Þjóðviljinn - 06.05.1948, Side 4
Tí> JÖÐ VÍL JINN
Fimmtudagur 6. maí 1948,
þlÓÐWILIINN
t ÍJfgefanaíí Bamelnlngarflotkur alþýðu — Sóslalistaflokkurinn
aigurður Guömundsson (fi,b.)
Frettarltstjóri: Jón BJarnason
Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, JónasÁrnason
Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skóiavörðu-
atíg 19. — Sími 7600 (þrjár línur)
Áskriftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 60 aur. elnt
Prentsmlðja Þjóðviljans h. f.
Sósfaiistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7610 (þrjár línur)
Skyldu þeir læra nokkuð?
Það er fróðlegt, ekki aðeins fyrir sálfræðinga, sem rann-
saka sjúkt hugarástand, — heldur fyrir almenning, sem
vill kymiast andlegu ástandi þeirra manna, er nú ráöa land-
inu, að athuga hvernig blöð stjórnarflokkanna bera %ig
•eftir ósigur ríkisstjórnarinnar 1. maí.
,,Vísir“ velur skynsamlegast, velur þögnina, „iTíminn"
reynir að bera sig mannalega, með því að blanda gríni um
sjálfan sig ofan á ósannindin. „Aþýðublaðið“ skeytir skapi
sínu á ágætri útvarpsræðu Hermanns Guðmundssonar —
blaðið lenti út úr jafnvægi eins og forsætisráðherra þess,
eftir að staðreyndirnar komu í ljós, — og staðreyndimar á
Lækjartorgi biöstu of vel við af Arnarhól, til þess að m. a.
s. Alþýðublaðið treystist til að neita þeim. En Morgunblaðið
var allra aumast, enda voru þar vonbrigðin mest. Bjarni
Ben. hafði tjaldað öllu því, sem til var, til þess að reyna að
dylja óvinsældir sínar, vélað bæói Ólaf Thors og Gunnar
Thor. til þess að lofa honum að veifa þeim framan í fólkið
1. maí en fela sig bak við þá, — en ekkert dugði. Fólkið
vissi hvað á bak við bjó, — það gat engin nýsköpunar-
gríma frá Ólafi dulið þrælalagafésið, 'sem Sjálfstæðisfiokk-
urinn hafði nú sett upp undir forustu Bjarna Ben. En Val-
týr kunni ekki að taka ósigrinum sem maður. Fréttir hans
af 1. maí voru eins og hann hefði skáskotið skjáunum af
skrifstofunni í Austurstræti upp á Búnaðarbankahús og
hrópað: Eg sé ekkert fólk á Lækjartorgi, — allt svo er það
ekki til. — Það er sem sé aðferð strútsins, sem Valtýr not-
ar: að stinga höfðinu í sandinn. Verði dúdúfuglinum að
góðu!
★
Svar fólksins 1. maí við árásum ríkisstjórnarinnar
er því ákveðnara, sem aðstæðumaf eru betur íhugaðar.
Fólkið var að svara árásunum á lífskjör þess, láta ríkisstj.
vita, að það krefðist réttar síns og efnda á kosninga-
loforömium. Fóikið var að svara árásunum á andlegt i'relsi
þess, -— láta amerísku leppstjórnina vita að látlaus lyga-
áróður hennar að undirlagi „þessara háu í Washington"
væri langt fyrir neðan það að vera andlegum þroska ís-
lenzkrar alþýðu samboðinn. Og fólkið var að svara árásum
* ríkisstjórnarinnar á hugrekki þess, — tilraunum hennar
til að hræða það með hótunum. Gegn þeirri fyrirlitlegu
aðferð útlendu erindrekanna í ráðherrastólunum iís allt
stolt og einstaklingseðli íslendingsins, varðveitt af ís-
lenzkri alþýðu gegnum allar þrengingar aldanna, — og það
ekki til þess að láta dollaradrengina drepa það siðferðis-
þrek úr þjóðinni nú.
Alþýðublaðið kvartar um að hafa ekki séð verkalýð í
kröfugöngunni. Það er ekki von. Alþýðublaðið þekkir ekki
verkamenn. Þeir ganga ekki lengur í tötrum, þeir ganga
eins vel klæddir og annað fólk, — og konur þeirra og böm
h'ka. Þeir hafa hækkað kaup sitt á undanförnum sex árum,
af því þeir hafa staðið einhuga og aldrei hirt um, þegar
Stefán Jóhann reyndi að hindra kauphækkanir þeirra eða
Alþýðublaðið barðist á móti þeim. — Þessvegna getur
verkalýður Reykjavíkur nú gengið það betur klæddur á
hátíðisdegi sínum, að Alþýðublaðið, — sem mundi hafa
hann tötrum klæddan, betlandi um atvinnu,- ef það fengi
að ráða, — þekkir hann ekki.
Skyldu svo þessir kumpánar læra nokkuð af 1. maí? —
Vafalaust ekki. Bolinn mun reka hausinn í múrinn, þang-
-að til hornin brotna af honum. „Þá sem guðimir ætla að
tortíma, svipta þeir fyrst vitinu.“
Bði&B sisssiiiií é zátomq
BÆJARPOSTIRINN
b— 1 "■ -r~r ■ • - ■
„Sainsærið“-séri)rcntað ?
„Möndull11 sknfar:
„Einn af lesendum Þjóðviljans
á Siglufirði gerir þá fyrirspurn
í blaðinu Mjölni, hvort „Sam-
særið mikla“ muni ekki koma út
í bókarformi. Mjölnir vísar þess
ari fy’rirspurn til réttra aðila.
sem munu vera þið Þjóðvilja-
menn í Reykjavík. •— Abyggv
lega munu þeir vera margir les
endur Þjóðviljans, sem þess
vænta, að þessari fyrirspurn
verði svarað jákvætt . . .“
Svarið er jákvætt. Samsærið
mikla verður gefið út sérprent-
að.
' ★
Línur enda á hálfu orði
„Þá ber „MöndulF' fram nokk
ra gagnrýni á Þjóðviljann og
finnur það honum meðal annars
til foráttu „að framhaldsgrein-
ar og neðanmálssögur skuli iðu •
lega enda á hálfu orði, en ekki
hagað þannig til, að láta línu-
skil ráða* Það færi ekki vel
ef lesendur héldu þeirri reglu,
sem höfð er við iestrarkennslu, ‘
sem sé að stoppa aðeins til að
anda við punkta . ... “
★
Ekki íyrsta sinn
Þetta er ekki í fyrsta sinn ao
vart verður óánægju með fram-
angreint atriði. Vafalaust mætti
það betur fara, en þegar mikið
er að gera, vill mönnum skiljan
lega sljóvgast athygli varðand;
það, hvort seinasta lína í fram-
haldssögu endar á punkti eða
ekki. ,
★
/
Kveðja til æskunnar
„Félagi" skrifar:
„Það er ekki úr vegi að sýna
fólki, hvern hug nýútkomið blaö
Hriflujónasar „Landvörn'1 ber
til æskunnar í Reykjavík og
óskadraums henríar, æskulýðs-
hallarinnar.
í grein, sem undirrituð er
„Borgari", segir:
„Það er létt verk, að æsa ungl
inga upp til þess að gera kröf-
ur til annarra, ekki sízt þegar
um skemmtanir er að ræða.
Nauðsynlegra væri áð beina
huga unga fólksins að þörfum
þjóðarinnar fyrir arðbæra
Bygging æskulýðshallar er köll
uð „oflátungsháttur", með fram
kvæmd hennar sé verið að
„trylla æskuna og ýta undir hcf
lausar kröfur‘“. —Eg legg til.
að einhver pennafær maður taki
rækilega í gegn þann blending
af elliglöpum og fásinnu, sem
lýsir sér í hverri línu þessa mál
•gagns Hriflujónasar. —Félagi“
Tr,
.<énr~ ~“fes
M
s
\
'á 11«
Baldur og Ingólfur Arnarson
voru hér í höfninni í* gær. Enn-
fremur Reykjafoss, Lyngaa, Sel-
foss, Herðubreið og Skjaldbreið,
færeyskur kútter, sem kom í gær,
og kolaskip.
SKIFAFEÉT TIB :
Eimslcip. Brúarfoss fór kl. 10.00
í morgun frá Rcykjavik til Lcith.
Fjallfoss kom til Halifax í fyrra-
dag 4.5. frá N. Y. Goðafoss fór frá
Hull í fyrradag 4.5. til Amsterdam.
Lagarfoss fór frá Reykjavík í
fyrrakvöld 4.5. til Rotterdam.
Reykjafoss kom til Reykjavíkur i
fyrradag frá Leith. Selfoss fer frá
Reykjavík kl. 18.00 í gær 5.5 til
Siglufjarðar. Tröllafoss fór frá N.
Y. 28.4 tií Reykjavíkur. Horsa er
á Húsavik. Lyngaa kom til Reykja
vtkur 1.5. frá Leith. Varg fór frá
Halifax 30.4. til Reykjavíkur.
Skipaafgreiðsla E, Z & Co. Foldin
er í Vestmannaeyjum. Vatnajökull
var væntanlegur til Amsterdam 5
gærmorgun. Lingestroom er í Rott
erdam. Marleen fermdi í Hull í
‘gær. Reykjanes er í Englandi.
Ríkisskip. Esja var út af Vest-
fjörðum í gær á norðurleið. Súðin
var væntanleg til Reykjavíkur í
ntorgun. Herðubreið er í Reykja-
vik. Skjaldbreið er í Reykjavík
fer til Húnaflóahafna á morgun.
Hermóður var væntanlegur til
Rcykjavíkur seint í gærkvöld.
Útvarplð í dag:
11.00 Morguntónleikar 14.00 Messa
i Dómkirkjunni; fermingarguðs-
þjónusta (séra Jakob Jónsson,
prestur í Hallgrímssókn). 15.15 —
16.25 Miðdegistónleikar 19.30 Tón-
leikar: Óperulög 19.40 Lesin dag-
skrá næstu viku. 20.20 Útvarps-
hljómsveitin (Þórarinn Guðmunds-
son stjórnar). 20.45 Upplestur og
tónleikar: a) „Jóhann Kristófer",
bókarkafli eftir Romain Rolland;
þýðing Þórarins Björnssonar b)
Kvæði (Þorsteinn Ö. Stephensen
les), c.) Ýms lög. 2J..40 Frá útlönd
um (Benedikt Gröndal blaðamað-
ur). 22.05 Létt, klassisk lög.
ÚtvarpiS á morgun:
</a, eg vona sannarlega að þú
farir ekki að gera þér nelnar
heimskugríllur út af þessari mynd.
Smáauglýslngar eru á 7. síðu
Ný rakarastofa. Bjarni Jóhannes
son og Tómás Tómassoij á morg-
un rakarastofu í Þingholtsstræti
11.
Sjötíuára eru í dag (uþpstigningar
dag) systurnar Guðrún Guð-
mundsdóttir Hringbraut 182 og
María Guðmundsdóttir, Þórsgötu 2.
María dv.elur í dag hjá syni sínum
Aroni, Skúlagötu 62:
Q Hjónaefni. 1. mai opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Kristín
Jakobsdóttir og Ásmundur Jóns-
son, gullsmiður, Barmahlíð 10 í
Reykjavík.
Fjalakötturlnn sýnir gamanleik-
inn Græna lj'ftan kl. 8 í kvöld.
Leiðrétting. 1 „athugasemd um
úthlutun listamannalauna" í Þjóð-
viljanum í gær átti niðurlagið á
annarri málsgrein að vera: „—■
en þær staðreyndir eru einnig stað
festar af gerðabók nefndarinnar."
Einnig misprentaðist í þriðju máls
grein, „varatillögu minnar;" átti
að vera „varatillögu mína."
KROSSGÁTA NR. 26.
Lárétt, skýring: 1, Afklæðast, 4,
gelti, 5, tveir eins, 7 ,ferðast, 9.
farartæki, 10, tind, 11, beita, 13,
tvíhljóði, 15, spænskur greinir, 16,
sultu.
Lóðrétt, skýring: 1, Upphrópun,
2, rændi, 3, keyr, 4, narra, 6, hest,
7, fæða, 8, elskar, 12, mánuð, 14,
forsetning, 15, neitun.
Lausn á krossgátu nr. 25. Lárétt,
ráðning: ‘ 1 ,Frami, 4, Gr, 5, N.N.
7, áta, 9, dár, 10, gái, 11, sag, 13,
au, 15, La, 16. ummál.
Lóðrétt, ráðning: 1, Fr, 2, alt, 3,
in, 4, gadda, 6, neita, 7, árs, 8,
agg, 12, aum, 14, U.U. 15, L.L.
Næturiæknir er í læknavarðstof-
unni, Austurbæjarslcólanum. —
Sími 508Q
Nætrírakstur í nótt annast Bif-
reiðastöð Reykjavikur, — Sími
1720. Aðra nótt: Hreyfill. - Simi
6633. Helgiclagslæknir er Björgvin
Finnsson Laufásveg 11, sími 2415.
vinnu.
Heimilið hefur til þessa ver-
ið styrkasta stoð íslenzkrac
menningar. Þessi æskulýðshall-
arhugmynd er tilraun til þess
að draga unglingana frá heim-
ilunum, svo að auðveldara sé
að móta skoðanir þeirra og
steypa þá í mót fjöldans“.
★
Ýtt undir „hóflausar
kröfur“
,,Og öll er greinin í þe_ssum
sama dúr. Á einum stað segir:
„Það er ekki ólíklegt, að mörg-
um detti í hug, að forráðamenn
bæjar og ríkis séu annaðhvort
ennþá í æskulýðsféJagi eða farn
ir að ganga í barndómi,“ —
19.00 Islenzkukennsla. 19.30 Tón-
leikar: Harmonikulög 20.30 Út-
varpssagan: „Jane Eyre" eftir
Charlotte Brónte, II. (Ragnar
Jóhannessön skólastjóri). 21.00
Strokkvartett útvarpsins: Kaflar
úr kvartett op. 18 nr. 4 eftir Beet-
hoven. 21.15 Erindi: Myndlist
barna (Valgerður Briem). 21.10
Tónlistarþáttur (Jón Þórarinsson)!
22.05 Symfónískir tónleikar.
Ljósatími ökutækja er frá kl.
22,15 til kl. 4,40.
Söfniu: Landsbókasafnið er opið
kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka
daga nema laugardaga, þá kl. 10—
12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 2
—7 alla virka daga. Þjóðminjasafn-
ið kl. X—3 þriðjudaga, fimmtudaga
og sunnudaga. Listasaín Einars
Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu-
dögum. Bæjarbókasafnið kl. 10—10
alla virka daga og kl. 4—9 á sunnu-
dögum.
Veðurspáin í dag: Suðvesturland.
— Suðaustanstinningskaldi. Rign-
ing öðru hverju.
S>G<>G>G<>G>G><i<>G><ÞG>G<>^^
Fermlng í Dómkirkjunni á upp-
stigningardag kl. 2 e. h.
(Hallgrímssókn. Séra Jakob Jóns-
son).
DRENGIR:
Árni Jónsson, Grettisgötu 73.
Árni Ólafur Thorlacius Hjálmars-
son, Vegamótum. Bjarni Jónssoii,
Slíúlagötu 76. Bjarni Jónsson
Kjartansgötu 5. Friðrik Þórisson,
Miklubraut 44. Grétar Norðdahl,
Hverfisgötu 89, Guðni Ársæil Sig-
urðsson, Skála 3 við Háteigsveg.
Gaukur Jörundsson, Rauðarárstíg
5. Guðjón Hafsteinn Daníelsson,
Digranesveg 34. Guðjón Viðar.Sig-
urgeirsson, Meðalholti 13, Guð-
mundur Pinnbogasqji, Egilsgötu 28
Framhald fi 7. síðu