Þjóðviljinn - 14.09.1947, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.09.1947, Blaðsíða 1
* 12. árgangur. Sunnudagur 14. sept. 1947. Viðskipti A.- Evrópuþjóðanna byggj- ast á traustum grundvelli vaxandi ydmegunar Samtímis stefna Vestur-Evrópuríhin3 með —aðstað™ MtamdMríhjanna út í harðeítuga auð tmidshr ep pu Víðtækir viðskiptasamningar landanna í Austur- og Mið-Evrópu vekja sivaxandi at- hygli sem vottur um það að viðreisn þessara landa eftir styrjöldina sé komin í öruggan far- veg. Pólski viðskiptamálaráðherrann Hilary Minc lét svo ummælt er hann var nýlega á ferð í París í viðskiptaerindum, að Pólland hefði fullan hug á því að auka viðskipti sín við Vest- ur-Evrópu eins mikið og frekast væri unnt. Það væri fjarri lagi sem einkum hefði veriði haldið fram í brezkum og bandarískum blöð- um að Pólland eða löndin í Austur-Evrópu yf- irleitt, vildu slíta viðskiptabönd eða stjórn- málatengsl við Vesturlönd, þó þau neituðu þátttöku í Parísarráðstefnunni. Pólland hefur nú verzlunar^ viðskipti við 26 lönd og fasta viðskiptasamninga við 12 af þeim 16 ríkjum, sem þátt taka í Parísarráðstefnunni. í nýútkominni skýrslu frá ráðuneyti utanríkisviðskipta í Tékkóslóvakíu, sést að Tékkar hafa verzlað við 27 þjóðir á þessu ári, og gert yfir 20 milliríkjaviðskipta- samninga síðan stríði lauk. Það vekur sérstaka athygli í viðskiptaheiminum, að sam tímis því að lönd eins og Bretland, Frakkland, Ítalía og Belgía eru að lenda í alvar- legum efnahagski’eppum og viðskiptakreppa fer að breið- ast út frá Bandaríkjunum, heldur atvinnuþróun og end urreisn truflunarlaust áfram í löndum Austur-Evrópu, er gert hafa innbyrðis mikla við skiptasamninga síðustu mán- uði. Hinn 5. júlí var undirritað- ur viðskiptasamningur milli Tékkóslóvakíu og Póllands, er ákváðu að skiptast á fram leiðsluvörum og hefja víð- tæka samvinnu um atvinnu- og viðskiptamál. 13. júlí gerðu Sovétríkin og Tékkóslóvakía með sér við- skiptasamning til 5 ára um gagnkvæm kaup á fram- leiðsluvörum landanna. Á næsta ári selja Rússar Tékk- um 200 þús. . tonn af hveiti, 200 þús. tonn fóðurs, 65 þús. tonn áburðar og 20 þús. tonn af baðmull en kaupa í staðinn tékkneskar vélar, búfénað, sykur, skó og vefnaðai'vörur. 15. júlí var undirritaður viðskiptasamningur milli Sov étríkjanna og Albaníu. 25. júlí gerðu Sovéti’íkin og Júgóslavía með sér viðskipta samning, og selja Rússar vél- ar, baðmull, sellólóse og drátt arvélar en kaupa af Júgóslöv- urn blý, sink, kopar, tóbak, hamp og landbúnaðarafui’ðir. 26. júlí var undirritaður þriggja ára viðskiptasamning ur Ungverjalands og Júgóslav íu, er leggur grundvöll að miklum viðskiptum. Fyrstu dagana í ágúst var gerður víðtækur viðskipta- samningur milli Búlgaríu og Tékkóslóvakíu. ‘Um sama leyti hittust Dimi troff og Tito í Bled, og undir- rituðu samning milli landa sinna, Búlgaríu og Júgóóslav- íu, um nána samvinnu land- anna í framleiðslu-' og við- skiptamálumm. Brezka blaðið „Daily Work er“ segir um þessa samninga m. a. ,;Það er mikilvægt að láta sér skiljast, að í Austui’-Ev- rópu eru að þróast áætlunar- bundin milliríkjaviðskipti. í fyrsta sinni í sögunni eru viðskipti skipulögð á grund- velli hinna sívaxandi inn- flutnings- og útflutnings- möguleika sem tryggð eru með framkvæmdum hverrar áætlunar í búskap samn- ingsþjóðanna. Áætlanirnar verða þannig til gagnkvæms öryggis.“ M> ndin er af einu nýbýli ír Gyðinga í Palestínu Fyrir íáum árum var þessi staður ófrjó eyði- mörk. 208. tölublað. Stannsókn á fóður- Eiirgðum álfunnar Hið nýja alþjóðlega mat- vælaráð hélt fyrsta fund sinn i Geneva í fyrradag. Skipuð var nefnd til að rann- saka fóðurbirgðir í Evrópu og gera tillögur um dreifingu þeirra. Nefndina skipa fulltrú- ar Bretlands' ,Danmerkur, Frakklands og Hollands. Skæruliðar efa arðheldni grísku stjórnarinnar Gríska þingið samþykkti í gær eftir lreitar umræður frum varp um sakaruppgjöf til skæru liða, ef þeir legðu niður vopn. Skæruliðar hafa svarað fyrri tilboðum stjórnarinnar um sak aruppgjöf með því að benda á að ráðamenn hennar séu enn þeir sömu, er hafi svikið alla gerða samninga um lýðfrelsi og notað sér að andstæðingar af- hentu- vopn sín til þess að hef ja ofsóknir gegn þeim um allt land. Á fjallsbrún upp af Eyjafjarðardölum. Þokan hálffyllir dalinn framundan.’ Varðan til hægri heitir „Sankti Pétur“ og var lilaðin sem vegvísir á dögum Bjarna amtmanns á Möðruvöllum. (Sjá grein á 8. síðu). Bretar verða að leggja hart að sér til að auka útfiutninginn Sir Stafford Cripps boðar nýjar takmarkanir á heimamarkaðinum Sir. Stafford Cripps hélt útvarpsræðu í fyrrakvöld og lýsti yfir að brezka þjóðin yrði að leggja enn meira að sér til að auka útflutninginn. Bretar yrðu að auka heildarút- flutning sinn um þriðjung, og beina Iionum einkum tií þeirra landa sem birgja Breta að matvælum. Cripps lagði áherzlu á að ekki yrði hægt að ná þessu marki nema méð því móti að Bretar neituðu sér eða spör- uðu við sig ýmsar nauðsynjavörur, og mundi það eins og venjulega koma harðast niður á húsmæðnmum. Ráðherrann kvaðst vongóð- ur um að hægt yrði að auka út- flutninginn verulega, og hefði stjómin sett sér það mark að flytja út næstu níu mánuði: 140 ' tonn fyrir hver 100 sem flutt hefðu verið út árið 1938, og halda svo áfram aukningunni svo að út yrðu flutt 160 tonn fyrir hver 100 fyrir stríð. íhaldsblöðin taka þessari yf- irlýsingu Cripps mjög illa og ráðast harðlega á stjórnina fyr- ir hinar boðuðu ráðstafanir. Hins vegar er ræðunni vel tek- ið af leiðtogum verkalýðsfélaga, að því er brezka útvarpið skýr ir frá. Ný verkföll virðast vera í uppsiglingu í Yorksshire. Hafa 6000 námamenn boðað verkfall eftir hálfan mánuð, og nær það til 150 náma. Segjast verka- menn hafa- átt í samningum við stjórn kolanámanna síðan í maí í vor og hafi hvorki gengið né rekið. Hannsókná vopna hléi Hollendinga og Ménesa Konsúlar sameinuðu þjóð- anna í Batavíu eru í þann veg- inn að hefja rannsókn sína á því hvernig Hollendingar og Inónesar hafi lialdið vopnahléð, sem sett var að tilhlutun ör- yggisráðsins. Báðir aðilar hafa verið sak- aðir um brot á hlutleysisskil- málunum og hafa bardagar. blossað upp öðru hvoru víðs- vegar um landið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.