Þjóðviljinn - 14.09.1947, Blaðsíða 4
4
PJOÐVILJINN
Sumnidagur 14. sept. 1947.
þJÓÐVILJINN
Otgefandl: Sameinlngarflnkkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Simi 7500.
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, siml 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustig 19, siml 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: kr, 8.00 é mánuði. — Lausasöluverð 60 aur. elnt.
Prentsmlðja Þjóðvlljans h.f.
__________________________________________________________________/
Alþýðublaðið boðar þrælalög gegn
alþýðunni
Svartsýnispostular hrunstjórnarinnar hafa fundið, að
þeir voru búnir að ganga of langt í áróðri sínum, og í gær
reyna þeir að draga dálítið úr hrunsöngnum, sem þeir hafa
látið dynja á þjóðinni undanfarnar vikur og mánuði.
í hverju blaði, sem út hefur komið af hrunstjórnar-
blöðunum, hefur svartsýnis- og barlómssöngurinn kveðið
við, ráðherrar og þjónar þeirra hafa vælt eymdarsönginn
í útvarpið, þeir hafa ekki átt nógu sterk orð til að lýsa því,
hve gersamlega þjóðin væri komin á vonarvöl. Einmitt
hrunsöngurinn átti að trufla þjóðina, svo hún sætti sig
við þæ'r afturhaldsráðstafanir, sem hrunstjórnin er að und-
irbúa, sætti sig við að verða bundin á skuldaklafa banda-
riska auðmagnsins, eins og annað aðalblað Sjálfstæðisflokks
ins, Vísir, krafðist, sætti sig við ráðstafanir til að rýra lífs-
kjör launamanna.
★
En þessi sorti er aðeins feluhjúpur fyrir tuskustjórn
Stefáns Jóhanns og Bjama Ben. í stað þess að segja þjóð-
inni satt og leita að raunhæfum leiðum út úr erfiðleikunum,
spýr ríkisstjórnin blekkingableki og gruggar allt í kringum
sig í þeirri von að ekki sjáist hvað hún er að gera.
Þjóðviljinn hefur mótmælt þessum hrunsöng ’og sýnt
alþjóð gegnum bölsýnisblekkingar stjórnarliðsins, sagt frá
hinum raunverulega tilgangi þessa áróðurs. Greinar Einars
Olgeirssonar, þrungnar stórhug og þróttugri bjartsýni hafa
vakið þúsundir manna til meðvitundar um það sem er að
gerast. Kolkrabbar stjórnarliðsins hafa fundið að blekspýj-
urnar dugðu ekki, það sást í þá gegnum gruggið. Því reynir
afturhaldið nú að snúa 'við blaðinu, auðvitað sama daginn
i báðum afturhaldsblöðunum, Alþýðublaðinu og Morgun-
blaðinu, ber sér á brjóst og þykist nú snögglega orðið bjart-
sýnt!
★
En sé betur að gáð, fer sá hjúpur þeim sízt betur. Það
er ekki komið nema aftur í miðja leiðarana þegar hrun-
stefnublekkingarnar vaða uppi. Þá stendur Alþýðublaðið
enn á þeirri fullyrðingu að útflutningsvörurnar séu að verða
svo dýrar að þær séu óseljanlegar, (nákvæmlega það sama
og Björn Ólafsson lét Vísi halda fram sumarið 1944!), vá
sé fyrir dyrum, atvinnuleysi og neyð. nema „þjóðin“ vilji
færa fórnir. Og Alþýðublaðið bendir á fyrirmyndirnar:
festingu kaupgjalds og afurðaverðs með lögum.
Afturhaldið getur ekki dulið fyrirætlanir sínar. Það
hlýtur að vera mjög þægilegt fyrir auðvaldið á íslandi að
geta látið Alþýðublaðið heimta ,,fórnir“, ekki af heildsala-
svindlunmum eða- milljónaburgeisunum í Reykjavík, held-
nr af launamönnum og bændum, þeir og þeir einir eiga að
fórna, að ætlun afturhaldsins sem talar jafnt gegnum Al-
þýðublaðið og Morgunblaðið.
★
Hún mun finna það, þessi svartsýnisstjórn, að alþýðan
lætur ekki bjóða sér þvingunarráðstafanir án þess að taka
á móti. Henni mun ekki líðast að innleiða atvinnuleysi og
skort.
Alþýðan og allar framleiðslustéttir landsins verða að
taka höndum saman til að losa þjóðina við þá óstjórn sem
er að stefna atvinnuvegunum í strand og sér enga leið nema
árás á lífskjör og samtök alþýðunnar.
HVATIR BJARNA
Brezku samningarnir rændu stldarsjomenn og útvegs-
menn milljónum króna
Síldarlýsið er nú eftirsókn
arverðasti hlutinn af afurðum
okkar. Það er keppzt um það
um allan heim, því að heimur
inn býr við feitmetisskort og
mun gera það í fjölmö’rg ár
ennþá. Árum saman var síld-
arlýsissalan einskorðuð að
mestu leyti við Bretland,
þannig að feitmetishringur-
inn Unilever hafði einskonar
einokunaraðstöðu og hélt
verðinu fyrir neðan alla sann
gimi. Hringurinn lét síðan
vinna allskyns varning úr
feitmetinu og seldi hann við
uppsprengdu verði, m. a. hér
á Islandi. Með samningunum
við Sovétríkin fyrir rúmu
hálfu öðru ári var einokun-
arafstaða Unileverhringsins
rofin með þeim árangri að
verðið hækkaði mjög veru-
lega, eíns og öllum er enn í
fersku minni. Og síðan hélt
verðið áfram að hækka og
var í ár 130—-140 kr. tonnið á
frjálsum markaði.
Stjórnendum Unilever-
hringsins féll að sjálfsögðu
illa að glata einkarétti sínum
á þessum mikilvægu afurðum
íslendinga, og þeir gripu þeg
ar til gagnráðstafana. Þeir
beittu áhrifum sínum. leynt
og ljóst hér á landi með hjálp
pólitískra agenta og heildsala'
valdsins, sem um fram allt
vildi ía að halda hinum
gömlu og samseku verzlunar-
samböndum sínum á punda-
og dollarasvæðinu. Og í ár
vænkaðist hagur hringsins
mjög verulega, þegar Bjarni
Benediktsson var utanríkis-
ráðherra. Það þurfti ekki að
beita hann neinum þvingun-
arráðstöfunum, hann var all-
ur af vilja gerður.
Bjarni Benediktsson hefði
helzt viljað selja Unilever-
hringnum allt síldarlýsi Is-
lendinga, en hann átti ekki
eins hægt um vik og hann
hefði kosið. Bretar vildu sem
sé ekkert af framleiðslu okk-
ar kaupa við hæfilegu verði
nema lýsið. Freðfiskinn vildu
þeir aðeins kaUpa fyrir hálft
ábyrgðarverð, 70—80 aura
kílóið, á sama tíma og önn-
ur lönd á meginlandi Evrópu
buðu fullt ábyrgðarverð. En
Bjarni Benediktsson þorði
ekki annað en neyða freð-
fiskinn upp á Bretana, vegna
þess að allir sem með afurða-
sölumálum fylgdust töldu
sjálfsagt að lýsið væri notað
til að greiða fyrir sölu freð-
íisksins.
Þá fann Bjarni Benedikts-
son upp hið alræmda snjall-
ræði sitt, að tengja fiskinn
síldarlýsissölunni. Með því
þóttist hann slá tvær flugur
til að verja síldarlýsissöluna
í einu höggi. Hann fann leið
til Bretlands og hann tók
síldarverðskúfinn erlendis.
Eins og öllum er i fersku
minni var síldarkúfurinn mik
ið baráttumál, þegar ábyrgð-
arlögin voru sett. Afturhald-
ið krafðist þess að síldarejó-
menn og síldai'útvegsmenn
yrðu að bera hallann af á-
byrgðarverðinu á fiski, ef ein
hver yrði. Sósíalistar börðust
gegn þessu ákvæði af öllu
harðfylgi sínu. Þeir töldu að
heildsalar og stríðsgróðamenn
ættu að bera þá áhættu, enda
væri eflaust hægt að selja
fiskinn við fullu ábyrgðar-
verði, ef skynsamlega væri á
málum haldið við afurðasöl-
una. En afturhaldið knúði
fram vilja sinn, að leggja
áhættuna á síldarsjómenn og
útvegsmenn, sem þó áttu við
mikla erfiðleika að etja eftir
tvö síldarleysisár.
Þessi úrslit vökfu mikla ó-
ánægju um land allt, mót-
mælunum rigndi yfir alþingi,
og afturhaldinu hefur ekki
þótt vænlega horfa um að
hirða síldarkúfinn, ekki sízt
ef síldin brygðist einu sinni
enn. Þess vegna tók Bjarni
Benediktsson til þess ráðs, að
stela síldarkúfnum erlendis
með bindingarákvæðum
brezku samninganna. Lýsið
var lækkað um ca. 40 pund
tonnið, freðfiskurinn hækk-
aður um tæpan helming. en
náði þó ekki því verði sem
Frakkland og Tékkóslóvakía
buðu skilmálalaust. — Þessi
staðreynd er næsta athyglis-
verð nú, þegar skipin eru
flest með þungan halla eftir
síldarvertíðina. Hagur þeirra
hefði orðið stórum betri, ef
Bjarni Benediktsson hefði
ekki gert svívirðingarsamn-
inga sxna, stolið ótöldum
milljónum af síldarsjómönn-
um og útvegsmönnum og
þjóðinni i heild.
Hvatir Bjarna Benedikts-
sonar, þegar hann gerði
hneykslissamninga sína, voru
þvi þessar:
1) Undanlátssemi við
brezka feitmet ishringinn
Unilever, sem vildi kló-
festa sem mest af síldar-
lýsinu fyrir sem lœgst
verð.
2) Þj&nustusemi við
heildsalavaldið, sem vill fá
gjaldeyri til að verzla við
sín gömlu sam bönd og
halda áfram gjaldeyris-
stuldinvm-
3) Hrœðsla við sjómexm
og útvegsmenn, sem leiddi
til þess að síldarkúfnum
var stolið í Bretlaxidi, en
ekki hér heima.
4) Hatur á þeim löndum
á xnegixilaxidi Evrópu, sexn
komið hafa á hjá sér áœtl-
unarbúskap.
Frá Ferðafélagi Akureyrar
Framhald af 8. síðu.
ágætasta útsýni inn eftir
dalnum, nokkuð til suðurs,
en þó einkum yfir Sprengi-
sand vestur til Hofsjökuls,
Arnarfells og Kerlingarfjalla.
Jökuldalur er í skjóli við
undirhlíðar • Tungnafellsjök-
uls og að öðru leyti skýla hon
um háar melöldur, svo að oft
mun vera þar sérstök kyrrð
og veðursæld, enda er dalur-
inn mikið gróinn eftir hæð,
bæði hinar beinu hlíðar og
sléttur dalbotninn Þarna er
tilvalinn dvalarstaður fyrir
sumargesti. Þaðan er -stutt að
ganga á Tungnafellsjökul og
í Vonarskarð. Suðvestur af
dalnum er stór og úlitlegur
flugvöllur, og víðar á þessum
slóðum mun vera hægt að
lenda litlum flugyélum.
Frá Jökuldal héldum við
að Eyvindarveri (34 km.) og
höfðum þá ekið 176 km. frá
Akureyri, en sé farið beint
frá Fjórðungsvatni, mun sú
leið vera um 15 km. styttri,
og eru þá 161 km. frá Akur-
eyri í Eyvindarver.
Leið þessi er yfirleitt greið-
fær fyrir jeep-bifreiðir og
aðrar sterkar og háar bifreið
ir, þó er sandurinft frímur
þungur, meðan ekki koma
slóðir, og því tæplega ekið
með meri hraða en 15 km á
klst. til jafnaðar.
Heimleiðis fórum við norð-
ur í Bárðardal, en sú leið er
47 km. lengri til Akureyrar.
Frá byggð hækkar landið
jafnara suður frá Bárðardal
en Eyjafirði, en samt eru þar
nokkrar brekkur, mjög erfið-
ar bílum og ýmsir staðir ó-
greiðfærir. Þó vil ég hvetja
ferðafólk, sem bregður sér
um Sprengisand, að fara
hringferð, eins og við gerð-
um, og koma að Kiðagili, ís-
hólsvatni og Aldeyjarfossi. —
Svo er alltaf gaman að fara
um Bárðardal, þar e'r mynd-
arbragur á mörgum bygging-
um og búnaði yfirleitt.
En þegar búið er að brúa
Tungnaá, verður hægt að
fara miklu stærri hring, þ. e.
um Sprengisand og niður á
Rangárvelli og svo upp Bisk-
upstungur um Kjöl til Skaga-
fjarðar. Á þeirri . leið eru
fjöldi einkennilegra og und-
arlegra staða. Svo þarf einn-
ig að athuga nánar um lend-
ingarstaði fyrir flugvélar á
hálendinu.
Þ. Þ.