Þjóðviljinn - 27.11.1947, Side 5
Fimmtudagur 27. nóv. 1947.
ÞJÓÐVILJINN
5
Aukin f ramleiðsla sjávarútvegsins - betri hagnýting gjaldeyrísins
Um fátt hefur verið rætt
og ritað meira hér á landi i
seinni tíð en svokallaða dýrtíð
og nauðsyn þess að vinna bug
á henni. Núverandi rikisstjórn
hefur gert það að aðalstarfi
sinu að halda uppi þessum um-
ræðum og það án þess, að hún
hafi fram að þessu
borið fram nokkra tillögu um
lausn vandamálanna. Rauði
þráðurinn í öllum umræðunum
um dýrtíðarvandamálin frá
hendi núveraaidi ríkisstjórnar
hefur verið lækkun kaupgjalds
og launa. Þessi áróður hefur
allur beinzt að því að reyna
að sannfæra almenning urn það,
að eina orsök dýrtíðar séu há
laun og því sé lækkun á laun-
um eina ráðstöfunin, sem(
þarf til að leysa vandamálin.
Það þarf raunar tæpast að taka
það fram, að þetta er fjarri
öllum sanni. Sú hækkun lauua
og kaupgjalds, sem orðið hef-
ur, stafar að langmestu leyti
af þeirri dýrtíð sem orðið hef-
ur í landinu. Kaupgjald og laun
yfirleitt voru að vísu óeðlilega
lág fyrir stríð, sem stafaði af
því stöðuga kreppu- og at-
vinnuleysisástandi, sem borg-
araflokkunum tókst að koma
hér á og viðhalda, og hefur
verkalýðslireyfingin leiðrétt
þetta þjóðar heildinni til mikils
gagns. Langmestur hluti þeirra
launaliækkana, sem orðið hafa,
stafa af því, að dýrtíð og verð-
lag í landinu hefur gert þær
óhjákvæmlegar.
Orsakir dýrtíðarinnar
eru margvíslegar
Orsakir dýrtiðarinnar eru vit-
anlega mjög margvíslegar, og
sumar af þeim orsökum og ekki
þær veigamihnstu stafa. af at-
burðum, sem skeð hafa erlendis
og ekki er á færi ísléndinga að
hindra. Aðrar stafa beinlínis af
ráðstöfunum íslenzkra stjórnar-
valda og eru því alveg á valdi
þjóðarinnar að fyrirbyggja. Þær
orsakir felast í því livoru-
tveggja, að ísl. stjórnarv. hafa
gert ráðstafanir, sem hafa prð-
ið til þess að stórauka dýrtíð-
ina, eða ekki gert í tíma ráð-
stafanir ti! þess að hindra, að
áhrif af viðburðum erlendis yllu
óeðlilegri dýrtið í landinu.
Frá sjónarmiði Sósíalista-
flokksins var það ein höfuðor-
sök gjaldevrisskorts, atvinnu-
leysis og þeirra vandamála, sem
atvinnuvegirnir eiga nú við að
stríða vegna dýrtíðarinnar, að
höfuðatvinnuvegur þjöðarinn-
ar, sjávarútvegurinn, var ekki
búinn þeim tækjum, hvorki
livað snerti fiskiskip og báta
né heldur Verksmijukost i
landi til þess að geta staðið und
ir. þörfum þjóðfélagsins fýrir
gjaldeyri og atvinnu. Ástandið
í þessum efnum fyrir stríð var
með sh'kum ósköpum, að eng-
inn hefur treyst sér til að mæla
því bót. Fiskiflotinn var bæði
lítill og auk þess voru flest
skipin og bátarnir of gömul og
mjög dýr í rekstri. Auk þess
var verksmiðjukosturinn í landi
allt of lítill. Síldarverksmiðjurn
ar höfðu ekki nærri undan að
vinna síldina, ef nokkuð veidd-
ist, hraðfrystihús voru svo fá
og smá, að þau gátu ekki unnið
úr öðru en örlitlum hluta af
fiskaflanum. Þær stjórnir, sem
hér sátu að völdum fyrir strið,
létu reka á reiðanum og andvara
leysi þeirra í sjávarútvegsmál-
um gekk meira að segja svo
langt, að eftir að- flestir salt-
fiskmarkaðir landsins höfðu
lokazt, voru ekki gerðar ne n-
ar stórfelldar ráðstafanir til
þess að koma upp harðfrysti-
lnisum eða öðrum fiskiðjuver-
run.
Ástæðan fyrir því, að hægt
var þó að halda úti hinum
gamla og úrelta fiskiflota, og
það þó ekki hafi venö hægt
að gera annað við aflann en að
salta hann, umfram það litil-
ræði, sem fyrir stríð var hægt
að flytja út af ísfiski, var sú,
að í landinu voru að staðaldri
þúsundir manna atvinnulausar ■
og þeir, sem atvinnu höfðu,
unnu t f>Tir svo lítið kaup, að
á engan hátt var mannsæm-
andi. Það var með öðrum orð-
um örbirgð almennings, sem
gerði það kleift að halda sjávar
útveginum gangandi með hm-
um úreltu tækjum.
Leiðin til að skapa at-
vinnuöryggi í landinu
Eftir að stríðið byrjaði og at-
vinna varð nóg handa öllum við
föst störf í landi, var augljóst,
að miklir erfiðleikar yrðu á
því að halda sjávarútveginum
gangandi með hinum lélegu
tækjum. Þetta kom ekki að veru
legri sök á meðan markaður í
Englandi fyrir ísfisk var ótak-
markaður og það fyrir hátt
verð. En það hlaut að vera öll-
um ljóst, að hin mikla ísfisk-
sala var styrjaldarfyrirbrigði,
enda kom það á daginn. Þegar
fór að líða á stríoið, varð sá
markaður sífellt. óstöðugri, og
eftir að stríðinu lauk, kom það
fljótt í ljós, að ekki var hægt
að treysta honum.
í sjávarútveginum íslenzka
var um tvent að velja, annars-
vegar að láta sér nægja þau
ófuílkomnu og úreltu treki, sem
notazt var við fyrir stríð, og
til þess að hægt væri að reka
þau með að hverfa til sama á-
stands í atvinnumálum og var
fyr'ir styrjöldina, stórlækka
launin og tekjurnar og koma á
atvinnuleysi, til þess að ætíð
væri fyrir hendi stór hópur
manna, sem einskis annars átti
úrkost en að taka vinnu á úr-
eltu fiskiskipunum fyrir lágt
kaup. Hins vegar að ráðast í
stórfellda nýsköpun á sviði
sjávarútvegsmála, afla nýrra|
og fullkominna togara og fiski-j
báta, byggja síldarverksmiðjur,
liraðfrvstihús, beinamjölsverk-
smiðjur og fleiri verksmiðjur
til vinnslu fiskmetis og leggja
áherzlu á að hagnýta sem full-
komnastar vélar í hvívetna. Á
þessa leið benti Sósialistaflokk-
urinn sem þá einu, er gæti leitt
til þess að skapa fullkomið at-
vinnuöryggi í landinu, þannig
að ekki þyrfti að koma. til at-
vinnuleysis og allir gætu búið
við mannsæmandi kjör. Sósíal-
istaflokkurinn hafði þegar fyr-
ir stríð flutt tillögur um það á
þingi, að ráðist væri í stór-
fellda endurnýjun fiskiflotans,
en þeim tillögum var illu heili
ekki sinnt.
Rökin fyrir því að fara leið
Sósíalistaflokksins voru mjög
sterk, einkum þegar það var at-
hugað, að gjaldeyrisforði sá,
sem þjóðih hafði safnað á
striðstímanum, gerði þjóðinni
kleift að ráðast í þessar aðgerð-
ir án þess að stofna til skulda
eplendis.
Aróður auðmanna-
stéttarinnar gegn öflun
framleiðslutækja
Þó að leið nýsköpunarinnar
hafi verið sú eðlilegasta og
raunar ekki hægt' að skáka
gegn henni neinum frambæri-
legum rökum, var þó langt frá
þvi, að hún hlyti viðurkenningu
meiri hluta Alþingis bardaga-
laust.
Auðmenn Reykjavíkur töldu
það öruggast hagsmunum sín-
um, að sem allra minnatar
breytingar væru gerðar. Ný og
góð fiskiskip og fullkomin fisk-
iðjuver hlutu að verða til þess
að draga völd úr höndum þeirr-
ar stéttár manna í Reykjavík,
sem raltaði að sér óhóflegum
gróða í skjóli þess, að þeir
fengu til ráðstöfunar gjald-
eyri þjóðarinnar sér að kostn-
aðarlausu og án þess að taka
á nokkurn hátt þátt í þeirri
áhættu, sem fylgdi því að fram-
leiða liann. Ný og fullkomin at-
vinnutæki dreifð um landið
hlutu að rýra völd og áhrif
þessara gróðamanna og þá um
leið rýra gróðamöguleika þeirra.
Frá hendi þessara manna var
rekinn magnaður áróður fyrir
þvi, að ekki yrði ráðizt í öflun
nýrra tækja eða byggðar verk-
smiðjur. Þeir höfðu um fyrir-
ætlanir sínar falleg orð og
sögðu, að áður en ráðizt væri
í kaup á nýjum fiskiskipum
°g byggingu fiskiðjuvera yrði
að tryggja fjárhagsgrundvöll
atvinnulífsins.
Hið þröngsýna sjónarmið
auðmanna Reykjavíkur var boð
að af miklum krafti af ríkis-
stjórn Björns Þórðarsonar. Sú
stjórn taldi það sitt hlutverk
að reyna að sannfæra þjóðina
um, að henni bæri að hafast
ekkert að í nýsköpun atvinnu-
lífsins á íslandi fyrr en búið
væri að stórlækka kaupið og
skapa hér jafnvægi í atvinnu-
lífinu, sem svo er kallað, það
er, að komið væri nægilegt at-
vinnuleysi til þess að menn
tækju með þökkum því sem að
þeim væri rétt, bæði hvað snerti
laun, vinnuskilyrði og vinnu-
öryggi. Stjórn Björns Þórð-
arsonar sat að völdum í nærr:
tvö ár og fylgdi fram þessaxi
stefnu, að ekki yrði ráðizt í
neina nýsköpun atvinnuveg-
anna.
Nýsköpunarstefna
sósialista átti almennu
fylgi að fagna
Haustið 1944 var svo kom-
ið, að stefna Sósíalistaflokks-
ins um xxýsköpun á sviði ísl.
sjávarútvegs til þess að skapa
almenningi öi-yggi um næga at-
vinnu við góð lífskjör, með nýj-
um og fullkomnum fiskiskip-
um og bátum og fullkomnum
'fiskiðjuvei'um til þess að hægt
væri að vinna til hlýtar úr afl-
anum, átti svo almennu fylgi
að fagixa með þjóðinni, að þing-
menn borgaraflokkanna gátu
ekki lengur skellt skollaevrtun
við henni.
Með samstarfi þriggja flokka
Sósíalistafiokksins ,Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðufiokksins,
var í október 1944 mynduð rík-
isstjórn, sem gerði það að. að-
alatriði i stefnuskrá sinni að
afla atvinnuvégunum xxýrra
og fullkominna tækja, og þá
einkum sjávarútveginum, og
verja til þess megninu af hinum
erlendu innstæðum. Elcki er á-
stæða til þess að rekja héi'
störf og framkvæmdir þcirrar
stjórnar, það hefur verið gert
oft áður.
Freunsókn skatrst úr
Ieik
Þegar nýsköpunarstjórnin
var mynduð, skarst einn flokk-
urinn, Fi'amsókn, úr leik og
vildi eigi eiga þátt í því átaki,
sem gera átti á sviði atvinnu-
málanna. Framsóknarflokkur-
inn tók sér hluíverk ríkisstjóni-
ar Björns Þórðarsonar og hamr
aði stöðugt á því, að ekki mætti
i'áðast í kaup nýrra framleiðslu
tækja, ekki kaupa ný skip eða
báta eða byggja verksmiðjur
fyrr en búið væri að skapa ör-
uggan fjái'hagsgrundvöll fyrir
atvinnulífið, þ. e. lækka kaup-
ið og minnka atvinnuna. Þess-
um lestri fylgdi hjáróma söng-
ur um ægilega kreppu, ólxjá-
kvæmilegt hrun og hvei's kon-
ar voða, ef út í stórhuga fram-
kvæmdir yrði lagt. Framsóknar
flokkurinn gerði sjónarmið
þröngsýnustu auðmanna Rvík-
ur að sínum og hafði allt á
liornum sér, sem gert var til
eflingar atvinnulífinu. Þessi
söngur FramsóknarflQkksins
var eins og gefur að skilja
lxjáróma og fann ekki hljóm-
grunn með þjóðinni, endá kom.
það gi’einilega í ljós í síðustu
kosningum, að yfii’gnæfandi
meiri hluti þjóðarinnar fylgdi
nýsköpunarstefnunni.
S jálf stæðisf lokkur inn
hefur snúið við blaðinu
Það var og vitað frá upp-
hafi, að innan Sjálfstæðisflokks
ins var mikil andstaða gegn
nýsköpunarstefnunni. Það voi'u
áhrif hinna þröngsýnustu pen-
ingamanna, sem vildu fyrir
hvern mun hindra framkvæmd
nýsköpunarinnar og koma á
sanxs konar ástandi i atviixxxu
og fjárhagsmálunx eins og lxér
var fyrir strið. Þessi öfl færðu
sig mjög upp á skaftið og
stefndu að því að koma nýsköp-
unarstjórninni frá. Nýsköpunin.
var eitur í þeirra beinum og
þeim fannst þegar búið að gera
allt of mikið. Nú hafa þessi
afturhaldsöfi orðið ofan á í
flokknum. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur snúið við blaðinu. Áð-
ur starfaði hann að framkvæmd
nýsköpunar í atvinnulífinu,
þrátt fyrir hrunsöng afturhalds
seggjanna. Nú er öllu snúið
öfugt. Bjarni Benedikts., hæstv
utanríkisráðherra, gengur fi'Eim
fyrir skjöldu til þess að ófrægja
fyrrverandi ríkisstjóni og sann
færa nxenn um, að hennar
stefixa í atvinnumálum hafi ver-
ið röng. Hxunsöngurinn, sem
Framsókn var mikið til ein um
í tíð fyrrv. ríkisstjórnar, er nú
orðin sameiginleg trúarjátn-
ing stjórnarflokkanna þriggja.
Hlutverk núverandi ríkisstjóni-
ar er í samræmi við þennan
söng og hagsmuni þeiri'a þröng
sýnu auðmanna, sem að lienni
standa. Stjónxin virðist hafa
þessi þrjú höfuðverkefni: 1)
að stöðva nýsköpunina, 2) að
stöðva atvimiuframkvæmdir yf-
irleitt og koma á atvinnuléysi,
og 3) að lækka lífskjör almenn-
ings. Þetta telur stjórtiin sig
þurfa að gera til þess að koma
liér aftur á því ástandi, sem
var fyrir stríð, en það virðist
xrera óskadraumur liennar.
Ríkisstjói’nin héfur farið
mjög dult með, hvaða tillögur
hún ætlar að bera franx, ef
hún er þá búin að taka unx það
nokkrar ákvarðanir. Hin ýmsu
vandamál biða óleyst og Al-
þingi er stai'fslaust. Almennt
var búizt við þvi, að ríkisstjórn-
in, sem tók við völdum í byrjun
febrúar s. 1. og sifellt hefur
hami’að á því, að þjóðin væri
komin á glötunarbarm og að
ekkert geti bjargað lienni ann-
að en djarfar og gagngerðar,
en þó umfram allt skjótar dýr-
tíðarráðstafanir, skuli ekki hafa.
lxaft neinar tillögur að leggja
fyrir Alþingi, er það kom sam-
an 1. október.
Aiíkin gjaldeyris fram
leiðsla og betri hagnýt-
ing gjaldeyrisins er
lausnin í dýrtíðarmál-
unum
Með frv. því, er Txirt var hér í
blaðinu síðasliðin laugardag,
leggur Sósíalistaflokkurinn
fyrir Alþingi nxegintill-
lögur sínar um lausn á vanda-
málum dýrtíðarinnar og at-
vinnuveganna. Sósíalistaflokk-
ui’inn er þeirrar skoðunai', að í
Framhald á 7. síðu,