Þjóðviljinn - 06.05.1948, Síða 3
Fimmtudagur 6. maí 1948.
Þ J ÖÐVILJINN
3
S K Á K
Ritstjóri Guðmundur Arnlaugsson
H-H-H-H-H-HH-H-H |i.,|..|..n..|..M-M"M"H"M-M-l-
Svíþýóð verðttr óshaland
sUúkmanna í sumar
Afturhaldið mundi rífast um bsin
hans eftir hundrað ár
1. maí í Bolunga
vík
Hér liggja á borðinu fyrir
framán mig tvð sænsk bréf til
íslenzka skáksambandsins. Efni
þeirra vekur áreiðanlega gleði
og eftirvæntingu í hugum ís-
lenzkra skákumienda, en jafn-
framt stjakar það óþyrmilega
við okkur, þegar við áttum okk
ur á hve einangraðir _og af-
skekktir íslenzkir skákmenn eru
orðnir aftur, rétt í þann mund
að skáklíf landanna allt í kring
um okkur er sem óðast að kom-
ast í réttar skorður.
Þessi bréf eru hvorki meira
né minna en boðsbréf til
þriggja skákþinga sem nalda
á í Svíþjóð í sumar.
Fyrst skal frægast telja
,,interzonal-“mótið. Þar mætast
skákmeistarar úr öllum heimi
og þar eigá Norðurlönd ekki
nema tvo fulltrúa, Norðurlanda
meistárann Böök, sem er Fi>:ni,
og Svíann Stáhlberg, sem.dval-
izt hefur í Argentínu nærri
áratug.
Ég hef einhvern tíma áður
drepið á hina nýju tilhögun al-
þjóðasambands skákmanna, þar
sem heiminum er skipt í svæði,.
-zónur, sem halda skákmót til
að velja sér meistara. Norður-
löndin mynda slikt svæði, eitt
hinna minnstu. Síðan mætast
meistarar mismunandi svæða og
nokkrir aðrir útvaldir og berj-
ast um það hver verði yfirmeist
ari. Yfirmeistarinn (og ef til
vill einn eða tveir þeir næstu)
fær svo að tefla við þá fimm
Haag-Moskva-keppendur sem
ekki verða heimsmeistarar um
það hverjum skuli veitast sú
ánægja að skora heimsmeistar-
ann á hólm. Með þessu á að
vera séð um að enginn verði ó-
barinn biskup.
Mótið sem á að halda í Salts-
jöbaden við Stokkhólm í sumar
er miðkeppni í þessu kerfi. Ekki
eru enn til nema fjórir ,,zónu“
meistarar, þeir Böök og-O’Kelly
frá Evrópu og Kashdan og
Yanofsky frá Norðurlöndum.
Til viðbótar þurfti þá að velja
16 menn og það hefur nefnd
viturra manna frá ýmsum lönd-
um gert. Ég geri ráð fyrir að
ýmsum leiki hugur á að sjá í
hvaða röð hinir ágætu skák-
me'nn koma á lista nefndarinn-
ar óg birti hann því í heild.
1. Najdorf,
2. Boleslavskij.
3. Stáhlberg.
4. Flohr.
5. Szabo.
6. Kotov.
7. Ragozin. *
8. Pacliman.
9. Denker.
10. Bondarevskij.
11. Lajos Steiner.
12. Eliskases.
13. Bronstein.
14. Trifunovic.
15. Gligoric.
16. Tartakower.
17. Lilenthal.
18. Stoltz.
19. —20. Lundin og Horowitz.
21.-22. Bernstein og Ekström.
23. Alexandér.
24. Pirc.
25. —26. Mikenar og Tolusj.
2-7-. Foltys.
28. Bolbochan.
29. Pilnik.
30. Canal.
31. Novotelnov.
32. Enevoldsen.
33. Barda.
34. Aleman.
Mótið verður haldið í Saltsjö-
baden dagana 15. júlí til 10.
ágúst.
Um leið og því líkur hefst
keppni milli 10 manna sveita
frá Danmörku, Finnlandi, Nor-
egi og Svíþjóð. Keppnin er sett
þannig að þátttakendur geti
fylgzt með síðustu umferðum
mótsins ef þeir vilja. Islandi
var að sjálfsögðu boðin þátt-
taka í þessari keppni og Svíar
gengu svo -langt til þess að fá
okkur með í leikinn að þeir
buðu þátttöku fimm manna
sveit héðan ef það væri hæg-
ara. En báðum þessum boðum
hefur Skáksamband. fslands
orðið að hafna sakir féleysis.
Að lokinni sveitakeppni hefst.
svo Norðurlandamót í Örebro,
Það verður hliðstætt þinginu
í Helsingfors' í fyrrasumar og
stendur 11 daga. Þar verður
keppt í þrem flokkum og keppir
einn við alla og allir við einn,
Allt er í óvissu um þátttöku
okkar í þessu móti einnig. Þó
verðum við sóma okkar vegna
að senda fulltrúa á fund nor-
ræna skáksambandsins sem
haldinn verður jafnliliða keppn
inni, því í fyrra buðu íslenzkir
skákmenn til Norðurlandamóts
í Reykjavík sum'arið 1949. Það
var vel boðið og mátti þó tæp-
ast síðar vera, svo oft hafa ís-
lenzkir skákmenn verið gestir
frænda sinna á hinum Norður-
löndunum.
Það er óvenjulegt tækifæri
sem íslenzkir skákmenn fara
þarna á mis við: að geta i sömu
ferðinni til nágrannalands tek-
ið þátt í tveimur skákmótum og
horft á það þriðja, og ótrúlegt
hefði það þótt fyrir tveimur
árum að ísland væri hið eina
Norðurlandanna sem ekki hefði
ráð á slíkum lúxus. En þrátt
fyrir almennan skákáhuga hér-
lendis -er skáksamband Islands
fremur fáliðað og fátækt og hef
ur sem stendur ekkert bolmagn
til þess að styrkja menn til ut-
anfarar.
• ' ; --------*----- ' ‘
Ekkert er ennþá nýtt að
frétta af Moskvuþinginu utan
Úthlutun styrkja til skálda
og listamanna er nú lokið fyrir
nokkru. Afturhaldið heldur á-
fram að punta upp á frægð
sína með því að dæma okkar
mikilhæfasta rithöfund utan-
garðs, honum til síaukins hróð-
urs, en hverjum læsum og he*ið-
arlegum manni til skapraunar.
Nú hefur Stúdentaráð tekið
málið upp á sína arma og mun
væntanlega ekki við það -kilj-
ast fyrr en yfir lýkur.
En það er annað í sambándi
við þessa siðustu úthlutun, sem
mig langar til að ininnast* á.
Það er útþurr.kun ljóðskáldsins
Snorra Hjartarsonar af nafna-
lista hinna verðugu. Hún kom
mér svo gersamlega á óvart, að
ég spurði agndofa: Hvað hefur
hann nú 'gert af sér? Ekki hef-
ur hann þó kveðið bolsivíkaá-
róður. Er ætternið kannski ekki
nógu gott ? Að vísu er liann
ekki sonur Matthíasar. En
hann er dóttursonur Torfa i
Ólafsdal, þið elskulegu'fulltrúar
íslenzkrar bændamenningar!
Æ, hvernig læt ég: maður-
inn er ná>iúrlega svona lélegt
skáld!
Eg vil ekki fara út í saman-
burð — hann yrði of klúr og
hlægilegur. Hitt get ég sagt
með sanni, að það er mér fyrir
mitt leyti hreint blygðunarefni
I að taka við viðurkenningu fyr-
ir ljóðagerð, þegar Snorri Hjart
arson er strikaður út.
Hin yfirlætislausa kvæðabók
þessa unga skálds var nefni-
lega merkisatburður í íslenzkri
ljóðlist — ég efast um, að hér
hafi nokkurntírtia komið út eins
vel gert byrjandaverk í þeirri
grein. Það er óhætt að sæma
höfundinn skáldalaunum ævi-
langt þess vegna: verkið stend
ur þarna óborganlegt. Þeir sem
eru hneigðari fyrir bein en list,
vilja náttúrlega ekki hunds-
nýta ljóð Snorra um Jónas
Hallgrímsson. Hinsvegar er' það
sönn opinberun öllum smælingj-
um. Eða kvæði eins og Þjóðlag
og Að kvöldi, sem fljúga upp í
hvers góðs manns fang. En
hiji önnur, sem óvenjulegri eru
að gerðinni til, eru sizt ómerk-
ari fyrir það.
Snorri Hjartarson hefur upp
götvað einingu lands síns og
þjóðar og tungu í gegnum nýja
skynjun, sem kveikir ómótstæði
lega ferskan hugblæ af fornri
rót. Listnæmi hans er í ætt við
það sem menn hafa séð í blöð-
unúm. Það virtist vera eitt-
hvert hlé á mótinu í kring um
1. maí. Skákáhuginn í Sovétríkj
unum er víðkunnur og teflt er
í einhverjum stærstu salarkynn
um borgarinnar, Botvinmk er
greinilega efstur og Euwe
neðstur en liinir þrír hálda sig
saman í hnapp.
■ ------¥-----
Akureyringar hafa gefið báð-'
ar útvarpsskákinxar.
sumarþey á öræfum, í hógværð
sinni og stoltri viðkvæmni
minna ljóð hans á stefnumót
hjartans og brumsins og lind-
arinnar og alls þessa, sem
heldur áfram að titra af
framtíð, þegar borgirnar eru
hrundar og löndin auð. —
Hann slær ekki sverð, held-
ur gullin stef á skjöldu, eins og
hann orðar það sjálfur í bókar-
lok. Form hans er eins og víra-
virki, forkunnar fínt, hrein
dvergasmið á stundum, rím-
brigði hans nýstárlegar til-
raunir, sem falla snurðulaust
að skynjuninni.
#Snorri Hjartarson mun aldrei
fara í hávaða við mann Elín-
borgar og aðra slíká. Hann er
öruggur í sinni hljóðu veröld.
En þjóðin á að svara þessari
nýju móðgun við menningu
sína með því að kynna sér ljóð
hans betur en áður, tileinka sér
þá yndislegu gjöf sem ha:-m
gaf henni af svo mikilli kurt-
eisi, að fáir einir virðast hafa
tekið .eftir því, hversu dýrmæt
hún var.
Jóhannes úr Kötlum.
Norrænt safn 20.
aldar Ijóða
í New Yorlt er í undirbúningi
útgáfa á stóru safni af nútíma
ljóðum frá öllum Norðurlöndun-
um fimm, bæði á frummálunum
og með enskum þýðingum. Bók
in verður um 800 síður. Aðal-rit
stjóri er Martin S. Allwood.
Tilefnið er að Svíar í Amer-
íku halda upp á fimmtugs af-
mæli Augustana Synod á Rock
Island í Illinois í sumar. Erki-
biskupinn yfir Svíþjóð og ýmsir
aðrir háttsettir Svíar munu þá
fara og heimsækja landa sinaí
vestra.
Til útgáfunnar hefur venð
vandað eftir beztu getu. Auk
ljóðanna verða stuttar ritgerðir
um ljóðagerð hvers lands skrif
aðar af hinum færustu mönn-
um.
Um islenzka hluta bókarinnar
sjá þeir Stefán Einarsson, próf-
essor í Baltimore og Magnús Á.
Árnason, listamaður í Reykja-
vík. Sá síðarnefndi mun hafa
gert flestar þýðingarnar, en auk
þess verða þar nokkrar þýðing
ar eftir Stefán Einarsson og nýj
ar þýðingar eftir frú Jakobínu
Johnson o. fl. Skáldin, sem þar
kom fram og ekki hafa birst
þýðingar eftir áður-1. d. í Ice-
landic Lyrics, eru Þórbergur
Þórðarson, Halldór Kiljan Lax-
ness, Jóhannes úr Kötlum, Tóm
as Guðmundsson, Guðmundur
Böðvarsson, Snorri Hjartarson,
Steinn Steinarr o. fl.
Isafold mun hafa tryggt sér
hluta af upplaginu til sölu hér
á landi.
Það er ekki á hverjum degi |
sem fréttaritari Morgunblaðs-
ins í Bolungavík lætur ljós sitt
skína. En viti menn 4. maí. Stór
kostleg frétt! Skemmtun kom-
múnista í Bolungavík féll nið-
ur vegna þess, að hún var ekki
sótt.
Verkalýðsfélag Bolungavík-
ur hefur undanfarin ár staðið
ý
fyrir hátáðahöldum 1. maí. All- <
ir vita að það er að mestu skip i
að fólki sern liklega mætti ;
nefna Framsóknar demókrata, j
að ógleymdum nokkrum vel- ?
metnum íhaldsborgurum „sera-
fólkið treystir“ eins og nú ný-
verið var mjög smekklega frám
tekið í afm.ælisgrein um a. ö. 1.
sæmilegan íhaldsmann.
Ekki hef.ur þó þetta fólk
treyst mönnum sínum til að
fara með forustu í félaginu.
heldur falið hana Jóni Tímóthe-
ussyni. Að þessu sinni eins og
áður kaus félagið 9 manna
nefnd til þess að sjá um hátíða-
höldin 1. maí.
I þessari nefnd áttu sæti að-
eins tveir sósialistar, vera má
að. það teljist meirililuti af 9 i
félögum íhaldsins, en ég get
upplýst að svo er ekki í Verka-
lýðsfélagi Bolungavíkur.
Hvers vegna var þá sósíalist-
um ætláð að taka til máls á
skemmtuninni ? Svarið er ein-
faldlega það, að þess var eng-
inn kostur að fá mann úr hin-
um flokkunum til að taka til
máls 1. maí. Hvort þar var um
að kenna getu- eða viljaleysi
skal ósagt látið, en víst er um
það að annað tveggja eru skút-
ur þeirra andlega illa menntar,
eða þeir hafa þann boðskap
einan að flytja sem betur hent-
ar við önnur tækifæri en 1. maí.
Undanfarin ár hefur þetta
verið á sömu lund, en þó var
ekki um sakast. — Það var áð-
ur en þeir fóru sigurförina á
Arnarlíól og Austurvöll Stefáu
og Gunnar.
Að endingu er rétt að geta
þess, að aðalskemmtiliðirnir 1.
maí áttu að vera söngur hjá
Karlakor Bolungavíkur. Aðal-
foringi íhaldsins í Bolungavík
(sá sem sendi fréttina) mun
vera lítið gefinn fyrir söng, en
hinsvegar efast ég um að hann
ætlist til að söfnuður hans í
Bolungavik ,,hundsi“ -sinn eig-
in kór, einungis honum til sam
lætis.
Reykjavík, 4. maí 1948.
G. Á. J.
m
— Söfnun SumargjafaT
Framhald af 8. síðu
um þeim mö'rgu ,sem skeinmtu
á samkomum félagsins, og borg
urunum yfirleitt, sem taka.
sumarmálastarfsemi félagsins
svo vel, seni hin góða ráun ber ■
vitni. Og síðast en ekkj sízt vill
Sumargjöf færa nemendum
Kennaraskóla íslands og Upp-
eldisskóla Sumargjafar alúðar-
þakkir fyrir mikið og óéig'm-
gjarnt starf í þágu félagsins
þessi sumarmál.