Þjóðviljinn - 27.11.1947, Blaðsíða 6
6
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 27. nóv. 1947.
68.
1. da§sr.
ei'tir
miCEMl SAYERS e« ALBEET E. KAHN
eftir Amutole Franee
hefðii drepið dreng kristins fólks í Kíeff til að fá blóo
hans.l)
Eftir byltinguna var það Brasol sem stofnaði fyrstá
samsaerisfélagið í Bandaríkjunum. Nefndist það Samband
liðsforingja úr her og flota Rússakeisara og voru flestir
meðhmir þess „svartliðar" er flutzt höfðu til Bandaríkj-
anna. 1918 var Brasol í náinni samvinnu við útanríkis-
ráðuneytið og lét þeim í té mikið af þeim lituðu upp-
lýsingum er ráðuneytið byggði á álit sitt um sannleiks-
gildi hinna fölsuðu Sisson-skjala.2)
Brasol taldi sig sérfræðing um Rússlandsmál og tókst
að fá starf innan leyniþjónustu Bandaríkjanna. Eitt af
fyrstu verkum Brasols sem bandaríska njósnarans ,,B1“
var að láta Natalie de Bogary, dóttur rússnesks liers-
höfðingja þýða. á ensku „Fundarskjöl Síonvitringanna“,
1 hinar alræmdu gyðingahatursfalsanir er nótuð höfðu
verið af leynilögreglu Rússakeisara til að æsa til víð-
tækra gyðingaofsókna, sömu skjölin og Alfred Rosen-
berg, hvítliðaútflytjandinn, var samtímið að dreife
í Miinchen. Brasol kom þýðingu „Fundarskjalanna" inn
í skjalasafn bandarísku, leyniþjónustunnar sem áreiðan-
legum heimildum er gætu „útskýrt rússnesku bylting-
una.“
Bandarikjamenn um að bolsébíkabyltingin væri þáttur
Bandaríkjamenn um að bolsyvíkabyltingin væri þáttur
i „alþjóðlegu gyðingasamsæri" tók Brasol að dreifa
Síon-skjölunum um Bandaríkin. Auk þess bætti hann
við falsanirnar frá keisaratímanum nýjum áróðri gegn
gyðingum. Snemma árs 1921 kom út í Boston bók eftir
Brasol er nefndist „Heiiriurinn á krossgötum". í bókinni
var fullyrt að rússneska byltingin hefði veiið gerð, kost-
uð og henni stjórnað af Gyðingum. Fall keisarastjórnar-
innar og þróun alþjóðamála síðan, ritar Brasol, er þáttur
í „ískj'ggilegri hreyfingu þar sem Gyðingar heimsins og
Mr. Wilson hafa tekið höndum saman“.
Hinn 1. júlí 1921 gat Brasol gortað í bréfi rituðu til
annars hvítliða í Bandaríkjimum, V. Tserep-Spirodovits
greifa, á þessa leið :
„Á einu ári hef ég ritað þrjár bækur sem hafa gert
Gyðingum meiri skaða en tíu ofsóknarhrinur hefðu gert“.
Tserep-Spiridovits var sjálfur mikill áhugamaður um
gyðingaofsóknir, og naut fjárhagsstyTks frá frægum
bandarískum iðjuhöld. Nafn þess iðjuhölds var Henry
Ford.
Boris Brasol hafði einnig nána samvinnu við erindreka
Fords, og eintök af „Fundarskjölunum" voru feiigin
bílakóngnum í hendur.
3. Svartliðar í Detroit
Dularfullt og ískyggilegt bandalag tókst þannig í
Bandaríkjunum milli hinna iénzku rússnesku keisara-
sinna og hinna frægu bandarísku iðjuhölda, er höfðu
komið á fullkomnustu framleiðsluaðferðum heimsins.
1) „Eg var annar mesti rannsóknardómari Rússlands", sagði
Brasól í blaðaviðtali eftir komuna til Bandaríkjanna. „Eg
kynnti mér glæparannsóknir viðsvegar um Evrðþu, samkvæmt
fyrirmælum keisarastjórna'rinnar, —• í Sviss, Þýzkalandi,
Frakkjandi og Englandi, og var orðinn sérfræðingur í rann-
sókn glæpamála."
Bandaríski blaðamaðurinn spurði hvort Brasol tryði þvi að
24. desember 1849.
Eg var kominn í inniskóna mína og sloppinn.
Eg þurrkaði úr auganu tár sem norðanvindurinn
úti við skipalægin hafði leitt fram. — Glaður eldur
logaði á arninum í vinnustofu minni. Á rúðunum
hafði sprottið fram skrautlegur jurtagróður, gcrður
úr ískristöllum. Hann byrgði sýn til Signu, brúnna
og hallarinnar Louvre de Valois.
Eg dró liægindastólinn minn og skrifborðið nær
elddnum. Hamilkar lét svo lítið að rýma ofurlítið til
fyrir mér, svo ég kæmist fyrir. Hamilkar kötturinn
minn hafði hniprað sig þarna á dúnsva;fli, og
stungið trýninu milli fóta sér. Feldurinn mjúkur og
þétthærður, barðist fyrir jöfnum andardrætti. Þeg-
ar ég settist, leit hann upp til hálfs, og glytti í
gulgræn augun milli hálfluktra hvarmanna, en hann
lokaði þeim jafnskjótt, eins og hann vildi segja:
, Allt í lagi, þetta er bara hann húsbóndi minn.“
— Hamilkar! sagði ég- við hann um leið og ég
hagræddi mér á stólnum. — Hamilkar, þú liinn
svefnsæii konungur í ríki bókanna, þú hinn vel-
vakandi næturvörður! Þú sem gætir handrita minna
og bóka fyrir liinum skaðvænu nagdýrum, þessara
dýrmætu bóka, sem ég, hinn gamli lærdómsmað-
ur, hef aflað ’mér með súrum sveita, fyrir sparifé
mitt. Því ao persóna þín sameinar hreysti víkings-
ins og yndisþokka austui’lenzkrar höfðingskonu.
Hugprúði og munuðlífi Hamilkar! sof þú þangað til
mýsnar fara að dansa í tunglskininu fyrir framan
Acta sanctorum hins lofsæla doktors Ballandistes."
Það leit út fyrir að Hamilkar líkaði vel upphaf
þessarar ræðu, því hann svaraði með því að mala
yndislega, eins og þegar sýður í tekatli. En er ég
hækkaði róminn, lagði hann kollhúfur og hrukkaði
bröndótta ennið, eins og honum líkaði miðlungi vel
að vera ávarpaður þannig. Og liann hugsaði svo:
— Þessi grúskari talar tóma vitlej7su. Ráðskon-
an okkar talar alltaf af viti, allt sem hún segir, hef-
ur eitthvað að þýða, hvort sem hún segir okkur að
koma að borða kvöldmatinn, eða hún ber fyrir mig
gráut i skál. Hún talar alltaf skilmerkilega. En
þessi gamli maður segir margt sem ekkert vit er í.
Þetta hugsaði Hamilkar. Eg lét hann eiga sig, og
fór að lesa í bók sem mér þótti gaman að, því það
var handritaskrá. Ekkert þykir mér jafn auðvelt
aflestrar, jafn skemmtilegt, jafn indælt, eins og
bókaskrár. Sú sem ég las, var gefin út árið 1824, af
mr. Tliompson, bókaverði sir Thomas Raleigh, og
hún var því miður ekki jafn ýtarleg, né jafn ná-
kvæm og þær sem gefnar eru út nú á dögum af
skjalavörðum safnanna. Mig langaði til, að hún
hefði verið betri. Það var sennilega vegna þess, að
hún vakti hjá mér það sem hefði mátt nefna skáld-
lega ímyndun, ef gáfaðri maður en ég hefði átt í
hlut. Eg var niðursokkinn í hugrenningar mínar,
er ráðskonan mín kallaði heldur höstum rómi að
herra Coccoz vildi tala við mig.
Eg leit upp og sá, að einhver stóð að baki benni
inni í lestrarstofunni. Þetta var lítill maður, fátæk-
legur og fremur bjálfalegur, klæddur í of þrönga
iiM';:i:![ni::iiiiiaiii[iiiiiiiiiiiiiiiii)iiiiinii;iiiiiii;iiiiiiiiiiiiuiniMH»iiiBU!iHiiuiiiimnBffliiiiiMiimni::^iinnmHniiHimagimiiiM(i«MiiiiiiiB
treyju. Hann færði sig nær, brosti sætt og heilsaði
innvirðulega. En hann var ósköp aumingjalegur og
þó að hann virtist ungur að aldri, og ekki laus við
að vera fjörlegur, sýndist mér hann vera veikur.
Ilann minnti mig á særðan íkorna. Hann bar undir
hendinni grænan böggul, sem liann lagði á stól,
leysti hann upp og tók fram stafla af litlum gulum
bókum.
— Herra, sagði hann, ég á því miður ekki því
láni að fagna, að þér þckkið mig. Eg er bóksali. Eg
hef það fyrir starfa að ganga í helztu húsin í borg-
inni, og í þeirri von að þér viljið sýna mér þann
sóma að skipta við mig, ætla ég að lej'fa mér að
bjóða yður nokkrar nýjar bækur.
Drottinn minn! herra minn trúr! hugsaði ég,
hvaða bækur skj’ldi þessi bjálfi hafa á boðstólum.
Fyrsta bókin, sem hann fékk mér, var Sagan af
turninum í Nesle, en sú saga var um ástir Margrét-
ar frá Bourgogne og hershöfðingjans Buridan.
— Þetta er söguleg bók, sagði hann og setti upp
sitt blíðasta bros, þetta er sannsöguleg bók.
— Sé svo, mælti ég, hlýtur hún að vera mjög
leiðinleg, því að leiðihlegustu höfundar, sem til eru,
eru þeir, sem forðast að segja ósatt, það er að
segja, þeir höfundar, sem setja saman mannkj-ns-
sögu. Þegar ég rita slíkar bækur, læt ég þær ekki
hafa annað inni að halda en blákaldar staðreyndir,
og ef þér skylduð einhverntíma þurfa að reyna það,
að hafa þessar bækur mínar til sölu, er mikil hætta
á því, að þér losnið ekki við þær greiðlega. Það er
ólíklegt að þér fyrirliittið nokkurs staðar svo ó-
menntaða vinnukonu, að hún kaupi þær.
— Eg er alveg á samá máli, sagði sá litli ein-
ungis til þess að þóknast mér.
Svo rétti hann mér með blíða brosinu sínu bók-
ina Amours Héloise et Abeilard, — Ástir Abeilards
og Heloise, en ég 'gat látið lionum skiljast að ég
væri of gamall til að hafa gaman af ástasögum.
Þá bauð hann mér Régle des jeux de société, og
Leikir í heimahúsum, og enn brosti hann.
— Æ, sagði ég, ef þér viljið endilega láta mig
læra refskák, verðið þér líka að sjá. um að hann
Bignon gamli, vinur minn, sem er vanur áð spila
við mig, komi hingað á hverju kvöldi, sem hann á
eftir ólifað. En þó væri enn betra, ef þér gætuð*
gert hann Hamilkar niinn, þennan alvörugefna
heimspeking, að svo fáránlegum umskiptingi til
vitsmuna, að hann fáist til að tefla við mig refskák,
því að hann hef ég alltaf hjá mér.
Brosið á andliti mannsins varð undarlega dauft
og hræðslusvipur skein í gegnum það.
— Sko, sagði hann, þetta er ný bók um orðaleiki
og galdralistir, eins og t. d. að breyta rauðri rós í
hvíta.
Eg sagði honum að ég kynni ekki framar nein
skil á rósum, og hvað viðvéki orðaleikjum, léti ég
mér nægja þá, sem ég sjálfur byggi til, óafvitandi,
er ég væri að vinna að ritstörfum mínum.
Þá bauð þessi litli maður mér síðustu bókina með
sínu síðasta brosi.
— Þetta er draumaráðningabók, og í henni eru
Gyðingar. fremdu helgisiðamorð. ........
„Því skyldi ég ekki trúa því?“ svaraði Brasol.
Síðar skýrði þessi bandariski biaðamaður svo frá: „Mig
hryllti við að sitja þarna andspænis lærisveini svartliðanna,
og heyra hann, á tuttugustu öldinni, segja með köldu blóði
frá miðaidagrimmd böðulsþjóna keisarans."
1) Hin svonefndu Sissonsskjöl, er áttu að sanna að I.enín
og aðrir leiðtogar Sovétríkjanna væru í þjónustu þýzku her-
stjórnarinnar voru birt i Bandaríkjunum og dveift af utan-
ríkisráðuneytinu, eftir bolsévíkabyltinguna. Skjölin, er rúss-
neskir hvitliðar höfðu til kaups, hafði brezka leyníþjónustan
áður dæmt grófustu falssagnir. Edgar Sisson, starfsmaður
utanrikisráðuneytis Bandarikjanna, keypti skjölin og flutti.
þau til Washington, Siðar varð fölsunin algerlcga uppvís. í
D A V I Ð