Þjóðviljinn - 31.01.1948, Side 4

Þjóðviljinn - 31.01.1948, Side 4
. * JOÐVILJINN Laugardag^ir 31. janúar 1948 þlÓÐVILJINN Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár linur) Áskriftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Sósíal i staf 1 nUVin'i— ^' — firin /f--- Framkvæmdirnar á Keflavíkur- flugvellinum Fyrir nokkru skýrði Þjóðviljinn frá forsögu þeirra miklu byggingaframkvæmda sem nú standa yfir á Kefiavíkurflugvell- inum, og er sú saga mjög lærdómsrík og gott dæmi um viðskipti hinna erlendu valdamanna við ríkisstjóm Islands. Eins og kunn- ugt er segir svo í herstöðvasamningnum að öll þau föst mann- virki sem Bandaríkjastjóm láti byggja á vellinum skuli verða eign Islendinga að samningstímanum loknum og geti íslendingar sjálfir haft úrskurðarvald um fyrirkomulag þeirra og tilhögxm. Undirbúningi hinna nýju framkvæmda var þó þaimig háttað að Bandaríkjamenn einir gerðu állar teikningar og áætlanir um fyrirkomulag þeirra; meðal þeirra verkfræðingur frá hremála- ráouneytinu, en Islendingar komu hvergi nærri. Þegar áætlun- um var öllum lokið fcngu þó isienzkir sérfræðingar að skoða þær. Þeir tóku það hlutverk sitt af fullri alvöm og töldu við ná- kvæma athugun að fyrirætlanir Bandaríkjaliðsins væru íslend- ingum mjög óhagkvæmar, og illkleift að reka völlinn á bærilegan hátt samkvæmt þeirri tilhögun sem Bandaríkjamenn hugsuðu sér, ef það ætti einhverntíma að verða hlutskipti Islendinga sjálfra. 1 samræmi við þetta komu hinir íslenzku sérfræðingar með mjög víðtækar breytingartillögur, sem m. a. kváðu á um nýja staðsetningu aðal afgreiðslubyggingarinnar, loftumferðastjórnar- innar og íbúðarhúsahverfanna. Breytingartilögur þessar vom byggðar á þeirri forsendu hvað íslendingum væri haglcvæmt en ekki sjónaraniðum ver'kfræðinganna frá hermálaráðuneytinu. Þessum breytingai’tillögum hinna íslenzku sérfræðinga var síðan komið á framfæri við bandarísk yfimöld af íslenzkri nefnd sem dvaldist í Bandríkjunum með umboð frá ríkisstjóminni, til að semja um hinar fyrirhuguðu framkvæmdir á vellinum. En nefndin var varla fyrr búin að skila tillögum sínum frá sér, er þau undur gerast að ríkisstjórnin sviftir nefndina öllu umboði til samninga og kallar hana heim umsvifalaust. Því næst tók ríkisstjórnin máiin í sínar hendur og samdi við Bandaríkjamenn á þann sérkennilega hátt, að ganga að ölliun tillögum og áætl- unum þeirra, en htmza með öllu álitsgerð hinna íslenzku sér- fræðinga, að því undanskildu, að þeir fengu að samræma húsin íslenzkum staðháttum(!) að sögn Morgunblaðsins. Þetta seinasta dæmi um viðskipti núverandi ríkisstjómar við hina erlendu ráðamenn Keflavíkurflugvallarins er í algeru samræmi við önnur dæmi sem ýtarlega voru rakin hér í blaðinu og á Alþingi í kringum ársafmæli herstöðvasamningsins. Ríkis- stjómin kemur ævinlega fram sem umboðsstjórn Bandaríkja- manna og lætur það vera sitt kærasta verk að grípa fram fyiir liendur íslenzkra sérfræðinga. sem gæta vilja íslenzkra hags- muna og halda fast við þau réttindi sem þó felast í samningnum sjálfum. Hún kemur í einu og öllu fram sem hin auðmjúkasta leppstjórn, eins og launaðir erindrekar sem eiga framtíð sína undir auðmjúkri hlýðni og dyggri þjónustu við hina voldugu yfirboðara. , . u < í y ■!. ... . ta -Áifc l~u ★ Islendingar eru ekki eina þjóðin, sem býr við erlenda ásælni á þessum tímum, og ekki heldur eina þjóðin sem hefur orðið að þola þá raun að sjá erlenda ieppa í ráðherrastólum. Hins vegar hefur hún ekki boríð gæfu til þess enn að hrinda hinni erlendu ásælni eða veita leppunum makleg máiagjöld, ems og sumum^öðrum þjóðum hefur tekizt. Mega tvö dæmi sent ný- Jega hafa gerzt vera þjóðinni sérlega hugstæð. I haust samdi stjórn Panama við Bandaríkin um fjölmargar herstöðvar til 99 ára. Þjóðin tók þegar í taumana og mótmælti svo öfluglega að þingið sá sér ekki annað fært en að fella saraninginn með öllum atkvæðum. Stjórnin neyddist til að segja af sér, og Bandaríkja- herinn hraktist burt úr landinu. I írak gerði forsætisráðherrann fyrir skömmu herstöðvasamning við Breta. Þjóðin mótmælti þeg- ar, verkföll hófust á vinnustöðvum og i skólum og forseti þess lands var slíkur manndómsmaður að hann kvaðst neita að Bréf imi „Einingu“ Tvö bréf í dag; liið fyrra frá bindindismanni sem segir: „Kæri bæjarpóstur Þú hefur farið hörðum orðum um bindindisritið „Eining,“ og virðist ákv. grein í síðasta tbl. hennar einkum hafa valdið þér gremju. Ekki skal ég neita því, að margt má að þeim málflutn- ingi finna, sem þar kemur fram, en hitt er samt staðreynd, að áfengisneyzla er svo mikil með- al íþróttamanna, að ekki get- ur vanzalaust talizt, og það leyfi ég mér að fullyrða, að í- þróttahreyfingin sem heild hef- ur ekki tekið bindindismálin nógu rækilega inn á stefnuskrá sína og sýnir meðlimum sínum iyfirleitt of mikla linkind í þessu efni. Bindindi ætti að vera eitt af höfuðbaráttumálum Í.S.Í. ¥ Pétur skrifar það ekki eimi „Það sem þú segir um rit- stjóm. Péturs Sigurðssonar er margt rétt athugað, þótt mér finnist þú mikla um of að hann sé að. gera „Einingu“ að sínu persónulega málgagxii. Það skrifa margir góðir og gegnir bindindismenn í „Einingu" og láta skoðanir sínar í ljós. Pét- ur skrifar blaðið ekki einn. En ég tel samt, að blaðið gæti ver- ið miklu betra og gagnlegra fyrir framgang bindindisins, ef þar fengi að ráða meiri víðsýni, og útilokuð yrðu öll þessi óvið- komandi málefni, sem Pétur sýn ist hafa svo mikla hneigð til að láta fljóta með því sem máli skiptir, Þetta má vafalaust lag- færa annaðhvort með þvi að skipa ötula ritnefnd til að starfa með Pétrí eða þá alveg að ekipta um ritstjóra. ¥ Pólitískur leiðári „Það er rétt hjá þér að Pétur freistast oft til að láta blaðið flytja „pólitískt kynjaðar full- yrðingar,“ eins og þú orðar það. Eg fór t. d. að lesa þetta síðasta tbl., sem þú gerir að umræðu- efni og þá rakst ég á þessa setn ingu í leiðaranum: „Á Islandi lcvaddi árið 1947 með aftur- hvarfi ríkisstjórnar og Alþingis frá stöðugt vaxandi dýrtíð að viðleitni til bjargar atvinnuveg- um landsmanna og niðurfærslu dýrtíðarinnar." Hvað segir t. d. stjórn Alþýðusambandsins — en það stendur ásamt ýmsum öðmm fjöldasamtökum að út- gáfu „Einingar" — um þessa út leggingu Péturs á kúgunarráð- stöfunum og árásum hmnstjóm arinnar á verkalýðinn ? Fleira er í þessum leiðara, sem kalla mætti óviðeigandi pólitískan á- róður. 1 I von um að „Eining“ geti fljótt orðið verðugt málgag;n. birídindishreyfingarinnar. bindindismaður.“ ¥ Gunnreifur Hannes á horninu Hitt bréfið er frá „kr. hn.“ og hann segir: „Auðvitað grípur Hannes á horninu gráðugur uppspuna og lygafréttir borgarablaðanna um Þróttarfundinn. Var við öðru að búast frá honum? Hann not- ar meira að segja tækifærið og segir lesendunum frá því með allmiklu stolti hvað hann gat orðið gunnreifur í gamla daga. Hann hefði einhverntíma óður og uppvægur viljað láta henda „kommúnistaminnihlutanum" £ Dagsbrún út í Tjöm, en „virðu legir og sómakærir" Alþýðufl. menn fordæmdu þá tillögu hans! Þessvegna misstu þeir („virðulegir og sómakærir“ Al- þýðuflokksmenn) meirihluta í félaginu (!) segir Hamies. ★ Þora þeir að reyna ? I ritstjómargrein Alþýðublaðs ins er um leið talað um að hin núverandi „kommúnistíska- minnihlutastjóm í Dagsbrún sé búin að lifa sitt fegursta.“ Það er eins og þaroa sé dálítið. ó- samræmi í skoðunum milli ein- stakra dálka Alþýðublaðsins. En hvernig væri nú fyrir krat- ana að fara að ráðiun Hannesar, þó seint sé, og henda hinum „kommúnistíska minnihluta" út í Tjöra? Þora þeir að reyna ? kr. hu.“ — IJiiKliaiBiiriiiáMé Framh. af 1. síðu verkamanna vegna hins frá- munalega skipulagsleysis er ver ið hafði á þessari vinnu, og hafði m. a. þau áhrif að verka- menn urðu að hanga niður við höfn lieilar og hálfar nætur í vinnusnöpum. Strax seinnipart miðviku- dags lýsti Dagsbrún sig reiðu- búna að ræða við Landssam- band ísl. útvegsmanna um til- högun vinnunnar, en því var eindregið neitað af Jakobi Haf- stein fyrir hönd sam.bandsstjóra ar. Daginn eftir, fimmtudag, sencii Dagsbrún stjórn L. I. U. greinargerð um málið og ósk- aði enn á ný eftir viðræðum, en því var heldur ekki sinnt né svarað. Samtímis því að L. í. Ú. neit- aði að ræða við Dagsbrún, var hafin hatrömm áróðursherferð gegn Dagsbrún i blöðum ríkis- stjómarinnar, og allt gert til að æsa sjómenn og útgerðar- menn gegn verkamönnum og samtökum þeirra. Þrátt fyrir andúð og mót- mæli margra sjómanna og skip- stjóra tókst með þessum aftur- haldsáróðri að stöðva löndun í gærmorgun án þess að.reynt væri að ná samkomulagi. Kl. lVz í gær var kvacldur saman síimkomujagsfundur að tilhlutun sjómanna er vildu að samið yrði um málið, og var samkomulagið sem hér hefur verið sagt frá árangur þess fundar. Með því samkomulagi er trf-ggt að verkamenn vinna ekki lengur en einn sólarliring sam- fleytt og hafi sólarhrings hvíld á eftir. Fullkomnum vaktaskipt um reyndust ekki. mögulegt að koma á að þessu sinni. Þá er tryggt með samkomulaginu að verkamenn þurfi ekki að híma niður við höfn jafnt nótt sem dag í atvinnuvon, þar sem á- kveðið er að verkamenn skuli ráðnir eklci síðar en kl, 8 ,að kvöldi. og fá kaup frá þeim tíma þó að vinna geti þá ekki hafizt. Verkamenn, sjómenn og út- gerðarmenn verða að hafa strangt og vakandi eftirlit með því að þeir sem stjórna þessari vinnu og taka ærið fé,af sjó- mönnum fyrir láti eklú lengur viðgaxigast það sleifarlag á stjóra þessarar vinnu sem frægt er orðið. •f- r> * 15 - » — ---- indirrita samninginn, Og nú hefur forsætisráðherrann sagt af iér fyrir sig og ráðpneyti sitt og flíiip land í þokkabót af ótta úð þjóð sína. Herstöðvasamningurinn er gildislaus. Dæmi þessara tveggja þjóða færa okkur Islendingum heim anninn um að nógu einbeitt og ötul afstaða getur hrmidið á- 3ælni jafnvel voldugustu stórvelda. Einnig Islendingar geta hrak .ð hið erlenda lið af landi brott og leppana úr stólum sínum. En til þeSs verður þjóðin sífellt að vera á verði og fylgjast vel með öllum viðskiptum stjórnarinnar við hið erlenda vaJd. Hún má ekki verða samdauna svívirðingunni eða sætta sig við hina verstu smán..Hún verður enn að glæða þann eld. sjálfstæðis og frelsis sem lifað hef.ur með hehni frá upphafi. •M-M-l-M-M-M-M-I-M-M-ÞH-l-l. ¥il . p p liggur leiðiu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.