Þjóðviljinn - 21.10.1947, Qupperneq 5
Þriðjudagur 21. október ..1947,-
WCtiQYiLJINN
5
SKÝRSLUR FJÁRHAGSRÁÐS
Fyrir tveimur mánuðum síð
an sendi fjárhagsráð frá sér
skýrslu um horfurnar í gjald-
eyrismálunum og nú hefur ráð
ið enn sent frá sér skýrslu um
sama efni.
í fyrri skýrslunni var því
lialdið fram að hlutlaust væri
skýrt frá staðreyndum og bæri
að skoða skýrsluna, sem „út-
tekt í tölulegum staðreyndum",
Það sýndi sig þó greinilega að
skýrslan var mjög villandi og
að hún gaf ranga mynd af á-
standinu í gjaldeyrismálunum.
Tilgangur fjárhagsráðs og rík-
isstjórnarinnar með skýrslunni
kom þó betur og betur í ljós eft-
ir þyí sem á leið.
Mest villandi kafíar skýrsl-
unnar voru lesnir yfir þjóð-
inni í útvarpi og síðan komu
þrír ráðlierraf með ræður um
skýrsluna og gengu þær allar
þó langtum lengra en sjálf
skýrslan í að rangfæra stað-
reyndir. Tilgangurinn með öllu
þéssu var, að reyna að telja al
menningi trú um' að gjaldeyris
skortur ógnaði lífsafkomu
manna á næstu mánuðum og að
svo væri nú ástatt í fram-
leiðslumálum þjóðarinnar og
íjármálum, að almenningur
iláéið gerir tvser áætlanir um saiua efui og
skakkar 50 uiill|éniiiii. kykist ráðiá svo
hala SPARAÐ 50 iiiiiljj. króua í g|al«leyri
með þessiiui ÁÆILUNUM
i
yrði að taka á sig stórar fórn-|
ir.
L,aunalækkun var aðal-til-
gangurinn.
Fyrri skýrslan
Aðalefni fyrri skýrslunnar
(var „sönnun“ á því með tölum,
að frá ágúst-byrjun til árs-
loka vantaði 137 milljónir kr.
til þess að þjóðin gæti haldið
uppi nauðsynlegum innflutn-
ingi og hafði þá verið
tekið tillit til allra gjald-
eyristekna fram að áramótum.
Innflutnings'þörfin 5 síðustu
mánuði ársins var talin 170
millj. kr. en þar á móti voru
aðeins til 33 millj. kr., svo 137
millj. kr. vantaði.
Þessar tölulegu „staðreynd-
ir voru þannig settar upp í
skýrslu ráðsins:
Orðrétt úr skýrslunni:
„Ef tölur þessarar skýrslu
ei'u notaðar til þess að gera
upp gjaldeyrishorfurnar,
verða þær þessar:
Gjaldeyriseign í ársbyrjun
1947 223.1 millj.
Gjaldeyriskaup
bankanna 1947
(áætl.) 309,2 millj.
Samtals 523,3 millj.
Gjaldeyrisleyfi til
9. ágúst 499.0 millj.
Eftir eru þá 33,3 millj.
Þessi niðurstaða sýnir, að
137 miHjónir vantar á, að
fullnægt yrði þeim þörfum,
sem fyrir liggja, ef ástand-
ið væri eðlilegt, þó að öll
gjaldeyriseign í ársbyrjun
væri notuð, og ekkert eftir
um næstu áramót.“
Augljóst er að þessi upp-
setning fjárhagsráðs gefur al-
rangar hugmyndir um gjaldeyr
isástandið. Fyrst er þess að
geta að áætlunin um gjaldeyr-
iskaupin 1947 kr. 309,2 millj.
er ekki rétt, enda nú gerð önn
ur áætlun um þenna lið. Göng
um þó út frá að sú áætlun væri
rétt og hefði þjóðin þá úr að
spila 523,3 millj. kr. í gjald-
eyri á árinu 1947. En þegar
frá þeirri upphæð eru dregin
veitt gjaldeyrisleyfi 499,0 millj.
kr. og tekin eins og eyddur
gjaldeyrir, þá vex skekkjan.
Veitt innfl,- og gjaldeyrisleyfi
segja vitanlega ekki nema
mjög ónákvæmlega um gjald-
eyrisnotkunina. Allmikið af
leyfum er aldrei notað. —
Sum leyfin fást ekki endurnýj
uð og möguleikinn .til innflutn
ings út á önnur reynist ekki
fyrir hendi. Og svo er hitt,
sem mestu skiptir máli, að
mjög mikið af vörum fæst ekki
afgreitt út á leyfin fyrr en
löngu, löngu eftir að þau eru
Stíerstii sms§igi í sögu landsins:
veitt. Að draga veitt innflutn-
ings- og gjaldeyrisleyfi frá
handbærum gjaldeyri er því
hreinasta fásinna, ef gefa á
rétta mynd af gjaldeyrisástand-
inu eins og það er, en slík að-
ferð er ágæt, ef tilgangurinn
er að telja mönnum trú um að
ástandið sé margfalt verra, en
það raunverulega er.
Reynslan árið 1946
Það er ekkert nýtt fyrir-
brigði, þó að fjárhagsráð vilji
svo vera láta, að nokkuð vanti
á gjaldeyri til þess að fyrir-
t liggjandi gjaldeyriseign um ára
mót nægi til þess að standast
á móti útgefnum gjaldeyrisleyf
um ársins og gjaldeyrisskuld-
bindingum. Það er fróðlegt í
þessu efni að sjá, hver útkom
an verður, ef reikningsaðferð
fjárhagsráðs er notuð í sam-
bandi við afkomuna s.l. ár.
1 ársbyrjun 1946 er nettó
gjaldeyriseign bankanna sam-
kvæmt hagfræðinga-
álitinu 435,1 miljj.
Gjaldeyriskaup
bankanna árið
1946 reyndust 323,9 millj.
Samtals 759,0 millj.
En útgefin gjaldeyrisleyfi að
meðtöldum endurnýjuðum
leyfum 856,6 millj.
Eða skort hefur 97.6 miilj.
á, að til væri gjaldeyrir fyrir
skuldbindingum.
Reynslan varð þó sú, eins
og fjárhagsráð viðurkennir, að
Dómsmálaráðherrann og yfirvöldin hafa verið' í vilorði um þessi lögbrot
Þjóðviljinn hefur nú fengið staðfestar fregniri
af því að hinn ólöglegi innflutningur á áféngi og
sterkum bjór til setuliðsins á Keflavíkurflugvellin-
um er ekkert smáræði. Undanfarna tvo mánuði
hefur verið flutt inn 500 kassar af ýmsum áfengis-
tegundum og 1600 kassar af stérkum bjór. Er það
umfangsmesta smygl sem um getur í sögu landsins.
Allt þetta magn liefur ýmist komið með dönskum
skipum eða leiguskipum Eimskipafélagsins og ver-
ið flutt beina leið suður á Keflavíkurflugvöll án
nokkurrar tollskoðunar eða eftirlits.
Eins og kunnugt er, er smygl talið mjög alvar-
legt lögbrot þegar íslendingar eiga í hlut. Allur
áfengisinnflutningur á samkvæmt lögum að fara
gegnum Áfengisverzlun ríkisins, og eru engar und-
anþágur til frá þeim lögum. Innflutningur á sterk-
um bjór er algerlega bannaður samkvæmt lögum,
og heimila þau lög ekki heldur neinar undanþágur.
Engu að síður helzt Bandaríkjamönnum á Kefla-
víkurflugvellinum uppi þetta stórvægilega smygl
sitt, og hefur dómsmálaráðherra landsins beinlínis
gefið undirmönnum sínum fyrirmæli um að loka
augunum fyrir því! Dómsmálaráðherrann er því
sekur um að hilma yfir stórafbrot og að fyrirskpa
undirmönnum sínum sömu afstöðu!
Herstöðvasamningurinn heim
ilar að sjálfsögðu ekki þessi
'lögbrot. Samkvæmt honum hef
ur sá hluti setuliðsins, • sem
starfar að samgongum við her
námssvæðið í Þýzkalandi, um
50 menn, lieimild til að kaupa
tollfrjálst áfengi af Áfengis-
verzlun ríkisins. Tollfrelsisá-
kvæðin ná aðeins til þessa
hluta setuliðsins. Hins vegar
hefur þetta lið, eins og áður er
sagt, enga heimild til að flytja
inn áfengi. Samkvæmt lögum
hefur Áfengisverzlun ríkisins
algert einkaleyfi til þess, og
hafa engar undanþágur verið
heimilaðar frá því einkaleyfi.
Herstöðvasamningurinn veit
ir enga heimild til að flytja inn
sterkan bjór. Það er strang-
lega bannað með lögum og eru
þungar refsingar ef út af er
brugðið. Þeim lögum hefur ekki
verið breytt og ná þau að sjálf
sögðu til bandaríska setuliðs-
ins á Keflavíkurílugvellinum
eins og allra annarra manna
sem dveljast hér á landi.
Meðan landið var hernumið
fluttu Bandaríkin að sjálfsögðu
inn áfengi og bjór í stríðum
straumum, þar sém íslenzk lög
náðu ekki til herstöðva þeirra,
Bandaríkjalepparnir með dóms
málaráðherrann í broddi fylk-
ingar halda því hins vegar
fram að Keflavíkurflugvöllur-
inn sé ekki bandarísk herstöð
lengur, og að sjálfsögðu ber að
framkvæma samninginn á
þeirri forsendu. En engu að síð
ur er herstöðvarástandið látið
haldast á öllum sviðum, eins
og þetta óheyrilega smygl sýn
ir mætavel. Á Keflavíkurflug-
vellinum eru íslenzk lög ekki
látin gilda, þar er herraþjóðin
einvöld . og setur sér sjálf þau
lög sem lienni þóknast. Og
sjálfur dómsmálaráðherrann
lætur sér sæma að hilma yfir
stórglæpi til að þóknast hin-
um bandarísku yfirboðurum
sínum.
Ef Alþingi vill ekki verða
samsekt dómsmálaráðherran-
um verður það tafarhiust að
skipa rannsóknarnefml til að
grandskoða framkvæmd sanrn
ingsins, yfirheyra þá embættis
menn sem við framkvæmdir
eru riðnir og fá vitneskju um
afstöðu dómsmáiaráðherrans
til tvímælalausra íslenzkra
laga.
í árslok 1946 var gjaldeyris-
eignin 223,1 millj. en ekki
~r~ 97,6 millj eins og hennar
vitlausa reikningsaðferð leiddi
til. Þetta sýnir einfaldlega þá
staðreynd að veitt leyfi er ekki
sama og gjaldeyrisnotkun —
að leyfin koma aldrei öll fram
og að þau koma ekki til fram
kvæmda fyrr en löngu síðar,
þegar aflað hefur verið nýs
gjaldeyris. Auðvitað ‘ er óhugs-
andi annað en að veita all-mik
ið af leyfum upp á framtíðina,
nema tilgangurinn sé að stöðva
allan rekstur. Á s. 1. ári nam
heildar innflutningsverðmætið
ekki nema 443 millj. króna þó
að leyfi í umferð á árinu hafi
numið yfir 800 millj. króna.
I ársbyrjun 1947 fór líka
eins og venjulega, að allmikið
af útgefnum leyfum féll nið-
ur og yfir 100 millj. voru end
urnýjuð og færðust yfir á árið
1947.
Síðari skýrslan
Þegar tveir mánuðir voru liðn
ir frá útkomu skýrslu fjárhags
ráðs sendi ráðið svo aðra
skýrslu um sama efnið. Síðari
skýrslan stangar svo um koll
flest aðalatriði í fyrri skýrsl-
unni, en önnur atriði er reynt
að setja þannig upp að ókleift
sé að gera nokkurn samanburð.
I þessari skýrslu viðurkennir
ráðið þó, að leyfi upp á 17,8
millj. hafi þegar fallið niður,
af leyfum þeim sem í umferð
hafa verið á árinu og í fyrri
skýrslunni voru öll talin koma
til útgjalda.
^raml’ á 7, rðu.