Þjóðviljinn - 13.04.1948, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 13.04.1948, Qupperneq 6
6 Þriðjudagur 13. apríl 194 S. ÞJÓÐVILJINN 164. Samsæríð mskla eftir MICHAEL SAYEES o«? ALBEET E. KAHN Jacson fór aldrei þessa spellvirkjaför til Sovétrikjanna. Síðla dags, 20. ágúst 1940, myrti Jacson leiðtoga sinn, Leon Trotskí, í hinni ramlega víggirtu villu í Coyoacan, með því að mola höfuð hans með handöxi. Sem fangi mexíkönsku lögreglunnar bar Jacson að hann hefði viljað ganga að eiga Sylvíu Ageloff, en Trotski hefði bannað að þau ættust. Áköf deila um stúlkuna brauzt út milli þeirra. „Hennar vegna“, sagði Jacson, „afréð ég að fóma sjálfum mér.“ Við síðari yfirheyrslur sagði Jacson: ...í stað þess að ég ynni hjá stjórnmálaleiðtoga er stjómaði baráttu fyrir frelsi verkalýðsstéttarinn- ar, var ég kominn til manns, sem einskis óskaði fremur en fullnægingar þarfa sinna, haturs- og hefndarþorsta, og sem notaði baráttu verkamanna einungis til að skýla vesaldómi sínum og fyrirlitleg- um áformum. — ... í sambandi við þetta hús sem hann sagði með réttu að breytt hefði verið í sterkt virki liugleiddi ég oft hvaðan honum kæmu peningar til slíks staiís . . . Ef til vill gæti konsúll erlends stórveldis sem oft heimsótti hann svarað þeirri spuraingu . . . Það var Trotskí sem gerspillti upplagi mínu, eyðilagði framtið mína og allar liugsjónir. Hann breytti mér í nafnleysingja, í vei kfæri Trotskís. Eg var kominn i blindgötu . . . Trotskí hafði mig i hendi sér eins og pappírsblað.“ Eftir dauða Leons Trotskís var aðeins einn maður á lífi í Napóleonshlutverkið gegn Sovétríkjunum: Adolf Hitler. FJÓRDA BÓK Frá Miinchen til San Francisco XXII. KAFLI Heimsstyrjöldin síðari 1. Miinchen. „Hinn örlagaríki áratugur 1931—1941 hófst með ofbeld- isaðgerðum Japana og honum lauk einnig þannig“, segir í opihberri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins: „Peace and War: United States Foreign PoIicy“. , Þessi áratugur einkenndist af tillitslausri þróun skefjalausrar heimsvaldastefnu af hálfu Japans, Þýzkalands og ítalíu“. Heimsstyrjöldm síðari hófst 1931 með innrás Japana í Mansjúríu undir því yfirskyni að bjarga Asíu frá komm- únismanum. Tveimur árum síðar kollvai'paði Hitler þýzka lýðveldinu undir því yfirskyni að bjarga Þýzkalandi frá kommúnisma. Árið 1935 réðust ítalskir herir inn í Abe- síníu til að bjarga því landi frá „bolsévisma og villi- mennsku." Árið 1936 endurvígbjó Hitler Rínarlöndin, Þýzkaland og J'-pan gerðu með sér sátímála um banda- lag gegn kommúnisma; þýzkir og ítalskir herir réðust á Spán undir því yfirskyni að bjarga landinu frá kommún- isma, Áríð 1937 gerðist ítalía aðili að bandalaginu gegn / B.TRAVEN: 86. DAGUK. KERRAN fyrirtæki mundi taka á sig áhættuna, og þá var don Laureano búinn að missa þann viðskiptaviuinn að fullu. * Til hvers hafði hann þaulreynda ökumenn ? Fyrir hvað borgaði hann þeim hátt kaup? Hvers vegna tók hann við skuldinni, sem þeir stóðu í við gömlu húsbændur sína, þegar þeir komu til hans og báðu hann um atvinnu? Ilvers vegna fór liann með þá eins og frjálsa verkamenn, en ekki eins og ánauð- uga leiguliða, sem var hægt að berja og setja í gapa- stokkinn? Hvers vegna í ósköpunum átti hann að vera að taka allt þetta tillit til verkamanna sinna, ef þeir gættu þess ekki með árvekni, að flutningur- inn skemmdist ekki? Það var ekki nema réttlátt og sanngjarnt, að ’r hann gerði þá fjárhagslega ábyrga fyrir þeim skemmdum, sem urðu á leiðinni. Ef þeir sáu um að halda vögnunum í sómasamlegu standi, komu engin óhöpp fyrir. Og ef þeir þekktu veginn al- mennilega og sváfu ekki á leiðinni, en voru aðgætn- ir og vakandi, þá kom ekki fyrir að nokkur hlutur tapaðist. Það var skeytingarleysi ökumannanna, sem var orsök í því að þeir stóðust ekki áætlun og að hjólin brotnuðu og flutningurinn eyðilagðist. Það má ekki gefa vanrækslum og kæmleysi und- ir fótinn, og það mundi hann gera, ef hann léti ekki ökumenn sína bera ábyrgð á þeim skaða, sem þeir ollu. Hann borgaði ekki öku- mönnunum sínum kaup fyrir að sofa og drekka brennivín, heldur fyrir að vinna sjálfum sér og honum í hag. Hvernig mundi ástandið í heim- inum verða, ef verkamennimir gætu hegðað sér eins og þeim þóknaðist? Guð hafði gefið hverjum einasta verkamanni höfuð, sem hann gat hugsað með. Af uxunum krafðist hann auðvitað engra skaðabóta, það væri nefnilega barnaskapur, því allir vita, að uxarnir geta ekki hugsað. Þess vegna fá þeir líka engin laun, en ökumennirnir fá laun af því þeir geta hugsað. Og þegar hann borgaði þeim kaup, þá var hann í sínum fulla rétti þegar hann heimtaði að þeir hugsuðu honum í hag. 7. í því ástandi sem vagnarnir voru, var aðeins ein leið til þess að komast hjá óhöppum, og það var að skifta á þeim vögnum, sem var búið að nota lengst, og alveg nýum. En sumir hinna einstöku vagnhluta voru svo að segja nýir, þeim var smellt inn í vagninn fyrir nokkrum mánuðum síðan, svo slík meðferð væri þýðingarlaust bruðl á verðmæt- um, sem ekkert flutningafyrirtæki gæti staðið undir. Ef flutningaþörfin jókst svo mikið, að don Laur- eano varð að útvega fleiri vagna, þá reyndi hann alltaf fyrst að ná í gamla vagna. Því aðeins keypti hann nýa vagna, að ekki væri hægt að fá gamla. Það var því ekki um neitt að velja fyrir öku- menn hans, þeir urðu að gera við vagnana og halda þeim í sem beztu standi, og sú aukavinna gleypti hverja einustu frístund þeirra. Þessar viðgerðir hefðu samt verið framkvæman- legar, ef don Laureano hefði lagt þeim til það sem til þurfti, eða minnsta kosti peninga til að kaupa — Olympíuleikamir Framh. af 3. síðu. lokum. Við þessa frétt má bætaT að allt bendir til þess að sterk- ustu Iiðin frá Suðurameríku séu sömu syndinni ofurseld, og fái því ekki að taka þátt í leikjun- um. Við líst.i^r þessarar fregnar vaknar ef til vill sú spurning, hvort nú aukist ekki möguleikar íslands til þátttöku með nokkr- um árangri í knattspyrnu á Olympiuleikunum í sumar. Að - Bifreiðaeigendur Framhald af 8. síðu yfirfærðar. Þá hefur ekki feng- izt neitt leyfi fyrir varahlutum síðan í septembermánuði í fyrra; og lét einn ræðumanna svo um mælt, að ástandið í þeim efnum væri „að verða óbærilegt". sjálfsögðu mun stjórn K.S.Í. og Olympiunefnd fylgjast vel með því sem gerist í þessum máJum, ’ og ætti þetta að verða okkar ! knattspymumönnum hvöt til að ; taka æfingar nokkuð alvariegar. 3’ I sambandi við skömmtunma á bifreiðagúmmíi var um það rætt, að verkstæði þau, sem gera við hjólbarða hefðu stöðv- ast vegna efnisskorts og var að heyra að bifreiðaeigendum þætti það vafasamar sparnaðarráð- siafanir. Kom þannig í ljós, að það er fleira en skömmtunin á benzíni, sem er að stöðva einka bílana. Auk skömmtunarmálanna var rætt um öryggis- og umferðar- málin og ýmis hagsmunamál fé- lagsmanna. efni fyrir. I Chiapa de Corso voru að vísu tveir vagna- smiðir, sem umiu verlc sitt með ágætum. Þar að auk fékk liver vagnalest nokkur varahjól og vagnsteug- ur ásamt nokkrum trjáplönkum. En það var ekki óalgengt að sumar lestirnar kæmu ekki til Chiapa de Corso í þrjá mánuði, en voru í ferðum milli Arriaga og Tuxtla eða milli Jovel og Balun Canan, eða hvar sem flutning var að liafa í það og bað skjftið. Peninga fengu þeir aldrei til efniskaupa. „Ef ég gerði það,“ sagði don Laureano, „væri ég vitlausari en ég hefði nokkuð leyfi til að vera. Þeir myndu drekka peningana upp í fyrstu kránni, scm yrði á vegi þeirra, eða tapa þeim í spilum — ég þeklci þá.“ Ef til vill hafði hann emliverja reynslu í þessum efnum, eða minnsta kosti var það staðreynd, að ökumenn hans höfðu aldrei peninga meðferðis. Þeir fengu ávísanasnepla fyrir mais handa uxunum. Don Laureano skrifaði sneplana og stimplaði þá sjálfur, og þeir vom alstaðar í landinu teknir sem góður og gengur gjaldeyrir — þeir jafngiltu peningum. Það varð að hirða vel um uxana, því þó uxi hrykki upp af á leiðinni, var ekki hægt að gera ökumennina ábyrga fyrir því. Þeir gátu hafa étið eitrað gras, eða slöngur bitið þá, og það var ekkí hægt að gera við dauða uxa með varahlutum, og því ekki hægt að kalla ökumennina til ábyrgðar á því sviðinu. Ef eitthvað óhapp kom fyrir með ux- ana, þá var það guðs vilji, því hann vakir jafnt yfir uxunum og smáfuglum himinsins, og gætir þess vandlega, að ekki falli ein fjöður úr stélinu á þeim, án þess að liann hafi ákveðið það fyrirfram. Það hafði því enginn ökumannanna peninga eða ávísanalappa til að kaupa fyrir efni til viðgerða. Þeir urðu sjálfir að hafa einhver úrræði með að útvega sér það sem þeir þurftu til að gera við vagn- ana, því þeim urðu þeir að halda í gangi, ef þeir vildu ekki eiga á hættu að missa fleiri mánaða laun. Þeir urðu því að taka efnið þar sem þeir fundu það á hverjum tíma. Jafnvel bjargföst trú á voða- legustu refsingu „hinumegin“ orkaði ekki að hræða þá frá því, að taka efnið hvar sem þeir náðu því — livað svo sem við tæki. Já, jafnvel þó það stríddi ómótmælanlega á móti öllum himneskum og jarð- neskum lögum, og auðvitað allra helzt á móti lög- um ríkisins. Þeir neyddust til að hugsa fyrst um það, sem mestu varðaði, og það var, að halda vögp- unum gangandi livað sem það kostaði, því fyrsta skylda hvers trúlynds og auðsveips þjóns, er að þjóna herra sínum, auka veraldargengi hans og verja hann öllurn skaltkaföllum — allar aðrar skyld- ur verða að bíða. 8. Eg gat þess áður, að flestir hlutar vagnanna væru misgamlir, og eins voru hinir ýmsu hlutar úr ólíklegasta efni. Sumir voru úr mahogni, aðrir úr ibenholt, sumir úr sedrusvið aðrir úr furu. Það var liægt að finna í vögnunum allar ti’játegundir, sem ökumennirnir fóru fram hjá á leið sinni. Nokkra kílómetra frá Balun Canan, á leiðinni til E1 Puente, var Ijómandi fallegur furuskógur með fegurstu trjám, sem maður gat Hugsað sér. Að öll- um líkindum var það fegurð skógarins, sem á sín- um tíma kom Indíánunum til að g«ra hann að dval- arstað guða sinna. í miðjum skóginum lilóðu þeir nokkra pýramída og altari, sem guðirnir áttu að búa ,í. Það er ósennilegt, að guðirnir búi enn í skóg- inum, en pýramídarnir standa þar enn. Skógurinn er hvorki í eigu don Laureano né ökumanna hans eða nokkurs annars ökumanns, sem dvaldi á slétt- unni við að lappa upp á vagnana sína. Enginn ökumannanna hafði tíma til að skoða pýramídana, enda höfðu þeir engan áhuga fyrir þeim, allur áhugi þeirra beindist að ásigkomulagi vagnanna. Það er ekki holt fyrir öreigana að hafa áhuga fyrir því, sem er utan við verkahring þein’a.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.