Þjóðviljinn - 24.10.1947, Side 5
Föstudagur 24. okt. 1947.
ÞJOÐVlLJINN
5
HJörn ssan:
Seinni grein
Nýr heimur
Það, sem aðallega vekur at-
hygli Vesturlandabúans, þegar
hann kemur til Tékkóslóvakíu,
er hinn gjörbreytti hugsunar-
háttur fólksins og breytta við
horf þess til framtíðarinnar frá
því, sem hann á að venjast.
„Hér er mjög heiinæmt and-
legt andrúmsloft“, var hið venju
lega viðkvæði vestrænna
manna, hvort sem þeir voru
frá Árgentínu, Noregi eða ein-
hverju landi þar á milli, og
hvaða skoðanir, sem þeir höfðu
í einstökum atriðum, þegar ég
spurði þá, hvernig þeim geðj-
aðist að gista Tékka. Svart-
sýnin og barlómurinn er að
mestu rokinn út í veður og vind.
Tékkar virðast ekki dulir og
þumbaralegir, heldur allopinská
ir og auðvelt er að kynnast
þeim. Hvaða maður, sem tek-
inn er tali, hefur frá ein
hverjum framförum, einhverj-J
um ávinningum að segja úr
þjóðlífinu. Lögfræðistúdent eys
miskunnarlaust yfir mig
fræðslu um framfarir í skatta
málum, þótt mér finnist það
fremur leiðinlegur lestur. Aldr-
aður skrifstofumaður vill endi-
lega láta mig læra utanbókar
ýmsar tölur varðandi ívilnanir,
sem fjölskyldufeður njóta og
fara eftir stærð heimila þeirra.
Kennari tekur andköf af áhuga,
þegar hann skýrir fyrir mér
framfarir í fræðslumálum. „Við
hér í Tékkóslóvakíu metum
manngildið nú orðið eftir hæfi
leikum manna en ekki í krónu
tali eins og þið gerið á Vestur
löndum“. Hann verður bráð-
mælskur þegar hann fer að
lýsa því tapi sem þjóðfélagið
biður við það, að hæfileika-
snauðir menn þyrpast í opinber
ar stöður, af því að þeir geta
keypt sig gegnum skólana. Nú
skal því lokið, hæfileikarnir
einir eiga að ráða. Opinber
starfsmaður segir mér það í
óspurðum fréttum, að allri
skoðanakúgun sé aflétt í land
inu. Þér megið hafa, hvaða skoð
anir, sem þér viijið. Ekkert til
lit tekið til þeirra við embætta
veitingar. Hann virðist trúa
því, að yfirburðir þjóðnýting-
arinnar komi meðal annars
fram í því, að hún geri skoð-
anakúgjin óhugsandi. Ég átti
bágt með að skilja þær stað-
liæfingar hans, en komst síð-
ar að því, að Tékkar virðast
eiga bágt með að skilja, að sá
möguleiki sé til, að stjórnin sé
lilutdræg. Harðsvíraður íhalds
maður, sem fór fyrirlitningar-
orðum um verkalýðinn, fullviss
aði mig um það, að sér geðj
aðist að stjórninni. „Öllum
geðjast að stjórninni, því að
við erum lýðræðissinnar og hjá
okkur ríkir eilíf þjóðstjórn.
Allir eru meira og minna hrifn
ir af flokki sinum!“ sagði hann
og pataði út í loftið.
Verkalýðurinn virðist næst-
um því barnalega hrifinn af
einhverju, sem hefur snortið
hann og er ánægður með kjör
sín. Mér virtist oft eins og
gamla kynslóðin hefði að
nokkru leyti kastað ellibelg. Á
kvöldin sáust oft hópar af
körlum og kerlingum á labbi
um göturnar og jafnvel lögðu
þau leið sína inn á veitir.ga-
húsin. Síðasta kvöldið, sem ég
dvaldi í Praha, lenti' ég allt í
einu í hópi brosleitra hús-
mæðra á fimmtugs- til sex-
tugsaldri. Þær voru að safna
rithöndum eins og unga fclkið
og skemmta sér niðri á Vacla-
vské námésti, aðalgötu Praha.
Óperugestir í vinnu-
skyrtum
Bjartsýni og lífsgleði er þó
ekki alls ráðandi- hjá öHum
þegnum þjóðfélagsins. Stundum
verða Cvrir manni emr-lakling-
ar, sem v:uðast hafa allt á horn.
I um sér, en sameiginlegt eia-
kenni þeirra er fyrirlitning og
jafnvel hatur til verkalýðsins.
Þessir menn fræða mann stund
um um hina furðulegustu hluti.
Einn sagði mér, að öll fyrir-
tæki landsins væru rekin með
tapi. „Eg skal segja yður,
hvað þjóðnýting er í fram-
kvæmd“, sagði ung kona við
mig. „Fyrir stríð var fimm
sinnum ódýrara að fara í bíó
en nú er, og þá græddu bíóin.
Nú skaðast þau þrátt fyrir
okrið“. „Eg held, að ríkið sé
segir, að verkalýðurinn væri
eina stétt þjóðfélagsins, sem
gæti veitt sér þann ,,lúxus“, að
fara á leikhús, óperur og kaupa
bækur. Þetta geri hann ekki.
Leikhúsin standi tóm og bæk-
urnar seljist ekki. Eg fór nokkr
um sinnum á söngleikahús í
Praha. Þau eru mörg og glæsi
leg í borginni, flest byggð af
keisurum Hins heilaga þýzk-
rómverska ríkis, meðan þeir
höfðu aðsetur sitt þar. Húsin
voru alltaf nokkurnveginn full
setin, þegar mig bar þar að, en
þar var ekki margt um prúð-
búið hefðarfólk. Mest bar á
almúgamönnum, sem virtust
hafa skroppið heim, áður en
þeir fóru í leikhúsið, þvegið
sér og farið í lireina skyrtu.
Jakkinn skiptir ekki miklu máli
í Praha að sumarlagi. Konurn-
ar voru flestar í léttum lérefts
kjólum. Listagyðjan setur nið-
ur í augum sumra, er henni
hlotnast slíkir aðdáendur.
Kaupgjald í landinu er all-
mismunandi eftir atvinnugrein
um og afköstum. Lágmarks-
kaup var talið um 3000 kr.
(um 400 kr. ísl.), en faglærðir
menn geta fengið um 7000 kr.
(um 900 kr. ísl.). á mánuði.
Algengasta verkamannakaupið
er 5000—6000 kr. á mánuði.
Verðlag er yfirleitt mjög lágt
á okkar mælikvarða, þegar ís-
lenzka fiskinum sleppir. Af hon
um kostar 56 kr. kílóið í flök
um. Lítið verð er á kjötinu.
Tékkar eru bölvaðar kjötætur
Tékkóslóvakía er mikið ferðamannaland bæði að vetur- og sum-
arlagi. M. a. eru þar mjög góð skilyrði til skíðaferða. Á myndinni
sézt eitt af hinum mörgu skíðahótelum landsins.
aður er ekki sjáanlegur, þó
mun eitthvað kveoa að „kunn-
ingjaverzlun“ með einstakar
tegundir matvæla, Til saman-
burðar má geta þess, að svip-
uð máltíð á ódýrum veitinga-
húsum kostar um 1/60 úr viku
kaupi í Praha, 1/ 44 í Reykja-
vík, 1/20 í London og 1/15 í
París. Þessar tölur sýna á eng-
an hátt hlutfallið milli kaup-
gjalds og framleiðslukostnaðar
í þessum borgum, en ég býst
við að þær bendi í áttina.
Óhæg banalega
Eftir heimkomuna virðist mér
ég skilji betur en áður, af
hverju öll svartsýnin og bar-
lómurinn stafar hjá okkur og
öðrum vestrænum þjóðum. Við
búum við stjórnarfar, sem er
hluti af fortíðinni og þolir ekki
að sjá árroða nýrrar aldar, sem
gerir mannlegum verðmætum
hærra undir höfði en áður tíðk
aðist. Fylgjendur auðhyggjunn
ar finna að völdin forréttind-
in eða rás viðburðanna fer allt
af hörðum höndum um það,
sem veitir mótspyrnu. Það er
hægt að stífla fljótið í bili, en
það brýzt alltaf einhvers stað-
ar fram og leitar til sjávar.
Á öllum tímum hafa togazt á
framsækin öfl og afturhald.
Afturhaldið hlýtur jafnan í
sögunni þungan áfellisdóm
hvort sem menn hafa glæpzt
til fylgis við það af fáfræði,
illgirni eða afglapaskap. En
umbótamennirnir mega ekki
telja sig hafa höndlað allan
sannleika, því að einn góðan
veðurdag vakna þeir þá við að
vera staðnaðir í rás tímans.
Eg spurði Tékka oft að því,
hvort þeir væru ekki ánægðir
með þá skipun málanna sem
þeir hefðu komið á hjá sér.
Svör þeirra voru oft á þessa
leið: „Við erum ekki ánægðir,
af því að við erum umbóta-
menn. Við getum gert betur.
Sjáið þér til“.
að fara á hausinn", sagði ann- og vilja helzt ekki fisk, nemajin eru að dragast úr höndum
ar. „Verkalýðurinn og þjóðaýt
ingin sliga það. Eg held, að
verzlunarjöfnuðurinn sé mjög
óhagstæður". Þegar ég athug-
að hagtíðindi, sá ég að verzl-
unarjöfnuðurinn hafði verið
hagstæður um nokkra milljarða
króna síðastliðið ár.
thaldssamur menntamaður
fræðir mig á því, að verka-
lýðurinn sé að drepa alla and
lega starfsemi í landinu. Hann
síld. Kvenfólkið er í holdugra1 sér. Þeir finna að „dagur reiði,
lagi, og er nauðsynlegt að benda
því á að éta fisk til þess að
hlaupa ekki í spik á unga aldri.
Á ódýrari veitingahúsum er
hægt að borða dágóða máltíð
fyrir 20 kr., en á dýrari stöð
um fyrir um 40 kr. Af þessu
sést, að almenningur lifir ekki
í neinu óhófi. Nokkur skortur
er á sumum vörum og margt
dagur bræði“ nálgast. Þegar
ég var krakki, las ég söguna
af Ivari Hlújárni. Fremst í
bókinni var mynd af Reginvaldi
uxaskalla á banasænginni, þar
sem allskonar ófreskjur og
minningar um forna glæpi
sækja að honum. Auðvaldinu
er líkt farið. Því er fremur
óhæg banalegan, og mun hún
er skammtað, en svartur mark þó verða óhægri síðar. Þróun
Ársstefna ungmennafélaga Tékkóslóvakíu, er hún var haldin á ny eftir lO .ára hernám Þjóðverja
Kvenskátafélag
Reykjavíkur
25 ára
Miðvikudaginn 15. okt. minnt-
ist Kvenskátafélag Reykjavíkur
25 ára afmælis síns með hófi að
Skátaheimilinu við Hringbraut.
Frú Hrefna Tynes, félagsfor-
ingi, flutti ávarpsorð og bauð
gesti velkomna. Undir borðum
voru margar ræður fluttar.
Skátahöfðingi dr. Helgi Tómas-
son flutti félaginu árnaðarósk-
ir og gaf því göngufána. Einnig
veitti hann frú Hrefnu Tynes
Þórsmerkið í viðurkenningar-
skyni fyrir mikið og gott starf
í þágu skátamála. Frú Áslaug
Friðriksdóttir rakti sögu félags-
ins umliðin 25 ái í stuttum drátt
um. Frú Guðrún Jóhannsdóttir
frá Brautarholti flutti kvæði,
sem hún gaf félaginu í tilefni
afmælisins. Fyrsti félagsforingi
Kvenskátafélags Reykjavíkur
frk. Jakobína Magnúsdóttir yf-
irhjúkrunarkona var kjörin
heiðursfélagi.
Félaginu barst f jöldi gjafa og
skeyta. Eftir að borðum hafði
verið rutt hófst varðeldur. Þar
skemmtu skátastúlkur með sög
um, hljóðfæraleik, smáleikþátt-
um og söng.
- Framhald á 7. síðu