Þjóðviljinn - 13.02.1948, Blaðsíða 1
}
13. árgangur.
Æ. F. R. skíðaferð
verður farin i skála fé-
lagsins n. k. sunnudag kl. 8
f. h. — Þátttaka tilkynnist í
skrifstofuna, sem er opin,
dagl. kl. 6—7 e.h. Sími 7510.
Föstudagur 13. febrúar 1948.
3«. tölublað.
Gerð Sandræk fyr-
ir að giffast
svertingja
Marguerite Grossi, brezka
konan, sem nýiega var dæmt í
sex mánaða fangelsi í Bandaríkj
unum fyrir að gerast svo djörf
að búa með eiginmanni sínum,
sem er svertingi,' kom til Bret-
lands í gær. Höfðu bandarísku
yfirvöldin sleppt henni úr fang-
elsi áður en hún var búi.i að
afplána dóminn og gert hnna
landræka. Var hún flutt með
valdi í flugvél til Bretlands.
Itá<§ wié gjiildéyrlsskoiitlniiiii
RSKIÐJUV
CGT krefst kjara-
bota
Franska Alþýðusamba.ndið
CGT hefur ákveðið að krefjast
almennrar kauphækkunar. Or-
sökin er hin mikla verðhækkun,
sem orðið hefur, síðan gengi
frankans lækkaði fyrir hálfum
mánuði. Hefur verðlag hækkað
um 20% á þeim tíma.
Franska stjórnin ákvað í gær
að leggja fyrir þingið frumvarp
um að festa allt verðlag eins
og það var 15. janúar.
Kvikmyndasnill-
ingurinn Eisen-
stein látinn
Sergei Eisenstein, kvikmynda
höfundurinn heimsfrægj lézt í
Moskva í fyrradag aðeins 50
ára gamall. Hann átti flestum
meiri þátt í að leiða í ljós hina
listrænu möguleika kvikmynd-
anna. Myndir hans eins og Or-
ustuskipið Potemkin og Októ-
ber vöktu heimsathygli um
1930. Hann rannsakaði vísinda
lega kvikmyndina sem listform
og rit hans um kvikmyndagerð
þykja hin djúpsæjustu, sem til
eru um það efni.
Cripps felnr ffram-
leiðendum að
lækka verðlag
BROTIAF
Ríkisstjómin og bankastjórarnir rey na á allan hátt aS hindra starfsemi
iðjuversins — Bann við sölu afurðann a í haust! — Ætlar ríkisstjórnin að
selja Fisk iðjuverið? I§
Reykvíkiiigai' hafa undanfarið kynnst nýn'i niður
suðuvöru, Faxaflóasíld frá Fiskiðjuveri ríkisins við
Grandagarð. Þessi nýja vara hefur vakið mikla
athygli, hún þykir mjög góð og verðið er aðeins
tæpur helmingur af verði samsvarandi vöru sem
áður hefur komið á markaðinn hér. Almenningur
teiur að vonum að hér sé um afar rnikla framför að
ræða, hér bætist við veigamikill liður í útflutn-
ingsfi*amleiðslu íslendinga. En ríkisstjóni og banka
stjórar em annarrar skoðunar. Frá þeirra hálfu eru
lagðar sífelldar hindranir fyrir starfsemi Fisldðju-
versins á þessu sviði sem öðrum. Árangurinn er sá
að nú verður aðeins soðið niður örlítið brot af því
magni sem hægt hefði verið að framleiða, og ríkis-
stjórnin hefur ekkert gert tií þess að selja þessa
vöm erlendis; þvert á móti hefur hún til þessa
komið í veg fyrir að mjög veralegt magn seldist
til Tékkóslóvakíu. Og á sama tíma er þessi sama
ríkisstjóm að barma sér af gjaldeyrisskorti!
Framleiðir aðeins brot
og gróða!
Brezka þingið ræddi í gær
stefnu stjórnarinnar í kaup-
kaupgjaldsmálum. Sir Stafíord
Cripps fjármálaráðherra kvaðst
hafa beðið samtök iðnrekenda
að gera innan mánaðar tillögur
um verðlækkanir og lælckun
gróða. Hefðu þau tekið vel i það
Taldi Cripps þessar „ráðstafan-
ir“ í verðlæklomarátt réttiæta
það, að stjórnin krefðist launa-
stöðvunar af verkamönnr.m.
Amrnr af þingmönnum komm-
úni3ta sagðí, að stefna stjórnar-
Iðranrfi. á £k yKSn,
af því sem hægt er
Búizt er við að Fiskiðjuver
ið muni alls framleiða 300.000
dósir af síld að þessu sinni, en
ef framleiðslan væri rekin af
fullum krafti gæti iðjuverið
framleitt um 600.000 dósir á
mánuði, eða um 2 Y> milljón á
f jórum mánuðum, með S stunda
vinnu á sólarhring. Ef unnið
væri allan sólarhringinn í vökt-
um, yrði magnið þrefalt meira,
svo að afköstin nú eru aðeins
brot af því sem vera ættl. En
jafnvel þessi afköst hafa að-
eins fengizt eftir þrotlaust strið
við ríkisstjórn og bankastjóra.
FyTst stóð S miklu stímabraki
að fá dósir, og lágu þær jafn-
vel lengi á hafnarbakkanum
vegna þess að gjaldeyrir var
elckl aflaentur. Þá neltuðu bank-
arnir um rekstrarlán eins og
Þjóðviljinn hefur áður skýrt
frá, og fékkst það ekki nema
gegn utanaðkomandi ábyrgð.
Bankamir neituðu að lána út
á framleiðslu Fiskiðjuversins
eins og aðrar sjávarafurðir!
Komid í veg fyrir söíu
til Tékkóslóvakíu
Um sölu þessarar nýju nið-
ursuðuvöru gegnir sama máli.
Enn hefur ekkert verið selt til
útianda, fremur en aðrar sjávar
afurðir þe3sa árs, og ríkisstjóru
ín hefur sýnt þarni einn áhuga
á sölimni að koma í veg fyrir
hana. í haust voru Tékkar fús-
ir til að kaupa mjög verulegt
magn af þessari vöru, fyrir á
aðra milljón króna, með því
skilyrði að gerðir væru við þá
heildarsamningar. Um þær
mundir var íslenzk nefnd í
Tékkóslóvakíu að ræða um slíka
samninga og var málið svo
langt komið að Tékkar voru
reiðubúnir að skrifa undir samn
ing um kaup á ísl. afurðum
fyrir um 30—40 milljón króna.
Þá var íslenzka sendinefndin
snögglega kölluð lveim af
Bjarna Benediktsyni og lagt
Framhald á 4. siðu
Svíkur Bandaríkjastjóm Gyðinga til
að þóknast olhihringnnum?
Bandarísku heimsvaldasinnarnir vilja fórna
SÞ til að hafa Araba góða
Sterk öfl innan og utan Bamlaríkjastjórnar vinna nú
að þti að fá stjórnina til að svíkja málstað Gyðinga í
Palestínu, með þtí að fyrirbjggja, að Sí> sendi herafla
til landsins til að framkvæma skiptingu þess.
A allsherjarþingi SÞ í vetur
gengu fulltrúar Bandaríkjar.na
hart fram til að fá skiptingu
Palestínu milli Gyðinga og Ar-
aba samþykkta. Bæði republik
anar og demokratar hafa stutt
kröfur Gyðinga og veldur því
hinn mikli f jöldi Gyðinga i New
Vork ríki, sem getur ráðið úr-
slitum í kosningum þar, ef hann
legst á sveif með öðrum hvorum
fiokknum.
Olíuhringarnlr koma til
skjalanna
Nú er orðið ljóst, að ef ekki
á að koma til ófriðar í Pale-
stínu verða SÞ að senda þaogað
herlið til að framkvæma skipt-
ingu landsins þvert ofan \ vi'ja
Araba. En þá heykist Banda-
ríkjastjórn, því að í Arabarikj-
unum hafa bandarískir olíu-
hringar mikilla hagsmuna að
gæta. Fulltrúar oliufélaganna
Standa.i'd Oil of Socony Vacu-
um leggja fast að hermála- og'
utanríkismálaráðuneytunum að
gera ekkert það, er tefit geti
hagsmunum olíufélaganna í
hættu.
Barðar deilur innan Banda-
ríkjastjórnar
í gær sendu 30 þingmenn
republikana Marshall utanríkis-
ráðherra bréf, og spurðu hann,
hve langt stjómin væri i’tiðu-
búin að ganga í að framkvæma
skiptingu Palestínu. Er búizt
við opinberri yfirlýsingu frá.
stjóminni í næstu viku. Frétta-
ritari brezka útvarpsins í Was-
liington segir, að mikill ágrc.in-
ingur sé innan stjórnarinnar.,
Sumir benda á, að það myndi
ráða SÞ að fullu ef Arabaríkjun
um verður látið haldast uppi.
að fyrirbyggja framkvæmcl
ákvarðana þeirra með ofbcidis-
Framhald á 2. síðu
Glæsileg háfiS í Áusfurbæjarbíó
NÆSTKOMANDI þriðjudagskvöld kl. 9 efnir Þjóðviljinn til glæsi-
legrar hátíðar í Austurbæjarbíó. Þar mun Halldór Kiljan Lax-
ness lesa upp úr hinni nýjuskáldsögu sinni, Tómas Guð-
mundsson les Ijóð eftir sig, Brynjólfur Bjarnason flytur ræðu,
Egill Jónsson leikur einleik á clarínett og enn munu verða
fleiri skemmtiatriði.
AÐGÖNGUMIÐASALA hefst þegar um hádegi í dag og fast á eftir-
töldum stöðum: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð Kh ON
Bækur og ritföng Austurstræti 1 og ákrifstofu Sósíalista-é'ags
Reykjavíkur Þórsgötu 1. Miðinn kostar 10 kr., og er a ' T
öllum heimill. Ráðlegast mun að tryggja sér miða strax í c-'g,
því sjaldan hefur Reykvíkingum boðist jafn fullkom ' < g
glæsileg skemmtun. Nánar verður sagt frá hátíðinni í bL.ðinu
á morgun.