Þjóðviljinn - 14.03.1948, Side 4

Þjóðviljinn - 14.03.1948, Side 4
« ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. marz 194S. 0IÓÐVIL1INN Útgefandl: Sameinlngarflolckur alþýBu — Sósíalistaflokkurinn Rltstjórar: Magnús Kjartansson, SigurSur GuSmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: AriKárason, Magnús Torfi Ólafsson, JónasAmason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjér línur) Áskrlftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. elnt. Prentsmlðja Þjóðviljans b. f. Sósíallstaflokicnrinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) 1 Þegar íhaldið gerir út Það var fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. íhaldið í Keykjavik var skelkað. Það vissi að meirihluti borgarbúa var því andvígur, og það var ekki alveg öruggt þá, að ,,að- 6toðaríhaldið“, undir forustu Stefáns Jóhanns, hjálpaði því til að stjórna bænum. íhaldið vissi líká ofurvel hvað þorri bæjarbúa vildi, haim vildi stórhuga, bjartsýna og athafna- sama bæjarstjórn, sem teldi sitt megin verkefni að tryggja arðbæra atvinnu til handa öllum bæjarbúum, meðal annars og ekki sízt með þvi, að bærinn sjálfur gerði út myndarlegan togaraflota og tryggði þar með að þessi þýðingannestu framleiðslutæki Reykvíkinga yrðu ekki flutt úr bænum. ★ Nú voru góð ráð dýr. Bæjarútgerð hataði íhaldið eins og pestina. En París er einnar messu virði, sagði Hinrik IV. forðum og íhaldið mat völd í Reykjavík meira en eina grein um stefnuskrá flokks- ins, og lýsti þvi blákalt yfir að það væri alls ekki móti bæj- arútgerð, og gæti vel hugsað sér, ef einkaframtakið brygð- ist, að láta bæinn gera út togara. ★ Svo kom að skuldadögunum. íhaldið fékk meirihluta í bæjarstjórn, þó það væri i minni hluta meðal bæjarbúa,, einkaframtakið var ekki óðfúst í nýsköpunartogarana, sem almenningsálitið hafði þrýst íhaldinu til að kaupa, og þann- ig leit út um skeið að bæjarstjórnaríhaldið yrði nauð- ugt viljugt að gera út fimm togara. Þá voni ekki önnur ráð en að gera gott úr öllu saman og lánið var með, bæjar- útgerðin skapaði þrjú afbragðs tækifæri. ★ I fyrsta lagi var hægt að stinga afbragðsbita að ,,að- stoðaríhaldinu“. Það var hægt að gera Jón Axel að fram- kvæmdarstjóra útgerðarinnar, og hver skyldi svo efast um þægðina eftir að þetta var gert? ★ • í öðru lagi var hægt að. hagræða reikningum útgerðar- innar þannig, að þeir sýndu halla, það var ljómandi tæki- færi til að koma óorði á bæjarútgerð, og afbragðs vopn i höndum útgerðarmanna, í baráttu þeirra gegn réttlátum launakröfum sjómanna. Þetta var einnig gert. I þriðja lagi var rás viðburðanna þannig að bæjartogar- arnir sköpuðu tækifæri til að gefa íhaldsgæðingunum nokk- ur hundruð þúsunda á einu bretti. Reynslan hefur sem sé leitt i ljós, að skipasmíðar eru nú stórum dýrari en þegav samið var um kaup á nýsköpunartogurunum. Ef samið er um smiði slikra skipa nú, eru þau 20—30% dýrari en nýsköpunartogararnir. Það kom einnig í ljós, sem vænta mátti, að á fyrsta togaranum, Ingólfi Arnarsyni, voru ýmsir gallar, og kostaði stórfé að bæta úr þeim. En því fé var sannarlega ekki á glæ kastað, því á þessum mistökum var lært, það var komið í veg fyrir að þau endurtækju sig viö smíði hinna síðari togara. ★ Þegar á allt þetta er litið, er engum efa bundið, að hver sem á nýsköpunartogara í smíðum, hefur, borið saman við að gera samninginn í dag, grætt á hinum gamla samn- íngi 500—600 þúsund krónur. Þennan hagnað á Rekja- vikurbær með öllum rétti af 5 togurum, en íhaldið hefur þegar ákveðið að gefa Tryggva Ófeigssyni hagnaðinn af æinum þeirra með því að afhenda honum kaupsamning- inn. Nú er spurningin hvort íhaldið þorir að gefa fleiri gæðingum slíkar gjafir. Ekki vantar viljann. Svona gengur það þegar íhaldið gerir út. [BÆJARPOSTI'III \ \ Nokkur orð til stjórn- anda „Laga og létts hjals“ A. M. Á. heinir nokkrum vel völdum orðum til Friðriks Sig- urbjörnssonar, sem frægur er orðinn fyrir ákveðinn útvarps- þátt. A. M. Á. segir: „Þegar ég sat á skólabekk fyrir nokkrum árum, var oss kennd þýzk ,,speki“ svohljóð- andi: „Die iibung macht den meister” (æfingin gjörir mest- arann). Auðvitað er þetta ekki nema hálfur sannleikur. Eg gat t. d. hvorki æft mig í að skiHa né læra þýzku svo meistaralegt gæti kallazt, og hamaðist þó við hvorttveggja. En til þess að æfa sig þarf þolinmæði. Þú, Friðrik Sigurbjörnsson, stjórnandi útvarpsþáttarins „Laga og létts hjals“ hefur nú undanfarinn vetur verið að reyna spekina um æfinguna sem gerir meistarann, í þeirri sælu trú að hún sé 100% sann- leikur, en vegna þess sem áð- ur er sagt, og byggist á reynslu minni ,er hún að minnsta kosti að hálfu þvættingur, og vil ég gefa þér, F. S. heilt ráð : — hættu strax kunningi, þetta er ekki til neins. — Að vísu skortir þig ekki þolinmæði — en því miður skortir mig hana. Hæfileikar og þolin- mæðistrit „Eg veit ekki til þess að ég hafi nokkru sinni gert þér gramt í geði — en þér hefur tekizt að móðga mig í allan vet- ur. Eg geng þess elcki dulinn að stjórn þessa þáttar er erfitt verk mönnum eins og þér og mér — en við erum heldur ekki réttu mennirnir í það, þó við báðir höfum eins og þú sjálfur sagðir „frábærilega gott skap“. — Það er annað að leika á hljóðfæri en að hafa yndi af tónlist. Þetta þarf ekki rök- ræðna við. Hæfileikar og þol- inmæðistrit er tvennt gjörólíkt. ★ „Haltu þig rið leistinn þinn . .. . “ „Eg hef t. d. ekki einu sinni hæfileika til að túlka það sem mér var innanbrjósts eftir að þú sendir mér síðustu móðgun- ina á fimmtudaginn. daginn sem ég missti þolinmæðina. Þá hefðu orð mín skotið eldi, þrumur og Þórdunur fyllt eyru þín unz þú að loknum lestri þeirra hefðir legið sundurlam- inn með lafandi tungu, hyggj- andi á það í alvöru að flýja land. Þannig er það, kunningi — mér tekst eltki að gera það, sem mig skortir hæfileika til að gera — það tekst þér ekki heldur. Og þessvegna minni ég þig á aðra speki, haldbetri, sem við báðir lærðum í skóla: — „Haltu þig við leistinn þinn, skósmiður". — A. M. Á.“ ★ „Víðförull“ svarar „Víðförull" svarar bréfi Krist jáns Sigurðssonar og segir: „Reykjavik 13./3. ’48. Kæri Bæjarpstur! Vegna athugasemda og skýr- inga hr. Kristjáns Sigurðsson- ar við bréf mitt varðandi dans- leik á Hótel Ritz, langar mig til að biðja þig fyrir nokkur orð til hans. tfón Áriiiaim Ákas«ii Jón Ármann, sonur frú Helgu Guðmundsdóttur og Áka JaK- obssonar alþingismanns, verður jarðsunginn á morgun. Laugarnesskólinn er nú orð- inn svo stór að barnafjölda, að þvi fer fjarri, að ég geti stært mig af því, að ég hafi nógu ná- in kynni af öllum þeim börnum, sem nám stunda í skólanum. Enda er það svo, að allmörg barnanna krefjast svo mikillfir umönnunar, að manni verður það á að láta önnur, sem frem- ur geta sjálf róið uínurn báti hjálpai'lítið, meira ein um ára- búrðinn. Það er til sú fegurð og ynd- isþokki, sem nálega öllum mönn um er jafnt að geði, þó að mei.n kunni að öðlast þá tilfinningu eftir ólíkum leiðum. Og ein- staka börn vekja á sér sérstaka athygli, ást og tiltrú, sem gríp- ur hvern þann mann, sem börn in umgangast. Eitt slíkra barna var Jón Ármann. Hann var o- venju vel gerður drengur og framkoma hans, þó að hann væri ungur að árum, vakti sér- stakt traust og vonir, JÓh Ármann var ekki nema átta ára. Hann hafði aðeins um stiittan tíma gengið út og inn um skólann hér. Og þó er það svo, að ég sakna hans sárt í röðina hans. Eg minnist þess nú, að oftar en einu sinni sagði ég við sjáit- an mig sömu orðin: „Jón Ár- mann, mig langar að fylgja þessum efnisdreng nánar og kynnast honum.“ En svo er tækifærið liðið hjá. Og munai honum hafa orðið ávinningur að þeirri kynningu? Hver veit, hvaða óskir manns ins eru fánýtar og hverjar nokkurs virði. Nú ríkir sorg og söknuður á heimili Jóns lit'la Ármanns. En ég tel að foreldrar hans séu gæfurík, því að þau áttu þennan yndislega og mannvænlega dreng, og minningin um hann mun veita þeim marga ham- ingjustund á ókomnum tíma. Jón Sigurðsson Og vll ég byrja á að þakka honum fyrir hans góða boð að vilja eyða dýrmætu laugardags kvöidi til að ferðast með mér um undirdjúp siðmenningar- leysisins á flestum dansleikj- um, eins og hann kemst að orði. Hinsvegar tel ég ekki ástæðu fyrir okkur að fara að gera sér staka ferð til þess, ég hugsa að við séum báðir það víðförlir að við sjáum ekkert, sem kem- ur okkur ókumiuglega fyrir sjón ir ,enda var það ekki meiningin ’með skrifum mínum um Hótel Ritz, að hvergi í bænurn væri hægt að finna verri stað. Hins- vegar fannst mér ekkert af þvi sem ég þar sá og heyrði, og fram við mig kom, geta sam- rýmzt því, sem ég hafði heyrt sagt, og lesið um Iiótel Ritz, sem sagt að það væri fyrir myndarhótel, og aðrir æfetu að taka sér til eftirbreytni hvemig það væri rekið. ★ Fellst eklíi á sígar- ettuskortinn „Það má vel vera að þessi mistök sem áttu sér stað á áð- urnefndum dansleik séu eins- dæmi þar, enda að mörgu leyti gildar ástæður fyrir því, eins og Kristján tekur fram. Hins- vegar get ég ekki fallizt á að ekki hefði verið hægt að sjá um að hafa t. d. sigarettur til, því það veit ég að þær voru þá fáanlegar í Tóbakseinkasöl- unni og ekki var því til að dreifa að þessi % hluti, sem fór inn í banni laganna hafi reykt upp það sem ekki fékkst allt kvöldið. Annars erum við Kristján i öllum aðalatriðum sammála og hefur hann að mér virðist tek- ið aðfinnslur mínar með skiln- ingi, og vona ég að þær, ásamt þeirri reynslu sem hann hefur fengið, geti orðið til þess að hann láti ekki aftur freistast til að færast meira í fang, en hann með því fólki og tækjum, sem hann hefur yfir að ráða á Hót- el Ritz, er fær um að afkasta með góðu móti, því hvar sem sökin liggur með áður nefnd mistök, þá verða þau alla vega blettur á hótelinu fyrst og fremst. Enda ég svo þessar línur með þeirri ósk að Hótel Ritz megi vera fyrirmyndarhótel, sem geti borið hróður landsins út um heiminn og verið forstjóranum til sóma á innlendum vettvangi, Með kveðju. Víðförull.“ Athugasemd Bæjar- pósts: Eg vil taka það fram í sam- bandi við þessar umræður um rekstur hótelsins, að mér er kunnugt um, að hann er mik;- um vandkvæðum bundinn og gengur stundum svo erfiðlega að útvega þangað amerísl-.ar sígarettur, gosdrykki og annað I slíkt, að t- d. 20—30 amerískir 1 sígarettupakkar og 1 gos- 1 drykkjakassi er ósjaldan sá skammtur, sem endast verður vikutíma. Orsakanna til um- ræddra mistaka varðandi Hótel Ritz er sem sé víða að leita.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.