Þjóðviljinn - 19.09.1947, Qupperneq 1
12. árgangnr.
Föstudasur 19. sept. 1947.
212. tölublað.
BRJÁLU0 GRODAFIKN EINOKUNARHRINGANNA Á-
KVEÐUR STJORNARSTEFNU BANDARIKJANNA
Vlshinskf iordæinir siridsðesingar og yfirgangsstelfiiift
llasftftlnrikjaiftna á alislierjarþingi sanieififtftidn þjódanna
Vishinski, varautanríkisráðheiTa Sovétríkj-
anna flutti ræðu í gær á allsherjarþingi SÞ. Hann
vísaði á bug tillögum þeim, sem Marshall utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna bar fram í fyrradag sem
fráhvarfi frá þeim meginreglum, sem SÞ væru
grundvallaðar á.
Vishinski fordæmdi þá stefnu Breta og Banda-
ríkjanna að reyna að nota sér SÞ í þágu lítils hóps
ríkja. Hann kvað Sovétríkin staðráðin í að efla SÞ
og sérstaklega starf þeirra að efnahagslegum og
þjóðfélagslegum umbótum.
Vesturveldin andvíg
afvopnun
, Vishinsky sagði að eitt mesta
áfall, sem Sþ hefðu orðið fyrir
væri að áætlanir um allsherjar-
afvopnun, sem Sovétríkin báru
fram á allsherjarþinginu i
fyrra, skyldu hafa strandað á
andstöðu Vesturveldanna og þó
einkum Bandaríkjanna. Það
hefði komið berlega í ljós, að
Vesturveldin .væru andvíg af-
vopnun. Vishinski kvað það
skoðun Sovétríkjanna, að margt
hefði farið á annan veg í störf-
um SÞ hefðu Bandaríkin verið
fúsari til að fallast á allsherj-
ar afvopnun og kjarnorkueftir-
lit.
1
Sovétríkin andvíg
íhlutun
Um kjarnorkueftirlitið sagði
Vishinski, að Sovétríkin
hefðu fyrir löngu fallizt
á alþjóðaeftirlit með hagnýt-
ingu kjarnorkunnar. Aftur . á
Prentfrelsið í
59
ræðisríki"
Dómstóll í Aþcnu hefur
kVeðið upp dóm yfir ritstjór-
um gríska kommúnistablaðs-
ins „Rizopastis“, sem hand-
teknir voru í sumar. Aðalrit-
stjórinn Zaicariades, formað-
ur Kommúnistaflokks Grikk-
lan:Is, yar dæmdur í 10 mán-
aða fangelsi og 100.000
dcíiebma selit, en aðstoðar-
ritstjórinn í 6 mánaða fang-
elsi. Dóinurinn yfir Zakariad-
es var k\ eðinn upp að honum
ljarverandl, þar pem hann
hefur farið hukhi liöfði síðan
í sumar.
móti gætu þau ekki sætt sig
við þá erlendu íhlutun sem fæl
ist í tillögum Bandaríkjanna
um að banna einstökum r’íkjum
að eiga kjarnorkuframleiðslu-
stöðvar og reka kjarnorkurann
sóknir.
Ásakanir gegn ná-
grönnum Grikkja
tilhæfulausar
Vishinsky vék að ræðu Mars-
halls í fyrradag, og sagði full-
trúa Sovétríkjanna hafa greitt
atkvæði í öi yggisráðinu eins og
hann gerði vegna þess að hann
hefði álitið, að tillögur þær, er
hann greiddi atkvæði gegn,
brytu í bága við sáttmála SÞ.
Vishinsky lýsti ásakanir Mars-
halls í garð nágrannaríkja
Grikklands tilhæfulausar. Hann
kvað Sovétríkin myndu beita
sér gegn tilraunum til að
breyta ákvæðunum um neitun-
arvaldið, sem væri eitt grund-
vallaratriði SÞ. Um tillögu
Marshalls að stofna nefnd allra
SÞ til að fjalla um alþjóðleg
deilumál sagði Vishinsky, að
starfssvið hennar yrði í einu og
öllu hið sama og öryggisráðs-
ins. tillaga Marshalls væri
klaufaleg tilraun til að snið-
ganga öryggisráðið.
Yfirgangur Bandaríkj-
anna
Vishinsky fordæmdi þá stefnu
Bandaríkjanna að beita fjár-
hagslegri nauðung gagnvart
smáríkjum og þverbrjóta með
því gegn anda og bókstaf sátt-
mála SÞ. Nefndi hann Truman-
áætlunina sem dæmi um slíka
framkomu. Með Marshalláætl-
uninni ætti að undiroka Evrópu
baniaríska hringaauðvaldinu
og Bretland og Frakkland
hefðu léð sig dl að neyða henni
upp á Evrópuþjóðimar. Til þess
að skilja aðfarir Bandarikja- j
Danir vilja ekki
nýjan her-
stöðvasamning
Gustav Rasmussen, utan-
ríkisráðherra Danmerkur
heíur lýst því yfir, að Danir
vilji engan nýjan samning
gera við Bandaríkin um her-
varnir Grænlaiuls. I viðræð-
um Jieim, sem nú standa yf-
ir, leitist Danir aðeins við að
fá úr gildi felldan samning-
inn, sein heimilaði Banda-
ríkjamönnum liersetu á Græn
landi. Bandaríkin hafa hins-
vegar krafizt herstöðva á
Grænlandi til frambúðar.
Vishinski.
stjórnar yrði að gera sér ljóst,
að það væri brjáluð gróðafíkn
einokunarhringamla sem á-
kvarðaði stefnu hennar.
Árásarfyrirætlanir gegn
Sovétríkjunum
Þá ræddi Vishinsky nýlendu-
-kúgunina, sem jinn viðgengist
þótt • heimurinn hefði vonað að
allar frelsisunnandi þjóoir
myndu fá frelsi sitt að styrjöld
inni lokinni. Einnig benti hann
á, að svikizt hefði verið um að
framkvæma yfirlýstan vilja SÞ
varðandi Francostjórnina og
kynþáttakúgunina í Suður-Af-
ríku.
Vishinsky kvað Sovétríkin
myndu leggja fyrir allsherjar-
þingið til umræðu stríðsáróður
þann sem nú er rekinn í Banda-
ríkjunum. Fjöldi bandarískra
hlaða kvetja til styrjaldar þeg-
ar i stað. Háttsettur Banda-
ríkjamaður hefði látið hafa eft-
ir sér, að rétt væri að varpa
kjarnorkusprengjum á Sovétrík
in meðan enn væri tími til
þess. „Eru bandarískar „áætl-
anir“ af þessu tagi í samræmi
við tilgang SÞ ?“ spurði Vish-
inski.
Verkföllin á ítalíu
að leysast
Fregnir frá ítalíu herma, að
vonir standi til að verkfalli
landbúnaðarverkamanna verði
bráðlega aflétt. Samningar hafa
þegar tekizt um- bætt kjör
verkamanna meðan á hrís-
grjónauppskerunni stendur, og
vænlega horfir um samninga til
lengri tíma. í gær lauk verk-
falii 850.000 málmiðuaðar-
manna, sem staðið hafði i tvo
sólarhringa.
De Valera fer til
London
De Valera, forsætisráðlierra
Eire fer til London á næstunni
í fyrsta skipti síðan 1938. Mun
hann fylgjast með verzlunar-
samningum milli Eire og Bret-
lands. Búizt er við að hann sitji
ráðstefnu forsætisráðherra
brezku samveldislandanna.
Þykir þessi för De Valera til
London bera þess vott, að hann
þyggist að tengja Eire nánar
brezka h.eimsveldinu en verið
hefur undanfarið.
Gríski herinn
stóraukinn
Gríska herráðið birti í gær
tilkynningu um að gríski her-
inn yrði efldur að miklum mun
svo að vopn þau, sem Banda-
rikjastjórn hefði sent til Grikk
lands kæmu að fullu gagni.
Verður stofnað „þjóðvarðlið“
70.000 manna og jafnmörgum
bætt í her'inn, sem þá telur
270.000 manns.
lilgangur tíllagna larsklis að gera
SÞ að bandalagi gegn Sovéírík junum
segir brezka borgarablaðið
Guardian“
99
Manchester
Tiilögur Marshalls utanríkisráðherra Bandaríkjanna um
breytt skipulag SÞ eru mikið ræddar í blöðum um allan
lieim. Meðal Evrópublaðanna eru það einkum svörtustu
íhaldsblöðin sem mæla þeim bót en blöð verkalýðsflokk-
anna og frjálslynd borgarablöð eru andvíg tillögunum.
Brezku íhaldsblöðin taka
tillögum Marshalls vel. Opin-
berir aðilar í London hafa ekk-
ert viljað um þær segja, og
télja fréttaritarar, að tillög-
urnar hafi komið brezku stjórn-
inni á óvart.
Myndu gera illt
verra
Frjálslynda borgarablaðið
„Manchester Guardian“ segir
að tillögur Marshalls myndu
leiða til þess, ef samþykktar
yrðu, að SÞ yrðu ekki annað en
bandarískt bandalag gegn Sov-
étríkjunum. Blaðið segir, að
hversu óánægðir sem menn séu
með núverandi ástand innan SÞ
sé það þó betra en bandalag
undir algerum bandarískum yf-
irráðum. Margt óvænt geti skeð,
ef Marshall haldi fast við að,
gera • yfirstandandi altsherjar-!
þing að reipdrætti milli Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna.
Tundurskeyti gegn
SÞ
T Frakklandi er J>að eins og
í Bretlandi, aðeins svæsnustu i-
haldsblöðin sem mæla tillögum
Marshalls bót. Blöð miðflokk-
anna fordæma þær. „Aube“,
blað kaþólskra, flokks Bidaults
utanríkisráðherra, segir að til-
lögurnar séu til þess lagaðar að
kveikja óslökkvandi ófriðarbál
innan SÞ. „L’Humanité“, blað
kommúnista, segir í fyrirsögn:
„Bandaríkin skjóta tundur-
skeyti að SÞ“.
Itölsku blöðin „Avanti", mál-
gagn sósíaldemókrata og „Un-
ita“ málgagn kommúnista, for-
dæma tillögur Marshalls. „Rude
Pravo“ blað tékkneskra komm-
únista, segir að nú sé komið
fram í dagsljósið annað stig
Marshallsáætlunarinnar um
bandarísk heimsyfirráð. Banda-
ríkjunum væri hollt að minnast
Jiessrað hin frelsisunnandi ríki
hafi alltaf i sameiningu borið
hærri hlut yfir einstökum ríkj-
um, sem seildust til heimsyfir-
ráða.
HÆSTIRÉTTUR Búlgaríu
hefur staðfest dauðadóminn yf-
ir bændaflokksleiðtoganum Pet-
koff, sem dæmdur var fyrir
föðurlandssvik. Petkoff hefur.
beðið forseta Búlgaríu um náð-
un.