Þjóðviljinn - 07.08.1947, Qupperneq 4
4
ÞJOÐVILJINN
Fimmtudagur 7. ágúst 1947
þJÓÐVILIINH
Útgefandi: Sameiningarfl*ikkur alþýíiu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson, á.b.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Sírcar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, síml 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuðl. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Skúli Magnússon, heildsalarnir og
nýsköpunin
Flestir brautryðjendur og baráttuhetjur sögunnar verða
fyrir þeirri meðferð að nafni þeirra og málstað er hampað
af ræningjahöndum, þégar sá málstaður hefur sigrað og
allir keppast um í orði kveðnu að lofa brautryðjandann.
Sjálfsagt hefði Skúla Magnússyni klígjað við að heyra lof
það sem íslenzkir heildsalar og þjónar þeirra hlóðu að
4 v
honum fyrir nokkrum dögum. Hefði hann þekkt starf þeirra
manna í heildsalastétt, sem á undanförnum árum Hafa arð-
rænt íslenzka alþýðu um hundruð milljóna. króna, féflett
landslýð með öllum hugsanlegum ráðum og ekki hikað við
að grípa til margfaldra lögbrota til að raka saman auði,
er ekki að efa að hann afþakkaði þann vafasama ,,heiður“
að einmitt þessir menn teldu sig öðrum fremur arftaka
málstaðar hans og baráttu. Enda er fátt meira öfugmæli.
Dæmið sem Þjóðviljinn nefndi í gær um tilraunir heildsal-
anna til að bæla niður með ofbeldisaðgerðum frjálsa verzl-
un reykvískra alþýðumanna, sýnir hve mikið er á bak við
/
slagorð braskaranna um „frjálsa verzlun“. Það er ekki
einstakt dæmi, heldur einkennandi fyrir afstöðu þeirra.
'k
Meðan heildsalarnir og bandamenn þeirra flytja hverja
ræðuna annarri smeðjulegri um frjálsa verzlun og nýsköp-
un Skúla fógeta, eru þessir sömu menn að svíkja og stöðva
nýsköpun þá sem gerzt hefur í þjóðlífi íslendinga síðustu
árin. Það er álíka mikið guðlast og hræsnistalið um frjálsa
verzlun er heildsalar og ráðherrar núv'erandi stjórnar tala
með klökkum rómi um afdrif nýsköpunar þeirrar er Skúli
beitti sér fyrir í atvinnulífi þjóðarinnar.
Núverandi ríkisstjórn, studd fyrst og fremst af braskara-
lýðnum og ósvífnustu pólitískum glæframönnum allra
stjórnarflokkanna þriggja hefur unnið sér það helzt til
frægðar að stöðva nýsköpun atvinnuveganna er fyrrver-
andi stjórn lagði grunninn áð, nema þar sem ekki varð hjá
því komizt að halda áfram fyrri ráðstöfunum. Á flest mikil-
vægustu nýsköpunarmálin hefur ríkisstjórnin lagt sína
dauðu hönd, og sýnir skipun f járhagsráðs ekki sízt að það
er stöðvun og eyðilegging sem fyrir braskaralýð stjórn-
arinnar vakir en ekki framhald nýsköpunarinnar. Einkum
verður nú ljóst, hve lítið hefur verið bak við stór orð og
glamur Sjálfstæðisflokksins um fylgi við hugsjón nýsköp-
unarinnar, er fyrrverandi formaður nýbyggingarráðs Jó-
hann Þ. Jósefsson, tekur að sér forystu skemmdarverka
gegn nýsköpuninni, sem fjármála- og sjávarútvegsmála-
ráðherra hrunstjórnar Stefáns Jóhanns og Bjarna Ben. Sú
staðreynd sýnir glöggt hverjir það voru, sem knúðu fyrr-
verandi ríkisstjórn út á braut nýsköpunarinnar og tryggðu
framkvæmd fyrsta áfanga hennar. Það voru áreiðanlega
ekki sérgæðingar og braskarar á borð við Þóhann Þ. Jósefs-
son.
★
Mörgum hefði verið hollara að vera ekki að rif ja upp ný-
sköpunarbaráttu Skúla Magnússonar dagana sem fjár-
hagsráð Fulton-Magnúsar og kumpána tekur við af ný-
byggingarráði. Allt of næi'ri liggur líkingin við Hið almenna
verzlunarfélag sem tók við nýsköpunarfyrirtækjum Skúla
til að tortíma þeim. Einmitt nú er okrarar, arðræningjar og
leppar útlendra hafa gert ríkisstjórn íslands og fjárhags-
RÆTT VIÐ
KUNNAN
KNATTSPYRNU-
MANN
Maður sem hefur komið mik-
ið við sögu knattspyrnumál-
anna hér á landi, hitti mig á
igötu í gær og tókum við tal
saman. Minntist hann meðal
annars á það, sem ég sagði um
Frammarana í sambandi við
kappleik þeirra móti Norðmönn
um, og kvaðst hann víða hafa
orðið þess var, að menn hefðu
ekki skilið ummæli mín allskost
ar rétt. Margir hefðu tekið þau
sem svo, að Frammarar væru
að mínum dómi hinir einu ís-
lenzku knattspyrnumenn, sem
hefðu tilhneigingu til að gera
mikið úr smávægilegum meiðsl-
um sínum á vellinum með alls-
konar furðulegu látbragði. Ráð-
lagði . hann mér að leiðrétta
þennan misskilning og geri ég
það hér með. Skoðun mín er sú,
að Frammarar séu í þessum sök
um hvorki verri né betri en
aðrir íslenzkir knattspyrnu-
menn. I leik sínum á móti Norð-
mönnum gerðu þeir sig aðeins
óvenju seka um þennan hvim-
leiða ávana; sem er því miður
allt of áberandi einkenni ís-
lenzkra knattspyrnumanna yfir-
•leitt.
¥
UPPÁSTUNGUR
En fyrrnefndur kunningi
minn hafði ýmsar uppástungur
fram að færa í sambandi við
knattspyrnumál okkar. Vildi
hann t. d., að æft yrði hér á-
kveðið landslið allan ársins
hring, en lið þetta léki svo
stöku sinnum við úrval annarra
knattspyrnumanna, og kæmi þá
í ljós, hvort vert væri að gera
á því einhverjar breytingar. Þá
vill maður þessi, að nefnd sú,
sem á að velja í landsliðið, verði
skipuð 3 mönnum en ekki 4 eins
og nú er. Þar þurfi að vera
eitt oddaatkvæði til að skera.
úr, þegar upp koma deilur. Á-
stæðan til þess, að nefndar-
menn eru 4, mun vera sú, að
ekki hefur annað þótt tiltæki-
legt, en að hvert Reykjavíkur-
félagið legði þar til sinn mann.
En þessi ástæða er veigalítil,
því hvað mega þá félögin úti á
landi segja, sem engan fulltrúa
eiga í nefndinni? Loks vill hann,
að nefnd þessi sé skipuð til
langs tíma í senn, að minnsta
kosti eins árs, svo að fólk geti
ávalt látið hana svara til saka,
ef því líka ekki ráðstafanir
hennar.
Vísa ég svo tillögum þessa
kunningja míns til réttra að-
ilja.
★
í SUND-
LAUGUNUM
„Útlæg“ skrifar:
„Það var þennan eina reglu-
lega sólskinsdag í júlí,
að mig langaði allt í
einu svo mikið til að
synda úti. Eg tók mig því til
og arkaði inn í Sundlaugar. En
mikil urðu vonbrigði mín. Ekki
hafði ég búizt við öðru eins hér
í Reykjavík. Fyrst tók óratíma
að bíða við miðasöluna, sem er
um leið verzlun, með gosdrykki
og annan álíka óþverra. Svo
þegar ég ætlaði að þvo mér var
aðeins sjóðheitt vatn í baðklef-
anum og ómögulegt að koma
við það.Mér var þá sagt að fara
bara út og þvo mér undir
steypubaðinu þar. En þar var
nú þröngt á þingi, víst einir 10
karlmenn í hrúgu, sem héldu
að þeir væru að þvo sér. En
þarria var aðeins hægt að fá
nokkrar skvettur á hönd eða
fót. Eftir þennan kattarþvott,
sem allir geta gert sér í hugar-
lund, fór ég út í vatnið, en
það var alveg óþolandi heitt
þennan dag. Eftir litla stund
synti ég upp að vegg og ætlaði
að hvíla mig, en það var þá ó-
gerlegt að koma við neinstaðar
fyrir slepju og öðrum óhrein-
indum og svo var hvergi hægt
að skyrpa. Þess þarf þó víst
ekki síður í Laugunum en ann-
arstaðar.
★
OFBAUÐ SÓÐA-
SKAPURINN
„Mér ofbauð allur þessi
sóðaskapur svo ég flýtti mér
upp úr. Á eftir fór ég svolitla >
stund inn á áhorfenda- og reið-
hjólasvæðið, ég gæti trúað að
það væri á að giska 10 ferm.,
en þar voru samankomin a.*m.
k. 30 hjól og annað eins af fólki,
hvað innan um annað. En sem
betur fór skemmtu áhorfendur
sér bara vel og átti víst mikinn
þátt í því lítill svertingi, sem
var á svamli í lauginni. En eft-
ir litla stund fóru að koma á
hann hvítar skellur hér og þar,
svo að kannske hefur hann ver-
ið Islendingur. En hann liefur
áreiðanlega komizt beina leið í
laugina frá fjörugum leik (á)
í götunni, fram hjá þrifnaðar-
eftirlitinu, sem er ekkert.
Eg vona okkar Reykvíkinga
vegna að Bæjarpósturinn sjái
sér fært að birta þetta, en þyki
það ótrúlegt sem von er, þá er
bara að sjá það með eigin
augum.
Utlæg“.
*
SÉNEF I
ÚTVARPINU
,,Karl“ skrifar:
„Eg er enginn sparðatínslu-
maður, málsérvitringur eða
viðkvæmari en fólk er flest fyr-
ir mistökum útvarpsins á sviði
máls og hugsunar. Eitt fer þó
í fínu taugarnar mínar, það er
ósamræmið á nafngiftum landa
og borga og raunar líka á fram-
burði erl. nafna.
Eg tel það rétt að beygja
þau nöfn eftir ísl. málvenju,
sem hægt er að taka upp í mál-
ið með þeim hætti og nota
gömul ísl. heiti á borgum og
löndum sem náð hafa hefð í
málinu og sem notuð hafa verið
í eldri og yngri bókmenntum.
Eg ætla að taka sem dæmi,
nafn Svissnesku borgarinnar
Geneve, það er framborið í út-
varpinu Sénef en fornt heiti
borgarinnar á ísl. er Genf og
svo er hún öðru hvoru nefnd í
útvarpinu. Oft, að því er mér
virðist, fer það- eftir því hvaða
þulur les.
Væri ekki betra að halda forna
nafninu eingöngu?
Karl“.
Þulir útvarpsins geta sagt
hvort heldur þeir vilja, Sénef
eða Genf fyrir mér. En ef ein-
hverjar deilur yrðu um þetta
þá mundi ég telja Sénef hafa
fullt eins mikinn rétt á sér. Borg
in er nefnilega í þeim hluta
Sviss, þar sem töluð er franska.
Franska myndin er Geneve
(Sénef). Myndin Genf er fyrst
og fremst þýzk. Geneve er vafa
laust upprunalegri myndin.
Heildsalastjórnin
þorir ekki að
hafa fnlltráa
stjórnarandstöð-
unnar í viðskipta-
nefnd
Heildsalastjórnin hefur nú
skipað viðskiptanefnd, er tekur
við störfum gjaldeyris og inn-
flutningsnefndar, samkvæmt
lögunum um f járhagsráð, og eru
nefndarmenn þessir: Sigurður
B. Sigurðsson stórkaupmaður,
Sverrir Júlíusson útgerðarmað-
ur, Sigurjón Guðmundsson fram
kvæmdastjóri, Óskar Jónsson
framkvæmdastjóri og Friðfinn-
ur Ólafsson viðskiptafræðingur.
Ríkisstjórnin hefur hér, eins
og við skfpun fjárhagsráðs, tal-
ið sér hentara að útiloka full-
trúa frá stjórnarandstöðunni,
og er það andstætt því er fyrr-
verandi ríkisstjórn gerði, hún
taldi sjálfsagt að Framsókn
fengi fulltrúa í nýbygging-
arráði.
Við hátíðleg tækifæri hrópa
helztu braskararnir sem að rík-
Framli. á 5- síði*
ráð að „almennu verzlunarfélagi“, reiðubúnir að selja
landsréttindi, þjóðarheiður og framtíð íslendinga.
Hið almenna verzlunarfélag flutti okurverzlun sína í iðn-
stofnanir Skúla fógeta, og eyðilagði þær. En málstaður
hans sigraði. Heldur ekki nú mun hinu almenna verzlunar-
félagi íslenzkra arðræningja, sem svikizt hefur til valda,
takast að halda þeim völdum. Hugsjón nýsköpunarinnar,
hugsjónin um hraðfara sókn íslenzku þjóðarinnar til stór-
um bættra lífskjara og aukinnar menningar, sigrar þau
nátttröll, sem þessa stundina fá því ráðið að íslenzka ríkið
berst eins og stjórnlaust flak fyrir hverjum afturhalds-
gusti.
Þá, þegar hugsjón nýsköpunarinnar sigrar, en ekki fyrr,
er barátta Skúla Magnússonar fram haldið eins og verðugt
er.