Þjóðviljinn - 12.11.1947, Blaðsíða 4
4
Þ JÓÐVILJINN
Miðvikudagpur- 12. nóv. 1947.
þlÓÐVILIINN
Útgefandl: Samainlagarnokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn
Ritatjórar: Magnús Kjartanason, Slguröur OuSmundaBon, 4b.
Fróttarltatjóri: Jón Bjarnaaon.
Ritatjómarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Síznl 7600.
Afgreiösla: Skólavörðustíg 19, siml 2184,
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, siml 0399.
PrentsmiCjusiml 2184.
Askriftarverð: kr. 8.00 6 mánuðl. — Lausasöluverð 60 aur. elnt
Prentsmiðja Þjóðviljans buf.
--------------------------------------------------------/
Frumborður ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin hefur gengið með í rúmlega tíu mán-
uði, en frumburðurinn er ófæddur enn. Hins vegar hefur
ríkisstjómin lagt allt kapp á að búa vel í haginn fyrir af-
kvæmi sitt, og hefur séð fyllingu tímans nálgast, þegar sú
staðreynd kom í ljós fyrir skömmu að óskapnaður kreppu-
áranna, atvinn'uleysið hefur numió hér land á ný. Og nú
virðist fæðingin standa fyrir dyrum, og stimamjúkar ljós-
mæður hafa tekið sér stöðu til að hlúa að fi’umburðinum.
Afkvæmi það sem ríkisstjómin hefur gengið með í
meira en níu mánuði á sér mörg nöfn og öll jafn réttmæt.
Kreppa, hnm, atvinnuleysi og niðurskurður á lífskjörum
allrar alþýðu til sjávar og sveita. Fámennur hópur manna,
hinir 200 ríku, bíða fæðingarinnar í ofvæni og reka upp æ
tíðari tilhlökkunaróp. Þau fagnaðarlæti sem síðast kváðu
við, voru samþykktir Landssambands íslenzkra útvegs-
manna, og virðast þau samtök hafa gert sér fulla grein fyr-
ir eðli og innræti fmmburðarins, eftir sumum samþykkt-
imum að dæma.
Eins og Þjóðviljinn benti á í gær voru samþykktir
Landssambandsins gerðar að undirlagi ríkisstjómarinnar
sjálfrar, líkt og þegar ljósmæður fá síðustu fyrirmæli áð-
ur en þær taka til starfa. Finnur Jónsson heimilislæknir
Stefaníu, lagði á ráðin og nokkrir stórútgerðarmenn, sem |
mikil völd hafa í Landssambandinu, voru ráðþægir að von-
um. Það væri ólíkt stóratvinnurekendum að fúlsa við þeg-
ar þeim er boðið upp á stórvægilega kauplækkun starfs-
manna sinnai Margir útgerðarmenn hafa þó auðsjáanlega
fylgt ráðum Finns af gáleysi án þess að gera sér grein fyr-
ir eðli þeirra og afleiðingum.
★
200 stiga vísitala kann að líta vel út í augum þeirra
manna sem ímynda sér að hægt sé að færa niður verð og
kaup að jöfnu, þaimig að aðstaða hinna ýmsu stétta þjóð-
félagsins sé óbreytt að verðhjöðnuninni lokinni. En eins
og sýnt var fram á hér í blaðinu í gær er það fásinna ein
og fjarstæða. Ef landbúnaðarvörur væm færðar niður í
200 stig, myndi verð þeirra varla hrökkva fyrir dreifing-
arkostnaði. Og þótt einhverjir gætu ímyndað sér að ís-
lenzkum bændum sé ekki of gott að vinna þegnskyldu-
vinnu án þess að bera nokkuð úr býtum, þá tekur við ann-
ar hængur, engu smávaxnari. Vísitala aðflutts varnings er
ekki lægri en 360 stig, og tii þess að lækka hana niður í 200
stig þyrfti niðurgreiðslur sem myndu nema á annað hundr-
að milljóna króna! SLíkar „ráðstafanir“ sæma ekki mönn-
um sem telja sig hafa rétta rænu.
En þótt talað sé um niðurfærslu á kaupi og verði að
jöfnu, er það að sjálfsögðu ekkert slíkt sem vakir fyrir
auðstéttinni íslenzku. Hennar hugsjón er vísitölulækkun
með valdboði, niðurskurður sem lækkaði kaupið einhliða
án þess að verðlag breyttist. Gengislækkun er meira að
segja tekin með til að tryggja að hugsanleg verðlækkun
innlendra afurða étist upp af verðhækkun þeirra erlendu.
Þetta er aðeins ný aðferð til kauplækkunar, aðferð til að
auka. enn fé og völd efnastéttarinnar á kostnað alls almenn-
ings.
★
Samþykktum Landssambands íslenzkra útvegsmanna
var ætlað að veita hinum væntanlega frumburði ríkisstjórn-
arirmar hlýjar og viðurkvæmilegar móttökur. En þær
nmnu þess í stað verða til þess að saanfæra allan almenn-
ing um fyrirætlanir þeirra manna sem nú þykjast hafa
yfirtökin í þjóðfélaginu.
Norðangarri og göturyk
í Reykjavík
Það er i fullu samræmi við
veðrið í gær að vera kvefaður
í dag.
Veðráttan hér í Reykjavík á
það til að koma fram við menn
sem krafa um skilyrðislausa
uppgjöf fyrir kvefsýklinum.
Norðankalsa í Reykjavík fylgir
þurrviðri, — þurrviðri og norð-
ankalsa fylgja ósköpin öll af
andstyggilegu göturyki, — götu
rykið særir slímhimnur i öndun-
arfærum manna, — kuldinn og
rykið efla kvefsýkilinn í sókn
hans gegn mannslíkamonum. —
kvefsýkillinn ræðst á slímhimn
urnar af mikilli græðgi, — og
þar með eru menn orðnir kvef-
aðir.
Reykjavik og veðráttuna með
tilliti til kvefsýkilsins, enda er
þekking mín í þeim efnum því
nær öll upp talin í hinni stuttu
klausu hér að framan.
Veðrið var vont í gær og um
það vildi ég aðallega skrifað
hafa. Það var vont með tilliti til
heilsufars bæjarbúa, en verra
þó með tilliti til síldveiðanna.
I góðviðrinu á sunnudag. var
uppgripaafli í Hvalfirði og
greinilegt að mikil síldarganga
var inn f jörðinn. Þessvegna allt
útlit fyrir áframhaldandi upp-
gripaafla. En á mánudag brást
veðrið og torveldaði veiðar. í
gær var veðrið orðið svo slæmt,
að lítið sem ekkert mun hafa
orðið úr veiðum.
í gær var íorðangarri og götu
ryk hér í Reykjavík. Þess-
vegna er pað í sanræmi við
veðrið í gc>r að vera k.efaður í
dag.
★
Verra með tilliti tU sild-
veiðanna
En það er ekki ætlun mín
að skrifa langar líkamsfræði-
legar hugleiðingar um fólkið í
*
Getur kostað mikið
Illviðri hér um slóðir, meðan
síldin er við hendina, getur
kostað olckur geysimikið. Það
má bezt marka af því, að áætl-
að er, að 15000 mál, veidd nú,
geti tryggt okkur erlendan
gjaldeyri, er nemi allt að því
1 millj. kr. í dollurum. Þess
vegna ríður nú á því, að veðrátt
an reynist okkur vel með tilliti
til síldveiðanna.
A þjóðin að drekka frá sér viiið til
þess að fá sjúkrahús?
Það hefur komið skýrt og
greinilega í ljós nú síðustu árin
að öllum sem nokkurs virða
menningu og siðgæði, (óg sem
betur fer eru þeir í meirihluta)
blöskrar tómlæti æðstu valdhafa
íslenzka ríkisins, um eitt mesta
vandamál, sem nú ógnar hverju
byggðarlagi, svo að til vand-
ræða horfir en það er áfengis-
bölið.
Úr flestum sýslmn landsins
hafa fjölmenn félagasamtök
sent samþykktir og áskoranir til
ríkisstjómar og Alþingis, þess
efnis að þeir háu herrar beittu
sínu víðtæka valdi, (sem við
kjósendur höfum veitt þeim
með atkvæði okkar við alþingis-
kosningarnar), til þess að láta.
fara fram atkvæðagr'eiðslu um
algert aðflutningsbann áfengra
drykkja.
Fyrir síðustu alþingiskosning
ar voru frambjóðendur spurðir
þessara spurnmga (meðal ann-
arra): „Viljið þér beita áhrif-
um yðar til þess að lögin um
héraðabönn komi til framkv.
sem allra fyrst? Viljið þér
styðja markvissa sókn að al-
geru banni?
Um 50 frambjóðendur svör-
uðu þessum spurningum ját-
andi. En hvar em efndimar, eða
markvisst starf þessara manna.
I víðlesnasta blaði landsins,
Morgunblaðinu, gat maður feng
ið að sjá hug leiðtoga stærsta
stjórnmálaflokksins, þar er far-
ið háðungarorðum um fund og
samþykktir Áfengisvamarnefnd
ar kvenna í Reykjavík og Hafn-
arfirði er haldinn var síðastlið-
inn vetur. Er ekki von að hugs-
andi fólki svíði slík meðfer'ð al-
vörumála. Sjálfsagt vilja þessir
meim láta konur bera virðingu
fyrir þeirra miklu þekkingu á
þjóðfélagsmálum, en þeir þekkja
okkur ekki rétt. Við berum enga
virðingu fyrir valdliöfum sem
sýna tómlæti í mestu vandamál-
um landsins og eyða öllum úr-
bótatillögum sem fram koma,
með útúrsnúiíingum og strák-
skap svo að Alþingi, hin foma
og virðulega stofnun er nú óð-
um að missa Ijóma sinn í aug-
um almennings.
Ekki er langt síðan að einn
fyrrv. fjár'málaráðherra, Björn
Ólafsson færði þjóðinni þann
gleðiboðskap í Ríkisútvarpið að
áfengissalan gerði þjóðinni
mögulegt .að byggja hús og
brýr, vegi o. s. frv., og með
klökkva í röddinni sagði hann
að síðustu við landsmenn, að
það væri ekki vanzalaust að slík
tekjulind ætti ekki þak yfir sig.
Eg efast um að húsnæðislaus
ar konur hafi hlustað með virð-
ingu á þessi orð.
Fleiri meim hafa í sölum Al-
þingis lofsungið þessa lind og
væri of langt mál að telja þá
alla upp, en fyrst ég tók penna
TJppástunga um hrað-
frystingu síldarinnar
Mikið hefur verið um það
rætt, hve illa vill ganga að af-
greiða síldveiðiskipin; verða
þau oft að liggja fullfermd hér
í höfninni, meðan torfurnar
vaða skammt undan. Vafalaust
er hér mikið um að kenna skipu
lagsleysi eins og fyrridaginn.
Ýmsir koma með uppástungur
til úrbóta. Ein uppástungan er
sú, að hið nýja fiskiðjuver ríkis
ins verði látið hraðfrysta síld
og búa hana til útflutnings..
Uppástunga þessi virðist hin
bezta, að minnsta kosti í fljótu
bragði. Hefur hún verið tekin
til nákvæmrar athugunnar?
*
Kosningasvik í æðstu
menntastof nuninni ?
„Spurull" skrifar:
„Kunningi minn einn sagði
mér um daginn, að komizt hefði
upp um kosningasvik í sam-
bandi við kosningar til Stúdenta
ráðs hérna um daginn og verði
ef til vill kosið aftur . Er nokk
uð til í þessu? Kunningi minn
sagði, að stúdentafélag íhalds-
ins hefði svikið inn á kjörskrá
nöfn allmargra manna, sem eng
an rétt höfðu til að kjósa. Get-
ur það verið, að annað eins og
þetta eigi sér stað í æðstu
menntastofnun íslenzku þjóðar-
innar?
Spurull."
Svari þeir sem málum eru
kunnugir.
og blað get ég ekki látið hjá líða
að lýsa undrun minni yfir fnun-
vappi sem Sig. Bjarnason o. fl.
flutti nú fyrir nokkrum dögum
og varð meðal annars sem á Al-
þingi gerist nú til þess að vekja
margan sem áður svaf. Engum
dettur í hug að alsgáðir menn
hafi samið slíkt. Sigurður
Bjarnason er sömu trúar og
Bjöm; hann vill láta brugga á
fengt öl til þess að geta byggt
sjúkrahús og>. læknabústaði.
Þetta heimskulega frumvarp er
mannorðslinekkir fyrir myndar-
mann. Konurnar, sem lásu Morg
unblaðið 1. nóv. með bréfi frá
Alþingi sem lofsöng frumvarp
Sigurðar Bjamasonar og gerði
á öðrum stað í blaðinu háð að
konu sem hringdi til Sigurðar,
þær verða minnugar á slíka
hluti í framtiðinni. Það er kom-
ið vínæði í þessa menn, sem vilja
gera unglingum og kvenþjóð-
inni lystugra áfengi svo fleiri
millj. fljóti í ríkissjóð svo þeir
fái nóg fé til að sitja lengur á
Alþingi og þvæla um slíkan ó-
sóma sem þetta frumvarp er.
Nei, Sigurður, fólkið er ekki eins
heimskt og þér viljið hafa það,
og ekki þýðir lengur að lofa fólk
inu sjúkrahúsum ef það drekki
aðeins nóg, svo hægt sé að
byggja þau. Fólkið hefur drukk
ið sér til tjóns og mun gera það
meðan vínið flýtur viðstöðulaust
hvort sem það er nefnt öl eða
svartidauði.
Heimilin liðast í sundur, æska
landsins er í mikilli hættu, æsk-
Fraanhald á 7. siðu