Þjóðviljinn - 20.08.1947, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.08.1947, Blaðsíða 8
Hollendinoar á Java buast til loka Sjarlr skorar á öryggisráél^ a«$ hlndra olbeldlsfyrirsöíjaiiir MoIIeiadlnga Á fundi öryggisráðs S Þ í gær skýrði Sjarir fulltrúi* indónesíska lýðveldisins frá því, að hann væri nýbúinn að fá tilkynningu frá stjórn sinni um að hollenzki lierinn á Java byggist til lokasóknar gegn lýðveldinu og til að taka höfuðborg þess, Djokjakarta. Skoraði hann á öryggisráðið, að bregða nú skjótt við og fyrirbyggja, að Hollendingum lieppnaðist ofbeldisfyrirætlanir þeirra. Auk Sjarirs voru aðalræðu I Java til að rannsaka mála- menn á fundi öryggisráðsins ! vöxtu og gefa öryggisráðinu Gromyko fultrúi Ráðstjórn- arríkjánna og Hodgson, full- trúi Ástralíu. Tillaga um eftirlitsnefnd ’Hodgson bar fram tillögu um að öryggisráðið skipaði þegar ræðismenn nokkurra skýrslu. Árásarseggjum verður að refsa Gromyko kvað nauðsyn; ibera til, að öryggisráðið hæf- ist þegar handa um lausn IndonesíumálsinS. Hinum hol ríkja í Batavía á Java í lenzku árásarseggjum verði nefnd, er hefði það hlutverk . að fylgjast með að grið væru ekki rofin á Java. Önnur nefnd, skipuð fulltrúum ríkja þeirra, er sæti eiga í örygg isráðinu, sé síðan send til Handknattleiks- mót Norðuriands Síðastliðinn laugardag fór fram á Altureyri handkuatt- leiksmót Norðurlands. Þarna var keppt í 1. flokki karla og kvenna. I 1. fl. karla sigrað i knattspyrnufél. Þór Umf. Tindastóll, Sauðárkróki með 5 mörkum gegn einu. Þór sá um mótið og þegar keppni var lokið bauð félagið keppendum og starfsfólki til Veizlu að Hótel KEA. Formað- ur íþróttabandalags Akureyr- ar, Ármann Dalmannsson, af- henti verðlaunabikar sigurveg- urunum í hverjum flokki. að refsa og hindra að þeiri komist upp með að sniðganga öryggisráðið eins og allar lík ur benda til að þeir ætli sér, sagði hann. Grómyko kvað tilboð Bandaríkjanna um málamiðlun óaðgengilegt, þar sem Bandaríkin hefðu mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta í Indonesíu. Síldveiðin: Frú Bru nborg á ferða- lagi um Austurland Frú Guðrán Brunborg er nú á ferðalagi um Austurland og sýnir húr. kvikmyndina „Eng- landsfarana.“ I kvöld sýnir hún á Eskifirði, á laugardag á Seyðisfirði en á sunnudag að Eiðum. Þaðan fer hún aftur til Norðurlands og sýnir þar kvikmyndina að nokkrum stöðum. I gær var veður enn slæmt á síldarmiðunum og lítil von tal- in á íið nokkuð veiddist að ráði. Nokkur skip fengu í fyrra- kvöld lítið eitt af síld í námunda við Rauðunúpa. Fæst þeirra fengu nema örfáar tunnur Eitt skip fékk um 500 mál noi’ð ur af Tjörnesi. Engin söltun var á Sig'u- firði í fyrradag. Á Djúpuvík voru þann dag saltaoar 312 tunnur fram að miðhætti. Á Raufarhöfn voru saltaðar 133 tunnur og á Húsavík 268. Hóladugur sl. sunnu- dag Síðastliðinn sunnudag var Hóladagurinn haldinn hátíðleg ur að Hólum í Hjaltadal. Hófst hátíðin í kirkjimni og prédekaði þar heiðursgestur- inn Friðrik Friðriksson. Kirkju kór Sauðárkróks annaðist söng inn. Að guðsþjónustu lokinn: gengu menn í samkomusal sta{. arins og þar fór fram síðari hluti ’.iátíðahaldanna. Ðrengurinn er fundinn Sl. sunnudagsmorgun hvarf drengur að nafni Hreinn Berg- steinsson frá heimili sínu BorgarKoltsbraut 35 og fannst hann ekki fyrr en í gær. Drengur gamall. þessi var 13 ára Æ. F. 11. og Sósíalistafélagið Skemmtiferð að Heklu um næstu helgi. Þátt- taka tilkynnist fyrir fimmtudagskvöld í skrif- stofuna Þórsgötu 1, opið kl. 6—7 dáglega. Sími 7510. Ferðanefndin. Útför Péturs G. Guðmundssonar Jarðarför Péturs G. Guð- mundssonar fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Sigurjón Árnason flutti ræðu í heimahúsum og í kirkj- unni. Stofnfélagar og stjóm Dags- brúnar báru kistuna i kirkju, en góðtemplarar úr kirkjunni. Inn í kirkjugarðinn báru menn úr stjórn Alþýðusambandsins og bókbindarar. Bæjarstjórn fær bráðabirgðahús- næði í Alþingi Bæjarstjórnarfundur verður haldinn á morgun kl. 5 e. h. Verður hann haldinn í fundar- sal efri deildar Alþingis, því eins og kunnugt er þá er bæj- arstjórnin ein af húsnæðisleys- ingjum bæjarins, hefur ekkert húsnæði fyrir fundi sína. Þetta er fyrsti fundurinn eft- ir sumarfrí bæjarstjórnarinnar og má því vænta þess að bæjar- fulltrúar hafi margt að segja. — 15 mál eru á dagskrá fund- arins. þlÓÐyiLJINN Uirælur hafnar w sljói frönsku nýlendunnar Alsír Stjárn Ramadiers stendur tæpt Franska þingið hóf í gær nm* ræður um frumvarp stjórnarinn ar að stjórnarskrá fyrir Alsír, auðugustu nýlendu Frakka í Norður-Afríku. Samþykkt var á þingi sósíal- demókrata, sem lauk í fyrra- dag, að flokkurinn skyldi beita sér fyrir, að frumvarpi þessu verði breytt verulega í frjáls- lyndari og lýðræðislegri átt. Fréttaritari brezka útvarps- ins í París segir, að frumvarpið geti orðið stjórn sósíaldemó- kratans Ramadiers að fótakefli. Óhugsandi sé, að Ramadier gangi í berhögg við yfirlýstan vilja flokks síns, en litlar líkur séu á að hann fái hina stjórnar flokkana til að ganga inn á breytingar þær sem flokksþing ið krafðist á frumvarpinu. Samstarf við kommúnista samþykkt Fréttaritarinn segir, að vinstri armur sósíaldemókrata hafi ráðið öllu á flokksþinginu undir forystu aðalritara flokks ins, Guy Mollet. Vinstri sósíal- demókratar fengu 20 sæti í mið stjórninni en hægrikratar 1 t. Stjórnmálaályktun frá Moil- et, þar sem m. a. var krafizt nánari samvinnu við korvmún- ista var samþykkt, en ályktun sem hægrimenn báru fram var kolfelld. . Laugarvafnsskólinn mun gefa starfað í vetur . Viðgerð á húsinu að komast í gang Ráðinn hefur verið smiður til að stjórna viðgerð á skólaliúsinu að Laugarvatni. Verður þetta bráðabirgðaviðgerð þannig höfð, að brotn- ar verða niður múrbustiniar, en þar yfir smiðað þak. Með þessu móti verður tiltölulega fljótt hægt að taka í notkuu skólastofurnar, en þær eru lítið skemmdar eða ekki. Byrjað var á því að hreinsa* ‘ ~ ‘ til í brunarústunum í gær af fullum krafti. M. a. unnu þar stúlkur úr Húsmæði'akennara skóla Islands, sem haldinn hefur verið að Laugarvatni undanfarið. Þetta var sjálf- boðavinna hjá stúlkunum. Það má nú telja fullvíst, að Laugarvatnsskólinn geti starf að á vetri komanda, en það verður að sjálfsögðu með nokkrum takmörkunum frá því sem áður var. Nemendur verða færri en venjulega, en sú takmörkun mun auðvitað helzt koma niður á yngstu deild. Álitið var í fyrstu að íbúð skólastjórans, Bjarna Bjarna sonar, væri gjöreyðilögð, en svo reyndist þó ekki við nán- ari athugun. Hún er að vísu mjög mikið skemmd af reyk og hita, en það mun verða gert við hana. Ármann Snævar fær styrk úr Nansenssjóði Sendiráð Norðmanna í Rvik hefur skýrt ráðuneytinu frá því, að stjórn Nansens-sjóðs- ins í Osló hafi ákveðið að veita Islendingi styrk, að fjárhæð 2000 n. kr., til vísindaiðkana i Noregi. Beri að líta á styrk þenna, sem þakklætisvott fyrir stuðning Í3lendinga við norsk vísindi á styrjaldarárunum. Var menntamálaráðuneytinu falið að gera tillögu um, hver hljóta skyldi styrkinn. Að fengnum meðmælum há- skólaráðs, hefur ráðuneytið lagt til, að Ármanni Snævar, lögfræðingi, verði veittur styrk ur þessi til náms í réttarheim- speki. (Fréttatilkynning frá menntamálaráðuneytinu). Norskt flutninga- skip yfirgefið austur af Langa- nesi í fyrrinótt kom svo mikill leki að norsku flutningaskipi, Rovena, þar sem það var statt 85 sjómílur austur af Langa- nesi að áhöfnin varð að yfir- gefa það, þegar sýnt var, að það mundi sökkva. Rovena er frá Þrándheimi og var það á leiðA heim með 2— 3 þús. tunnur sfldar. Skipsmenn fengu ekki ráðið við lekann og um kl. 10 í gærmorgun yfir- gáfu þeir skipið og fóru um borð í norskt selveiðiskip, Furn ak, sem var á leið þarna hjá. Skipið var enn á floti, þegar síðast sást til þess en búizt var við að það mundi þá sökkva á hverri stundu. Aðalfundur Skóg- ræktarféJags Rykja- víkur Verzltmarmauna síðastl. föstu- ' var haldim: í Félagsheimili dag, og gerðist þetta helzt á fundinum: ^ Formaður félagsins, Guðm. Marteinsson verkfræðingur, setti fundinn og kvaddi dr. med. Helga Tómasson til fund- arstjóra, en H. J. Hólmjárn efnafræðingur skráði fundar- gerð. Formaður minntist noklcr um orðum nýlega látins vara- stjórnarmeðlims, Árna B. Björnssonar gullsmiðs, og gat þess hve einlægan áhuga hann hefði sýnt málefni Skógrækt- arfélagsins, og hve mikinn þátt hann átti í þvi, að fjársöfnun- in til Heiðmerkugirðingarinn- ar tókst jafn vel og raun varð á. Fundarmenn heiðruðu minn ingu hins látna félaga með því að rísa úr sætum. Þá gaf formaður stutt yfir- lit yfir starf félagsins á yfir- standandi ári, og fyrirætlanir þess, og. er hverttveggja aðal- lega fólgið í skógra-kt í Foss- vogsstöðinni. Varastjórnarmeðlimur var í stað Árna B. Björnssonar lcos- inn og hlaut Daníel Fjeldsted læknir kosningu. Tveir menn gengu úr stjórn, en voru báðir endurkosnir. Þá voru kosnir 10 fulltrúar á aðalfund Skógræktarfél. Is- lands sem haldiiui verður í Vaglaskógi 30. og 31. ágúst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.