Þjóðviljinn - 28.11.1947, Side 5

Þjóðviljinn - 28.11.1947, Side 5
Föstudagur 28. nóv. 1947 ÞJÓÐVILJINN 5 Merkasti atburður á Al- þingi þessa viku er tvímæla laust flutningur frumvarps ins er þrír þingmenn Sósíal- istaflokksins, Einar Olgeirs- son, Áki Jakobsson og Lúð- vík Jósepsson bera fram, til- lögur flokksins um ráðstafan- ir gegn dýrtíð/inni og til að t'ryggja rekstur útvegsins. Tillögur sósíalista í þessum málum hafa vakið mikla at- hygli, og þá fyrst og fremst alþýðu og útvegsmanna. Þyk- ir ekki ástæða að rekja sjálf- ar tillögurnar hér, því rúmi Þjóðviljans er þessa dagana mikið til varið í kynningu frumvarpsins. En þeim les- endum sem ekki hafa kynnt sér málið rækilega, er ráð- lagt að lesa vandlega frum- varpið sjálft, er birt var í laugardagsblaðinu, hluta úr greinargerð þess á fimmtu- síðu blaðsins i gær (fimmtu- dag) og aðrar greinar er blað ið birtir. Um þetta mál má enginn _ sósíalisti láta sér nægja hraflþekkingu. hver flokksmaður verður að geta sagt með vissu hverjar til- lögur flokksins eru og fært rök að þeim. Nákvæm þekk- ing er undirstaðan, sjálf- stæð hugsun og rökfærsla fyrir góðum málstað auðveld á þeirri undirstöðu. ★ Nokkuð má ráða af við- tökum frumvarpsins að and- stæðingar sósíalista finna hve þessar tillögur í dýrtíðarmál- unum eiga víða hljómgrunn, að hér er komið með raun- hæfar úriausnir á þeim vaiida sem glímt er við. Morgun- blaðið hreytir skætingi að frumvarpinu, Tíminn skrifar um það broslega vit- lausan leiðara í ófræging- arskyni enda þótt hér sé í meginatriðum fylgt leiðum þeim sem foringjar Fram- sóknarflokksins hafa talið æskilegar. En einkennileg- i ust eru þó viðbrögð ríkis- i stjórnarinnar sjálfrar. Hún j lætur Tímann tilkynna s. 1. | mánudag og því er útvarpað j með þingfréttum að von sé j á tillögum ríkisstjórnarinnar.l í dýrtíðarmálunum og hafi j ráðherrarnir unnið af kappi síðustu dagana við samn- ingu frumvarps Um það mál! En kapp ráðherranna virðist j ekki hafa dugað til. Ftum- varp ríkisstjórnarinnar um lausn á dýrtíðarvandanum er enn ófætt, og var það þó boð- að með belgingsræðum sem aðalverkeí’ni stjórnarinnar fyrir níu mánuðum. En sá meðgöngutími virðist ekki j hafa nægt. Tvo mánuði hefur Alþingi j setið að fundum án þess að | ríkisstjórnin hafi nokkuð lát- | ið frá sér fara um þessi mál'! annað en hrunræður og svart- : sýni prédikanir. Þegai' svo stjórnarandstæðingar' bera fram frumvarp og benda á færar leiðir, grípur ríkis- stjórnin til þess að hindra að Þingsjá Þjóðviljans 28. nóv. 1947 URRÆÐI ALÞYÐUNNARl eða úrræði afætufólksins tillögurnar fái þinglega með- ferð! Hvorki í gær né fyrra- dag var fundur haldinn í neðrideild, og virðist það ein- göngu gert til að hindra 1. umræðu um dýrtíðarfrum- varp sósíalista, þar til kapp- vinna ráðherranna hefur bor- ið árangur og stjórnin þarf ekki að standa frammi íyrir þjóðinni í allri eymd sinni og úrræðaleysi, en geti þó veifað einhverjum tillögum. Á íslenzka lýðveldið skilið svo vesæla stjórn? En það fer ekki dult að miklai' vonir eru tengdar við þetta frv. sósíalista. Verka- mönnum. sjómönnum og öðr- um launþegum er það fagnað- arboðskapur, að fram eru bornar tillögur er fela í sér lausn dýrtíðarmálanna, án þess að rýra þurfi lífskjör alþýðu og tryggja aðalat- vinnuvegi þjóðarinnar, sjáv- arútv., bærileg og batnandi kjör. Það kemur enn í ljós að sósíalistar. vegna þekking- ar sinnar á þjóðfélaginu og þjóðfélagslögmálum, eru fær- ari um að leysa flókin vanda- mál en aðrir stjórnmála- flokkar landsins. Hitt skilur þó ef til vill enn meira: Sósía listar miða úrlausnir sínar við hag aIþýðunnar, raun- verulega hagsmuni mikils meirihluta þjóðarinnar, við ráðstafanir gerðar á kostnað afætufólksins sem drekkur arðinn af starfi sjómannsins og lætur báta- útvegsmanninn ganga slypp- an frá góðri vertíð. Á kostnað afætanna sem raka arði sjáv- arútvegsins í gróðabrallsverzl un, stela hundruðum þúsunda af dýrmætasta gjaldmiðli landsins með ,.löglegum“ og ólöglegum aðferðum og bæt- ast árlega. við tölu milljóna- burgeisanna í Reykjavík. Það er ekki hægt að tryggja rekstur útgerðarinn- ar og gera ráðstafanir gegn dýrtíðinni án þess að ein-J hver verði að borga. Barátt-i an sem nú er háð er um það einfalda atriði hver eigi að borga. Annarsvegar í þeirri bar- áttu er hin mikla fylking launþega landsins og allra frjálshuga manna, sem vilja að hindrað verði arðránsstarf milljónaburgeisanna og arður inn af vinnu landsmanna fái að streyma frjóls um at- ! vinnulíf þjóðarinnar. Þa-3 sjónarmið er rauður þráður í tillögum Sósía li s taflok k s - ins. Hins vegar er hagsmuna- fylking afætufólksins. Það fólk hefur líka ákveðnar til- L ílögur um hver eigi að borga. i Það vill að alþýðan, launþeg- arnir, fát.œkasta fólkið í land- inu borgi dýrtiðarráöstafan- 'irnar, tillögur afætufólksins miðast allar við þá ..lausn“ að lífskjör alþýðu séu rýrð. Ýmsum mun þykja það ó- sennilegt þrátt fyrir allt, að „fyrsta stjórnin sem Alþýðu- flokkurinn myndar“, að þrír stjórnmálaflokkar, Sjálfstæð- isflokkurinn, Framsókn og Alþýðuflokkurinn sameinist um að bera fram á Alþingi þessar frekjukröfur arðráns- fólksins sem sína lausn á dýrtíðarmálunum. Næstu dagar skera úr því. ik Geri þeir það. er það i trausti þess ,að alþjóð láti enn blekkjast. blekkjast lengi. í trausti þess að því verði trúað að „allir eigi að fórna". í trausti þess að Rússagrýlan hræði nógu marga frá raun- hæfri hugsun um íslenzk stjórnmál. í trausti þess að bjargálnamanninum Emil Jónssyni og hinum stríðs- óða skrifstofustjóra í félags- málaráðuneytinu verði trúað til þess að verið sé að heyja heilagt stríð við ,.Rússa“ þegar í raun og veru er bar- izt um lífskjör íslenzkrar al- þýðu. Skyldi þeim ekki skjátlast þessu sinni? S. G. Félög Sameiniiðii felóianna ‘T • ’ Við stofnun S.Þ. var mjög byggt á þeirri reynslu, sem fékkst af starfsemi Þjóða- bandalagsins gamla. Menn reyndu að meta styrkleika og veilur þess og leituðu eftir raunsæjum skýringum á van- mætti þess til að leysa v?.nda málin í sambúð þjóðanna ogj hversvegna það reyndist ó-, megnugt að leysa ætlunar-j verk sitt af hendi. Niðurstöður þessara athug-| ana birtust m.a. í því sameig-j inlega áliti forvígismannaS.Þ. j að ein af höfuðás.tæðum fyrir | vanmætti Þjóðabar.dalagsins hafi verið sú. hve samband þess við alþýðu manna í hinum ýmsu löndiun var veikt og er á reyndi naut það ekki stuðnings fólksins. Það hafði verið vanrækt að gróðursetja hugsjóní" Þjóða- bandalagsins í huga almenn- ings, en hugsiómr eru sá tengiliður, sem gildi hefur á þeirn vettvangi t re.ynd- inni var Þjóð.abandalagið ekki stofnun fólksins, held- ur samband ríkisstjórna. semj hinum óbreytta borgara fannst sér óviðkomandi og fann þvi ekki köllun hjá sér til að ljá því hollustu sína. Þessi örlagaríka reynsla Þjóðabandalagsins skyldi nú hagnýtt i þágu Sameinuðu þjóðanna. S.Þ.. eru að formi til samband ríkisstjórna, en framsýnustu. brautryðjendur telja að megin skilyrði fyr- ir farsælu gengi þeirra sé fólgið í því, að takast mætti að vinna hug og hollustu.al- þýðu manna um allan heim við hugsjónir þær. sem liggja til grundvallar fyrir stofnun og starfsemi þeirra. Til þess að vinna að þessu marki. hafa verið stofnuð fél- ög Sameinuðu þjóðanna (United Nations Associations skammstafað: UNA) innan vébanda flestra meðlima þjóða S.Þ. Þessi félög eru óháð S.Þ. og ríkisstjórnum, en eru frjáls félagssamtök almennings. Megin tilgangur félaganna er að kynna almenningi hug- ■sjónir, starfsemi og eðli S.Þ og hervæða almenningsálitið til stuðnings við þær. Jafn- fram því vinna þessi félög að hverskonar viðfangsefnum sem eru í anda hugsjóna S.Þ. , svo sem aukinni kynningu og skilningi milli þjóða, að eíla og treýsta vináttu og sam- vinnu þeirra um að bæta. ogi fegra líf mannkynsins. Tak-i mark þeirra er að gera al-j menning allra landa virkanj þátttakanda gegnum félög | S.Þ. í því alþjóðasamstarfi j sem S.Þ. hafa forustu um. | Þegar hafa . verið stofnuð j félög S.Þ. í 27 löndum, þar af 25 meðlimum S.Þ. og 2| utan þeirra. Auk þess eru starfandi undirbúningsnefnd- ir í 10 meðlimalcndum S.Þ. Þannig hafa félögin formlega hafið starfsemi eða verið að undirbúa stofnun þeirra í 35 meðlimalöndum S.Þ. og 2 ut- an þeirra, én meðlimir S.Þ. eru nú 55. Ætlast er til að slík félög starfi innan vé- ! banda allra meðlimaþjóð-1 anna. Á Norðurlöndum hafa félögin verið stofnuð ailstað- j ar nema í Finnlandi og á ís-1 landi.— Félögin eru hugsuð sem frjáls samtök. sem nái til j alls almennings í hverju i landi, óháð ríkisstjórnum og j S.Þ. Þau séu dreifð út um löndin, en hvért land myndar landssamband Landssambönd j in hafa þegar myndað al- j þjóðasamband (World Fed- eration of the United Nations Assocations), sem stofnað var l á s. 1. ári. Forseti þess er Jan Mazaryk utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu.. Heiðursfor- j setar eru þeir friðarvinurinn brezki Cecil greifi, frakk- i neski skörungurinn Joseph | Paul Boncour og kínverjinn I Dr. Chu-Chia-Hua. Samb. hefur aðalbækistöðvar í New York og París. Aðalfram- kvæmdastjóri þess er Mr. John Ennals ungur Englend- ingur, sem hefur unnið mik- ið starf íyrir félögin. Alþjóðasambandið er þann- ig í rauninni frjálst sainband alþýðumanna í heiminum. sem vinnur af sjálfsdáðum fyrir hugsjónir S.Þ. Þetta samstarf byggist á því raun- sæi, að örlög allra manna á jörðinni séu svo tengd að samvinna um sköpun þeirra sé nauðsyn og þá fyrst og fremst gegnum farsæla starf- semi S.Þ. Félög sameinuðu þjóðanna eru ópólitísk og hafa innan vébanda sinna menn allra pólitískra flokka og skoðana sameinaða um meginhugsjón félaganna. Meðlimir þeirra geta verið einstaklingar, hverskonar starfandi félags- samtök, sambönd og stofnan- ir. Þau reyna að tryggja sér opinberan stuðning forustu- rnanna þjóðlífsins í stjórn- málum og á öðrum sviðum og bera blæ af einhuga sam- starfi almennings. Starfsemi íélaganna er eink um fólgin í umræðufundum sem taka afstöðu til mála og geta á þann hátt haft áhrif á afstöðu ríkisstjórna og jafn fram reynzt þeim stuðningur um afstöðu til alþjóðamála.— Félögin eiga að verða eins- konar miðstöð um slík efni, sjá meðlimunum fyrir og út- vega blöð. bækur og bæk- linga. Sjá um þýðingar mik- ilvægra gagna, gefa út rit er sé helgað hugsjónum SÞ log alþjóða samstarii. Þar hafa ibrusicu .um þátttokr almennings í hátíðahöldun bundum við S.Þ., alþjóðlega daga og hvað annað, sem al- menning varðar um þau efni. Með þátttöku sinni í starfi S.Þ. hefur ísland þegar tekið á sig siðferðislega skyldu um að auka kynni ög skilning þjóðarinnar á hugsjónum S.Þ. og að vinna að stuðning og hollustu hennar við þær. Fé- lög sameinuðu þjóðanna- er heppilegt fprrn fyrir starf- semi, er beindist að því marki. Er í ráði að athuga möguleika fyrir stofnun slíkra félaga hér á landi.—• í septembermánuði s. 1. Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.