Þjóðviljinn - 21.10.1947, Síða 4
4
WOÐVILJINN
Þriðjudagur 21. október 1947.
þJÓÐVILJIN
Útgefandi: Sameinlngarflakkur alþýSu — SósíaUstaflokkurinn
Kltstjórar: Magnus K.jartansson, Sigurður Ouðtnundsson, áb.
Fréttarttstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Sími 7500.
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, siml 2184.
Auglýsingar: Skólavörðuatig 19, simi 6399
PrentsmiSjusíml 2184.
Áskrlftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — LausasöluverS 50 aur. elnt.
Prentsmlðja ÞjóSvilJans h.f.
„Þjófnaður, lygar, skjalafals“
í stjórnmálaátökum síðustu ára hefur vart sézt jafn
endemisleg frammistaða og nú mótar málflutning dóms-
málaráðherrans og afturhaldsblaðanna í umræðunum um
framkvæmd herstöðvarsamningsins. Það er forðast að
minnast einu orði á þau stórvægilegu afbrot sem sönnuð
hafa verið á ríkisstjórnina og setuliðið á Keflavíkurflug-
vellinum. Hins vegar er haldið uppi almennu snakki um að
allt sé í bezta gengi þar syðra eða standi að minnsta kosti
til bóta 'hið bráðasta. En mest áherzla er lögð á að halda því
fram að flugvallarnefndin hafi aldrei sent frá sér dkýrslur
þær sem vitnað hefur verið í og birtar eru í heild í þing-
skjali Áka Jakobssonar og að sósíalistar séu bæði lygarar,
þjófar og skjalafalsarar.
Þessi ofsafengni málflutningur sýnir bezt hversu sárt
bandaríkjaleppunum svíða. uppljóstranir sósíalista. Eins og
oft áður hefur verið sýnt fram á, eru ummæli afturhalds-
blaðanna um skýrslur flugvallarnefndarinnar þvaður eitt.
Skýrsluna um tolla- og skattamál sendi flugvallarnefndin
formlega til ríkisstjómarinnar og skrifuðu allir nefndar-
menn undir. Áætlunin um rekstursfyrirkomulag var sam-
þykkt af allri nefndinni, hún gekk síðan með hana á fund
ríkisstjórnárinnar, sem þvemeitaði að viðurkenna hana.
Nefndin bognaði þá fyrir neitun ríkisstjórnarinnar og sendi
áætlunina ekki formlega frá sér. En skýrslurnar sýna báð-
ar skoðanir flugvallamefndarinnar á þvi, hvernig fram-
kvæma ætti herstöðvarsamninginn út frá hagsmunum ís-
lendinga. Tillögur nefndarinnar hafa hins vegar verið
hunzaðar af ríkisstjórninni sem í einu og öllu hefur metið
hagsmuni bandaríska setuliðsins ofar hagsmunum íslend-
inga.
I ofanálag á þessar blekkingar hefur Bjarni Benedikts-
son í skjóli þinghelginnar talað um þjófnað og skjalaföls-
un í sambandi við þetta mál. Hann hefur sagt að ríkis-
stjómin hafi verið sammála um að réttast væri að fara í
mál við Þjóðviljann en hætt við það sökum þess að hún
var svo fegin því að málið var tekið til umræðu opinber-
lega. Sem sagt: stjórnm er sammála um að afbrot hafi ver-
ið framið en er svo fegin afbrotinu að hún lætur málið nið-
ur falla! Þetta dæmalausa blaður er síðan prentað upp í
landsölublöðunum- öllum og reynt að gera það að aðalat-
riði, til þess að dylja hina hneykslanlegu framkvæmd
samningsins. En eins og dómsmálaráðherrann veit fullvel
voru skýrslur flugvallamefndarinnar ekkert leyndarmál,
og nefndin fór sjálf síður en svo dult með þær. Hann þarf
því ekki að undrast það að þær eru nú komnar fyrir al-
menningssjónir, þótt hann harmi það að sjálfsögðu að geta
ekki hafið pólitískar ofsóknir og brottrekstra í hefndar-
skyni.
Heift dómsmálaráðherrans og blaða hans útaf birt-
ingu skýrslnanna sýnir mætavel málstað bandaríkjalepp-
anna. Álit og störf flugvallarnefndarinnar áttu að vera al-
gert leyndarmál, innilokað í hirzlum ráðherrans. Almenn-
ingur átti ekki að fá að fylgjast með neinu því sem gerð-
ist meðal hins bandaríska setuliðs. Einasta vöm ríkisstjórn-
arinnar var alger launung, þess vegna er nú þotið upp og
brópað „þjófnaður, lygar, skjalafals“, þegar almenningur
fær kost á að kynnast öllum staðreyndum og fella dóma
í samræmi við þær.
Dómsmálaráðherrann gætir þess ekki að hann afhjúp-
ar málstað sinn gersamlega með gífuryrðum sínum og
heift yfir birtingu skýrslnanna. Oft hefui’ hann orðið sér
til minnkunar síðan hann settist í ráðherrastól, en aldrei
hefur hann staðið eins berskjaldaður og vamarlaus og nú.
Undan áfellisdómi þjóðarinnar fær hann ekki flúið, þrátt
^’rír kokhreysti og dólgskap.
Valtýr og „vegur
æskunnar“
Verkamaður skrifar:
„Valtýr Stefánsson verður
nú með degi hverjum ofsafengn
ari í „baráttunni gegn kommún
ismanum.“ Reykjavíkurbréf
hans í dag (sunnudag) eru
öll í þeim dúr og ná hátt á
aðra síðu. Málflutningur Val-
týs er slíkur, að það væri synd
að segja, að ritstjórinn sjálfur
gæfi ekki hinum smærri penn-
um Morgunblaðsins rækilega
leiðsögn í óþverrablaðamenn-
sku.
En það er sérstaklega ein
klausa í þessum Reykjavíkur-
bréfum Valtýs og sú síðasta,
sem ég vildi helzt gera að um-
talsefni. í þessari klausu fer
Valtýr óvirðingarorðum um
Sigurð Róbertsson, rithöfund,
fyrir að hann vann í sumar
við að leggja ,,veg æskunnar“
í Júgóslavíu.
*
Leiguskrifari
„Tónninn í þessari klausu
Valtýs ber vott um fyrirlitn-
ingu á hinum vinnandi stéttum,
og þekktum við raunar nógu
vel innræti ritstjórans til að
vita þetta fyrirfram. Þessi
maður hefur stundað leiguskrif
fyrir auðstéttina í of mörg ár
til þess að nokkur leggi trúnað
á, að hann eigi til snefil af
umliyggju fyrir velferð hinna
vinnandi stétta.
Og hvað viðkemur hinni
glæsilegu frammistöðu æsk-
unnar við endurreisnarstarfið
vestur í Júgóslavíu, þá skal
honum Valtý sagt það, að róg-
ur hans mun aðeins auka fyrir
r t
litningu okkar verkamanna a
ritstjóra Morgunblaðsins. Sig-
urður Róbertsson hefur orðið
fyrir aðkasti af leiguskrifaran
um Valtý Stefánssyni, og Sig-
urður Róbertsson er meiri mað
ur fyrir.
Verkamaður."
Kjólaefni og tilbúnir
kjólar
Enn berast mörg bréf um
skömmtunina. Hér er eitt:
„Mig langar til að gjöra þá
fyrirspurn til háttvirts skömmt
unarstjóra, hversvegna ekki er
eins hægt að kaupa efni í 2
kjóla út á stofnauka nr. 13
eins og tvo tilbúna kjóla. Efni
í einn kjól kostar hér í Reykja
vík með núgildandi verðlagi
ca. kr. 100—140,00. Tilbúinn
kjóll úr samskonar efni kostar
kr. 5—600.00 saumaður eftir
nýjustu tízku og skreyttur með
perlusaum eða öðru því líku
útflúri. Að sauma slíkan kjól
er eins til eins og hálfs dags
vinna fyrir æfða saumakonu.
Gamli shrifar:
Aðstoðarmenn í eldhúsi.
Mikið æði hefur gripið amer
íku-agentana við umtal það og
blaðaskrif, sem spunnust um
Keflavíkursamninginn hinn 5.
okt. s.l. eða á ársafmæli þess
giftulausa plaggs. Slíkt er raun
ar engin furða, þ.ví litlir menn
sem gert hafa skömm af sér,
rjúka jafnan upp í móðursjúku
ofboði ef smán þeirra er rifjuð
upp, og það jafnvel þó smánin
sé svo stór, að lítil líkindi séu
til að hún fyrnist og sízt með
þjóð sem er jafn langminnug
á sögu sína og vér Islendingar.
Þennan umrædda dag birtist í
Þjóðviljanum skýrsla um fram-
kvæmd samningsins, það eina
ár sem liann hefur verið í gildi,
og kom þá í Ijós að flest atriði
hans hafa verið svikin af hálfu
þeirra amerísku, en áhugi utan-
ríkisráðherra vors verið harla
lítill á að halda rétti hins ís-
lenzka samningsáðila. Engum
mun hinsvegar hafa komið
þetta á óvart, jafnvel ekki hin-
um þrjátíu og tveim leigusöl-
um Reykjanesskagans enda þótt
þeim komi það ónotalega, að
þjóðin'sjálf geti séð þessar stað
reyndir á prenti. Fátt í skýrslu
þessari mun þó hafa snortið
blygðunartilfinningu (ef nokk-
I ur er) binna íslenzku landssölu-
manna jafn illa og sú ömurlega
vitneskja hve hlutur íslendinga,
sem vinna í þjónustu Ameríku
manna þar suður frá, er gerður
smár. Eins og menn muna var
mikið af því gumað að í samn
ingi þéssum væru ákvæði um
að Ameríkumenn kenndu mör-
landanum tæknileg störf á flug
vellinum, ,,í vaxandi mæli“, en
framkvæmdin orðið sú að yfir-
gnæfandi meirihluti þeirra Is-
lendinga, sem þar stunda nám
þessara tæknilegu starfa 'eru
skráðir ,,aðstoðarmenn“ annað-
hvort í eldhúsum ei)a þvottahús
um. En þessi aðstoðarmanns-
störf fela Ameríkumenn aðal-
lega svertingjum í heimalandi
sínu, og mun flestum kunnugt
hvaða álit hinir amerísku kjarn-
orkumenn hafa á negrum, enda
hefur Bjarni Benediktsson nú
nýlega reynzt vera á amer-
ískri línu í afstöðu sinni gagn-
vart hinum blakka kynþætti.
Þó uppþot amerísku pressunn
ar á íslandi út af þessum upp-
lýsingum, hafi að vonum vakið
mikla furðu, hefur þó hið
hneykslanlega athæfi meirihluta
útvarpsráðs valdið ennþá meiri
gremju og undrun alls almenn-
ings. En þessi útvarpsmeiri-
hluti með Stefán Pétursson í
Ef við reiknum með að þær
hafi í kaup kr. 12—1300.00 á
mánuði, mun saumaskapurinn
á kjólnum kosta verzlunareig-
andann kr. 40—60,00. Eftir
þessum útreikningi mun kjóllinn
kosta verzlunareigandann í
allra' hæsta lagi kr. 200,00. Þá
er álagning á tilbúna kjóla hér
í Reykjavík ca. kr. 400,00.
★
Til að bæta kaupmönn-
um upp skaðann?
„Eg hefi oft spurt sjálfa
mig: Er þessi ráðstöfun virki
lega gjörð í þeim tilgangi að
bæta kaupmönnum upp skað-
ann af því að nú verzlar fólk
yfirleitt minna vegna skömmt-
unarinnar? En þessi eina stétt
verðúr að sitja að gróða sín-
um. Eg geri ráð fyrir að allar
saumakonur sem hingað til
hafa tekið heim efni til sauma
skapar séu nú atvinnulausar.
Því mun þægilegt fyrir kaup
menn og heildsala sem eiga lag
er af kjólaefnum að fá
saumakonur í sína þjónustu,
borga þeim kr. 40—60,00 fyrir
að sauma kjólinn, og græða
I sjálfir á honum kr. 4—500,00.
Gunna Jóns.
★
Kvikmyndagagnrýnin
enn
L.J. skrifar:
„Kæru Þjóðviljamenn!
Það hefur verið los á kvik-
myndagagnrýni ykkar upp á
síðkastið. Hún hefur jafnvel
alveg legið niðri nú um skeið.
Eg býst við, að það sé þreyt-
Framhald á 7. síö
broddi fylkingar, og einn póli-
tískan heimalning íhaldsins, sem
alla tíð hefur þótt afturkreist-
ingur að andlegum þroska, hef-
ur nú vikið vinsælum útvarps-
Ifyrirlesara frá störfum fyrir það
eitt að lýsa fyrir hlustendum
því sem fyrip augu hans bar á
Keflavíkurflugvellinum. Var
þessi frásögn bæði hlutlaus og
skemmtileg, eins og vænta
mátti. En svo hörundssárir eru
ameríkuagentarnir nú orðnir ef
þessi mál ber á góma, að sagt
er að ýmsir háttsettir Alþýðu-
flokksmenn hafi í bókstaflegum
skilningi hrokkið upp af stand-
inum út af þessu erindi. Svo
sjúkt er orðið ímyndunarafl
þessara. Alþýðuflokksmanna, að
þeir hafa ekki farið dult með
það manna á meðal að frásögn
útvarpsfyrirlesarans af 1 hundi
einum er varð á vegi hans þar
syðra, hafi verið dulbúin árás
á formann Alþýðuflokksins og
núverandi forsætisráðherra.
Verður að átelja harðlega-slík-
ar getsakir, þar sem að baki
þeirra felst meiri lítilsvirðing
á leiðtoga heils stjórnmála-
flokks og einum æðsta valds-
manni landsins, en talizt getur
sæmileg, jafnvel þó Stefán Jó-
hann Stefánsson eigi í hlut.
Skiptir þar litlu máli þó hinir
sömu menn, geti sér til afsök-
unar bent á þann skyldleika í
skapgerð liúsdýrs þessa og for-
sætisráðherra vors, að báðir
Frarrúiald á 7. síðu.