Þjóðviljinn - 21.10.1947, Side 3
ÞJOÐVILJINN
3
Þriðjudagur 21. október 1947.
Ritstjóri: FRlMANN HELGASON
Setfi brezkt met
42 ára gantal!
Brezki maraþo'nhlauparinn,
Jack Holden, setti nýlega enskt
met í 30 mílna hlaupi. Var
hann 2:59,47 mín. á leiðinni.
Gamla metið átti Holden sjálfur
og var það 3:02,09 mín. Holden
er 42 ára gamall og h'efur ákveð
ið að búa sig undir þátttöku í
Olympíuleikunum næsta ár í
London. Má -gera ráð fyrir að
liann verði skæður keppinautur
Hitainens, finnska í maraþon-
keppninni næsta ár.
Meistarakeppni í
Úrslit knattspyrnumeistara-
keppninnar í Noregi fóru fram
í Bergen í fyrradag. Víking frá
Stavanger og Skeid frá Osló
kepptu til úrslita, og sigraði
Skeid með 2:0. — Áliorfendur
voru um 25 þúsund.
Annað markið setti Poul Sæt
rang, sem keppti hér í sumar
sem vinstri útherji í norska
Framhald á 7. síðu
Er fsaS brott-
rekstrarsök ír
skéla ef nem-
andi iðkar íþrótt
Ir í íþróttafé-
lagi?
Heyrst hefur að einhverj-
ir skólar í bænum hafi á-
kveðið að gera það að brott
rekstrarsök úr skóla ef nem
andi iðkar íþróttir í íþrótta-
félögum meðan á námi stend
ur. I*ví miður hefur þeim
er þetta ritar ekki tekist að
fá þetta staðfest eða afsann
að.Þar sem hér er um al-
gert nýmæli að ræða sem
gæti haft hinar alvarlegustu
afleiðingar fyrir hina frjálsu
íþróttastarfsemi, er þess
vænzt að viðkomandi aðilar
upplýsi þetta mál, og þá
á hvaða íorsendum þessar
ráðstafanir eru gerðar.
♦------------------------<>
Sþróftahátíðin í Moskvu
í skrúðgöngu, sem fram fór
á hinni árlegu íþróttahátíð á
Dynamoleikvanginum í Moskva
voru 42.000 þátttakendur frá
öllum hinum 16 lýðveldum Ráð
stjórnarríkjanna. Stóð skrúð-
gangan yfir í fimm klukku-
stundir.
1 henni voru ennfremur þátt
takendur frá líkamsmenningar
stofnunum barna, barna í-
stofnunum barna, íþróttasam-
böndum, her og flota o. fl.
Viðstaddir auk æðstu manna
Ráðstjórnarríkjanna voru ýms
ir erlendir gestir: Leo Frede-
<rikssen formaður danska knatt
spyrnusambandsins, Buckhley
lávarður, forseti I.A.A.F., einn
ig voru gestir frá Tékkósló-
vakíu, Finnlaaidi og Búlgaríu.
Voru þeir allir á einu máli, að
þetta væri einhver tilkomu-
mesta og litríkasta skrúðganga
sem þeir hefðu séð.
Sérstaka athygli vöktu þátt-
takendur frá Eystrasaltslöndun
lun, fyrir glæsilega framkomu,
og frá Uzbekistan fyrir hinn
suðræna hita og hraða í erfið-
um leikfimisæfingum.
Meðal annars voru sett tvö
heimsmet í lyftingum, annað aí
Gugori Novak, lyfti hann 139,5
kg. og í þungavigt setti Yakov
Kutsenko annað heimsmet lyft'
174 kg.
Einnig fór fram képpni í
grindahlaupi, maraþonhlaupi, á
nýjum rússneskum mettíma 2
kl.st. 37 mín., hjólreiðum o. fl.
ÍÞRÓTTIR
——.........................jr
KJ?. vann Watson-
keppnina
Úrslitaleikur Vvatsonkeppn-
innar milli Vals og K.R., fór
fram í fyrradag.og sigraði K.R.
með einu marki gegn engu.
Leikur K.R. var rösklegri og
lið þess var fljótara til. Ánn-
ars var leikur þessi heldur lé-
legur. Völlurinn var „þungur."
Bretar hafa þegar
valið þáttfakend-
ur í frjálsum
Frjálsíþróttasamband Bret-
lands liefur nýlega valið þá
menn sem eiga að keppa fyrir
Bretland á næstu O.L. (Olym-
píuleikum). Þessir menn eru
valdir með hliðsjón af frammi-
stöðu þeirra í mótum í sumar.
Gert er ráð fyrir að þeir sem
kepptu við Frakkland fyrir
skömmu og sagt hefur verið
frá hér myndi kjarnan í þeim
hóp. 1 hvem grein er gert
ráð fyrir að sex menn verði
valdir. Þó er ekki gert ráð
fyrir að hin raunverulega Ol-
ympíuþjálfun byrji fyrr, en
með vorinu, þá verða þessir
„útvöldu" undir handleiðslu
Olympíuþjálfarans enska Ge-
offy Dyson.
Að ofan:
Keppni'í
körfubolta á
Moskva-Ieik-
vanginum,
rnilli raúða
hersins og
Dynamo.
Til vinstri:
Startað í
boðhlaupi
um götur
Moskvuborg-
ar.
Veiting prófessorsembættisins í lyf
læknisfræði við Háskóla íslands
Nokkrar athugasemdir frá læknadeildinni
Eins og kunnugt er var pró-
fessorsembættið í lyflæknis-
fræði veitt þ. 8. júlí gegn tillögu
læknadeildar, en hún hafði lagt
til að dr. Óskari Þ. Þórðarsyni
yrði veitt embættið. 1 180. tbl.
Tímans — málgagni mennta-
málaráðherra — birtist þ. 3. þ.
m. nafnlaus grein með fyrir-
sögninni „Veiting prófessorsem
bættisins í lyflæknisfræði við
Háskólann.“ Tilgangur hennar
virðist vera sá að skýra hvað
hafi valdið því, að ráðherra gat
ekki fallizt á tillögur lækna-
deildar í þessu máli 1 grein
inni segir, að deildin hafi „eng-
anveginn tekið Óskar eindregið
fram yfir hina umsækjendurna.“
Þetta er rétt, ef átt er við, að
samþykktin um að mæla með
dr. Óskari Þ. Þórðarsyni var
ekki einróma, heldur voru 7 at-
kvæði greidd með en 4 á móti,
og voru 11 deildarkennarar á
þeim fundi.
Vitanlega er þetta þó ekki
gild ástæða til að hafna vali,
deildarinnar, enda virðist ráð-
herra hafa litið svo á, þar sem
hann leitaði ekki upplýsinga
hjá henni um það, hvort sam-
.þykktir. hefði verið einróma eða
ekki. Ennfremur segir síðar í
greininni urn annað atriði, að
það hafi ráðið hinni endanlegu
ákvörðún ráðherrans, og skal
nú vikið að því. Um það segir í
greininni: „Þess ber svo að
gæta, að prófessorinn í lyflækn
isfræði á ekki eingöngu að ann-
ast kennslu við Háskólann, held
ur er hann jafnframt forstöðu-
maður lyflæknisdeildar Land-
spítalans. Til að gegna þeirri
stöðu hafði Jóhann þá yfirburði
umfram Óskar, að hann hafði
gegnt margháttuðum trúnaðar-
störfum - um 10 ára skeið, og
benti öll sú reynsla til þess, að
hann myndi verða öruggur og
góður stjórnandi deildarinnar.
Óskar hafði hins vegar engan
slíkan feril að baki. Þessi
reynsla af störfum Jóhanns
gerði meira en að vega gegn
því, að Óskar hafði meiri bók-
lærdóm, og réði líka hinni end-
anlegu ákvörðun ráðherrans.“
(leturbreyting höf.).
Þarna virðist vera gefið í
skyn, að læknadeildinni hafi yf-
irsést það, að prófessorinn í
lyflæknisfræði á jafnframt að
vera yfirlæknir lyflæknisdeildar
Landspítalans. Erfitt er að sjá,
hvernig ráðherra hafi getað
komizt að þeirri niðurstöðu við
lestur greinargerðar þeirrar, er
læknadeildin á sínum tíma sendi
hennar segir svo: „Af þessu er
augljóst, að dr. Óskar Þ. Þórð-
arson hefur þá sérstöðu fram
yfir hina umsækjendúrna, að
hann hefur nú um langt skeið
starfað að mestu óslitið að lyf-
lækningum á sjúkrahúsum, og
miklu lengur en hvor hinna um
sækjendanna. Hefur hann þann
ig aflað sér óvenju fjölþættrar
reynslu á þessu sviði. Hinir
tveir umsækjendanna, þeir Jó-
hann Sæmundsson tryggingayf-
irlæknir og Sigurður Sigurðs-
son berklayfirlæknir, hafa báð-
ir síðustu 10 árin, eða því sem
næst, gegnt opinberum stöðum,
og að vísu staðið prýðilega í
stöðum sír.um, en þeim störfum
er þannig háttað, að þau veroa
tæplega talin hafa verulegt gildi
til sérmenntunar í lyflæknis-
fræði.
Ennfremur hefur dr. óskar
Þ. Þóröarson tvímælalaust unn-
ið meira að vísindalegum rann-
sóknum og á fleiri sviðum en
hinír umsækjenurnir, eins og
ritgerðir hans bera ljósan vott.“
Við þetta má svo bæta því
að fram til þessa hefur ekki
annar undirbúningur þótt betri
undir yfirlæknisstarf á sjúkra-
húsi en sá að hafa um langt
skeið verið starfandi læknir
á sjúkradeildum. Þetta ætti að
nægja til þess að sýna, að því
fer fjarri, að höfnun þess um-
sækjandans, sem læknadeild
mælti með, verði réttlætt með
því, að hann hafi haft lakari
undirbúning undir yfirlæknis-
starfið. Og ætti það, að grein
arhöfundur slær því föstu, að
Óskar hafi haft „meiri bóklær
dóm“ ekki að hafa spilt fyrir,
þótt ekki sé alveg ljóst hvað
ráðherra. V niðurlagsorðum
hann á við með því.
Að ráðherra meti það að
verðleikum, að umsækjandi urn
embætti hafi áður verið „reynd
ur sem traustur og góður em-
bættismaður“ er rétt og skylt
að öðru jöfnu. Bæði Jóhann
íjæmundsson tryggingaryfir-
læknir og Sigurður Sigurðsson
berklayfirlæknir hafa reynzt á
gætir embætt.ismenn. Hinsveg
ar má skilja það af greininni
í Tímanum, að Sigurður Sig-
urðsson berldayfirlæknir hafi
ekki komið til greina við veit-
inguna. Er vandséð ástæðan
til þess, að minnsta kosti gef-
ur greinargerð læknadeildar-
innar ekki tileíni til þess að
taka annan fram yfir hinn.
Sigurður hefur gegnt marg-
háttuðum trúnaðarstörfum um
12 ára skeið og auk þess verið
settur fórstöðumaður lyflækn-
isdeildar Landsspítalans og
kennari í lyflæknisfræði í 4
mánuði. Læknadeildin lítur svo
á, að báðir hafi rækt trúnað-
arstörf sín með prýði og sýnt
ágæta hæfileika til skipulagn-
ingar og telur í þeim efnum
hlut Sigurðar engu lakaii en
Jóhanns.
— Kvikmyndaleikarar
Framh. af 1. síðu
an áróður. Fjöldi kvikmynda-
leikara hefir neitað að bera
Vitni fyrir nefndinni, þar á
meðal Myrna Loy og Katharine
Hepburn. Hafii léikararnir gef-
ið út yfirlýsingu, þar sem þeir
benda á, að atferli nefndarinn
! ar, að rannsaka skoðanir fólks
og hugsanir, brjóti í bág við
mannréttindaákvæði banda-
rísku stjórnarskrárinnar.