir gefa út.
Fréttamaður ALN var ný-
lega á ferð um Bethel-svæðið
Framhald á 7 síðw
Stefán Pétursson, fagna hverju nýju skrefi Bandaríkja-
auðvaldsins í fasismaátt, og dreymir um þá tíma að hægt
verði að fylgji fyrirmyndinni, og dómsmálaráðherra í líki
Bjarna Ben. þurfi ekki nema að benda á stjórnmálaand-
stæðinga sína (og menn sem hlæja að honum) segjandi:
„Þú ert sekur“.
Islenzk alþýða, í samvinnu við öll framfara- og lýðræðis-
öfl landsins, mun sjá til þess, að þeir draumar rætist ekki.