Þjóðviljinn - 25.10.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.10.1947, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVILJINN 3 f Laugardagur 25. október 1947. MÁLGAGN ÆSKULYÐSFUKINGARINNÁR SAMBÁNDS UNGRÁ SÓSIÁLISTÁ 3 Ungi Reykvíkingur! Hefur þú gert skyldu |sm við l>{áðviljann? Frá því Þjóðviljinn fyrst hóf göngu sína, hefur hann verið öruggasti málsvari. alþýðuæskunnar, og túlkað málstað hennar og barizt fyrir hagsmima- málum hennar. Nú hefur verið hafin f jársöfnun tií Þjóðviljans til að tryggja áframhaldandi útliomu lians. Til þess að svo megi verða verður alþýðan sjáll' að leggja fram krafta sína. Hún ein hefur stutt liann hingað til, og svo mun verða áfram. Æskulýðsfylkingjn liefur ákveðið að leggja fram sinn skerf til að styrkja Þjóðviljann, og heitir á alía unga sósíalista og vehinnara blaðsins að ná settu merki I f jársöfnuninni fyrir tiltekinn tíma. Upphæð sú sem þú leggur fram þarf ekki að vera stór, en við þurfum að ná til hins geysifjöl- menna hóps, sem skilur gildi Þjóðviljans í hags- munabaráttu unga fólksins. Sameinuð æska getur unnið þrekvirki. Hafir þú ekki ennþá rækt skyldu þína við Þjóð- viljann, þá gerðu það næstu daga. Fjárframlögum er yeitt mótttaka í skrifstofu Æskulýðsfylkingar- innar. Sameinumst um að styrkja Þjóðviljann. ♦----—------------------------------------- Herrarnir með breiðu bökin bera aldrei neitt Samaiiliirisir Á síðustu vikum hefur sam- ræmið í aðgerðum heimsauð- valdsins gegn verkalýðnum ver ið augljósara en nokkru sinni áður eftir stríð. Nú klastrar Wallstreetklíkan upp á hina úrbræddu arðráns- maskínu auðvaldslandanna í Evrópu og öðrum heimsálfum og ætiar bersýnilega með bandarískri tækni að viðhalda gangi arðránsmaskínunnar á kostnað alþýðu þeirra Ianda, sem enn verða að burðast með það friðspillandi kúgunartól. íslenzk alþýðuæska þarf nú og í framtíðinni að gera sér fulla grein fyrir eðli og aðgerð um auðvaldsins til þess að geta svarað á viðeigandi hátt liverri tilraun, sem gerð verður til að leysa vandamálin á kostnað hinna lægstlaunuðu. Við skulum ekki láta prélátum afturhaldsins takast að blekkja fólkið með yfirlýsingum um, að hinir bakbreiðu verði látnir bera sinn hlut. Við vitum vel, að hinir bak- og bumbubreiðu her ar hafa aldrei og munu alúrei leggja fram neitt af sin um „heiðarlega“ fengna stór- gróða ótilknúðir. Þessir sömu herrar sanna við öll möguleg tækifæri með flottum heimabökuðum skýrsl- um, að allt fari til fjandans, ef verkalýðurinn herði ekki að sér su-ltarólina og spari og spari. Þessum skýrslugerðarmönn- um hefur verið trúað. Verka- menn hafa sýnt umbeðna þjóð hollustu, sem auðvaldið fer fram á með vissu millibili. En verka menn hafa séð og reynt, að í hvert skipti, sem afturhaldið í vandræðum sínum hefur beðið um þjóðhollustu (= að verka- lýðurinn herði sultarólina), þá var sú hollusta til þess eins, að eignir og ístrur hinna ríku gætu haldist jafn digrar. Auðvaldið er ekki þjóðhollt og biður þess vegna ekki um þjóðhollustu, þótt svo eigi að heita. Auðvaldið krefst fórna af verkalýðnum, til að það þurfi ekki að fórna sjálft. Við, alþýðuæskumenn í dag, þurfum að vera minnugir á þessar staðreyndir, við megum ekki láta glepjast af ástandi stríðsáranna, heídur verðum við að rifja upp hina beizku reynslu ,,normal“-áranna, og brynja okkur gegn því sama afturhaldi, sem þá hélt verka- lýðsæskuna kverkatökum og vill nú aftur ná svipuðum tökum. Vörn alþýðuæskunnar eru ver. alýðs-'amtökin og Sósíal- i,istaflokki.inn.' Þá vörn verður alþýðuæskan að styrkja, því að það er einasta leiðin til að koma í veg fyrir, að auðvald- inu takist að þrykkja æskunni í „normal“- kútinn. Nú að undanfÖrnu hafa lcjörorð frönsku byltingarinnar: Frelsi — jafnrétti ■— bræðra- lag, verið rædd all mikið, bæði hér í Æskulýðssíðunni og í blöðum andstæðinganna. For- mælendur kapitalismans, og það ekki hvað sízt kratarnir, hafa haldið því fram að við hér á Islandi, og einnig allar þjóðir í Vestur-Evrópu og Ameríku byggju við það skipu lag, sem tryggði þegnum sín- um uppfyllingM þessara kjör- orða. (En á móti kjörorðunum þora þeir að sjálfsögðu ekki að mæla, enda eru þeir komnir of langt í lýðskrumi til að hafa ekki vit á því). Hér í Æsku- lýðsíðunni hefur því hinsveg- ar verið haldið fram, að öll þessara réttinda, þ. e. fram- kvæmd þeirra í raun og veru, byggðist á efnahagslegu jafn- rétti, cn það liggur í augum uppi fyrir hvcrjum manni, að það er ekki til í kapítalisku þjóðfélagi, og getur aldrei orð ið til. Þegar svo er komið er þjóðfélagið ekki lengur kapítal iskt. Til frekari áréttingar okkar fyrri rösksemdafærslum mun Æskulýðssíðan taka fyrir nokk ur dæmi úr hinu daglega lífi, bæði hér á landi og frá öðrum hinna „vestrænu lýðræðisríkja“, eins og þeir eru svo fyndnir að kalla það, og bera saman við hið „austræna einræði", en svo nefna borgararnir stjórnarfar- ið í þeim löndum sem afnum- ið hafa vald fjármagnsins. „Vestrænt lýðræði“ Kosningarnar Hér á landi er almennur lcosn ingaréttur til þings og sveita- stjórna, og miðaður við 21 árs aldur. Hver maður hefur að vísu eitt atkvæði til umráða, en þó er ekki trygging fyrir að atkvæði allra séu jafngild, þar sem stærð kjördæma er mjög misjöfn, miðað við þing mannafjölda, sbr. Reykjavík og t. d. Seyðisfjörð. Hér eru þingmenn kosnir til fjögurra ára, og allan þann tíma eru þeir algerlega sjálfráð ir gerða sinna, og þurfa engum að standa reikningsskap gerða sinna á þingi eða í sveitastj. Þ. e. þjóðin hefur völdin aðeins einn dag á hverjum fjórum ár- um, enda kannast allir við það hvernig fólkinu er þá hossað. Þann eina dag verður fólkið yfir það hafið að vera skríll, sem geti lifað á smjörlíki og trosi, svo notuð séu orð Guð- mundar I., frá því í verkfall- inu í sumar. Sum önnur af „hinum vest- rænu“, eru þó ekki komin nærri því eins langt og við ís- lendingar. Kosningaréttur er víða bundinn við 25 og allt upp | í 35 ár. Kjördæmaskipun þann- ig að minnihluti atkvæða getur þýtt meirihluta á þingi, eins og hefur komið fyrir bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. í Bretlandi þarf að borga stór- ar fjárfúlgur fyrir hvern fram- bjóðanda, til þess að hann fái að vera í kjöri, og í Bandaríkj unum er víða seldur aðgangur að kjörfundum, og svertingjar hindraðir þannig í að neita at- kvæðis, þar sem þeir hafa víða engin fjárráð. Venjulegar kosningamútur eru þekkt og algengt fyrirbæri í öllum hinna „vestrænu ríkja“. Þar að auki eru sum þing alls ekki kosin, eins og t. d. brezka lávarðadeildin. „Hið austræna“ Stjórnarskrá Sovétríkjanna segir svo: 11. kafli 134. gr.: „Allar kosningar til fulltrúa- ráða alþýðunnar: Æðstaráðs Sovétríkjanna, .... (upptaln- ing allra þinga og stjórna . Sovétríkj.) .... eru beinar kosningar með almennum jöfn um kosningarétti og leynilegri atkvæðagreiðslu kjósenda." 135. gr. .....Allir þegnar Sovétríkjanna, sem náð hafa 18 ára aldri, hafa kosningarétt og kjörgengi, án tillits til kyn stofns eða þjóðernir, trúarjátn- ingar eða menntunarstigs, dval arheimilis eða þjóðfélagslegs uppruna, efnahags eða fyrri starfsemi.....“ negrahatarinn RANKIN 139. gr. „Þegnarnir kjósa til allra fulltrúaráða alþýðunnar, allt frá sveita- og bæjarráðum til Æðstaráðs Sovétríkjanna, persónulegri kosningu, og milli Iiðalaust“. 141. gr. „Réttur til framboðs er tryggður félagssamtökum alþýðUnnar: Deildum Komm- únistaflakksins, verkalýðsfélög um, samvinnufélögum, æsku- lýðsfélögum og menningarfé- lögum.“ 142. grein: „Sérhverjum full- trúa er skylt að gera kjósend- um sínum grein fyrir starfsemi sinni og ráðs þess er hann á sæti í, og geta kjósendurnir, hvenær sem e'r, svipt hann um- hoði sínu með meirihlutaákvörð un, á þann hátt er lög skipa.“ Berið nú saman og dæmið hleypidómalaust! Ef í íslenzku stjórnarskránni væri samsvarandi grein 142. gr. í stjórnarskrá Sovétríkj- anna, — hvað skjddti þá marg ir þingmenn hafa greitt atkv. með gengislækkuninni 1939, með þrælalögunum 1942, að maður ekki tali um hsrstöðva- samninginn 6. okt. 1946? Öll þessi óhæfuverk \ cru unnin í trausti þess að íangfc væri til kosninga! Væri ekki fróðlegt að vita hvaða áhrif grein eins 142. greinin, myndi hafa á Aljiýðu- flokkinn, ef hún kæmist í ís- lenzku stjórnarskrána? Isfurðu bugsað usn þsttaf Mannætan var vön að rífa í sig hertekna menn í stað- inn fyrir soðna kjúklinga. En með aukinni menningu hætti hún að lifa á náunga sínum, hún lærði smám saman að gera aðrar lifandi verur að gómsætari réttum, Þannig ættu nútíma mann- ætur að breyta. Nú eru menn ekki étnir, heldur er lifað á þeim, lifað á striti þeirra. Menn eru notaðir í tilgangi, sem er eins hættulegur tilveru þeirra og mannátið Clarence Day. Friður getur þá fyrst orð- ið, er orsökum ófriðarins hef ur verið rutt úr vegi. Svo lengi sem þjóð drottn- ar yfir annarri þjóð eða stétt hagnýtir sér aðra stétt, þá munu alltaf verða gerðar til- raunir til að kollvarpa ríkj- andi skipulagi og ekkert jafn vægi haldast. Heimsvaldastefna og auð- valdsskipulag getur aldrei fært frið. Jawahardal Nehru. V i 11o bið? Að einn af ræðumönnum á æskulýðsfundi Heimdallar um daginn, státaði sig oft með nazistaborða á hand- leggnum þegar hann var í gagnfræðaskóla. Að annar ræðumaður á sama j fundi, var rekinn úr ákveðn- um félagsskap fyrir stuttu síðan, fyrir að lialda þar fram, að negrar og Gj ðingar væru lægri manntegundir, sem ekki ættu skilið að lifa við sömu kjör og hvítir menn. Að telpu greyið, sem talaði einnig á þessum fundi, var fengin til að flytja þar ræðu, sem annar skrifaði, vegna þess, að það þótti fínna að' láta einn fulltrúa kvenþjóð- arinnar koma fram á fundin- um. V.___■ ________________^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.