Þjóðviljinn - 19.09.1947, Page 4

Þjóðviljinn - 19.09.1947, Page 4
4 ÞJOÐVILJINN Pöstudagur 19. sept. 1947. þJÓÐVILJINN Útgeíandi: Sameiningarflnkkur alþýöu — Sósíaiistaflokkurlnn Hitstjórar: Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Simi 7500. Afgreiðsla: Skólavörðustig 18, simi 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 18, síml 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: kr, 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 60 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Hið mikla skeið jf Átökin milli stjórnmálaflokkanna íslenzku eru nú skýrari en nokkru sinni fyrr; þar er í rauninni aðeins um tvær and- stæðar fylkingar að ræða, sósíalista og fylgismenn þeirra annars vegar og breiðfylkingu afturhaldsins, Alþýðuflokk- inn, Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn hins vegar. Að vísu eru alvarlegir brestir í breiðfylkingu aftur- haldsins, öflugir hópar af fylgjendum þeirra. flokka eru sár óánægðir með stefnu þeirra, en þeir fá engu áorkað sem stendur, afturhaldið fylgir stefnu sinni til streitu afdráttar- laust. , Sá timi er því löngu liðinn að hægt væri að leggja mæli- stiku við þessa þrjá flokka. og segja: Þessi er vinstra megin við hinn eða hinn,er íhaldssamari'en þessi. Þeir eru n«>allir í sama depli hinnar pólitísku mælistiku, yzt til hægri. Hver sá sem hlýðir á núverandi ráðamenn þessara flokka eða les blöð þeirra getur í engu greint sérkenni flokksins sem á bak við stendur, forsprakkarnir hafa allir sama boðskap að færa, blöðin eru öll sama sinnis. Sundurgreining þessg,ra þriggja flokka á sér aðeins sögulegar forsendur, og er að því leyti hagkvæm, að enn.lætur talsverður hópur manna blekkjast af henni. Þessi þróun er að því leyti ömurleg að flokkarnir hafa ekki mætzt á miðri leið heldur sameinazt í afstöðu svart- asta afturhaldsins. Það er t. d. talsvert skeið sem Alþýðu- flokkurinn hefur runnið frá því hann var stofnaður og þar til hann er nú samrunninn kjarna auðstéttarinnar á íslandi. Það hefur verið næsta erfitt hindranahlaup á stundum, beztu menn flokksins hafa æ ofan í æ reynt að halda. flokkn um vlð hina upphaflegu stefnu sína. En allt hpfur komið fyrir ekki, ráðamenn flokksins eru miklir pólitískir íþrótta- menn, þótt þeir séu fæstir íþróttamannlega vaxnir. Dæmin um hin hróplegu svik Alþýðuflokksforustunnar við upprunalegar hugsjónir flokksins verða æ ömurlegri og stórfelldari. Síðasta dæmið gerðist á bæjarstjórnarfundi Reykjavíkur s.l. laugardag, þegar samþykkt var að segja upp samningum við Dagsbrún. íhaldsmennirnir sem skreyta sig með sjáifstæðisnafninu vpru feimnir og tví- stígandi og sögðust alls ekki ætlast til að kaup verkamann- anna \‘æri lækkað, það væri aðeins gamall siður að hengja sig aftan í atvinnurekendafélagið! En íhaldsmennirnir sem fela sig bak við stolið nafn íslenzkrar alþýðu voru ekki eins myrkir í máli. Þeir lögðu frarn mikið skjal þar sem áherzla var lögð á að „bændur, iðnaðarmenn, verkamenn og sjó- menn, yfirleitt allar vinnandi stéttir taki sinn réttláta hluta af byrðunum" og sagt að uppsögnin væri gerð til þess að skera úr því. hvort „verkamenn I Keykjavík vilja taka þátt í baráttunni gegn dýrtíðinni.“ Sem sagt Al- þýðuflokkurinn lýsti yfir þvi, að hann væri því samþykkur að Dagsbrúnarsamningum væri sagt upp til þess að lækka kaup verkamanna og annarra- launastétta. Jafnframt er fimbulfambað með almennum orðum um það að leggja verði einnig byrðar á stórgróðamennina, en þar er látið standa við orðin tóm. Þar eru engar ráðstafanir gerðar, enda þótt sagt sé upp samningum við verkamenn, samningum sem öll afkoma þeirra byggist á. Alþýðuflokk- urinn hefur ekki gert neinar ráðstafanir til að lækka laun eða eignir heildsala, braskara, okrara og annarra stórgróða- manna. Þá á að vega með orðum einum saman, jafnframt því sem ráðizt er á verkamenn með athöfnum. Alþýðuflokksforustan hefur nú runnið skeið sitt á enda að minnsta kosti í bili. Það skeið hefur fært henni persónu- legar vegtyllur og auð. En það hefur einnig fært henni fyr- irlitningu allra verkam^nna og annarra sem hafa sósíalisma að hugsjón. Hitt þarf þó ekki að efa að Alþýðuflokksbrodd- unum þykir sinn kostur góður. SKÖMMTUN Á FRAMHALDSSÖGUM „Skömmtun" er slagorð dags- ins og áhrifa þess er farið að gæta víðar en margan grunar. Tökum t.d. Morgunblaðið. Rit- stjórn þess, sem að vísu hefur um langt skeið hagað sínum eig in skrifum samkvæmt reglum ströngustu skömmtun á'skyn- semi (enda litlar birgðirnar), er nú gengin svo langt í þessu efni, að hún er farin að skammta framhaldssögurnar. Fyrir skömmu hófst í'Morgun blaðinu framhaldssaga, sem hét „Æviraunir Mary O’ Neill“. Eft ir fáa daga varð skyndileg stöðv un á birtingu sögunnar, og samt var Mary O’ Neill ekki orðin nema 20 ára; æviraunir hennar höfðu -—— að því er mér skilst (ég fylgdist ekki með sögunni) ---— hreint ekki verið sérlega miklar fram að því, — líklega tæplega byrjaðar. Hun ætlaði meira að segja að fara að gifta sig. ★ ÁLEIT HÚN , SKAMMTINN NÆGAN? Það leyndi sér ekki, að höf- undurinn hafði gengið frá miklu lengri æviraunasögu Mary O’ Neill. En ritstjórn Morgunblaðs ins virðist hinsvegar hafa álitið, að kominn væri nægilega stór skammtur handa lesendunum. Því enga skýringu hefur hún gefið á tiltækinu. Hún hlýtur að telja skömmtunina svo sjálf- sagða. Nú er í Morgunblaðinu fram- haldssaga, sem heitir „Mánadal- ur.“ Mér er ekki kunnugt um efni hennar, — en ýmsir gera ráð fyrir, að þar verði fram- haldssöguskammturinn þrotinn, áður en máninn kemst á loft. Ef ég bæri umhyggju fyrir velferð Morgunblaðsins, mundi ég senda ritstjórn þess vinsam- leg tilmæli um að aflétta skömmtun á framhaldssögum, biðja hana að láta nægja hina venjulegu ströngu skömmtun á skynsemi í sínum eigin skrifum. Sú skömmtun er fyllilega afsak anleg með birgðaskorti. ★ „LJÓÐ HINNAR NÝERI TÍZKU“ Maður, sem segigt vera vinur skálda, skrifar mér hugleiðing- ar um „ljóð þau, sem kennd eru við hina nýrri .tízku“. Minn- ist hann í því sambandi á bréf þau eftir Valda frá Seli, sem birtust hér í dálkunum í sumar og segist vera „fyllilega sam- mála þeim ágæta manni“. Held- ur síðan áfram að tala með takmarkaðri virðingu um hin yngri skáld okkar, það sé eng- inn þróttur í kvæðum þeirra, „óskiljanlegt hjal er hið algeng asta efni kvæðanna, og þegar við venjulegir menn skiljum þau, verður okkur oftast ljós sá ömurlegi sannleikur, að inni- haldið vantar“. „ÞEYST BURT Á FLÓTTA“ „Það kemur varla fyrir“, held ur bréfritarinn áfram, „að menn þessir velji sér viðfangsefni úr daglegu lífi samtíðarinnar; og ekki að tala um, að þeir söðli skáldfákinn og ríði þangað, sem miklir og öflugir atþurðir eru að gerast. Nei, þá er eins og þeir snúi tagli Pegasusar að hinu þróttmikla viðfangsefni og þeysi burt á flótta. „Tökum nærtækt dæmi. Hekla gamla er búin að vera í hrika- legum ham síðan í marz. I næst um hálft ár hefur hún þeytt kolsvörtum reykjarmekki himin hátt, velt upp úr iðrum jarðar bylgjum bráðinna kletta, allt fjallið glóandi; og átökin slík, að umhverfið hefur skolfið á stóru svæði. ★ HEKLA OG TÍEYRING- URINN UPPÁ RÖND „Er hægt að hugsa sér öllu karlmannlegra yrkisefni ? Hefðu skáld síðustu kynslóðar getað stillt sig um að svara viðbrögð- um eldfjallsins mikla með kröftugu kvæði? Nei, vissulega hefði hin þróttuga tunga þeirra skapað öfluga lýsingu þessara atburða handa komandi kyn- slóðum. En skáld Úslands í dag, livað gera þau? Höfum við lesið eitt einasta haldgott kvæði um yfir- standandi Heklugos? Nei, skáld in ungu yrkja um tíeyring uppá rönd, meðan Hekla gýs. Eg skora á þau að hrista nú af sér slénið. Það gerir þá ekk- ert til, þótt tíeyringurinn missi jafnvægið og leggist flatur. Póetamíkus“. Afstala sósíalista í Viðsképtaráði Þjóðviljinn hefur rakið þá sögu undanfarið, hvernig sósíal- istar börðust fyrir gjaldeyrissparnaði, þegar afturhaldið undir forustu Sjálfstæðisflokksins vildi öllu sóa, og hefur orðið fátt um svör í borgarablöðunum. Bjarni Benediktsson dylgjaði þó um það nýlega að sósíal- istum færist ekki að gagnrýna gjaldeyrissóunina, þar sem þeir hefðu átt fulltrúa í Viðskiptaráði! Af því tilefni er r-étt að geta þess, að í desember 1945 vildi Sjálfstæðisflokkurinn gera inn- flutningsverzlunina frjálsa að mestu, og lagði Pétur Magnússon fyrir Viðskiptaráð að semja tillögur um það hvaða vöruteg- visst og nú, hvað verzlun og viðskipti snertir, teljum við ó- verjandi að slaka á þeim höml- um, er verið hafa á iimflutningn um. Ef sleppt er því opinbera eftirliti, sem verið hefur í þe*s- um efnum undanfarið, teljum við víst að það muni leiða til óhófslegs innflutnings á ýmsum vörum, og þar með til óhófslegr ar eyðslu gjaldeyris. undir ættu að vera háðar leyfisveitingum, en allt annað áttu heildsalarnir að fá~að flytja inn eftir geðþótta sínum! Fulltrúi sósíalista í Viðskiptaráði, Sölvi Blöndal, lét þá bóka eftirfarandi um afstöðu sína og skrifaði Friðfinnur Ólafsson undir bókunina ásamt honum. Væntanlega blandast engum hugur um það nú, að gjaldeyrismálum okkar væri betur komið, ef fylgt hefði verið þeim meginreglum sem fulltrúi sósíalista hélt fram: „Undirritaðir hafa ekki séð sér fært að skorast undan þátt- töku í samningu tillagna til viðskiptamálaráðherra um það, á hvaða vörutegundum inn- flutningur skuli vera háður leyf isveitingum, og frá hvaða lönd- um, en óska þess að taka fram eftirfarandi: Við- álítum að brýn ástæða sé til að gæta fyllsta sparnaðar um notkun erlends gjaldeyris í hvaða mynt sem er. Meðan á- standið í heiminun er eias ó- Með tilliti til þeirrar stórkost iegu nýskipunar, sem nú er verið að framkvæma, væri slíkt mjög varliugavert, og ætti reynslan eftir heimsstyrjöldina 1914—1918 að vera oss hér til variíaðar. Eins og málum nú er komið í heiminum, er hvergi um frjálsá verzlun að ræða og ekk- ert útlit á því að slíkt komi til mála í náinni framtíð. Það má, þvert á móti ganga út frá því sem vissu, að allsstaðar verði Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.