Þjóðviljinn - 25.10.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.10.1947, Blaðsíða 6
ð ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. október 1947. 42. Samsærið mikla eftir ' MICMEL SAYERS oá ALBERT E. KAHN fyrir herstjóm Bandamanna að skýra þetta. „Fyrst var jþað talið ónauðsynlegt," segir Cudahy. „En svo mundj herstjómin eftir mikilvægi þess að hermenn trúi á mál- jstað sinn, og birti yfirlýsingu, sem gerði meira til að xugla hermennina, en þó þagað hefði veríð.“ Ein tilkynningin frá brezku herstjórninni í Norður- Rússlandi, sem lesin var yfir brezku og bandarísku her- znönnunum, hófst með þessum orðum: „Meðal hermanna virðast mjög óljósar hugmyndir um markmið baráttu vorrar hér í Norður-Rússlandi. Því er hægt að lýsa í fáum orðum. Við berjumst hér gegn bolsé vismanum, sem þýðir stjómleysið algert og skefjalaust. Lítið á Rússland eins og það er nú. Völdin eru í höndum fárra manna, flestra Gyðinga." Mjög reyndi á langlundargeð hermannanna. Deilur milli brezkra, franskra og rússneskra hvítliðahermanna xirðu tíðari. Það fór að bera á skipulögðum agabrotum. Þegar 339. fótgönguliðssveitin bandaríska neitaði að hlýða fyrirskipunum, kvaddi Stewart ofursti, fyrirliði hennar, menn sína saman og las yfir þeim þau ákvæði1 herlaganna er ákveður dauðarefsingu fyrir agabrot. Eftir áhrifamikla stundarþögn spurði ofurstinn hvort nokkur vildi bera fram spurningar. Óbreyttur hermaður spurði: „Herra, til hvers erum við hér, og hverjar eru ætlanir ríkisstjórnar Bandaríkjanna?" Ofurstinn gat ekki svarað spurningunni. Brezki herráðsforsetinn, Sir Henry Wilson, lýsti á- standinu í Norður-Rússlandi sijmarið 1919 í hinni opin- beru „blábók“ brezku stjórnarinnar, með þessum orðum: „Hinn 7. júlí var gerð skipuleg uppreisn í 3. her- sveit 1. bataljónar í Slavo-British Legion og vélbyssu- sveit úr 4. norðlægu riffláherdeildinni, sem voru varalið á austurbökkum Dvínu. Þrír brezkir liðsforingjar og f jórir rússneskír liðsforingjar voru myrtir, og tveir rúss- neskir og tveir brezkir liðsforingjar særðir. Hinn 22. júlí bárust þær fregnir að rússneska herdeild- in í Onegahéraði hefði gert uppreisn og afhent bolsivik- um allar Onegavígstöðvarnar." Meðal almennings í Bandaríkjunum fékk krafan um heimkvaðningu bandarísku hermannanna stöðugt meiri hljómgrunn. Óstöðvandi flóð áróðursins gegn „bolsé- víkum“ dugði ekki til að þagga niður raddir eiginkvenna og foreldra, sem skildu ekki hversvegna synir þeirra og eiginmenn urðu að halda áfram að berjast endalausri og dularfullri baráttu í auðnum Síberíu, í frosthörkum Múrmansk og Arkangelsk, —• nú þegar stríðinu átti að vera lokið. Vorið og sumarið 1919 komu sendinefndir til Washington, úr öllum landshlutum Bandaríkjanna, til að finna þingmenn sína og krefjast þess að Banda- ríkjahermennirnir í Rússlandi yrðu fluttir heim. Kröfur þeirra fundu hljómgrunn á þinginu. Hinn 5. sept. 1919 reis Borah upp í öldungadeildinni og sagði: „Herra forseti, við eigum ekki í stríði við Rússland; Bandaríkjaþing hefur ekki sent ríkisstjórn Rússlands stríðsyfirlýsingu. Bandaríkjaþjóðin vill ekki eiga í stríði :E Rússlandi. Samt, þó við séum ekki í stríði við Rúss- íand, þó Bandaríkjaþing hafi ekki lýst yfir stríði, eru Bandaríkjamenn að berjast við rússnesku þjóðina. Við höfum her í Rússlandi, við birgjum aðra heri þar í landi hergögnum og hernaðarnauðsynjum, og við erum jafn- rækilega á kafi í hernaði eins og fárin hefði verið iaga- leiðin, stríði yfirlýst og þjóðin kvödd til vopna í því skyni .... Það er hvorki siðferðileg eða lagaleg rétt- læting fyrir þessum mannfórnum. Þær eru brot á meg- ínreglum frjáls stjórnarfars." Bretar og Frakkar voru ekki síður andvígir stríði gegn Sovétríkjunum en Bandaríkjaþjóðin. Engu að síður hélt hið óyfirlýsta stríð áfram. 3. Norðveslurherferðin. Vopnahléssamningur BandamEínna og Miðveldanna í nóvember 1918 átti í 12. grein ákvæ'ði, sem lítt var á lofti haldið, um að þýzkt herlið skyldi dveljast eins lengi og Bandamen’n teldu þurfa á þeim rússnesku landsvæð- um er þeir höfðu hernumið. Á bak við lá að þessum her skyldi beitt gegn bolsévikum. En í Eystrasaltslönd- 43. dagur LIFIÐ AD VEDI Efiir Ifiorare Mc Coy „Þér verðið að fyrirgefa, þó ég bjóði yður ekki upp á herbergið mitt,“ sagði Jean Christie, ,,en það búa eingöngu konur hérna, og andrúmsloftið er dálítið gamaldags." „Þetta anddyri er ágætt,“ sagði Dolan, ,,og þökk fyrir að þér komuð niður til mín.“ „Það er ekkert að þakka -— ég bjóst við yður. Hr. McGonagill sagði mér, að þér mynduð líklega heimsækja mig —“ v „Eftir því sem mér skilst, hefur hann sagt yður hverra erinda ég kem.“ „Já, hann gerði það. Það er viðvíkjandi sögunni í tímaritinu yðar um Harry Carlisle lækni.“ „Hafið þér lesið hana?“ „Já — það eru fá orð í fullri meiningu." „Það er líka eina rétta aðferðin í slíkum málum — maður á að ganga hreint til verks. Þekktuð þér nokkuð ungfrú Griffith eða ungfrú McAlliser?“ „Báðar. Ég var viðstödd báðar aðgerðirnar. Ung- frú McAllister dó í fangi mínu.“ „Er það satt?“ hrópaði Dolan hissa. „M£I datt ekki í hug, að það yrði svona auðvelt að ná högg- stað á Carlisle. Ungfrú Christie — ég býst við að það verði fyrirskipuð opinber rannsókn í þessu máli. Ég vona, að þér —“ „•— segi rannsóknarréttinum allt, sem ég veit?“ „Viljið þér gera það? Mér er þvert um geð að biðja yður þess, en við erum mjög illa stödd, ef við getum ekki sannað fyrir réttinum —“ „Ég skal bera vitni, yður er óhætt að treysta því — það skal ég gera,“ sagði hún æst. „Og ég skal vitna um fleira en þetta. Hann framdi sams- konar aðgerð á mér. Hann átti sjálfur sök á ástandi mínu — og mánuði eftir aðgerðina rak hann mig.“ „Ég skil vel, að yður sé í nöp við hann,“ sagði Dolan, „þér hafið ástæðu til þess. En ég Lelt, að hann væri of séður til að spjalla yður.“ „Já — finnst yður ekki, að hann hefði átt að vera það ? Ef til vill var það mín sök að fór sem fór. Ég auðmýkti mig fyrir honum — og karlmenn fyrir- líta konur undantekningarlaust fyrir það. Þar að auk- hefur hann alltaf treyst því, að stjórnmála- áhrif bróður hans hjálpuðu honum, ef hann kæmist í klípu. Hann hélt, að sér tækist að blekkja mig. Já, hr. Dolan. Ég hef lengi þráð þetta tækifæri — tækifæri til að gera upp gamlar sakir við hann —“. „Nú hafið þér fengið tækifærið. Þér vitið álit , mitt. Mér lízt bezt að við förum strax til næsta notarius publicus, og þér staðfestið framburð yðar þar með eiði. — Hafið þér nokkuð á móti því?“ „Nei, alls ekkert. En ég þarf að vera komin heim fyrir klukkan ellefu —“ „Þetta getur ekki valdið yður neinum óþægindum, en mér væri rórra eftir en áður.“ „Jæja — ég ætla bara að sækja kápuna mína.“ „Gjörið þér svo vel,“ sagði Dolan um leið og hún stóð á fætur, og rétti henni lokað umslag með fimm- tíu dollurum í. „Hvað er þetta?“ spurði hún og roðnaði, því hún vissi vel hvað það var. „Bréf. Þér getið opnað það uppi hjá yður. Ég bíð yðár hérna.“ Hún brosti til hans og gekk að lyftunni. Þrir kraftalega vaxnir menn, vopnaðir löngum blýrörum og með gúmmíhanzka á höndum lutu hvíslandi yfir Dolan. Án sýnilegs reiðivotts börðu þeir blýrörunum brosandi í hausinn á honum — eins og þetta væri leikur, sem þeir skemmtu sér vel við. Dolan reyndi að verjast höggunum og rísa á fætur, en fann, að hann gat ekki hreyft sig nema hlægilega silalega og hægt. Höggunum rigndi yfir höfuð hans, og hann hugsaði: Hvers vegna í fjandanum ætli ég geti ekki hreyft mig ? Að lokum valt hann út úr rúm- inu og fór að skríða, en mennirnir héldu áfram að berja hann í höfuðið með blýrörunum. Loksins tókst honum að komast á fætur, en þar sem honum var ómögulegt að hreyfa sig úr sporunum, leið ekki á löngu áður en hann valt aftur um. Hann reyndi í ör- væntingu að komast undan höggunum með því að skríða burt, en mennirnir létu höggunum rigna vægðarlaust yfir hann. Hann hljóðaði — og opnaði augun. „Hægan — hægan: Við hvern ertu að berjast?" sagði Bishop. Dolan liélt, að hann væri orðinn vitskertur. Sól- in skein inn um gluggann og blindaði hann. Fyrir andartaki hafði verið koldimmt, nú var glaðasól- skin. „Hallaðu þér á vangann," sagði Bishop og ýtti honum út af á koddann, en Dolan hélt bardaganum áfram, og reyndi árangurslaust að gera sér grein fyrir því, um hvað hann snerist. Hann stundi hátt af sársauka, þegar hnakkinn á houm snart svæfilinn, það var eins og sjóðandi vatni hefði verið hellt yfir höfuð hans. Þegar sólin blindaði hann ekki lengur, sá hann, að hann lá í rúminu í herberginu sínu. Bishop og Myra stóðu við rúmstokkinn hans og horfðu áhyggjufull á hann. Guð minn góður -— ég hef slasazt, hugsaði hann. En eitt mundi hann greinilega: Hann hafði ekið Jean Christie aftur heim til hennar, og hann var að stíga út úr bílnum sínum í bílskúrnum, þegar þrír glæpamenn — „Guð minn góður“, sagði Dolan. „Er ég illa særður?“ „Ekki eins illa og það hefði getað orðið,“ sagði Bisliop brosandi og settist á rúmstokkinn hjá hon- uih. „Þú varst heppinn.Drottinn minn dýri — sú hauskúpa, sem þú hlýtur að hafa!“ „Það eru djöfulsins kvalir í því,“ sagði Dolan og þuklaði með fingurgómunum eftir umbúðunum. „Ég fékk ekkert tækifæri til varnar. Þeir réðust á mig án þess ég hefði hugmynd um það.“ „Ég skil bara ekki ,hvers vegna í fjandanum þú kallaðir ekki á hjálþ,“ sagði Myra. „Við vissum I' ekkert af því, fyrr en við heyrðum orustugnýinn. Þegar við komum niður hlupu þeir þvert yfir bak- lóðina og hurfu —“ „Ég skaut sex skotum á eftir þeim,“ sagði Bishop, „en ég var svo æstur, að ég feilaði þeim öllum —“ D A V I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.