Þjóðviljinn - 25.10.1947, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.10.1947, Blaðsíða 1
12. árgangur. LausardaKur 25. október 1947. Æ. F. H. Sjálfboðavinna verður við skíðaskálann um helgina. Farið verður á morgun (sunnudag) ki. 9.30 frá I»órs j götu 1. Hafið með ykkur mat og drykkjarílát. Félagar fjölmennið! Stjórnin. 11 ° y> & i !cr ittföisuði ALMENNUR FUNDEJ Mosiovum Falsaé bré£ c*na."söiiiiunargagii99 fyrir á siljknR um koiiimúnisMskan iindirróclur Hermann sálaði Göring, sem kveikti í þýzka rík- isþinghúsinu og kenndi svo kommúnistum um brunann til að fá átyllu til ofsókna gegn þeim, virð- ist hafa eignazt verðugan arftaka, þar sem Gonzales Videla, forseti Suður-Ameríkuríkisins Chile, er Blaðið „Politika“ skýrir frá því, að eina sönnun- argagn, sem Videla hefur lagt fram til stuðnings ásökunum sínum um að sendisveitarstarfsmenn Júgóslava í Chile hafi rekið þar kommúnistískan undirróður, sé bréf eitt, sem full vissa er fengin fyrir að er falsað. Videla lét stjórn sína slíta stjórnmálasambandi við Júgó- slavíu, Sovétríkin og Tékkóslo- vakíu og hafði að yfirvarpi þennan upplogna undirróður, sem átti að vera skipulagður af hinni nýstofnuðu upplýsing- skrifstofu kommúnista i Bel- grad. Hlægilegar ásakanir Chilestjórn birti ásakanir sín ar viku eftir að upplýsingaskrif stofan var stofnuð, og hélt því fram að verkfall kolanámu- manna í Chile stafaði af undir róðri, skipulögðum af stofnun í annarri heimsálfu, sem tekin var ti! starfa fyrir fáum dög- um! Jafnframt tilkynnti Chile- stjórn, og bar fyrir sig hið falsaða bréf, að upplýsinga- skrifstofan (sem eins og áður I segir varla var tekin til starfa) ræki skipulagðan undirróður í öllum Suður-Ameríkuríkjum. Fasistiskar kúgnnarráðstafanir En Videla liefir ekki látið sitja við það, að not.a hið fals- aða bréf til rógsiðju um erlend ríki. Hann íiefir, með falsanir sínar sem jfirvarpsástæður, hafið ofsókna- og kúgunarher- ferð gegn kommúnistum og verkalýðshreyfingunni. Fjögur fjölmennustu héruð landsins hafa verið lýst í hernaðará- stand, kommúnistum og verka- lýðsleiðtogum hefir verið varp- að í fangelsi hundruðum .sam- an og hervaldi beitt gegn verk fallsmönnum í kolanámunum. Blöð kommúnista hafa verið bönnuð og skrifstofum flokks- ins lokað. ♦—------------------;--- @é§ síldveiði í Isafirði Nokkur skip komin á veiðar Allmikil síld veiðis.t nú í Isaf jarðarbotni og þykir út- lit fyrir að framhald verði þar á. Nokkur skip eru kom in á veiðar þ. á. m. þrjú frá Isafirði og tvö frá Akur- eyri. Þrír stórir síldar- lásar eru í notkun, en mest hefur veiðst í landnætur og einnig verið allgóð veiði í snurpu- nót. Lítur út fyrir að mikil síld sé þar um slóðir. Mest veiðist í ísafirði og Leiru- firði í Jökulfjörðum og einn ig veiddist nokkuð í Skötu- firði, en er nú hætt. Síldin er send til Siglu- fjarðar og hefur ,,Grótta“ verið ráðin til flutninganna. Nokkur smærri skip eru þeg a.r byrjuð flutninga. ,Grótta‘ er búih að fara eina ferð til Siglufjarðar og ,,Ernir“ eina. Þá hefur síldar orðið vart á ísaf jarðarpolli og veidd- ist hún í net. Hún var bremsulaus Það slys varð á Skúlagötu kl. 16.35 í gær að 10 ára gam all drergur, Sigurður Einars- scn, Bauðarárstíg 13, varð t'yr ir vörubifreið og síasaðist mik- Eð. Við rannsókn kom í Ijós að bifreiðin var bremsulaus. Slysið varð rétt fyrir vestan Rauðarárstíg á Skúlagötu og kom drengurinn út á götuna frá bifreiðastæði vörubilastöðv- arinnar „Þróttur“. Gatan er þarna 10 m. breið, þ. e. a. s. akbrautin, sem ekið er á. Að sögn sjónarvotta varð drengur- inn fyrir bifreiðinni ellefu metra frá vinstri brún bifreiða brautarinnar, eða 1 metir utan við nyrðri kannt hennar. Varð drengurinn fyrir bifreiðinni að framan og stöðvaðist hún ca. 6y2 meter fyrir vestan dreng- inn þar sem hann lá á götunni. Bifreiðarstjóri, sem ók 10 m. á eftir þessari bifreið, segir að - ■«-)i^;ri>:a-!r;ar=naTr)g ^iðmnuiNN 5-vikna söfnun Þjóðviljans: Sósíalistar, söfnunin heldur áfram af fullum krafti. Eftir að hafa farið frarn úr áætlun fyrstu tvær vikurn- ar er nú enn nauðsynlegra að yfirstandandi söfnunar- vika nái einnig markinu. Herðum því söfnunina, sósíal- istar. Háfið samband við skrifstofu flokksins í dag og gerið skil. ‘ Fylkfslgiii fea* sií stað. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík liefur nú ákveðið að hefja sinu sérstaka þátt i -söfnuninni og rétta Þjóðvilj- anum sína öríandi hönd. Við fögnnm þessari ákvörðuii Fylkingariimar og er- um þess fulhissir, að vsð uppgjör yfirstandandi söfnun- anikn muui lilutur æskulýsius setja svip sinn á útkom- una. ■ SÖFNUNARNEFNIHN. »—•'------;--—---------------------------:-------♦ Lúðvík Jósepsson Sósíalistafélag Reykjavíkur efnir til almenns |fundar í Nýju Mjólkurstöðinni, Laugavegi 162, á jmorgun kl. 2. Umræðuefni: Dýrtíð og atvinnumáL Ræðumenn verða Lúðvík Jósefsson, Hermann Guð- mundsson og Sigfús Sigurhjartarson. Þrjár vikur eru nú liðnar síðan Alþingi var kvatt ] saman og á öllum þeim tíma hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram eitt einasta mál og Alþingi hefði 1 verið óstarfhæft með öllu ef sósíalistar hefðu ekki lagt fram tillögur sínar. Liðið er nú á annan mánuð j síðan stéttaþingið var kvatt saman, og einnig það ' hefur verið óstarfhæft að mestu vegna þess að rík- isstjórnin hefur ekki lagt fram nauðsynleg gögn. Ríkisstjórnin er þannig bæði úrræðalaus og óstarf- hæf, og svarar í engu þeim spurningum sem nú eru á hvers manns vörum. En á morgun kl. 2 munu Reykvíkingar f jölmenna á fund sósíalista og heyra skoðanir þeirra á vanda- málum þeim, sem ríkisstjórnin er gersamlega óhæf til að leysa. Herraaiin Guðmundsson Sigfús Sigurhjartarson kúlan á.afturöxli vörubifreiðar innar hafi dregið dreriginn ca. 3 m. eftir götunni áður en hún fór yfir hann, en hann fullyrðir að hjólin hafi aldrei farið yfir drenginn. Drengurinn slasaðist mikið og var fluttur á Landsspítal- alann. Reyndist hann vera bæði viðbeins- og höfuðkúpu- brotinn. Komst hann til með- vitundar í gærkvöld og standa vonir til að hann muni lifa meiðslin af. á að sætta Araba og Gyðinga Á fundi Palestínunefndar í fyrradag voru þeir Dr. Evatt, frá Ástralíu, Svascivat prins frá Síam og Thor Thors kosnir til að reyna að koma á sættum milli Araba og Gyðinga um framtíð Palestinu. (Fréttatilkynning frá utanríkis ráðuneytinu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.