Þjóðviljinn - 25.09.1947, Síða 4
4
KtOÐVTLJINN
(UÓÐVILIINN
Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, éb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnaaon.
Ritstjórnarskrifstofur:- Skólavörðustíg 19. Sími 7500.
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, simi 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 8399.
Prentsmiðjusími 2184.
Askriftarverð: kr. 8.00 6 m&nuði. — Lausasöluverð B0 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
-----------------------------------------------------------*
Staðreyndir gegn þvaðri
Undanfarnar vikur hafa markaðsmálin verið aðalum-
ræðuefni dagblaðanna. Borgarablöðin með sjálfan utanrík-
isráðherrann í broddi fylkingar hafa haldið því fram
linnulaust dag eftir dag að afurðimar væru of dýrar ,eng-
in þjóð vildi sjá þær fyrir það verð sem við þyrftum á að
halda; og þessi staðhæfing hefur síðan verið notuð sem
röksemd fyrir þeirri árás á lífskjör almennings sem nú
eins og ævinlega er helzta áhugamál auðstéttarinnar. Hér
í blaðinu hefur það verið sannað með óvefengjanlegum
staðreyndum að þessi staðhæfing borgarablaðanna og ut-
anríkisráðherrans er þ\*aður eitt og blekking. Niðurstöður
þessara umræðna má draga saman í stutt mál á þessa leið:
1) Eftirspurn eftir íslenzkum afurðum hefur verið
gevsimikil og hafa margar þjóðir verið um hvert boð,
enda má segja að allar afurðirnar séu nú seldar, að undan-
teknu nokkru magni af freðfiski. Hinn óseldi freðfiskur er
hins vegar bein afleiðing af hinum glæfralegu viðskipta-
samningum Bjarna Benediktssonar, er hann batt sölu
fisksins jafn óvissu atriði og þvi hvort nægileg síld yrði
dregin úr sjó.
2) Afurðaverðið hefur verið mjög hátt, fult ábyrgð-
arverð eða meira, þegar undan er skilið saltfiskur og freð-
fiskur. Þessar tvær vörutegundir hafa hins vagar verið
seldar á tvenns konar verði; á mjög hagstæðu verði til
hinna eiginlegu markaðslanda og talsvert undir ábyrgð-
arverði til Bretlands, Bandaríkjanna og Svíþjóðar. Báðar
þessar afurðir er þó mjög auðvelt. að selja til hinna eigin-
legu markaðslanda fyrir fullt ábyrgðarverð og vel það,
enda hefur verulegur hluti af því magni sem við seldum
fyrir lágt verð verið endurseldur á háa verðinu!
3> Ástæðan til þess að ríkisstjórnin vill heldur selja
þessar afurðir fyrir lágt verð en hátt er sóknin í dollara
og pund, en sá gjaldmiðill er sem kunnugt er mjög sjald-
gæfur á meginlandi Evrópu: Dollarar og pund eru nauð-
synlegur gjaldmiðill fyrir heildsalastéttina sem vill halda
samböndum sínum í Bandaríkjunum og Bretlandi ásamt
tilheyrandi umboðslaunum í erlendum gjaldeyri, og það
eru hagsmunir 'heildsalastéttarinnar sem ráða stefnu rík-
isstjórnarinnar í markaðsmálum en ekki þörf útflutnings-
atvinnuveganna og heill þjóðarinnar.
4) Því fer svo fjarri að íslenzkar afurðir séu torselj-
anlegar, að eftirspurn eftir þeim hefur aldrei verið meiri
en nú. Aldrei hefur matvælaþörfin verið meiri en einmitt
nú um gjörvalla Evrópu. Verðlag fer hvarvetna hækkandi,
og víst er um það að sú þróun verður sízt til þess að
lækka afurðir okkar! Það er því augljóst öllum þeim sem
beita heilbrigðri skynsemi, að horfur. íslendinga 'um af-
urðasölu hafa aldrei verið betri en nú, ef málum er stjórn-
að í samræmi við hag þjóðarheildarinnar en ekki fámennrar
peningaklíku í Reykjavik.
*
Allar þessar staðreyndir hafa hrunblöðin forðazt að
nefna. Þau hafa í stað þess stundað hártoganir, ósannindi
og stagl um einskisverða hluti. En sé afstaða þessara
aumu blaða viðurstyggileg er hlutur utanríkisráðherrans
þó verstur. Dag eftir dag hefur hann eytt öllu starfsþreki
sínu til að draga kjark úr þjóð sinni.-Og í þokkabót hefur
hann gert sig sekan um vísvitandi skemmdarverk með því
að lýsa því opinberlega að afurðir okkar séu of dýrar á
sama tíma og samningar um sölu þeirra fara fram. Bein
afleiðing af skrifum þessa manns getur að sjálfsögðu orð-
ið sú, að erlendar þjóðir taki hann á orðinu og reyni að
þrýsta verðinu niður. Og er það ekki einmitt það sem
vakir fyrir honum?
Fimmtudaginn 25.' sept: 1947.
LISTDÓMARINN
ORRI
Eins og ég sagði í gær.hefur
Jón Þorleifsson listmálari nú
um nokkurra ára skeið skrifað
listdóma í Morgunblaðið undir
dulnefninu „Orri“. í þessum
dómum hefur hann ofsinnis á-
sakað kollega sína um stælingu
og jafnvel eftiröpun á verkurn
erlendra meistara. Nú seinast
skrifar hann um Septembersýn-
inguna, birtir myndir af mál-
verkum nokkurra þátttakenda
hennar ásamt myndum af mál-
verkum útlendra listam. að því
er virðist til að koma því inn hjá
almenningi, að þeir íslenzkir list
málarar, sem hér um ræðir,
steli efninu í verk sín, eigi ekki
til skapandi gáfu, séu ófrum-
legir.
★
TVÖ
MÁLVERK
Það er ekki ætlan mín að
deila við Orra um þetta atriði.
Að vísu er full ástæða til að
vekja athygli á því, rækilegar
en hingað til hefur verið gert,
hversu viðsjárvert það er aö
láta jafn hæpinn listfræðing og
Orra ráða því, hvað sagt er um
listir í víðlesnasta blaði á ls-
landi. En rúmsins vegna er hér
ekki hægt að fara ítarlegar út í
það mál.
Hinsvegar ætla ég að standa
við loforð mitt frá í gær og
gera Orra þann greiða að kynna
dálítið listmálarann Jón Þor-
leifsson fyrir fólki. Eg birti
eina mynd af málverki eftir Jón
Þorleifsson og læt fylgja henm
mynd af málverki eftir franska
meistarann Cézanne, sem dó
skömmu eftir aldamótin. Orra
er gjarnt að ásaka aðra list-
málara um eftiröpun:
Þessa mynd málaði JÓN ÞORLEIFSSON árið 1938.
Þessa mynd málaði CÉZANNE árið 1873.
AlþýðublaÖEð gefur auðvald-
inu siðferðisvottorð
Ýmsir ungir menn hafa að-
hyllzt Alþýðuflokkinn í
þeirri trú, að hann væri í
eimhverri mynd andstæður
auðvaldinu og hefði einhverj
ar athugasemdir fram að
færa gagnvart því auðvalds-
skipulagi, sem um heim allan
hefur kúgað og kúgar víða
enn alþýðu eigin landa og
heilar þjóðii’.
Þessir æskumenn hafa e.
t. v. sitt af hverju að athuga
við framkvæmd sósíalismans
í Sovétríkjunurn, en fyrir
þeim hefur það ekki gilt hið
sama og að gerast gagnrýni-
lausir aðdáendur stórvelda-
stefnu Bandaríkjaauðvaldsins
og annarra auðvaldsríkja.
í gær birti Alþýðublaðið
forystugrein, sem sérhver sá
Alþýðuflokksmaður, sem að-
hyllist sósíalisma, ætti að lesa
ofan í kjölinn.
Þessi grein er skrifuð til
þess að „sanna“, að Sovétrík-
in „feti í fótspor Hitlers“.
'Hér verður sú hlið málsins
ekki rædd, enda ekki hægt
að ræða hana á grundvelli
Alþýðublaðsins.
Það sem vekur sérstaka at-
hygli á þessari forystugrein
er það, að Alþýöublaðið lætur
sér ekki nœgja að ráðast með
allri heift sinni á alþýðurikið
í austri, heldur gefur það auð
valdsríkjunum, sem allir vita,
að stjórnað er af voldugum
auðhringum, fullkomið sdlc-
leysisvottorð um, að öll sú
gagnrýni, sem alþýða heims-
ins hefur undanfarna áratugi
beint gegn þeim, sé bull og
vitleysa.
Svo langt gengur Alþýðu-
blaðið, að það segir, að Sovét-
ríkin reyni að „stimpla hina
saklausu sem ,,stríðsæsinga-
menn“.“ %
Takið eftir: Auðhringamir
bandarísku, brezku, frönsku
o. s. frv. eru hér með yfir-
lýstir „saklausir", enda þótt
sjálft brezka útvarpið segði
nýlega, að stríðsæsingaskrif
bandarískra blaða vitnuðn
vægast sagt um „ábyrgðar-
leysi“.
En Alþýðublaðið gengur
lengra.
Það fullyrðir, að heims-
valdasinnarnir og auðhring-
arnir, sem ráða flestum ríkis-
stjórnum auðvaldslandanna,
,,vilji gera ráðstafanir til
varnar frelsi og sjálfsákvörð-
unarrétti þjóðanna.“
Þannig lýsir Alþýðublaðið
heimsauðvaldinu nú. Væri
þessi lýsing rétt, þá væri
skrefið stutt yfir í það að
gerast dýrkándi auðvalds-
skipulagsins og stórvelda-
steijnu þess, enda er það sá
kosturinn, sem Alþýðublaðið
hefur valið.
Og er þá ekki eðlilegt að
sú spurning vakni: Fyrst Al-
þýðublaðið játar svo afdrátt-
arlaust dýrkun sína á er-
lendu auðvaldi, hver er þá
afstaða þess til íslenzka auð-
valdsins?
Með hinni blygðunarlausu
dýrkun sinni á heimsvalda-
sinnum auðvaldsins hefur Al-
þýðublaðið kórónað svik sín
við allt, sem heitir sósíalistísk
hugsjón alþýðunnar. Aldrei
Framh. á bl. 7,