Þjóðviljinn - 25.09.1947, Blaðsíða 8
«----------------------1
Landrdð
I X. kafla hinna almennu
hegningarlaga sem fjallar
um landráð segir svo í 91.
grein að allt að 16 ára fang-
elsi sæti hver sá „sem falið
hefur verið á hendur af ís-
lenzka ríkinu að semja eða
gera út um eitthvað við ann-
að ríki, ef hann ber fyrir
borð hag íslenzka ríkisins í
þeim erindisrekstri“.
Bjarna Benediktssyni hef-
ur verið falið það ábyrgðar-
mikla verk að semja við er-
lend ríki um kaup á íslenzk-
um afurðum. Hann hefur vit-
andi vits selt verulegan hluta
afurðanna fyrir stórum
lægra verð en sannanlega er
hægt að fá annarsstaðar. Og
nú stundar hann daglega þá
iðju að skrifa um það greinav
í blöð að íslenzkar afurðir
séu of dýrar — á sama tíma
og hann er að semja um sölu
þeirra t. d: við Hollendinga.
Almenningur á hægt með
að finna sambandið milli 91.
gr. í X. kafla hinna almennu
hegningarlaga og athafna
Bjarna Benediktssonar, en
utanríkisráðherrann nýtur
þess að sjálfsögðu að hann
þarf ekki að óttast afskipti
dómsmálaráðherrans.
*----------------------♦
Er kannski farið
að leitaáþeim
bandarísku?
Enn var leit gerð á farþegum,
síðast þegar Drottningin fór héð
an. .
1 þetta sinn höfðu 23 menn
srlendir og innlendir, gerzt sek
ir um að reyna að smygla gjald
eyri út úr landinu.
I leit þessari að óheimilum
peningum varð bezti fengur hjá
einum manni 635 krónur. Voru
peningar þessir gerðir upptækir.
En meðal annarra orða, hel'-
ur tolleftirlitið á Keflavíkurflug
vellinum verið skerpt? Er kann
ske farið að leita á þeim banda-
rísku þegar þeir koma og fara.
Hefur máske smyglleiðinni um
loftskeytastöðvarkampmn þa>-
syðra verið harðlega lokað?
Allir iðnaðarmenn
eigi þarhiu! að
máli
Þing Iðnnemasambandsins hef-
ur samþykkt áskorun til ríkis-
stjórnarinnar um að sniðganga
ekki fulltrúa Iðnsveinaráðs Al-
þýðusambandsins og Iðnnema-
sambandsins, þegar leitað er um
sagna um mál er þessa aðila
varða. Ályktun þingsins er svo-
hljóðandi:
„5. þing I.N.S.Í. beinir þeirri
áskorun, til háttv. ríkisstjórnar
að hún hlutist til um, að þegar
hið opinbera leitar umsagna um
mál varðandi iðnað, iðnaðarnám
eða iðnaðarmenn þá leiti það
umsagnar bæði Iðnsveinaráðs
Alþýðusambands íslands og Iðn
nemasambands íslands, ásamt
Landssambandi iðnaðarmanna".
Þrettáa ára dreng er bjargaði 3ja ára
barni úr brennandi bragga
voru veitt fyrstu verðlaun úr verðlaunasjóði
Gunnairs Hafberg
Fyrstu verðlaunin úr verðlaunasjóði Gunnars Hafbergs
hafa nú verið veitt 13 ára pilti,
þlÓÐVIUINN
99
Voru ræður þeirra merkilegar . .en
hvort gleymdust þessi mál?
íhaldið héit fund í húsi sínu við Austurvöll á mánu-
daginn var til að leiða óbreytta flokksmenn sína í allan
sannleika um bæjarmálefni. „Voru ræður þeirra merki-
legar og fengu fundarmenn ýmsar merkilegar upplýs-
ingar um málefni bæjarins“, segir Morgunblaðið. Gunn-
ar Thoroddsen ræddi um innlieimtu útsvara, Auður
Auðuns um hitaveituna, um umhyggju bæjaryfirvald-
anna fyrir börnunum(!) og Jóhann Hafstein um TIL-
LÖGUR um heilsuverndarstöð, stækkun Landspítal-
ans, geðveikrahæli, byggingu sjúkraheimilis pg fávita-
liælis — allt eru þetta verk sem bærinn hefur vanrækt
árum saman. Enntremur talaði Hafstein um hina „fjöl-
mörgu“(!) æfingarvelli sem bærinn hefur gert fyrir í-
þróttamenn.
Víslr skýrir frá því að borgarstjóri hafi upplýst að
ríkið skuldi nú bænum HÁLFA ELLEFTU MILLJÖN
KRÓNA. — Fyrir hálfum mánuði var skuld þessi 9—
10 millj. kr., svo þetta getur orðið álitleg upphæð eítir
nokkra mánuði með sama áframhaldi. — En Jtessum
smámunum sá Morgunblaðið ekki ástæðu tii að segja
frá!!
En það eru ýmis mál sem íhaldsforustan virðist hafa
gleymt að fræða flokksmenn sína um.
Hvort gleymdist að ræða um eftirfarandi:
Innkaupastofnun bæjarins sem ekki má kaupa inn
r.ema gæðingar íhaldsins geti haft af }>ví sinn niilliiiða-
gróða ?
Að íhaldið hefur í áratug hindrað eftir mætti að bær-
inn gerði skyldu sína að byggja yfir húsnæðislaust
fólk?
Að bærinn greiddi % úr milljón kr. 1945 til viðhalds
i ónýtum blikkskúrum.
Að þiisundir Reykvíkinga búa í heilsuspillandi hús-
næði, samkvæmt bráðabirgðarannsókn héraðslæknis.
Að samkvæmt þeirri bráðabirgðárannsókn þarf bær-
inn að byggja á sjöunda hundrað íbúðir til að útrýma
heilsuspillandi íbúðum.
Hvað iíður byggingu þeirra 300 íbúða, sem íhaldið
— eftir að hafa lesið tillögur sósíalista — þorði ekki
annað s.l. vetur en samþykkja að byggja?
Að ljúka J>urfi fullnaðarrannsókn á heiísuspillandi
og óhæfu húsnæði í bænum.
Að íhaldið hækkaði á síðastliðnum vetri verð raf-
magnsins um 34% þótt ágóðinn af rafveitunni væri 7,4
millj. kr. alls síðustu 5 ár.
Hversvegna \arð 48 J>ús. kr. tap á Korpúlfsstaðabú-
inu 1945, og er áætlað 42 þús. á þessu ári — og livers-
vegna túnið er leigt til hagabeitar fyrir eldishesta
einkaframtaksins í stað þess að framleiða þar mjólk
fyrir bæinn?
Og síðast en ekki sízt: gleymdist að ræða um 10 millj.
kr. framkvæmdasjóðinn, sem geymast átti til „hörðu
áranna“, cn íhaldið eyddi á góðu árunum?
Ilvort gleymdi ílialdið að ræða þessi mál á fundi sín-
um, eða var það bara lítillæti íhaldsblaðanna að segja
ekki frá umræðunum um Jiessi mál?
að bjarga þriggja ára barni út
Á árinu 1943 stofnaði Engil
bert Hafberg káupmaður sjóð
til minningar um son sinn Gunn
ar Hafberg, sem fórst af slys-
förum þ. 25. júlí 1943. Var sjóð
ur þessi, sem nú hefur hlotið
staðfestingu Stjórnarráðsins, af
hentur Ungmennadeild Slysa-
varnafélagsins í Reykjavík til
umráða, og skal vöxtum hans
varið til þess að veita ungling-,
um innan 18 ára aldurs, viður-
kenningu fyrir eftir talin af-
rek: 1. Að bjarga mannslífi á
sjó eða landi. 2. Að sýna sér-
stakt snarræði og þekkingu við
að aftra slysum. 3. Að sýná
Sir Gerald
Shepherd hveður
Sir. Gerald Shepherd, sendi-
herra Breta hér, fer alfarinn
héðan í dag.
, Hann hefur verið sendiherra
Breta hér síðan 1943 og var full
trúi þeirra þegar. lýðveldið var
stofnað hér 1944. Hefur hann é
þessum árum eignazt hér marga
vini.
Eftirmaður hans verður Char
les William Baxter er verið hef-
ur deildarstjóri í brezka utan-
ríkisráðuneytinu. Er hann vænt
anlegur hingað um mánaðamót
in.
/•-----------------------'
Mesti hiti sem
fundizt hefur
við jaröboranir
I fyrradag gaus ný bor-
hola í Reykjakoti í Ölfusi.
Er talið að vatnsstrókurinn
hafi stigið 60—70 m. í loft
upp, eða svipað og Geysisgos.
Borun hófst þarna á s.l. vetri
til að rannsaka hitastigið
með gufuvirkjun fyrir aug-
um. Var liitinn orðinn svo
mikill á botni lioiunnar, að
á 192 m. dýpi varð hann ekki
mældur með mælum, heldur
aðeins með málmblöndum,
sem látnar voru bráðna á
holubotninum. Dagana áður
en gosið hófst var hitinn orð
inn 215—220 stig, en það
svarar til þrýstings s*em nem
ur 20 loftþyngdum. Er J>að
mesti hiti, sem mældur hefur
verið í borholu hér á landi.
Þess skal getið að borholan
sem iar virkjuð í Reykja-
koti hefur 1,3 loftþyngda
þrýsting. Holan er 2 lA þuml.
við neðst. Er nú unnið að
því að ná bornum upp, en
hann hafði festst í holunni
nokkrum dögum áður en gos
ið hófst. Á meðan á því stend
ur er konúð í veg fyrir gos
með því að dæla köldu vatni
í holuna.
Þórði Ölafi Þorvaldssyni, fyrir
úr brennandi bragga.
þekkingu og dugnað í því að
veita hjálp í viðlögum, ef slys
ber að höndum.
Or sjóði þessum, sem er orð-
inn kr. 10.000,00 að upphæð,
hefur nú verið ákveðið að veita.
í fyrsta sinni, kr. 500,00 í verö
laun, ásamt heiðursskjali, og
hlýtur þá sæmd 13 ára drengur.
Þórður Ólafur Þorvaldsson að
nafni. Hann VANN það afrek
að bjarga 3 ára telpu út úr í-
búðarskála við Kleppsveg, sem
var næstum orðinn alelda.
Sýndi Þórður frábæran kjark
og snarræði við björgun þessa,
og er talið víst að bamið hefði
brunnið inni ef Þórðar hefði
ekki notið við.
Þórður og móðir lians, Katrín
Einarsdóttir, eru við vinnu úti
á landi, en koma til bæjarins um
næstu mánaðamót. Verða því
peningarnir lagðir inn í banka-
bók, sem verður afhent honum
ásamt heiðursskjali, á næsta
fundi Ungmennadeildarinnar í
byrjun október, af forseta Slysa
varnafélags Islands, Guðbjarti
Ölafssyni, sem jafnframt er for
maður sjóðsins.
Björgunarverðlaunum úr sjóði
þessum verður úthlíftað árlega í
framtíðinni, á afmælisdegi Gunu
ars heit. Hafberg, sem er 25.
september.
Innbrot í birgða-
geymslu á flug-
vellinum
í fyrrinótt var brotizt inn i
birgðageymslu á flugvellinum.
Hafði þjófurinn farið inn um
glugga og stolið ullarteppum,
stálburstum og e.t.v. fleiru úr
geymslunni.
-Þá var nýlega brotinn upp
vinnuskúr við Eiríksgötu og stoi’
ið þaðan vinnustakki úr
gúmmíi.
Vinnan
Vinnan, límarit Alþýðusam-
bands íslands, 7. tbl. þ. á. er ný
komin út.
Stefán Ögmundss. skrifar þar
grein er hann nefnir: Hvað hef
ur komið fyrir? Björn Bjarnass.
segir frá miðstjórnarfundi Al-
þ jóðasam bands verkalýðsins,
sem haldinn var á s.l. sumri í
Prag. Br. Sigurðsson skrifar
greinina: Það mælti mín móðir.
Sagt er frá dómi í máli því er
Vinnuveitendafél sílands höfð.
aði í sumar gegn Hlíf i Hafnar-
firði — og tapaði. Birt er bréf
Alþýðusambandsins frá 18. júlí
s.l. til Jóhanns Þ. Jósefssonar.
Rannveig Kristjánsdóttir skrif-
ar Vettvang vinnandi kvenna.
Þá eru í heftinu minningarorð
um alþýðuleiðtogann Pétur G.
Guðmundsson. Grein um Vél-
stjórafélag ísafjarðar 15 ára,
nokkur kvæði, sambandstíðindi
o.fl.
3 400 krónur
gefnar landgræ,ðslu-
sjoði
Landgræðslusjóði hafa í sum
ar áskotnazt gjafir frá ýmsum
velunnurum sjóðsins, að upp-
liæð alls kr. S400.00, og kann
Ekið á riðandi mann
I fyrradag ók bifreiðin R 5431
á ríðandi mann, Jóhannes Lax-
dal, skammt frá Baldurshaga.
Hlaut Jóhannes nokkur meiðsli
við að falla á götuna, en hest-
urinn slasaðist.
stjórn sjóðsins gefendunum hin
ar beztu þakkir fyrir.