Þjóðviljinn - 24.02.1948, Síða 5

Þjóðviljinn - 24.02.1948, Síða 5
Þriðjudagur 24. febrúar 1948. Þ JÓÐVIL JINN ÚNISTAAVARPIÐ 1 -HUNDRAÐ ÁBIA MSNNING- Karl Marx. I lok nóvembermánaðar 1847 tóku tveir ungir Þjóðverjar sér fari með Englandsferjunni, er sigldi milli Ostende og Lundúna. Það voru þeir Karl Marx og Friðrik Eng“l», og kom Marx frá Briissel, en Engels frá París, en ferðinni var heit- ið á sambandsþing kommúnista, er halda skyldi í höfuðborg Bretaveldis. Það fóru eklci mikl- ar sögur af þessari för, en hún markar þó þáttaskilin í þróun- arsögu sósíalismans. Því hafði ekki verið spáð við vöggu þessara ungu Þjóðverja, að þeir yrðu leiðtogar öreiga- lýðsins og kennifeður. Báðir voru þeir fæddir sólar megin í þjóðfélaginu. Engels var sonur auðugs verksmiðjueiganda i Elbei’feld í Rínarbyggðum, en Marx var sonur vel metins júst- isráðs í Trier, Gyðingur að kyni og kominn af hollenzkum rabb- ínum að langfeðgatali. Félags- legur uppruni þeirra virtist vísa þeim til hárra metorða í þjóðfélagi borgarastéttarinnar, en þeir kusu sjálfir að skipa sér þar í stétt, er sóknin var hörð- ust og háskalegust. Þeir áttu eftir að boða baráttuna gegn borgarastéttinni með meira miskunnarleysi en nokkrir aorir samtíðarmenn þeirra. Marx hef ur mörgum árum síðar sagt svo frá í bréfi til eins vina sinna, er hann skýrði „liðhlaup" sitt frá borgarastéttinni, að hann hafi ekki verið „nógu mikið naut til þess að láta sig engu skipta þjáningar mannkynsins." Marx og Engels urðu sósíal- istar nærri jafn suemma, þótt þeir gengi ólíkar leiðir. Efigeis er sendur til Englands rúmíega tvítugur og verður skrifstofu- maður í fyrirtæki föður síns í Manchester, miðstöð liins brezka baðmullariðnaðar. Þar kynnist hann fieyð verkalýðsins af eigin sjón og reynd, og lífs- reynsla Manchestersáranna markaði geð hans alla ævi síð- an. Á þessum árum risu hæst öldur Chartistahreyfingarinnar ensku, fyrstu lýðhreyfingar verkamanna nútímans. Engels skrifaði í blöð Chartista og safn aði efni í hið mikla rit sitt, er hann samdi 24 ára ganlall: Hagur hinnar vinnandi stéttar Englands, einstætt rit eftir svo ungan mann. Upp frá því helg- aði Engels líf sitt verkalýðs- hreyfingunni. Karli Marx varð leiðin til sósíalismans nokkuð torsóttari. Að háskólanámi loknu komst hann brátt að raun um, að hann hafði ekki skap til að hreiðra um sig í hinu „pólitíska dýra- ríki“ Þýzkalands. Hann er ráð- inn ritstjóri við „Rheinische ZeituAg“, sem gefið var út í Köhi og var málgagn hinnar frjálslyndu borgarastéttar Rín- arbyggða. Þar kynntist hinn bókvísi heimspekingur og læri- sveinn Hegels í fyrsta skipti vandamálum hins raunhæfa lífs, svo sem þau gerðust í þeim héruðum Þýzicalands, er lengst voru komin í menningu: bænda- málum og vemdartollum. Fljótt kastaðist í kekki með Marx og prússnesku stjórninni. Penni hans var beittur sem stál, ádeila hons svo óvægin og eitilhörð, að prússneska ritgæzlan kom brátt með hin frægu „skæri“ sín. En Marx hafði ekki lund til að skrifa undir ritskoðun prúss- neskra embættismanna, og sagði af sér ritstjóminni. Nokkm áður en hann lét af ritstjórn höfðu í blaðinu birzt greinar um „sósíalisma“, sem þá var að verða bókmenntaleg tízkustefna meðal borgaralegra mennta- manna þýzkra. Marx lýsti því yfir, að hann gæti ekki lagt neinn dóm á þessa stefnu, vegna þess að hann hefði ekki kynnt sér hana. Nú gafst honum tæki- færi til að sökkva sér ofan í þessi fræði, er létu svo mjög til sín taka á útjöðrum hinnar póli- tísku hreyfingar borgarastétt- arinnar. Marx hélt nú til Parísar og birti þar ýmsar ritgerðir, er all- ar hafa að geyma frumdrögin að þjóðfélagsskoðunum hans, svo : sem þær siðar urðu. Þar varð, hann einnig kunnugur leynifé- lögiun verkamanna og rómaði mjög „hina mannlyndu göfgi“ þeirra. í París komst hann fyr- ir þjóðfélagslegan leyndardóm nútímans, samhengið milli sósí- alisma og verkalýðs, þótt hann íklæði hugsun sína enn í tals- hætti himiar þýzku heimspeki samtíðar sinnar: „Á sama hátt og heimspekin finnur efnaleg vopn sín, þar sem öreigalýður- inn er, svo finnur öreigalýður- inn andleg vopn sín, þar sem heimspekin er.“ 1 París sökkti Marx sér nið- ur í sögu frönsku byltingarinn- ar: alþjóðahyggju hennar og ur þeirra rannsókna sú þjóðfé- lagshyggja, er Engels orðaði síðar á þessa lund: „Hin efna- lega framleiðsla og hin félags- lega stéttaskipting, er af henni hlýtur að leiða, er grundvöllur pólitískrar og andlegrar sögu á sérhverju þróunarskeiði þjóð- félagsins. Þess vegna er öll saga sagan um stéttabaráttu, um baráttu milli arðræningja og arðrændra, kúgara og kúgaðra á hinum ýmsu skeiðum félags- legrar þróunar. En nú er bar- átta þessi komin á það þróun- arskeið, að hin undirokaða og arðrænda stétt, öreigalýðurinn, getur ekki losað sig af klafa borgarastéttarinnar nema með þvi ao leysa allt þjóðfélagið úr ánauð, úr árðráni og stéttabar- áttu.“ Þetta voru þær niður- stöður, er Marx og Engels höfðu komizt að, hvor í sínu lagi, og urðu grundvöllur að vináttu þeirra og samvinnu alla íevi síðan. Þeir settust nú báðir að í Briissel, 1845, og hófu þar víðtæka útbreiðslustarfsemi fyr ir kenningum sínum og liinni nýju þjóðfélagsliyggju. Þeir voru fulltrúar „heimspekinnar“, báru hin andlegu vopn, en hvar voru hin efnalegu vopn, hvar var verkalýðurinn staddur um þe3sar mundir ? — Um allt meg inland Evrópu voru flest sam- tök verkamanna bönnuð og Efth Sverri Kristjánsson sagnfræðing urðu því að skipuleggja sig með leynd. Sósíalisminn var trúar- játning þessara leynisamtaka, sósíalismi, sem bæði að formi og inntaki líktist meira söfnuð- um frumkristninnar, en pólitísk um nútímaflokkum. Sósíalistar þessara ára greindust í ýmsa trúmálaílokka og kenndu sig við kirkjufeður staðleysusósíal- ismans, St. Simonj Fourier og Owen. Þeir boðuðu hinn nýja sið háurn sem lágum, ekki sízt yfirstéttunum, og væntu þess fastlega, að auðugir mannvinir mundu leggja fram fé sitt til að stofna hið sósíalíska guðsriki. En ^ Englandi, þroskaðasta auð valdsríki veraldar, hafði verka- lýðurinn fylkt sér til pólitískr- ar baráttu fyrir mannréttind- um og almennum kosningar- rétti. Þótt stefnuskrá hreyfing- arinnar nefndi ekki sósialism- ann einu orði hlaut hreyfingin að ganga í berhögg við eignar- rétt hins borgaralega þjóðfé- lags, ef henni yrði sigurs auðið. Meðal hinna mörgu leynisam- taka sósíalískra verkamanna var félag eitt þýzkt, er kallað- ist „Samband hinna réttlátu“. Það var stofnað í París árið 1836, en varð að flytja til Lund- úna árið 1840, þar sem það hafði aðalbækistöðvar sínar, en hélt stöðugt uppi sambandi við leynilegar deildir í París, Sviss og Þýzkalandi. Helztu forvígis- menn í sambandi réttlátra voru uppflosnaðir menntamenn, eins og Karl Schapper, og hand- verksmenn, eins og dósep Moll úrsmiður, Heinrich Bauer skó- smiður og Wilheím Weitling, klæðskeri að iðn og lielzti áróð- ursmaður sambandsins. Hinir réttlátu fluttu með sér frumstæðan staðleysusósíalisma meginlandsins i þroskaða þjóð- félagshætti Bretlands, en fundu það brátt, að starfsemi þeirra og kenningar fengu litlu áork,- að í landi, þar sem skipulögð verkalýðshreyfing hafði þegar haslað sér völl í stjómmálabar- áttuimi gegn gömlum og grón- um yfirstéttarflokkum. En þess um landflótta verkamönnum var það um megn að losna úr reifum staðleysusósíalismans af eigin rammleik, og leituðu því hófanna um samstai'f við Marx og Engels, er þá höfðu miklar bréfaskriftir við leynisamtök víða um Evrópu og reyndu að teygja þau til fylgis við þjóð- félagshyggju er beir nú köiluðu einu nafni kornmún- isma. I janúarmánuoi 1847 sendi Samband réttlátra Jósep Moll til Briissel á fund þeirra félaga Marx og Eugels og bauð þeim að gerast félagar í sambandinu. Þeir tóku til- boðinu og stofnuou ásamt nokkr um vinum sínurn i Biiissel deild úr sambandinu. Var þá afráðið áð halda sambandsþir.g í Lund- únum til að breyía lögurn sam- bandsins og skipuleggja það að nýjum hætti. Þing þetta var háð í júnímánuði 1847 og var ákveðið að breyta nafni sam- bandsins og kalla það Samband konunúnista. Á þinginu var auk þess rætt um ný lög sambands- ins og stefnuskrá, eða kommún- íska „trúarjátningu“, (svo var plaggið kallað!) er miðstjórn sambandsins hafoi samið. Sá kostur var tekinn að' geyma lögin og „trúarjátninguna ‘ til næsta þings, er háð yrði í nóv- ember sama ár. Loks var sam- þj'kkt að gefa út tímaiit Jiomm- únista. 1 septembe: kom út fyrsta og siðasta heíii þess.i tímarits, „Kommunistische Zeitschrift“. Á forsíðu þess voru einkunarorðin: Öreigar allra landa, sameinist! Það var í fyrsta skipti, að vígorð þetta kom fram í bókmenntum sósíal- ismans. Marx var höfundur þess, og þau geyma tvo megin- þætti verkalýðshreyfingarinn- ar: aiþjóðahyggju hennar og stéttargrundvöll. Um sumarið 1847 sendi miðstjórn hins nýja Kommúnistasambands drög að „trúarjátningu“ sinni til safn- aðanna á meginlandinu m. a. til deildar sambandsins í París. Þar hafði Engels dvalið síðan 1846 og rekið kommúnískan á- róður meðal félaga sambands- Friðrik Engels ins. Þegar ,,trúarjátning“ mið- stjómarinnar barst til Parísar leizt Engels ekki rneira en svo á liana, og samdi nýja og fékk féiaga Parísardeildarinnar til að samþykkja hana. Ilann var auk þess kosinn fuiltrúi deild- arinnar á sambandsþingið í Lundúnum, og skyldi plagg hans verða til umræou á þing- inu. Trúarjátningin er samin eins og spurningakver, svo sem þá var siður meðal sósial- ista, en í bréfi til Marx 24. nóv. 1847, leggur Engels til, að þessu formi verði 'sleppt, og þeir kalli „plaggið": Koaunún- istaávarpið. Handritið að „trú- arjátningu“ Engels var gefið út í fyrsta skipti árið 1914 og kallaðist þá: Grundvaliaratriði kommúnismaas. Þessi „grund- vaiiaratriði“ eru frumdrög Kommúnistaávarpsins. Þau eru stutt og alþýðlega skrifuð eins og allt annað frá Engeis hendi og orðar hann þar meg- inþætti í þjóðfélagshyggju kommúnismans, er þeir félagar töldu vera hinn eina íaunhæfa fræðigrundvöll verkalýðshreyf- ingar nútímans. Það gat því ekki hjá því farið, að útlistanir Engels væru mjög frábrugðnar „trúarjátningu" miðstjórnar- innar, er ber á sér öil fingraför „handverksmannasósíalismans". Það er fróðlegt að bera saman, livernig miðstjórnin og Engels orða hugtak kommúnismans hvor á sína vísu. Mlðstjóniin segir: Hvað er kommúnisminn og hvað vilja komimiuistar ? Svar: „Kommúnisminn er skipulag, þar sem jörðin á að vera sameign mannanna, og þar sem sérhver maður skal vinna, „framleiða“ eftir getu sinni, og sérhver skal neyta eftir því sem hann hefur kraftana til. Kom- múnistar vilja því hrinda allri þjóðfélagsskipan og skapa nýja í hennar stað.“ Engels svarar svo spuming- unni: Hvað er kommúnisminn ? Kommúnismiun er kenmngin um það, hverníg öreigalýðurinn fær frelsi sitt. í hinum ólíku svörum mið- stjórnarinnar og Engels liggur reginmunur staðleysusósíalism- ans og hins vísindalcga sósíal- isma. Miðstjórnin getur ekki los- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.