Þjóðviljinn - 25.09.1947, Side 3

Þjóðviljinn - 25.09.1947, Side 3
Fiimntudaginn 25. sept. 1947. ÞJ OöVILJINN 3 Er nauðsynlegt að ráðast á lífskjör almennings Toðlarnir og dýrtíðin I>að er athyglisvert að þeir menn sem nú tala mest um hina geigvœnlegu verðþenslu og dýr- tíð bera ábyrgð á stærstu tolla- áiögum sem dunið hafa yfir þessa þjóð. En tollar verka að sjálfsögðu sem bein aukning verðþenslunnar og dýrtíðarinn- ar. Þeir hækka vöruverðið, vísi- töluna og kaupið; eiga sem se ríkan þátt í að skapa það á- stand, sem blöð borgaranna Iýsa nú á sem átakanlegastan hátt. Ef núverandi ríkisstjórn og auðstéttinni reykvísku væri nokkur alvara að berjast gegn dýrtíðinni, væri það að sjálf- sögðu eitt fyrsta verkefnið að afnema ineð öllu tolla á nauð- synlegum neyzluvörum. Sú ráð- stöfun myndi Iækka vísitöluna mjög verulega og þar með vöru verðið og kaupið. Hún myndi lækka kostnað útflutningsat- viunuveganna að mun og væri jafnframt hagkvæm fyrir allan almenning. Það er gagnslaust að bera tekjuþörf ríkissjóðs fram seni röksemd gegn þessari sjálf- sögðu ráðstöfun. Þær tekjur sem ríkisstjóður myndi glata við afnám tolla á nauðsýnjavör um væri auðvelt að endurheiinta á annan hátt, með eignarauka- skatti stríðsgróðans, skyldu lánum, heiðarlegri eignakönnun, eftirliti með skattsvikum, skatti á lúxusíbúðum, lúxusbílum o.s. frv. Möguleikarnir eru nægir, ef viljinn er fyrir hendi. Hitt dettur eflaust fáum í hug að núverandi ríkisstjórn muni nokkurn tíma fara inn á þá braut. En á meðan hún lætur það ógert, lætur almenningur einnig ógert að taka á sig „byrðar“ og „fórnir“ í þágu auðstéttarinnar í Reykjavík. Einar Kristjánsson: Hvert sem maður kemur út á land og ræðir þar við bú- setta vini sína um dýrtíðar- mál og skilning landsmanna á þjóðarbúskaparreikningun- um, verður sagan söm: Vinn- andi fólk á íslandi hefur ekki tíma til að skilja þá, þó það gæti. Hefði heldur engan á- huga á því vegna þess, hve illa og ruglingslega þeim er stillt upp. Sjá má nú í stjórnarblöð- unum dag eftir dag greinar, sem almenningur les ekki nema fyrirsagnirnar að; 2ja og 3ja síðu langhunda um verðbólgu og dýrtíðarmál, án þess að komið sé nærri kjarna málsins. Sama þvaðrið er svo tuggið upp á fundum og í útvarpi. En á elleftu stundu á dauða- hönd ríkisstjórnarinnar að leggja blessun sína yfir land og lýð. Það er sem sagt verið að svíkjast að þjóðinni. Menn- ingarstraumarnir eiga að hætta að streyma, þjóðin rná ekki vitkast meira. Það getur verið hættulegt, ef hún fer að hugsa. Fólk á ekki einu sinni að geta þvegið þvottinn sinn eða fengið sér skó. Hvað þá heldur að geta eignazt þak yfir höfuðið. Sá lúxus hefur ævinlega átt að vera fyrir hina útvöldu. Og nú á þjóðin að hætta að jifa menningarlífi í bili, taka ó sig háttu bjarnarins og leggjast í dvala' um ó- komna tíma. Enginn veit hve lengi. Heildsalastjórnin ræð- ur. Hér hlýtur annar hvor aðiljinn að vera dauðadæmd- ur, ríkisstjórnin eða íslenzka þjóðin. Bardaginn er hafinn. Það þýðir því ekkert fyrir þjóð- ina að snúa fyrirspurnum sínum til heildsalastjórnar- innar. Þjóðin verður að snúa sér til hlutlausrar nefndar hagfræðinga úr öllum stjórn- málafiokkum til þess a§ fá rétt og einföld svör um dýr- tíðarmálin. Nokkrar spurningar: 1) Hvernig er reikningum þjóðarbúskaparins háttað? Er það vandamál aðeins fyrir sér fræðinga úr einum stjórn- málaflokki? Eða geta sérfræð ingarnir vegna kunnáttuleys- is ekki stillt reikningunum þannig upp, að meðalgreind- ir Islendingar geti skilið þá til hlítar án þess að leggja á sig sérstakt erfiði? Eða eru þjóðarbúskaparreikningarnir myrkraverk örfárra manna? 2) Hvað voru heildartekjur þjóðarinnar mestu stríðs- gróðaárin? Og hve miklar deilt á hvern einn vinnandi fbúa landsins? 3) Hvað mikið af þessu tekjumagni var flutt inn í vörum til heildsalanna? 4) Hvaða stéttir fengu að- allega peningalán út úr bönk unum helztu stríðsgróðaárin og síðar? Og hvað mikið væri hægt að græða á því að braska með þau lán? (Með því að byggja hús og selja o. fl.). 5) Myndi það brask ekki Jónas Árnason: Myndir úr Reykjavíkurlífinu „RíkiJ" með stórum staf Eg var búinn að skoða hið mikla hús Rúgbrauðsgerðar- innar h.f. og gekk Skúlag. aftur ofaní bæ. — A þeirri leið verður á einum stað á vinstri hönd lágt hús en allt uppá lengdina, sami bygging- arstíll og við sjáum á göml- um verzlunarhúsum svo víða ó íslandi, heitir Nýborg, aðal útsölustaður áfengisverzlunar hins íslenzka ríkis, nú al- mennt nefnt Ríkið með stórum staf. Klukkuná vantaði um það ■bil kortér í tólf, þegar ég kom að þessu húsi á laugardagsm. Þar var stöðugur straumur rnanna út og inn. Hér var efni í þáttinn ,,Heyrt og séð.“ Mikil ös var inni. Þétt röð manna stóð meðfram öllu af- greiðsluborðinu, sem að lík- indum er nálægt tíu metrum að lengd. Hér virtist enginn láta sér detta í hug að taka tillit til regluimar urn, að menn eigi að fá sig afgreidda í þeirri röð, sem þeir koma. Hér var hafður sá íslenzki máti, að láta hæfileikann til að bola sér áfram, skera úr um það, hvort maður fékk sig afgreiddan seint eða snemma. Forgangsréttur bel- jakans heitir þetta. — íslend- ingar virðast seint munu geta tileinkað sér fyllilega það menningarfyrirbrigði, sem heitir að skipa sér í biðröð. Enda eru ekki nema fá ár síðan þeir viðurkenndu rétt biðraðarinnar við miðaaf- greiðslur kvikmyndahúsanna, — og þess vegna ekki að undra þótt þeir hafi enn ekki viðurkennt hana í áfengis- verzlunum líka. Það er ekki við því að búast, að við ís- lendingarj sem rétt nýlega höfum lært að kaupa bíómiða eins og siðaðar þjóðir, séum búnir að komast uppá lagið með að kaupa brennivín eins og siðaðar þjóðir. Þarna inni í Nýborg voru menn úr öllum stéttum þjóð- félagsins. Nokkrir voru með skjalatöskur og stungu þar í ■varningnum. ,,Eg þarf að fá kokk- teilinn í hvelli,“ hrópaði einn þeirra, fékk kokkteilinn, stakk flöskunni í skjalatösk- una, skjaíatöskunni und- ir handlegginn og gekk út með sama virðulega | yfirbragðinu og fulltrúi hins opinbera á leiðinni að gera lögtak. Þarna komu verkamenn — beina leið úr vinnunni; gengu inn með hita-brúsa í öðrum buxnavasanum en ekkert í hinum; — gengu út með hita- brúsa í öðrum buxnavasan- um og brennivínsflösku í hin um. Þarna komu unglings- piltar, þrír og fjórir saman, stóðu andartak afsíðis, tóku upp 15 eða 20 krónur hver, fengu alla peningana í hénd- ur þeim stæðilegasta og sendu hann síðan í þvöguna. Þeir voru ,,að splæsa“ í eina, eins og. það er kallað. Og áfram hélt sala áfengis- ins. Afgreiðslan er svo hröð á þessum stað, að ekki er hægi að nota algenga peninga- -hafa nein áhrif á verðbólg- una: 6) Hvaða stétt á hlutfalls- lega mest af fasteignum? Er ekki hægt að braska með fasteignir eins og maður væri banki og braskari í senn? 7) Er það rétt, að fámenn j klíka Reykjavíkurbæjar eigi, allt að því þrjá fjórðu eða jafnvel f jóra fimmtu allra verðmæta Reykjavíkurbæjar? ' 8) Hvað er heildsalastéttin fjölmenn? 9) Hvað margir af heildsöl- unum eru einnig smásalar? 10) Hvað voru heildartekj- ur skrifstofusveina, búðar- þjóna og annarra starfs- manna hjá heildsölunum? Skattaframtöl heildsalanna kæmu þessum útreikningi ekk ert við. enda ekkert að marka hvað braskarar telja fram til skatts. Sumir jafnvel færa eignir sínar yfil á aðra og borga þeim á laun, til að lækka beinar tekjur og fela eig'nir. Ennfremur mætti athuga heildartekjur manna innan stéttarsamtaka Alþýðusam- bandsins og utan þeirra. (Allt rniðað við sama tímabil). Sérstakan reikning yrði að gera yfir heildartekjur bænda vegna úrelts fyrirkomulags landbúnaðarins. Síðan þarf að rannsaka heildartekjur atvinnurek- enda. Margir þeirra ei’u hinir verstu braskarar, svífast eins- kis. Einnig vantar almenning einfaldar skýringar á ríkis- rekstrinum og áhrifum ný- sköpunarinnar á þjóðarbú- skapinn. Að þessu sundurlið- uðu og samanlögðu, þ. e. tekj um hinna ýmsu stétta ásamt ríkisrekstri má bera heildar- upphæðirnar saman við upp- haflegar tekjur þjóðarinnar, samanber 2. spurningu. Það þarf sem sé að leita samsvara tekna launþeganna annarsvegar og atvinnurek- endanna og braskaranna hins vegar. En það þýðir ekki að íeimblína á skattauppgjöf at- vinnurekendanna og braskar- anna, heldur í'yrst og fremst vbraskgóss þeirra, svo sem inn fluttar vörur, fasteignir o. fl. Fraxnhald á 7. síðu kassa, heldur hefur verið út- búinn venjulegur trékassi fyrir miðjum vegg, og á hon- um allvítt op, þar sem gjald- miðillinn hverfur niður. me.st rauðir hundraðkrónuseðlar, blandaðir grænum fimm-. hundruðkrónaseðlum. A borði í öðru horninu sá ég - auk þessa álitlega seðlahrúgu og ■bar þar einnig mest á hinum rauða og græna iit. Mér flaug í hug, er ég sá þessa meðhöndlan pening- anna, að eitthvað svipuð mundi hún hafa verið hér áður, þegar voldugir land- eigendur létu ánauðuga leigu liða sína ganga fyrir sig og greiða sér gjöld. Og ófram hélt sala áfeng- isins. Menn keyptu misjafnlega mikið. Flestir keyptu eina eða tvær flöskur. Tvo menn sá ég kaupa fulla kassa. Eg fylgdist, með þeim, eftir að þeir voru komnir út. Þeir létu kassana inn í stöðvar- bíla, settust við stýrið og óku burt. Öðru hvoru komu inn rnenn, sem báru sérstakan svip ömurleikans. Hin órök- uðu andlit þeirra vitnuðu um mikla vanlíðan. Það var ein- kennilegur hrollur í þessum mönnum, líkast því sem þeir væru staddir í hráslagaveðri úti á víðavangi og hvergi skjól að finna; — enda höfðu þeir flestir brett upp krag- ann á jakkanum. Samt var auðséð, að þett'a stafaði ekki af veðurfarinu. Menn þessir voru þannig leiknir af hrá- slaga sjálfs lífsins. Þeir gengu varlega inn eítir gólfinu, stöldruðu við andartak og litu í kringum sig, án örygg- is, jafnvel flóttalega. Það var eins og þeim liði illa hér inni, en gætu þó alls ekki slitið sig burt frá staðnum. Stöku sinnum hittu þeir ein- hvern, sem þeir þekktu, — tóku hann afsíðis, töluðu við hann í hálfum hljóðum og mændu á hann augum, sem báðu um hjálp í neyð, sárri neyð. Illt er að skorta afl til þeirra hluta, sem gera skal. Og áfram hélt sala áfeng- isins. Hrúgur hinna rauðu og grænu seðla hækkuðu stöð- ugt og svo var allt í einu búið að loka. Á í’úmu kortéri hafði ég horft á Reykvíkinga kaupa áfengi fyrir þúsundir króna, jafnvel tugþúsundir. Og þetta gerðist á þeim tímum, þegar talin var á- stæða til að skammta margar algengustu nauðsynjavörur á íslandi. ,,Þjóðin verður að spara,“ segja stjórnarvöldin. (Kajli úr útvarpsþœttinum ,'Heyrt oc: séÖ“.).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.