Þjóðviljinn - 31.01.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.01.1948, Blaðsíða 5
Laugardagur 31. janúar 1948 ÞJÓÐVILJINN Háðung launalækkunarlag- anna brann á baki lirunstjórn- arinnar er hún dragnaðist af stað til jólafagnaðar eftir pyrr- usarsigurinn innan þingveggja. Brennimerking lögbrjótsins var fyrsta einkunnin er hún fékk þegar þing kom saman að nýju, og með þann stimpil á enni stendur ríkistjórn Stefáns Jó- hanns Stefánssonar, Bjarna Benediktssonar, Eysteins Jóns- sonar, Bjama Ásgeirssonar, Jóhanns Þ. og Emils Jónsson- ar frammi fyrir alþjóð jafn blygðimarsnauð og hún hefur reynzt úrræðalaus til allra verka nema óþokkaverka. Svo gersneydd er þessi ríkisstjórn því að vera starfi sínu vaxin, að hún virðist ekki einu sinni geta samið lög án þess að þau verði til hneykslunar fyrir hand- vömm. Lögfræðingurinn í for- sætisráðherrastólnum hefur var ið löngum tíma á Alþingi til að lýsa því hve vandlega launalækk unarlögin hafi verið undirbúin, i enda munu ráðherrar Alþýðu-j flokksins hafa lagt síðustu hönd á frumvarpið. Eln þegar í byrjun reynast ýms ákvæði lag arma algerlega óhæf, afgreiðsl- an til háðungar einnig hvað formið snertir. Varð hrun- stjómin að gefa út tvenn bráða , birgðalög í þinghléinu til að lappa upp á óburðinn. 1 greinar- gerð fyrir öðrum þeirra, bráða- birgðalögum um útreikninga húsaleiguvísitölunnar segir að Kauplagsnefnd hafi neitað að verða við þeim tilmælum ríkis- stjórnarinnar um að framkv. ákvæði dýrtiðarlaganna um þetta atriði og „véfengt heimild til þeirra." Brúðabirgðalög voru tafarlaust breidd yfir hand- vömm ríkisstjórnarinnar! 1 greinargerð hinna bráðabirgða- laganna segir, að ákvæði dýr- tíðarlaganna er varða söluskatt af umboðssölu séu „lítt fram- kvæmanleg." önnur bráða- birgðalög breidd yfir hand- vömm ríkisstjórnarinnar, er gortað hafði af því að hún hefði verið að undirbúa þessi lög alla sína stjórnartíð! Þingsjá Þjóðviljans 31. janúar 1948. Landsbankivald urðu fyrsta starfsdag þingsins eftir jólahléið. Tilefnið var fyr- irspurn frá tveim þingmönnum stjómarflokkanna, Páli Zóplión íassyni 1. þingm. Norðmýlinga og Ingólfi Jónssyni, 2. þingm. Rangæinga: „Hver er orsök þess, að ekki hefur verið greitt til Búnaðarbankans lögboðið framlag, kr. 4 899 785,70, eins og bar að gera 1. júlí síðastlið- inn samkvæmt 12. gr. laga um landnám, nýbyggðir og endur- byggingar í sveitum?“ Veður var kalt og hryssingslegt kringum 20. janúar 1948, og kaldar kveðjur mættu hrun- stjórninni að loknu þinghiéinu. Það var ekki auðvelt að snúa sig undan lögbrotabrennimark- inu, enda lítt reynt. Brennijárn- inu var ekki veifað að óhugsuðu máli í umræðuhita. Það var ekki maður úr þingflokki stjórnar- andstæðinga sem á því. hélt Formaður eins stjórnarflokks- ins, kunnur lögfræðingur er lengi hefur verið forsætisráð- herra, taldi sig tilneyddan að bera ríkisstjórnina lögbrotssök- um og hóta henni málssókn, og það þótt nýseztur væri land- búnaðarráðherra Framsóknar- flokksins er ásamt öðrum íhalds ráðherranum reyndi af fúsum vilja en veikum mætti að af- saka lögbrotin. Þessar óvenjulegu umræður Báðir flutningsmenn tóku til máls auk Hermanns Jónasson- ar. Allir lýstu þeir því ástandi er skapazt hefði vegna lögbrota ríkisstjómarinnar. Lögin um landnám, nýbyggðir og endur- byggingar í sveitum, er sett voru að tilhlutun. nýbyggingar- ráos, samin að mestu upp úr frumvarpi er Brynjólfur Bjarna son og Kristinn E. Andrésson höfðu flutt, kveða á um mjög hagstæð lán til bænda. Laga- setning þessi vakti fögnuð um allt land, fjöldi bænda taldi sér fært að byggja upp jarðirnar með þeim tilstjmk er lögin hétu. Taldi Hermann Jónasson, þaul- kunnugur þeim málum sem for- maður bankaráðs Búnaðarbank ans, að aldrei hefði verið byrj- að á eins miklum byggingafram kvæmdum í sveitum og sí^ustu tvö ár. En þegar bændur koma til Búnaðarbankans að fá þau lán er lögin heimila, reka þeir sig á þá ótrúlegu og óþyrmi- lega staðreynd, að ríkisstjórn- in hefur brotið lögín, ekki út- vegað það lánsfé er lögin skylda hana til, og hafa margir þeiri-a lent í mikil vandræði og vanskil af þessum sökum. Hermann Jón asson lagði á það þunga á- herzlu, hve alvariegt málið væri. Daginn eftir, í umræðum um lánsútvegun til Ræktunar- sjóðs, ítrekaði hann áfellis- dóminn yfir ríkisstjóminni. Lög frá Alþingi marki stefnuna í at- vinnumálum og f jármálum þjóð- arinnar. Engin ríkisstjóm geti skotið sér undan því sem Al- þingi hafi samþykkt sem lög. Einmitt það er grundvallarat- riði þingræðisins að ríkisstjórn má ekki taka við öðrum lögum af Alþingi en hún treystir sér til. að fi-amkvæma. Samþj’kki ríkisstjórnarinnar við lagasetn- ingu felst i því að ríkisstjórnin situr áfram. Merkustu og helg- ustu loforð sem gefin eru í þjóð félaginu eru lög frá Alþingi, engir saimiingar, engin loforð eru þeim æðrí eða merkari. Þau loforð er ekki hægt að svíkja nerna það verði til að brjóta niður það sem sízt má niður brjóta, virðingu fyrir lögum landsins. Þannig mælti Her- maun Jónasson. Taldi hann ó- hugsandi að ríkisstjórninni j’rði látið haldast lengur uppi brot- in á lögunum um landnám, ný- byggðir sveitum. endurbj’ggingar í Hverju svarar ríkisstjórn, sem borin er slíkum sökum og það af formanni eins stjómar- flokksins? Eðlilegast hefði ver- ið að hún hefði tafarlaust leit- að eftir því hvort hún hefði traust meirihluta þingsins til að sitja við völd þrátt fyrir slíkar ákæriir. En enginn býst við sómatilfinningu hjá stjóm Stef- áns Jóhanns Stefánssonar. Enda vom viðbrögð ráðherranna og vörn mjög í stíl við aðrar starfs aðferðir þeirra. Tveir ráðherr- anna héldu uppi svömm, Fram- sóknarmaðurinn Bjarni Ásgeirs son og íhaldsmaðurinn Jóhann Þ. Jósefsson. Þeir reyndu ekki að neita því að ríkisstjómin hefði framið lögbrot. Þeir af- sökuðu hana með því að ekki hefði verið hægt að framkvæma unni síðastliðið ár og þrengt þaimig lánamarkaðinn líkt og eftir heimsstj’rjöldina fyrri, í sama tilgangi með sömu afleið- ingum og þá, að auðburgeisar Reykjavíkur hafa getað rakað að sér eignum og gróða í enn óhóflegra mæli en ef verið hefði greiður aðgangur að lánsfé. Ríkisstjómin ber fulla ábyrgð á þessari stefnu bankans, nokkr ir opinberir embættismenn við Austurstræti hafi tekið sér vald til að skapa það ástand, er rík- isstjómin rej’nir svo á Alþingi að nota sem afsökun fyrir lög- brotum er snerta þúsundir þjóð- félagsþegna. Vegna úreltra hug mynda bankastjóra Landsbank ans um bankapólitík þyrfti rík- isstjórnin að ganga betlandi til þessara embættismanna í stað þess að segja þeim fyrir verkum. — Gísli Jónsson, þing- maður Barðstrendinga, sem lögin. Og þeir sögðu meira Það væri ekki einungis lögin um landnám og nýbyggðir sem ríldsstjórnin hefði brotið, held- .ur einnig mörg önnur lagaá- kvæði, einkum frá síðusiu ár- ,um, Þeim faimst ekkert athuga vert við þetta, vom. hæstánægð ir með frammistöðu sína og gáfu engin loforð um að láta af lögbrotum. Hvað finnst alþýðumönnum um slíka stjóm? Hvern dóm leggja heiðarlegir menn á ráð- herra, sem selja sér sjálfdæmi til.að afráða, hverákvæði lands laga slculi framkvæmd eða ekki? Hver áhrif er fregnin um lögbrot ríkisstjórnarinnar lík- leg, að hafa á virðingu lands- manna fj’rir lögum? Hvað álít- ur maðui' sem dæmdur er óverð ugur kosningaréttar og kjör- gengis fyrir að hnupla frakka eða nokkrum krónum? Hvar er réttaröryggið og’ þingræðið kom ið ef ríkisstjóm situr við völd sem telur sig óbundna af lands lögum er henni sýndist svo? Halda ráðherrar hmnstjórnar- innar að þeir geti lengi staðið frammi fyrir alþjóð sem æðstu valdamenn landsins, sýnandi blj’gðunarlaust stimpil lögbrjóts ins á enni sér? ★ Ein afsökun ráðherranna beindi umræðunum á athj’glis- verða braut. Þeir hefðu ekki getað framkvæmt landslög vegna þess að lánamarkaðurinn var þorrinn,. höfðu allt síðast- liðið ár átt að stríða við örðug- leika lánamarkaðsins! Einar Olgeirsson sýndi með fáum. og skýrum orðum hvað fólst bak við þetta kurteisa . [ Sjálfstæðisflokkui’inn hefur val ið til hins ábj-rgðarmikla for- mannsstarfs í fjárveitinganefnd þingsins, taldi einnig óviðkunn- anjegt að ráðherrar þyrftu að fara bónarveg að Landsbankan- um til þess að geta framfylgt iögum. Hann benti á að seðla- velta.n hefði mimikað um 70— 80 milljónir árið sem leið, og taldi að bak við þann samdrátt lægi sú skoðmi stjórnarvald- anna að atvinnuvegirnir hefðu eflzt of hratt og mikið Síðustu árin, og var því ekki mótmælt. Einn þingm. reis upp. til ,varn- ar Landsbankastjórninni Jónas Jónsson þm. Suður-Þingej’inga, Hann lagði áherzlu á að lands- bankalögin hefðu verið saminj með sérstöku tilliti ti! þess að gera bankann óháðan ríkis- stjórninni, bankinn ætti að miða starf sitt við þörf þjóðarinnar langt fram í tímann! Og að sjálfsögðu eiga bankastjórarnir :en elcki Alþingi og ríkisstjórn að dæma um hverjar þær þarf- ir eru! Elli og ábvrgðarleysi eru að auka Jónasi hreinskilni. Hann reynir ekki lengur af neita til- veru þess sem sósíalistar hafa oft nefnt Landsbankavald eða Landsbankaklíku, en einmitt það atriði var talsverður þáttur í hinni minnisverðu ritdeilu hans við Einar OlgéirssÖn áriri eftir 1930. En það er grundvall- aratriði til skilnings á íslenzk- um stjórnmálum að vita hvern- ig auðvald og afturhald á Is- landi hefur komið sér upp geysisterku virki í Landsbank-J anum, að þar halda tveir, þrírj embættismenn um lífæð ís- lenzkra atvinnuvega og fjár- mála og taka sér rétt sem Al- þingi einu ber til að ákveða orðalag. Landsbankinn hefur stefnmia í efnahags- og atvinnu dregið gífurlega úr seðlavelt- 'málum þjóðarinnar. Leng-st af hefur Landsbankavaldinu tek- izt að fela hernaðaraðgerðir sínar bak við afturhaldsmeiri- hluta á Alþingi og í ríkisstjórn. Aðeins í einni ríkisstjórn hefur verið risið gegn þessu valdi og alþjóð sýnt hvernig hin dauða hönd rígheldur um þá ólýð- ræðislegu aðstöðu að vera ráða meira en hið þjóðkjörna Al- þingi. Það var með baráttunni um stofnlán sjávarútvegsins. —• Sú barátta var eklci þögg- uð niður vegna þess að sósíal- istinn Áki Jakobsson var at- vinnumálaráðlierra og sósíalist inn Einar Olgeirsson átti sæti í nýbyggingarráði. Hún er skjal fest í opinberri skýrslu frá at- vinnumálaráðuneytinu („Stofn- lán sjávarútvegsins“, Rv. 1946). Þó Landsbankavaldinu tækist einnig þar að stórskemma fram- kvæmd góðs máls og svínbej’gja meirihluta Alþingis, varð það þó að koma út úr reykskýinu og berjast í alþjóðaraugsýn. Engin slík hætta vofir nú yfir þessu auðvaldsvirki, með því og núverandi stjórn og fjárhags- ráði er innileg samvinna um stjórn til hagsmuna fyrir auð- stéttir landsins. ★ Einar Olgeirsson hefur á þing inu í vetur bent á leið til að samræma stefnu ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis annars- vegar og Landsbankans hins- vegar, meðan ekki fáist sam- komulag um breytingu á lands- bankalögunum. Lagði hann til að einu sinni á ári ræddi Alþingi og tæki ákvörðun um f jármála stefnu ríkisins og stofnana þess. Bendir Einar til fordæmis Svía um slíkt fj’rírkomulag og bæt- ir við: „Eg álít það mjög var- hugavert að láta þróast í lýð- ræðisþjóðféiagi svo einrátt em- bættisvald sem stjórnin á Lands bankanum nú er orðin, þar sem hún er orðin ríki í ríkinu. Slíkt er í algeru ósamræmi við það lýðræði, það vald kjósenda j’fir ríkinu, sem á að vera grundvöll ur stjórnarfars vors. Það verð- ur að bjTja, þó ekki sé nema í smáu, að gera breytingar á þessu, og skal það þó tekið fram að sú brejámg sem ég legg til að gerð sé nú .... nær auð- vitað mjög skammt.“ (Nefndar- álit við frv. til laga um viðauka við lög um Landsbanka ís- lands). Baráttan um fyrirkomulag á landsbankastjórninni er trygg- ir að hún framkvæmi vilja Al- þingis og ríkisstjórnar en geri sig ekki að yfirstjóun fyrir auð- vald og afturhald á íslandi verður mikilvægur þáttur í bar áttu. íslenzkrai’ alþýðu fyrir auknu lýðræði og framhaJdandi stórstigri atvinnuþróun. ik Þó hér hafi verið skýrt ýtar- lega frá ádcilum þingmanna úr stjórnarliðinu á lögbrot ríkis- stjórnarinnar og þær taldar tím anna tákn, er þess ekki að dyljast, að fi’amkoma þingmann. anna gæti minnt á dýrin sem sagt er að hlaupi í land af feigu skipi, nema þeir dragi rökréttar Framhald á 7. síðif

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.