Þjóðviljinn - 04.04.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.04.1948, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. april 1948. ÞJÓ'ÐVILJ.INN & Ný og annarleg bráðapest hefur geísáð hér á landi síð- ustu vikurnar. Hún er að því Ieyti ólík öðrum sóttum að hún gerir sér mannamun, eða öllu heldur stéttamun. Eng- inn alþýðumaður hefur sýkzt af lienni enn né þarf að ótt- ast hana, en hins vegar Ieggst hún af því meiri þunga á auðstéttina, og eink- um er heildsalastéttin alveg heltekin. Annað einkenni bráðapestarinnar er það, að hinir sýktu leita ekki til lækna eða lyf jabúða, en hins vegar fjölmenna þeir mjög á skrifstofu bandaríska sendi ráðsins, og hafa starísmenn þess virðulega fyrirtækis aldrei fyrr notið þeirrar á- nægju að fá að horfa uppá langar biðraðir hinna mikil- hæfustu fulltrúa íslenzkrar auðstéttar. Hinir sýktu fara þó ekki þangað til að leita góðra eða áhrifamikillá lyf ja hjá sendiherranum, heldur sækja þeir állir um fararleyfi til Bandaríkjanna, og allir tilgreina eina og sömu á- stæðu: „dvöl til heilsubót- ar.“ Þessi nýi stóttarsjúk- dómur hefur á vörum almeun ings hlotið nafnið dollára- pest. AHmargir þessara virðu- legu borgara hafa þegar fengið hið eftirsótta dvalar- Ieyfi, aðrir lifa enn í voninni. Þeir sem farnir eru hafa margir tekið fjölskytdu sína með, konu og börn, svo að pestin virðist bráðsmitandi innan hinnar afmörkisðu stétt ar. En jafnvel þótt mann- margar, sýktar fjölskyldur fljúgi vestur um haf til heilsubótar, þá bregður svo við að þær sækja ekki um neinn gjaldeyri, eða þá um einhverja hungurlús, sem A HVlLDARDAGINN rétt nægir fyrir kokkteil þeg ar stigið er á land. Aðspurð- ir kveðast hinir sýktu eiga góða og ástríka rini þar vestra, sem hafi boðizt til að ala önn fyrir þeim endur- gjaldslaust, þar til hin dýr- mæta heilsa hefur ver'ð end- urheimt. Það er gott að eiga góða vini. ★ Fyrstu áhrifa dollarapestr arinnar varð vart þegar Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún ætlaði að senda frá sér skýrslur um eignir er- lendra manna þar vestra. En hún færðist þá fyrst í auk- ana, þegar umræður hófust hér á landi um eignir íslend- inga í Bandaríkjunum og ríkisstjórnin var krafin sagna um vitneskju sína af því máli. Upphæðin sem nefnd hefur verið er nú á alíra vitorði: 49,5 milljónir dollara, 320 milljónir króna, endurgjaJd reykvískra verka- manna íyrir þrotlaust strit í 8 ár samfleytt. Þegar þessar miklu eignir urðu almennt umtalsefni þjóðarinnar upp- hófust hinar virðulegu bið- raðir á skrifstofum banda- ríska sendiráðsins. Baktería dollarapestarinnar virðist þannig vera þær eignir sein hinir sýktu hafa samlað sam- an vestanhafs á undanförn- um árum. ★ Þess er að vænta að hinir sýktu vesturfarar fái bráða bót pestar siiinar, en þo mun sú heilsubót ekki fást hema bakteríunni, hinum opihberu eignum Islendinga í Vestur- heimi, verði komið fyrir katt arnef. Er ekki að efa að sjúk lingarnir muni ganga dyggi- lega fram í þeirri heilsu- vernd. Þeir munu i fyrsta lagi verða ósínkir á fáanleg- ar lystisemdir handa sér og hinum þjáðu fjölskyldum sinum, og munu koma heim eftir batann með stórum meiri farangur en farið var með — leystir út með „gjöf- um“ af hinum góðu og ást- ríku vinum þar vestra, En erfitt mun þó reynast að sólunda 320 milljónum í girni legar lystisemdir á stuttum tíma, þó holdið sé reiðubúið, enda öruggast fyrir yfirstétt ina að eiga einhverjar eignir erlendis ef tékkneskir at- burðir skyldu einhverntíma gerast á íslandi, eins og einn dollarapilturinn hrópaði í hreinskilni sinni á æskulýðs- fundinum í Holstebi á dögun- um. En eignir hafa fyrr ver- ið leppaðar, og vinirnir vestra eru þá hvorki góðir né ástríkir, ef þeir geta ekki falið nokkrar milljónir doll- ara, þegar heilsufar gesta þeirra er í bráðum voða. Má segja að það sé ákjósanlog gagnkvæm hjálp í viðlögum, þegar gróðamenn austan hafs og vestan gerast hverjir annarra leppar eftir því sem við á. Æ sér gjöf til gjalda, ★ Þegar vesturfararnir hafa komið hinni illkynjuðu bakt- eríu fyrir kattarnef og öðl- azt hreystá sína á nýjan leik, munu leysast varfdræði Bjariia Benediktssonar, utan ríkisráðherra. Hann hefur sem kunnugt er orðið næsta livumpinn við fyrirspurnum þeim sem Þjóðviljinn hefur beint til hans um hinar miklu dollaraeignir, og hefur ekki fengizt til að svara öðru en því að ríkisstjórnin hafi ekki enn fengið „sundurliðaða skýrslu“ um þýfið. Enda varð þess ékki vart að ríkis- stjórnin yrði miður sín af gleði, þegar fréttirnar bár- ust um tilkynningu Banda- ríkjastjórnar, þó hún virtist fela í sér hina ákjósanleg- ustu lausn á gjaldeyrisvand- ræðunum, og stjórnarblöðin öll voru þögul um þann at- burð. Og rikisstjórnín hefur að sjálfsögðu ekki sýnt þá óskammfeilni að hnýsast í fyrirætlanir þeirra ágætu manna sem fara nú vestur um haf einn af öðrum sér til heilsubótar — með tvær hend ur tómar af gjaldeyri. Hún mun öllu heldur óska þeim góðs bata og árangursríkr- ar baráttu við bakteríurnar. Enda mun ekki örgrannt uin að dollarapestin hafi gert vart við sig hjá þeim hæst- virtu herrum sem sitja í ráð- herrastólum á íslandi nú. ★ Ef aHt gengur að óskum mun Bjarni Benediktsson loks í fyllingu tímans geta sent frá sér „sundurliðaða skýrslu“ um hinar mjög svo umtöluðu dollaraeiguir. Sú sundurliðun mun að sjálf- sögðu leiða í Ijós að eignirn- ar eru engar. Hinir flekk- lausu heiídsalar og stórefna- menn hafa vissulega ekki tekið sér fé á óheiðarlegan hátt og Iaumað því uudan í framandi þjóðlöndum. Sam- vizka þeirra muu reynast hrein eins og faktúrupappír og heilsufarið gott á nýja- Ieik sem betur fer. ★ Og takizt hinum pestar- þjáðu að endurheimta heilsu sína þurfa þeir ekki að kviða framtíðinni. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að taka Marshall-lán, eins og glöggt kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, þótt eklii • ^ n;... . , , .J~~j hafi það verið oþi»bérIega -I — tilkynnt, fremur . önnur j ý blessunarveniK sena- ríkis- í stjórnin fyrirhugar þjóð f ?■ ..-V > v sinni. Marshall-láiííiS, þessi ó- síngjarna hjálp binna góðu og ástríku vestrísifui vlna, s J);, mun fyrst renna ojoa greipar I. hinna flekklausu, er þeir ‘| ' hafa fengið fullam terrfa pest- ‘j • ar sinnar. „Faktúru-fölsun- * ar-félagið Snorréád!a“ og önnur hliðstæð þjóéþrifafyr- t irtæki vestanhaífe »unn þú ' öðlazt góða daga ííl blessun- | ar fyrir land og lýð. Það er « vissulega gleðilegt að skyggn ; \ ■ ast til þeirrar glæyiiegu fram -j tíðar fyrir þá niejs.E. sem nú *í standa í biðröðnm i banda- yj - ríska sendiráðiiui) o>g útfylla | . eyðublöð: „dvöS táí heilsu- J bótar,“ ★ • ~:i Hinn skæði sýókdómur, » dollarapestin, verðusf senni- lega ekki skráður i skýrslum heilbrigðisyfi rva ld &heh um heilsufarið á ísl.andi á því herrans ári 1948, Vílmundur ^ Jónsson tekur ha,ii?a senni- \ ■ ; . lega ekki gilda, þ(s tevorki sé fl hún véfengd aí b&ndaríska £ : 4 sendiráðinu né rífeisst jórn | Islands. En í stjórtímála- og ý| fjármálasögu þessa 4r.s verð- ; ur hún skrásett, bæði fjöldi j|* 1 2 3 4 5 liinna sýktu og bar&tta þeirra ':} - við pestina fyrir vestan haf. 4| | Það verður fróðleg saga og g lærdómsrík. Sjúkdónnar hins : - kapítalíska þjóðféíags þurfa J f ekki síður læknínga við en : hiuir sem líkamarsa hrjá, en ! raunar ætlast atoenningur ýj til að dollarapestíæini verði -í útrýmt á annan hátt en þann ‘j sem vakir fyrir vesfarförum *» síðustu daga. ■. Wri-M-M-W-M-H-M-H-H-H-4-H-H-WW-H-H-I-I-H-H-I-ÞM-H- Ritstjóri H-H-l-i' l •l..l"i"l"l-I"M—l' S K A K Guðmundur Arnlaugsson -i •.l-H—l..|-|.‘I-l-l.'.l"l..i",-l..l..l-l- Skákdálkurinn birtir í dag skák frá landsliðskeppninni með skýringum eftir Árna Sr.ævarr. Árni er einn af okkar ágætustu skákmönnum og teflir rökvíst og fallega þegar honum tekst upp eins og þessi skák er gott dæmi um. Spánskur leikur Skák tefld í 6. umferð á landsliðsmóti 1948. Hvítt: Árni Snævarr. Svart: Guðjón M. Sigurðsson 1. e2—e4 e”—e5 2. Rgl—f3 RbB—eö 3. Bfl—b5 a7—aC 4. Bb5—a4 Rg8—16 5. Ddl—e2 Þessi ieikur kemur í veg fyrir að svartur geti valið hina svo- nefndu opnu vörn (Rxe4 sk). Hvort það er eftirsókr.arvert fyrir hvítan eða ei, fer eftir mati hvers og eins. Annars er þessi leikur einn hinn bezti sem1 hvítur á völ á í stöðunni. 5........ b7—b5 Ætli svartur sér að leika b5 yfirleitt, er bezt að gefd það strax, eins og hér er geit, því að annars getur hvitur, efj hann leikur c3, unnið leik með því að koma biskupnum í einum leik til c2. G. Ba4—b3 Bf8—e7 Sennilega gefur 6. . . Bf8— c5 þægilegri möguleika til varn ar. Þó má segja að það sé smekksatriði hvort kosin er cp- in vörn eða iokuð. 7. c2—c3 d7—íI6 8. 0—0 Bc8—g4 Ef til vill .ekki slæmur leikur út af fyrir sig, en mun betra er strax 8. . . Rc6—a5! 9. h2—h3! Bg4xf3? Biskupinn stendur á vegamót um. Sé honum Ieikið til d7, þar , sem hans væri full þörf til vavn ar hefur svartur tapað leik. Eftir 9. . . Bg4—h5 má búast við að hvítur fái yfirburði drottningarmegin með því að leika við hentugleika a2—-a4. Svartur velur lökustu leiðina með því að skipta á f3. Við það verða þvítu reitirnir d5 og f5 veiltir. 10. De2xf3 Rc6—a5 11. BbS—c2 c7—c5 12. d2—d3. Nú kemur munurinn greini- lega í Ijós, hvítur þarf ekki r.ð leika d4 til að fá góða stöðu og svartur á í erfiðleikum með að finna mótspil. 12..... Rf6—d7 13. Df3—g3 Be7—Í6 14. Hfl—el. Til að rýma fyrir riddaranum sem nú leggur af stað ti: fyrir- heitna landsins á f5 og d5. 14.... 15. Rbl—d2 16. Rd2—fl 17. Rfl—e3 18. Re3—f5 19. Dg3—g4 0—0 Hf8—e8 Rd7—18 h7—hö Rf8—g6 Kg8—h7 20. g2—g3 Ha8—a7 Til að valda f7-peðið, sem í ýmsum afbrigðum gæti orðið hvítum að bráð. 21..Dg4—h5 Ha7—d7 22. a3—h4 He8—h8 23. Rf5—e3! Nú er hlutverki riddarans lokið á f5 og hann fór á hinn „reitinn sinn,“ þar seiri hann nýtur fulls svigrúms. Arang- urinn sem náðst hefur er að svörtu mennirnir kóngsmegin standa orðið illa. 23..... Rg6—f8 24. Re3—d5 Rf8—e6 25. Dh5—f5 t Kh7—g8 26. Bcl—e3 Hingað til má segja að ridd- arinn og drottningin hafi borið hita og þunga dagsins. Til þecs að koma. fleiri mönnum að und- irbýr nú hvítur opnun a-línunn- ar. b4? 29. cxb cx'b 30. Bb6 e«* manntap. 29. a4xb5 :.4.«ö5 30. Hal—a2 Hd7—b7 31. Hel—al Wa5--c6 32. Be2—b3 Mænir til f7. 32 ..... Hh3—18 33. Be3—d2 Rýmir fyrir riddaramfm sem nú- þarf að hefja lokasóknina kóngs megin. 33 ..... Iíd8—47 34. Rd5—e3 Refi—c7 35. Re3—g4! Þriðji hvíti séírnarreitur ridd- arans 35....... gS—g5 Eða'35.....bé— £5‘36. Bxb6t; Kh7 37. BxH Gg-s55an DxfT- I 36. Rg4—e3 g5ýh ' Aðrir leikir h^jájpa ekki lielcV* ur gegn hótuninni Dh5 og síða:>. Rf5f 37. Re3— f5f GefJð. 26....... Bf6—e7 27. a2—a4 g7—g6 28. Df5—fS Kg8—g7 Svartur getur ekki hindrað opnun a-Iínunnar þar sem 28. . Hringið í síma 7500 o v geri/s) áskrifendur að túmuritit i KÉTTUK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.