Þjóðviljinn - 20.08.1947, Page 4

Þjóðviljinn - 20.08.1947, Page 4
4 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. ágúst 1947. » Útgefandi: Sameiningarflnkkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur:' Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7600 (eftir kl. 19.00 einnig 2134). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: kr, 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ___________________________________________________________* Lýðræði í viðskiptamáEym Það er kunnara en frá þurfi að segja að allt frá þeim tíma er fyrst var gripið til innflutnings'hafta, fyrir meira en áratug síðan, hefur spurningin um lýðræði í’ viðskipta- málum verið brennandi. En hvað er þá átt við með hugtakinu lýðræði í við- skiptamálum ? Lýðræði í viðskiptamálum er það, að hver einstakling- ur geti falið hverjum sem honum sýnist að annast verzlun- arstörfin fyrir sig. Honum á að vera frjálst með öllu hvort hann verzlar við kaupmann eða kaupfélag og þá hvaða kaupmann eða hvaða kaupfélag. Á sama hátt eiga kaup- menn og kaupfélög að vera frjáls að því hvarjum þau fela að annast viðskipti við útlönd. Öll þau innflutningshöft, sem í gildi hafa verið hér á landi, fyrr og síðar, hafa verið verulegur hemill. á þetta frelsi. Innflutningsleyfi til landsins 'hafa fyrst og fremst verið miðuð við fyrri innflutning hlutaðeiganda. Þetta hef- ur þýtt að verulegur tilflutningur hefur ekki getað átt sér stað á viðskiptum frá einum heildsala til annars eða milli heildsala og Sambands ísl. samvinnufélaga. Hvort sem kaup- félögin og kaupmönnum hafa líkað viðskiptin við- innflytj- andan betur eða ver hafa þau orðið að halda sig að göml- um samböndum, því ríkisvaldið skiptir vörunni frá ári til árs í sömum hlutföllum milli sömu aðila. Þetta fyrirkomulag hefur komið sérstaklega hart nið- ur á kaupfélögunum, vaxandi fylgi samvinnustefnunnar, einkum í Reykjavík og í öðrum bæjum við Faxaflóa, hefur ekki þýtt aukin innflutningsleyfi fyrir . kaupfélögin eða samband þeirra, þau hafa þvi orðið að kaupa vörur í stór- um stíl hjá heildsölum, þó þau að sjálfsögðu kysu annað, og þau hafa ekki fengið það vörumagn, sem þurft hefði til að fullnægja eðlilegri eftirspurn félagsmanna. Þetta hefur komið glöggt fram eftir að innflutningur á matvöru var gefinn frjáls að kalla, en haldið nokkrum höftum á öðrum vörutegundum. Það kom sem sé í Ijós að kaupfélögin seldu milli 40— 50% af allri matvöru, sem til landsins flytst en það hlýt- ur að þýða að milli 40—50% landsmanna óski að fela þeim viðskipti sín. En þegar svo er ástatt um sölu mat- vörunnar hafa kaupfélögin samkvæmt skömmtun ríkis- valdsins aðeins fengið um 14% af vefnaðarvöru, búsá- höldum og skófatnaði. Allir hljóta að sjá hversu mjög lýðræðinu í viðskiptamálunum hefur verið traðkað með þessari úthlutun innflutningsleyfa. Á síðustu árum hefur það verið aðal áhugamál aðal- fundar S.I.S. að fá þessu kippt í lag. Hvað eftir annað hafa þessir fundir krafizt þess að Sambandið fengi sömu hlut- deild í heildar innflutningi vefnaðarvara, búsáhalda, skó- fatnaðar og byggingarefnis eins og það hefur í matvöru. Þessi krafa er svo réttmæt að gegn henni finnast engin rök, þrátt fyrir það hefur ríkisvaldið synjað henni, og er skemmst að minnast, er tillaga Sigfúsar Sigurhjart- arsonar um ao setjá ákvæði um þetta efni inn í lögin um fjárhagsráð var felld á síðasta þingi, með atkvæðum Sjálfstæðismanna, Alþýðuflokksmanna óg B’ramsóknar. Því var þó lýst yfir að leitazt yrði við að ná þessum árangri er farið yrði að framkvæma þessi lög. Nú hefur Hermann Jónasson lagt fram og fengið samþykkta í fjár- iiagsráði tillögu, sem fyllilega- myndi ná þessum tilgangi, tTTVARPSLEIKRIT Góður maður hringdi til Þjóð viljans fyrr nokkrum dögum og sagði: — Mér finnst að séra Gunn- ar frá Skútustöðum eigi hrós skilið fyrir sitt ágæta útvarps- leikrit, sem flutt var fyrir skömmu. Hvað finnst ykkur um það ? Eg hafði gripið símatólið og varð því að standa fyrir svör- um: — Jú, sjálfsagt bæri honum að fá lofsyrði fyrir það, ef við á annað borð legðum það í vana okkar að lofa eða lasta það, sem flutt er í útvarpinu. Því miður er svo háttað störf um þeirra blaðamanna, er vinna við blöðin, sem koma út á morgnana, að aðalannatíma þeirra ber einmitt upp á sömu stundir og dagskrá útvarpsins. Þó vildi nú svo til, að ég hafði hlustað á þetta leikrit og kom okkur saman um það, mér og góða manninum í símanum, að það væri fyrir margra hluta sakir ath.vert og betra en flest önnur leikrit eftir innlenda höf unda, sem flutt hefðu verið langa lengi. Skal ég nú minnast á þetta frekar. MiÐALDRA KONUR í AUSTFIRSKU ÞORPI Leikrit þetta nefnist Ryk. Það •hófst á því að tvær miðaldra konur í austfirzku þorpi ræðast við á heimili annarrar þeirra. Önnur er sýslumannsekkja og hefur nýlega fengið bréf frá dóttur sinni, sem giftist ame- rískum liðsforingja. Óskar vin- konan sýslumannsfrúnni til hamingju og hælir henni fyrir að hafa orðið fyrst til að opna hús sitt fyrir setuliðsmönnum. Talar af kvenlegum skilningi um einmanaleik hermannanna og hyggur gott til amerískrar blóðblöndunar. Þetta er á landsölutímabilinu. Þær vinkonurnar eru báðar á- kveðnar herstöðvaveitingakon- ur og fara niðrandi orðum um kommúnista og Rússa eins og við átti í því sambandi. Þær töl uðu eins og dálkar Alþýðublaðs ins, Vísis og Morgunblaðsins. SKINNASALI FRÁ SÍBERÍU Nú er skrúfað frá útvarpinu og er þar viðtal við austfirzk- an ævintýramann, sem fór ung ur að heiman og gerðist skinna kaupmaður í Síberíu , er nú kominn í heimsókn á æskustöðv arnar. Nú kemur það upp úr kafinu að hér er um að ræða æsku- vin sýslumannsekkjunnar. Vegna misskilnings og barna- skapar hvarf hann af laridi brott er hann þóttist vonlitill um ástir vinstúlku sinnar, sem af uppgerðartregðu og kven- legri feimni hafði dulið hug sinn og jafnvel sagt nei, þegar hún meinti já. Seinni hluti leikritsins fjallar svo um væntanlega heimsókn og komu ævintýramannsins á heimili sýslumannsekkjunnaf. Vinkonan kemur enn við sögu. Nú hefur hún frétt, að maður þessi hafi látið sér þau orð um munn fara á opinberri sam- komu þar sem hann var boðinn velkominn á æskustöðvarnar, að hann beri kveðju frá vinurn í hinu nýja ættlandi sínu. Ekki þurfti vinkona sýslu- mannsekkjunnar lengur vitn- anna við. Hér var kominn njósnari og útsendari Stalins. Hún veit hvílík hætta vofir yfir Islandi úr austri. Rússar muni vilja fá hér herstöðvar — og þá er nú komið annað hljóð í strokkinn en þegar slík beiðni kom frá Bandaríkjunum. Rúss- ar höfðu sýnt sig sem yfirdrottn ara smáþjóða, nefndi hún sem dæmi yfirgang þeirra í Eystra- saltsríkjunum. Hún hafði sann- frétt, að þeir gætu jafnvel ekki séð kvenfólkið þar í friði. í fáum orðum sagt henni tekst að slá ryki í augu vinkonu sinnar og koma í veg fyrir að hinir fornu unnendur mætist nú loks í gagnkvæmum skilningi. ★ HÖFUNDI TÓKST VEL Höfundi tókst vel að sýna ó- samræmi í dómum og viðhorfi þessara kvenna, sem tala það mál, sem auðvaldsblöðin hefa lagt þeim á tungu. Það er vel til fallið, til að varpa Jjósi á hin ólíkustu við- horf, að láta nú einu sinni koma ísl. gest frá austri í stað hinna tíðu vestangesta, lærdómsríkt að heyra af vörum fulltrúa al- mennings rök "og ómelta sleggjudóma þá sem gefur að líta í hverju eintaki auðvalds- blaðanna. ★ OG ÞÓ MÁ AÐ FINNNA Frá listrænu sjónarmiði mætti ýmislegt að leiknum finna og þó fleira færa honmn til gildis. Sjaldan hefur verið flutt í útvarpi alþýðlegt talmál með jafngóðum árangri. Það sem mér þótti mestur galli á leiknum voru ýmsir margtuggn- ar spekisetningar og sú hvum- leiða symbólik er fram kom í lok leikritsins, er austanvérinn talar um rykið. Það var mikill smíðisgalli að höfundur skuli þá endilega þurfa að láta hann predika á þessari alvörustundu, er hann heilsar og kveður á ný4, æskuunnustu sína og sér að öll sund eru lokuð. Framhc,'-'" á 7. síðu Reistur upp frá dauSum Framhald af 3. sí5u. og vaknaði. Og fyrst ég er nú orðinn heilbrigður aftur, þá kæri ég mig ekkert um að reyna að muna það, sem gerð ist.“ Valentín tók málhvíld. Síð an brosti hann og sagði: „En ég get sagt þér fréttir. Eg ætla bráðum að' gifta mig“. Prófessor Negovskí, sem skrifað hefur 2 bækur um reynslu sína af endurlífgun við vígstöðvarnar, segir: „I raun og veru er ,,upprisa“ Valentíns ekki sérlega merki legur læknisfræðilegur at- burður. Það er aðeins þetta, að flestir deyja aftur eftir stuttan tíma. Fyrstu 6 mínúturnar eftir að meðvitund er farin og and ardráttur og hjarta hætta eru ákaflega þýðingarmikill tími. Á þessum tíma hefur líffæra kerfið ekki tekið neinum þeim breytingum, æm ekki er hægt að lækna. Hjartað getur jafnvel tekið til starfa eftir lengri tíma, en heilinn þolir ekki, að blóðrásin stöðv- ist lengur en 6 mínútur. End urlífgun er ekki hægt að framkvæma ef eitthvert dauðastríð. hefur átt sér stað, hættulegur sjúkdómur eða mjög stór sár. Við gerðum tilraun með að endurlífga 10 menn. Við 6 ef framkvæmd yrði. Samkvæmt þeirri tillögu getur hver einstaklingur ráðið þvi hverjum hann felur að útvega sér þá vöru sem hann samkvæmt skömmtunarreglum á rétt á að fá. En það þýðir aftur að kaupmenn og kaupfélög, sem iþeirra hepnaðist það, en einstaklingarnir fela viðskipti sín, geta með öllu ráðið ^5U aftUr“. hvern þau fái til að flytja vöruna til landsins, með öðrum orðum tillagan þýðir lýðræði í viðskiptamálunum. Svo undarlega hefur borfð við að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa samþykkt þessa tillögu í fjárhags- ráði, en Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn felldu hana í ríkisstjórninni. Hvað er hér um að vera? Hvað á þessi tvífaraháttur Alþýðuflokksins að þýða? Eru stjórnarflokkarnir vitandi vits að leika skopleik og n<?ta Alþýðuflokkinn fyrir fíflið ? Flytur Hermann till. aðeins til að sýnast frammi fyrir samvinnumönnum, og notar hann svo Emil Jónsson til að fella hana, svo friður og sátt geti haldizt við heildsalana? Reynslan mun svara öllum þessum spurningum. Prófessor Negovskí álítur að fjölda manns, sem deyr á skurðarborðinu, mætti endur lífga ef aðferð hans væri not uð. Ilann álítur einnig, að sá tími muni koma, að hægt muni að endurlífga menn, sem verið hafa „dauðir“ meir en 6 mínútur. Sem stendur er hann hreylc inn yfir hinum ágæta árangri með Valentín og sýnir manni gjarna bréf, sem Valentín hef ur undirritað þannig: „Þinn. kæri fóstursonur Valentín“,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.