Þjóðviljinn - 13.02.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.02.1948, Blaðsíða 6
ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 13. febrúar 1948. 122. Samsærið mikla eftir MICHAEL S&YERS ©a ALBERT E. MHN annan. Til dæmis er nú að draga til óvináttu bér milli Japana og Breta út af Kína, en við verðum að hafa sam- bönd við bæði brezku og japönsku leyniþjónustuna. . . . Og ég verð að átta mig í þessu öllu saman!1 Rakovski svaraði: ,,Við Trotskistar verðum sem stend- ur að spila á þrjú spil, hið þýzka, japanska og brezka. . . . Sú stefna, sem við rekum þýðir að eiga allt i húfi, að gera allt fyrir alla, en ef tvísýnt tafl heppnast eru ævin- týramennirnir kallaðir. stjórnvitringar !“*= 2. Hermdarverkadiplómatí Meðan hinir rússnesku samsærismenn voru að treysta landráðabönd sín við erindreka Þýzkalands og Japans, var annar þáttur liinnar leynilegu sóknar gegn Sovétríkj- unum þegar hafinn. Hermdarverkum var bætt við land- ráðin. í apríl 1934 gekk sovétverkfræðingur, Bojarshinoff að nafni, inn í skrifstofu yfirbyggingasérfræðings hinna mik-. ilvægu Kusnetsk-kolanáma í Síberiu, til að skýra frá því að eitthvað væri í ólagi í deild hans. Þar urðu óeðlilega mörg slys, íkviknanir neðanjarðar og vélbilanir. Bojar- shinoff grunaði, að um skemmdarverk væri að ræða. Yfirbyggingasérfræðingurinn þakkaði Bojarshinoff fyrir upplýsmgarnar. ,,Eg mun koma þeim til réttra að- ila“, sagði hann. „Fyrst um sinn skuluð þér ekki minnast á þetta við nokkurn mann. Yfirbyggingaverkfræðingurinn var Alexei Shestoff, Þjóðverjanjósnari og yfirstjórnandi skemmdarstarfsemi Trotskista í Síberíu. Nokkrum dögum síðar fannst Bojarshinoff dauður í vegarskurði. Vörubíll á hraðri ferð hafði rekizt á hann, þegar hann var á heimleið frá vinnu sinni eftir fáförn- um sveitavegi. Vörubílstjórinn var atvinnumorðingi, er hét Sjerepukhin. Shestoff hafði falið honum að myrða Bojarshinoff og greitt honum 14.000 rúblur fyrir viðvik- ið.* I september 1934 kom V. M. Molotoff, forseti þjóðfull- trúaráðs Sovétríkjanna til Síberíu í eftirlitsferð um námu- og iðnaðarhéruðin. Molotoff var að koma úr heimsókn til einnar af námunum í Kusnetsk námahéraðinu, er bíllinn, sem hann ók í fór skyndilega út af veginum og valt nið- ur bratta uppfyllingu og stöðvaðist rétt á brúninni á djúpu gljúfri. Molotoff og félagar hans, sem voru illa marðir, en að öðru leyti ómeiddir, skreiddust út úr bíln- um, sem lá á hvolfi. Þeir höfðu með naumindum sloppið með lífi.... Bílstjórinn var Valentine Aniold, stjórnandi bílaverk- stæðisins á staðnum. Arnold var meðlimur í hermdar- verkasamtökum Trotskista. Shestoff hafði falið honum að myrða Molotoff og Arnold hafði ekið bílnum út af veg- inum að ásettu ráði og ætlaði að drepa sjálfan sig um leið og Molotoff. Tilræðið mistókst vegna þess eins, að á síðasta augnabliki varð Arnold óstyrkur og hægði á bíln- * Hinn 20. febiúar 1937 birti Tokyoblaði'ð Miyako frásöpn af leynifundi „Ásetlunar- og fjárlaganefndar", japör.sku stjórn- arinnar. Á þessum funtii spurði Joshida þingmaður hormála- ráðherrann Sugiyama hes shöfðingja, hvort hann eða herinn hcfði nokkrar upplýsingar um flutningagetu Síberiujárnbraut- arinnar í Sovétríkjunum. Hermálaráðherrann kvað svo vora, og sagði, að japanska herstjórnin hefði ýtarlegar upplýsing- ar um flutningagetu þossarai' hernaðarlega mikilvægu sovét- 53. dagur ! GLÆPUR SYLVESTRE BONNARDS eftir Ammtele Frmtee eins og við ættum lífið að leysa. Eg er ekki vanur hlaupum, enda mæddist ég fljótt. Eg staðnæmdist lafmóður og studdist við eitthvað sem ég vissi ekki hvað var, en það var þá sölutum úti fyrir vínbúð. Þarna inni voru saman komnir nokkrir vagnstjór- ar og einn þeirra spurði mig hvort mig vantaði ekki vagn. Hvort það var, Vagnstjórinn setti frá sér glasið, settist í vagnsætið og hvatti hestaua. Okkur var borgið! Eg þurrkaði svitann af enninu á mér, því að ég var allur kófsveittur, þó að veðrið væri svona hart. Þó að ótrúlegt megi virðast, hafði Jeanne miklu meiri áhyggjur en ég af þessum verknaði, sem við höfðum framið. Hún var bæði alvörugefin og óróleg. — Hún setti yður í eldhúsið, sagði ég hneyksl- aður. Hún hristi höfuðið eins og hún vildi segja. „Ætli það hafi ekki komið í sama stað niður, hvort ég var þar eða í skólastofunni." Við birtuna frá götuljós- unum sá ég mér til angurs, hvað hún var orðin föl og grannleit og þreytuleg. Hún var ekki lengur fjörleg og skjót í hreyfingum eins og liún átti að sér að vera. Hún var orðin döpur og þegjandaleg. Eg tók um hönd hennar, það var vinnulúin hönd, köld og sigg í lófum og gómamir harðir. Veslings baminu hefði verið inisboðið. Eg spurði hana hvað á daga hennar hefði drifið, og hún sagði mér að ungfrú Préfére hefði kallað sig fyrir sig og hellt yfir sig óbotnandi skömmum án þess að hún vissi nokkra ástæðu til þess. Svo sagði hún: „Aldrei skuluð þér fá að sjá herra Bonnard sem ætlaði að leiða yður afvega. Þetta er áreiðanlega siðspilltur maður. Eg svaraði: „Þessu skal ég aldrei trúa, ungfrú.“ Þá sló hún mig utan undir og lét mig fara að vinna aftur. Þeg- ar hún sagði, að ég skyldi aldrei fá að sjá yður framar, fannst mér þyrma yfir mig miklu myrkri. Þér vitið hvemig er á kvöldin þegar liggur illa á manni þegar rökkvar, og hugsið yður svo, að sú stund lengist í vikur og vikurnar í mánuði. Einn daginn varð ég vör við, að þér voruö að tala við skólastýruna inni í dagstofunni, og þá hitti ég yður snöggvast úti. Eg huggaðist dálítið við þetta. Stuttu seinna var það á fimmtudegi, að fóstri minn kom og ætlaði að taka mig með sér. Eg neitaði að fara með honum. Hann sagði að ég væri ljóta duttl- ungaskjóðan, en svo fór hann og gerði mér ekkert mein. En tveim dögum seinna kom ungfrú Préfére til mín, og þá var hún svo illileg að ég var hrædd við hana. Hún hélt á bréfi í hendinni. „Ungfrú, sagði hún herra Mouche hefur skrifað mér, að allar eigur yðar, sem hann hafði umsjón með, séu til þurrðar gengnar. Þér þurfið ekkert að óttast ég bregzt ekki, en þér hljótið að skilja, að héðanaf verðið þér að vinna fyrir- yður.“ Svo lét hún mig fara að þvo gólfin í skólanurr. og stundum iokaði hún mig inni á þakloftinu heilu dagar.a. Sko herra, þetta hefur komið fyrir mig síð- an þér hættuð að koma til mín og ég til yðar. Þó að ég hefði getað skrifað, er ég ekki viss um að ég hefði gert það, því að ég hélt að þér hefðuð ekki vald til að taka mig burtu úr þessum skóla, og fyrst að enginn neyddi mig til að fara til lierra Mouche, Iá ekki á neinu. Eg gat vel þolað að vera í eldhúsinu og á þurrkloftinu. -— Jeanne, sagði ég, þó að ég þyrfti að fara með yður til Kyrrahafseyja, til þess að óhræsið hún Préfére næði ekki í yður, skyldi ég gera það. Því lofa ég statt og stöðugt. Og hví skyldum við ekki geta farið til Kyrrahafseyja ? Þar er svo heiinæmt loftslag og um daginn las ég í blaði að þar væru píanó. En við getum ekki komizt þangað í kvöld og þessvegna skulum við fara heim til frú de Gabry, því það vill svo vel til, að hún er komin hingað til Parísar fvrir þremur dögum, en við erum tveir sakleysingjar og mjög hjálparþurfi. Elkki hafði ég lokið máli mínu, þegar Jearyie bliknaði og hneig út af. Það var sem ský drægi fyrir augun og þrautasvipur kom á munnvikin. Hún lineigði höfuðið að öxlinni á mér og það leið yfir hana. Eg tók hana í fangið, bar hana upp stigann I liúsi frú de Gabry eins og sofandi bam. En þegar ég var kominn með hana upp á loftsskörina, gafst ég upp líka. Þreytan og geðshræringamar yfirbuguðu mig svo að ég hné útaf í sama bili og liún kom til sjálfrar sín. — Það eruð þér, sagði hún. Þá er allt gott. Svona var ástatt fyrir okkur þegar við komum að dyrum vinkonu okkar. Kiuklcan sló átta. Frú de Gabry tók vel á móti gamla manninum og barninu. Auðvitað var hún hissa að sjá okkur svona á okkur komin, en hún spurði einskis. — Frú, sagði ég, við verðum víst bæði að biðja yður ásjár. Fyrst held ég, að ég verði að biðja yður að gefa okkur að borða, einkum Jeanne. Það leið yfir liana af þreytu í vagninum. Hvað mig snertir, er ég ekki vanur að þola að borða svona seint, því þá líður mér illa alla nóttina. Eg vona, að herra de Gabry líði vel. — Hann er héma, svarað hún . Og jafnskjótt lét hún segja honum, að við værum komin. Mér þótti gott að sjá framan í þetta opinskáa og góðlega andlit og taka í hina traustu hönd hans. Við fórum öll inn í borðstofuna og það var borið fyrir Jeanne kalt kjöt, sem hún bragðaði ekki En ég fór að segja frá því sem við hafði borið. Paul de Gabry bað mig leyfis að mega kveikja í pípunni sinni, síðan hlustaði hami á mig þegjandi. Þegar ég var þagnaður, strauk hann íhugar.di um stuttklippt vangaskeggið. — Fjandinn sjálfur, hrópaði hann, nú hafið þér farið fallega að ráði yðar, herra Bónnard. !i!!llii'il!ll!!ll!B járnbrautar. Sugiyama hé!t áfram: „1 Rússlandi eru öfl, sem eru andstæð núverandi stjórn, og það voru einmitt þau, sem veittu okkur upplýsingarnar." Birting þessarar yfirlýsingar í blaðinu Miyako var tilefni víðtæks málareksturs meðal blaða- manna í Tokyo. Stjórnin gerði blaðinu að greiða háa sekt fyrir trúnaðarbrot og aðalfréttaritstjórinn Yaguchi Gilei var neyddur til að segja af sér samkvæmt beiðni hermálaráðu- neytisins. * Féð, sem Shestoff greiddí morðingja Bojarshinoffs, var tekið úr leynilegum 164.000 rúblna sjóði, sem ræningjaflokkur Trotskista, er Shestoff hafði skipulagt stal úr ríkisbankanum í Ansherka. Sjóðut inn hafði vet ið settur á stöfn til að ■ kosta hermdar- og skemmdarverkastarfsemi í Stberiu. D A V I Ð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.