Þjóðviljinn - 24.02.1948, Síða 4

Þjóðviljinn - 24.02.1948, Síða 4
á ÞJÖÐVIL JINN Þriðjudagur 24. febrúar 1948. (MÓÐVIUIN Útgefandl: SameSningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn Kitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Préttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: AriKárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7600 (þrjár línur) Áskrlftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja ÞjóðvUjans h. f. Sósíalistafloklcurinn- Þórscrötu 1 - Rimi 7510 (þrjár línur) Nýsköpnnarmál Nú þegar er komið í ljós að því var ekki ófyrirsynju getið til hér í blaðinu að afturhaldsöflin á þingi ætluðu sér að koma frumvarpinu xim landshöfn í Höfn í Homafirði fyrir kattarnef. Það mátti vita að þeir þingmenn, sem telja það hlutverk sitt fyrst og fremst að leggjast gegn ný- sköpunarframkvæmdum slíkum sem byggingum landshafna létu sér ekki segjast við ráðninguna sem þeir fengu við aðra umræðu málsins í efri deild. Gísla Jónssyni og Pétri Magnússyni hafði með fylgi Sigui’jóns Á. Ólafssonar tekizt að mynda meirihluta í sjávarútvegsnefnd deildarinnar er lagði til að frumvarpið yrði fellt. En fylgi Sigurjóns dugði ekki til skemmdarverksins. Það óvenjulega gerðiste þegar til deildarinnar kom, að meirihluti þingmanna fylgdi minni- hluta nefndarinnar, Steingr. Aðalsteinssyni og Birni Krist- jánssyni og samþykkti frumv. gegn atkv. íhaldsráðherranna beggja, Péturs Magnúss. landsbankastjóra og fóstbræðr- anna Gísla Jónss. og Þorst. Þorsteinss. og auðvitað Sigur- jóns Á. Ólafssonar sem ekki var feiminn að leggjast gegn þessu mikla nauðsynjamáli alþýðunnar á Austurlandi. Þeg- a,r málið korn til 3. umræðu í gær, fékk Gísli Jónsson um- ræðunni frestað þar til seint í vikunni með tómum vífi- lengjum. Um það þarf enginn að efast að þetta mál er brýnt. hagsmunamál ekki einungis fyrir Hornf-irðinga heldur og allan bátaútveginn á Austurlandi. Ekki einu simii andstæð- ingar málsins hafa reynt að sanna að málið ætti ekki rétt á sér, bardagaaðferð þeirra hefur verið sú að telja byggingu landshafnar í Hornafirði óframkvæmanlega af ýmsum tylli- ástæðum. Málið hefm' verið flutt á tveim undanförnum þingum og var undir þinglok i fyrra samþykkt við 2. umr. .í efri deild, einnig þá gegn mótmælum ríkisstjórnarimiar. Heima í héraði og austanlands á málið eindregnu fyigi að fagna og vitamálastjóri er málinu mjög fylgjandi enda hníga sterk rök að því að einmitt þarna þurfi að koma upp Iandshöfn. ★ Síðustu áratugina héfur Höfn í Homafirði verið aðal- fiskihöfn Austanlands á vetrarvertíð, vegna legu sinnar nálægt hinum auðugu fiskimiðum við Suð-Austurland. En léleg höfn hefur staðið vexti útvegsins fyrir þrifum. Þó hefur komið þar á land dýrmætur afli. „Árin 1942—46, er fiskurinn var fluttur út ísvarinn, nam fob. verð aflans af ca. 30 litlum vélbátum frá 1,8—2,97 milljónum króna. Nú hefur söluverð í Bretlandi verið 2,5—3 sinnum hærra og mun því söluverð heildaraflans hafa numið allt að 9 milljón um króna það árið sem bezt var“, segir i greinargerð frum- varpsins. Þó ber þess að gæta að hafnarskilyrðin valda því að í Hornafirði er útgerðin öll með litlum bátum. Flutningsmenn frumvarpsins benda einnig á að frá engri höfn á landinu er eins auðvelt að sigla með fiskinn nýjan til hafna á Bretlandi og meginlandi Evrópu. Hefur það Jíomið greinilega í ljós síðustu árin með útflutning á ísvörðum fiski, og getur munað allt að tveimur sólarhring- um sem sigling frá Hornafii'ði er styttri en frá mörgum öðrum útflutningshöfnum. Allt mælir með því að byggð verði á Hornafirði góð fiskihöfn fyrir vaxandi heimaútgerð og vélbátaflota Aust- urlands á vetrarvertíðinni. Hitt er augljóst. að Hafnar- hreppur, með rösklega 300 íbúa, hefur ekki bolmagn til að leggja fram að sínum hluta kostnað þeirra hafnarmann- virkja sem þarna þarf, enda er málið ekki einkamál Horn- firðinga heldur „eitt stærsta hagsmunamál alirar vélbáta- útgerðar á Austurlandi og þar mcð alls Austfirðingaf jórð- ungs“, eins og flutningsmenn Jtornast að orði. Hafnarfram- kvæmdirnar sem gera þarf í Höfn verða ekki gerðar nema ríkið ráðist í þær eins og lagt er til í frumvarpinu um landshöfn í Hornafirði. Ekki skrifstnfublók hjá bæuum, — 40 kr. sekt „Það er ekki von að þið vitið það, börnin góð. Drottinn al- máttugur veit það ekki einu sinni, og varla ég sjálfur,,“ sagði kunnur klerkur fyrir aust an fjall við fermingarbömin. Maður nokkur kom inná skrifstofur blaðsins fyrir skömmu og skýrði frá því, að hánn hefði fengið 40 kr. í sekt, (og túkall í málskostnað), sam- kvæmt úrskurði umferðadóm- stólsins, fyrir að láta bíl sinn standa framan við Nora Maga- zin, meðan hann skrapp inn til að kaupa skrúfjám. „En væri ég skrifstofublók hjá bænum,“ sagði maðurinn „gæti ég látið bíl minn standa þama um alla eilífð, saklaus eins og lamb fyr- ir umferðadómstólum Guðs og manna.“ Starfsmenn á skrifstofum bæjarins eru nefnilega aðnjót- andi þeirra sérréttinda að mega láta bíla sína standa um eilífð í Pósthússtræti, frá horni Reykjavíkurapóteks og útað Borg. Hvað á þetta að þýða?“ —* En við sögþumst ekki vita, hvað þetta ætti að þýða. — Og þá kom maðurinn með ofan- skráða tilvitnun í klerkinn fyrir austan fjall. ¥ Vissara að fara á harða- hlaupum fyrir hornið? Og maðurinn nefndi fleiri dæmi þessu lík. Þannig sagði hann, að bankamenn, og mig minnir líka Moggamenn, mættu ósektaðir láta bíla sína standa á vissum stöðum í Austurstræti eins lengi og þá lysti; en það kostaði að mmnsta kosti 40 kr. (plús 2 í málskostnað) fyrir annað fólk! — að ógleymdri yf- irheyrslu. „Væri ekki réttast að skipta Miðbænum í mörg smá svæði handa hinum og öðrum flokkum manna að láta bíla sína standa á; — án þess að verða 40 krónum fátækari?“ sagði maðurinn. „Mér þætti þá gott, ef ég gæti fengið að vita, hvaða flokki ég til lieyrði. a, b eða c, ha?“ Og um leið og hann fór út úr dyrunum: „Skyldi maður annars sjálfur mega stanza á gangstétt Pósthússtræt is í námunda við Nora Magazin, verandi ekki skrifstofublók hjá bænum? Er ekki vissara að fara næst á harðahlaupum fyr- ir hornið á Reykjavíkurapó- teki?“ Eg birti hér með þetta. bréf til þenkingar fyrir umferðavitr- inga hins íslenzka höfuðstaðar. * Sorptunnur íhaldsins við Holstein Og svo var það húsmóðir ein, sem hringdi til mín og sagði, að hún væri ekki beint geðsleg lyktin af sorptunnum íhaldsins við Holstein. Kvaðst konan hafa átt leið framhjá því fræga húsi norðanverðu, og þá leið mundi hún ekki aftur fara fyrst um sinn. Konan á nefnilega vanda fyrir ógleði. Það er útaf fyrir sig ófor- svaranlegt að íhaldið láti sínar i Síldin Framh, af 8. síðu hafa hætt síldveiðum og farið á þorskveiðar; sumir vegna þess að þeir voru samnings- bundnir á línuveiðum. Síðan í fyrrakvöld til ld 9 i gærkvöld höfðu 21 skip komið hingað með sEimtals 14.650 mál af síld. Þau eru: Sleipnir NK með 300 mál, Ingólfur RE 50, Fagriklettur 1100, Edda 500, Viðir AK 1100, Andey EA 900, Rifsnes 900, Sigurður SI 900, Jökull 1600, Hólmaborg 200, Víðir SU 800, Sigurfari 300, Fróði GK 200, Narfi 500, Jón Valgeir 300, Ingólfur GK 1250, Siglunes 1000, Akraborg 700, Keilir AK 550, Helgi Helgason 1100 og Viktoría 400 mál. Félag járniðnaðar- manna Framh. af 8. síðu vara þeir Baldur Ólafsson og Jóhannes Jónsson,- Endurskoð- endur voru kjörnir þeir Þórir Skai’phéðinsson og Hafsteinn Guðmundsson og til vara ís- leifur Arason. Samþykkt var að félagsgjald haldist óbreytt en það er 10,00 kr. á viku. ★ Vísir gerði í gær þessa kosn ingu að uppsláttarfrétt um ó- sigur „kommúnista". Hinn vilti fögnuður þessa afturhaldsmál- gagns yfir formansskiptunum, er athyglisverður, og óvíst hvort hann er hinum nýja for- manni mikið fagnaðarefni í þessum kosningum samein- uðust allir afturhaldsflokkarnir Þetta mál er tvímælalaust eitt merkasta málið sem nú liggur fyrir Alþingi. Það hefur þegar komið í ljós að það á miklu fylgi að fagna. En hitt hefur einnig sézt, að sterk afturhaldsöfl reyna að eyða þessu nýsköpunarmáli og hindra að það komist gegnum þingið nema þá stórskemmt. Enn er tvísýnt um framgang málsins, en þeir flokkar sem tækju á sig þá ábyrgð að híndra afgreiðslu frumvarpsins um landshöfn í Hornafirði yrðu látnir standa á því reikn- ingsskap hvar sem þeir sýna sig á Austurlandi. sorptunnur standa á almanna- færi. En þegar þar við bætist, að sorptunnuraar, sem standa undir norðurhlið Honsteins, eru opnar, — á þeim engin lok, — þá freistast maður til að lcalla reykvískt íhald sóðalegt íliald. 4r Eitt af hinum „viðkvæmu málutm" ? Konan, sem hringdi til mín, sagði ennfremur, að fyrir nokkru hefði þess verið krafizt af sér, í nafni heilagrar heil- brigðisreglugerðar, að hún setti nýtþ lok á sína sorptunnu. Sorp tunnan hennar var sem sagt ekki loklaus; — heilbrigðisreglu gerðin heimtaði bara betra lok, dýpra lok. íhaldið hefur nú um langan tíma látið sorptunnur sínar standa við Holstein loklausar. En aðilar þeir, er eiga að gæta hagsmuna heiibrigðisreglugerð- arinnar, virðast láta sér það vel líka. Eru ilmtaugar þeirra þá úr samfcandi, þegar óþefur- inn stafar frá íhaldinu? Eru sorptunnurnar við Holstein eitt af hinum „viðkvæmu málum“ ? „Þetta er að mmnsta kosti pólitískur daunn,“ sagði konan. ¥■ Stuðlaðar hugletðingar um lífsnauðsynjaútdeil- inguna Loks eru tvær vísur sem lýsa jhugleiðingmn aldraðs manns um lífsnauðsynjaútdeilingu rík- isstjórnarinnar; Að þér stjóröin illa mylki ellihrumum, kvíð ci neitt: Tvennu kiæddur kjólasilki kaffibréfið færðu eitt. Oft var líf þitt hálft í liúmi á hundrað ára rólunum. — Blessaður kararkarl í rúmi, kvíddu ekki jólunum. og héldu uppi mánuðum saman skipulögðum áróðri og rógburði um fyrrverandi stjórnarmenn. Hve kosningin var gífurlega harðsótt sést bezt á því að mað ur var sóttur austur í sveit til að greiða atkvæði! Ætlun þeirra var að ná völdum í Fé- lagi járniðnaðarmanna — en hún mistókst, þrátt fyrir allt ofurkappið. Gengi Alþýðuflokks ins er enn sem fyiT: aðalkratinn kolféll. „Sigurvíman" virðist hafa stigið þeim Vísismönuum held- ur mikið til höfuðs, því þeir telja að „andstæðingar komm- únista eigi 3 menn af 5 í stjórn inni og fjóra af 5 í trúnaðar- ráði. Hvorugt er rétt. Samein- ingarmenn eiga 3 af 5 í stjórn- inni og 5 af 9 í trúnaðarmanna ráði. Þrátt fyrir það eru þessar kosningar glöggt dæmi um það ofurkapp sem andstæð- ingar verkalýðsins leggja nú á það að komast til valda í veika lýðssamtökunum, og er jafn- framt alvarleg hvatning til sam einingarmanna livarvetna að standa vel á verði gegn þeim fyrirætlunum afturhaldsins að ná yfirráðum í verkalýðssam- tökunum. >

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.